Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Qupperneq 32
32
DV. ÞRIÐJUDAGUR16. NOVEMBER1982.
Menning Menning Menning Menning
Leikfélag Hornafjaröar:
Skáld-Rósa
eftir Birgi Sigurðsson.
Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson.
Þaö var lærdómsríkt og reglulega
gaman aö sjá Hornfirðinga á föstu-
daginn leika leikrit Birgis Sigurös-
sonar um Skáld-Rósu í Kópavogs-
leikhúsinu.
Skáld-Rósa varð vinsæl og vellátin
sýning í Iönó fyrir fáum árum, og
væri auðvitað öröugt og kannski að
endingu ósanngjarnt aö bera hom-
firsku sýninguna saman viö hana.
Samt sem áður fannst mér í Kópa-
vogi sem leikurinn nyti ýmissa sinna
bestu kosta ekki síður og jafnvel
betur í sýningu Leikfélags Homa-
fjarðar en Leikfélags Reykjavíkur
um árið. Það lærdómsríka við sýn-
inguna var að sjá hve vel þetta leik-
efni hentaði óskóluöu áhugafólki um
leiklist. Skemmtileg varð hún fyrst
og fremst vegna sinna eigin verð-
leika, ágætrar frammistööu leikenda
í nokkmm helstu hlutverkunum og
þeirrar alúðar sem lögð var í efnið í
sviðsetningu Jóns Sigurbjömssonar.
Skáld-Rósa sver sig í eina megin-
ætt íslenskrar leiklistar og leikrita-
gerðar, þjóölegu leikhefðina sem svo
má kalla og er þannig séð einhver
síðasti sproti á miklum frásagna-
meiði í bókmenntum og á leiksviði.
Og - þjóðlegu leikritin, allt frá
Skugga-Sveini til Islandsklukkuim-
ar, F jalla-Eyvindi til Gullna hliðsins,
öll samin til handa leikhúsi
höfuöstaðarins á hverjum tíma, eiga
viðgang sinn á sviði á meðal annars
að þakka alþýðlegum hljómgranni
sem þau hafa hlotið og notið,
jafnharðan tekin til leiks hvarvetna
þar sem við ieiklist var fengist út um
byggðir lands. I þessum leikjum er
jafnan teflt fram dramatískri
lýsingu, frásögn sterkra og stórbrot-
inna einstaklinga í umgerð þjóðlífs-
lýsingar í náinni líkingu við það sem
á sama eða svipuðum tíma viðgengst
í skáldsögum. Þar fer einatt saman
raunsæisleg umgerö, aöferö aö frá-
sagnarefninu og rómantísk sjón og
skilningur söguefnis hverju sinni.
I Skáld-Rósu er aðalefnið að vísu
lýsing Rósu sjálfrar, og veltur mest
á því í sýningu að á sé að skipa leik-
konu í hið stóra og kröfuharða hlut-
verk. Ingunn Jensdóttir hafði aö vísu
ekki til að bera þá hreinu og beinu
líkamlegu útgeislun sem Rósa þarf
að njóta, svo vel sé í leiknum,
einkum framan af honum. En mér
fannst hún sýna með sannfærandi
hætti fram á kjarna máls í lýsingu
Rósu, uppistöðu mannlýsingarinnar.
Umfram allt verður Rósa að vera
trúveröugur kvenmaður í samhengi
raunsæislegrar frásagnar af fólki og
atburðum, ung stúlka sem í leiknum
veröur fullþroska kona. Þetta fannst
mér Ingunni farast vel í leiknum —
atriði með Páli Melsteð í fyrsta
þætti, Natan heima á Lækjamóti í
öörum þætti, Blöndal sýslumanni og
Natan í upphafi þriöja þáttar, til
dæmis. Og á þessu efni hennar og
leiksins í heild veltur um síðir
tilætluð myndræn merking máls í
leiknum. Því aö Rósa er þannig
lagaður kvenmaður sem aldrei
bognar þótt hún eigi á hættu að
brotna í sviptivindum öriaga sinna,
og stendur uppi um síöir eöa á að
standa sem einhverskonar táknlegt
kerlingu í öðram og þriöja þætti og
Gísla Arason: Ásbjöm förumann í
fyrsta og þriðja þætti — allt hlutverk
þar sem tókst að gera uppistöðu
hefðbundinna manngerða trúverðug
skil á sviðinu, gæða þau raunsæis-
móti, auðkennum einstaklinga og
rómilifandifólks.
