Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Page 33
DV. ÞRIÐJUDAGUR16. NOVEMBER1982.
33
Sandkorn
Sandkorn
Sandkorn
Dr. Gunnar
fram á
Vesturlandi?
Gunnaf Thoroddsen for-
sætlsráðherra hefur nú af-
þakkað boð um að taka þátt í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
i Reykjavík. Segir hann
tilhögun prófkjörsins
ólýðræðislega.
Menn velta því nú fyrir sér
hvaða leiki Gunnar eigi í stöð-
unni, ætli hann sér aftur á
þing. í fyrsta lagi getur hann
farið í sérframboð. i öðru
lagi er hugsanlegt að honum
verði boðið öruggt sæti eða
jafnvel baráttusæti á Ust-
anum í Reykjavík. Þriðji
möguleikinn er sá að hann
bjóði sig fram í öðru
kjördæmi. i þvi sambandi er
Vesturlandskjördæmi helst
taUð koma til greina; að
hann og Friðjón Þórðarson
verði í fóstbræðralagi fyrir
vestan.
Á það skal minnt að á
árum áður var Gunnar þing-
maður SnæfeUinga.
Hefðiátt að
sækja um r'rt-
stjórastólinn
GisU blindi Helgason frá
Vestmannaeyjum sté í pontu
á flokksþingi Framsóknar-
flokksins, sem nú er nýlokið,
og lýstl því yfir að hann hefði
eitt sinn sótt um starf sem
biaðamaður á Tímanum.
Hann fékk synjun. Taldi hann
það mikið skilningsleysi hjá
blaðstjórn Tímans og sýndi
vanþekkingu hennar á þeirri
þróun sem orðið hefði á
hjálpartækjum fyrir biinda á
siðustu árum.
Þegar Jónas Guðmunds-
son stýrimaður og fráfarandi
biaðamaður af Tímanum
heyrði þetta varð honum að
orði: „Það þýðir nú litið að
hafa blinda blaðamenn. Hann
hefði átt að sækja um rit-
stjórastólinn.”
Framsóknarflokkurinn
hefur fyrstur islenskra
stjórnmálaflokka hagnýtt
sér myndbönd tU að hafa
linuna á hreinu. Á
flokksþinginu sem lauk um
síðustu helgi hafðl setningar-
athöfnin verið tekin upp á
myndband og siðan sýnd
linnulaust í anddyri Hótel
Sögu á meðan þingið stóð.
Þar gátu menn heyrt ræðu
formannsins endurtekna ef
þeir töldu að eitthvað færi á
mUli mála.
Haukur Ingibergsson
myndbandatæknir flokksins
sá um að 20 minútna dagskrá
frá setningarathöfninni væri
tUbúin aðeins sex
klukkustundum eftir að henni
lauk. Taldi hann þetta vera
merkUega sögulega heimUd
— „eða hver vUdi nú ekki
'eiga svona upptöku af ræðu
Jónasar frá Hriflu?” spurði
hann. Þegar hann var
spurður hvort mönnum
myndu þykja ræöur
Steingríms eins áhugaverðar
og Jónasar þegar frá Uði,
svaraði hann: „Það verða
aUir flokksforingjar
mcrkUegir eftír því sem
iengra líður frá dauða
þeirra.”
Sagan af
súkkulaðinu
Ungur maður, sem keypt
| hafði sér Kit-Kat súkkulaði,
kom inn á Mokkakaffi tU að fá
sér hressingu. Fékk hann sér
kaffi og settist við borð.
Annar maður sat við
borðið og var einnig að
drekka kaffi. Ungi maðurinn
er varla búinn að