Þannig var þaö efnisfesta leiksins
innan þjóðlegrar leikhefðar, hefö-
bundinna raunsæislegra frásagnar-
efna og leikmáta sem best gafst í
sýningunni. I hennar skjóli tókst leik-
endum líka að vekja og viöhalda
áhuga manns á fólki og atburöum,
frásagnarefninu í leiknum frá upp-
hafi til enda. Henni var ekki fisjað
saman.
Lítið pláss,
langt íburtu
Það er ekki alltaf jafngaman í
Kópavogsleikhúsinu. En oft fróðlegt
að koma þangað. Undanfariö hefur
Leikfélag Kópavogs einkum gefið sig
aö fomum farsaleikjum, Þorláki
þreytta og Leynimel 13, en leikur
hversdags um þessar mundir
tvítugan amerískan hlátursleik,
Hlauptu af þér horain eftir Neil
Simon. Ekki gott að segja hvernig á
þessu efnisvali stendur, líkast til ein-
hverskonar slysni eða óhapp . Og lík-
lega er þetta eitthvert ólánlegasta
aldursskeið á farsa, sem þá er
öldungis úrsérgenginn sem tískuleik-
ur, en getur varla enn farið að gera
sér von um f ramhaldslíf í líkingu við
það sem fyrmefndir leikir hafa
hreppt í áhugaleikhúsinu hér á landi.
Leikfélag Kópavogs kemur manni
í seinni tíð einkum á óvart meö því að
láta eins og það sé niðurkomið ein-
hverstaðar víðsfjarri höfuöstaðnum,
leikhúsum hans og skemmtana- og
félagslífi. Og það er vísast að
Hlauptu af þér homin, sem Guðrún
Stephensen hefur sviðsett, þætti
alveg frambærileg leiksýning í nógu
litlu plássi nógu langt í burtu. Þar er
ein nokkuð reynd leikkona í plássinu
og bregst ekki að hún veki kátinu á
sviðinu: Helga Haröardóttir í gervi
frú Baker. Ásamt henni tekur þátt í
leiknum ungt fólk í þorpinu, óvanara
við leiki þótt það sé mannvænlegt og
geti sjálfsagt með tímanum komið
til. Skúli Rúnar og Eiríkur Hilmars-
synir leika Bakers-bræður að reyna
aö brjótast undan valdi sinnar frú
móður og beggja foreldra, en Júlía
Jóhannesson og Kristín Atladóttir
ungar stúlkur sem þeir stíga í væng-
inn við. Verða þá ýmis skrýtin uppá-
tæki og uppákomur og afkáralegir
brandarar eins og vera ber þar sem
leiksýningar era sjaldgæfar og fátt
umskemmtanir.
En þá mega þeir Kópavogsmenn
vera hollir leikfélagi sínu ef þeir láta
sér þessa skemmtun næg ja í leikhúsi
staðarins. Þar sem það er í raun og
vera niðurkomið í hinum súrrealíska
miðbæíKópavogi.
Ólafur Jónsson
Ingunn Jensdóttir: sýnir með sannfærandi hætti fram á kjaraa máls í lýsingu Rósu, uppistöðu mannlýsingarinnar,
skrifar Ólafur Jónsson. DV-mynd: Einar Ólason.
Ekki fisjað saman
ígildi „lífsins sjálfs”. Hvorki meira
néminna.
Fyrsti þátturinn í Skáld-Rósu held
ég að sé eitthvað það sem Birgir
Sigurðsson hefur skrifaö best, og
staðfestist vel að merkja í þeirri trú
á sýningu Homfirðinga. I hlut-
verkum Rósu, sýslumanns og
önnu Sigríðar konu hans er fyrir að
fara dramatískum efniviö mannlýs-
inga og átaka ásamt með eða undir
niðri hinu beina frásagnarefni í
þættinum, og þar fara raunsæisleg
og ljóðræn efni ræðunnar miklu
nánar saman í rithættinum en síöar
verður. Þar kemur í rauninni fram
allt meginefnið í lýsingu Rósu.
I fyrsta þætti er yrkisefniö ástir
Rósu og Páls sýslumanns Melsteðs. I
seinni þáttunum er á hinn bóginn
greint frá frægustu atburðunum á
ævi Rósu, ástum þeirra Natans
Ketilssonar og afdrifum Natans. Og
þar skiptir leikurinn um eðli um leið
og efni, verður miklu hreinræktaðri
leikræn frásögn, endursögn atburöa
sem þarf svo vel sé að styðjast við
áhuga áhorfandans og helst þekk-
ingu fyrirfram á frásagnarefninu.
Eins og tíðkast í leikgerðum skáld-
sagna þar sem hin þjóölega leikhefð í
seinni tíð einkum ávaxtar sig.
Og það var að vísu rétt og slétt frá-
sagnarefnið í leiknum, raunsæisleg
uppistaöa mannlýsinga, sannsögu-
legur kjami atburöa sem best gafst
leikendum í sýningu Leikfélags
Homafjarðar. Leikritið er f jölskipað
en mörg hlutverkin lítil, atburðarás-
in fjölskipt og leikatriði einatt stutt.
Það sýndi sig að Leikfélag Homa-
Gisli Arason og Sigrún Eiríksdóttir sem alþýðufólk: tókst að gæða
persónurnar raunsæismóti, auðkennum einstaklinga og rómi lifandi
fólks.
fjarðar hafði mannskap á aö skipa
sem megnaöi að sýna með fullnægj-
andi hætti fram á þetta fólk og þjóðlíf
og gerði raunar einstökum hlut-
verkum furðugóö skil í samhengi
sýningarinnar. Af hlutverkunum
skipta Natan Ketilsson og Ölafur
maður Rósu mestu máli. Olafur er aö
stofni til alveg venjubundinn búri og
kjáni, og skýrast má sjá í skiptum
þeirra N atans í öðrum þætti, hættan í
meðförum hans að gera hann að ein-
dregnu skrípi. Mér fannst Haukur
Þorvaldsson áskilja hlutverkinu alla
þá samúð sem auöiö var og á þarf aö
halda. Birgir Sigurðsson hefur ekki
frekar en aðrir ráðið fram úr Natan
Ketilssyni, örðugt ef ekki ógerlegt
að samsama í einni manrúysingu
mótsagnir hlutverksins. En Halldór
Tjörvi Einarsson er gervilegur
maður og tókst það sem kannski
skiptir mestu: að sýna fram á æsku-
legt þrek og þokka hans, sjálft lífs-
fjör mannsins. Af öðram leikendum
og hlutverkum nefni ég af handahófi
Sigtrygg Karlsson: Pál Melsteð í
fyrsta þætti, Sigrúnu Eiríksdóttur:
Guðrúnu í fyrsta, Boggu í þriðja
þætti, Erlu Sigurbjörnsdóttur: kot-
Leiklist
Nýr
Datsun Sunny
kynntur
Um helgina kom á markaðinn nýr vél og sjálfskiptingu kostar kr.
og breyttur Datsun-Sunny. I tilefni af 152.000,-
því hélt Ingvar Helgason hf. svo-
kallaða Sunny-hátíð. Var þar sýndur Á Sunny-hátíðina komu sýningar-
hinn nýi Datsun Sunny sem hlotiö stúlkur frá Módel 79 sem undir stjórn
hefur nýtt útlit auk nýrrar vélar og Sóleyjar Jóhannsdóttur sýndu pelsa
framhjóladrifs. Hann er fáanlegur 4ra frá versluninni Pelsinn, Kirkjuhvoli og
og 2ja dyra sem „station” og skartgripi frá Módelskartgripum,
„coupé”. 4ra dyra fólksbíll með 1500cc Mikilaösóknvaraðsýningunni.
Fjöldi manna kom á bílasýninguna og fókk tiskusýningu i kaupbæti.
DV-mynd S.
L.' 4 jfiwwaM JL .; \ e i ii # ” y— •| |
\ , $ ■' i. f-‘ JÍM IÉÉp 5?: ; ^ Í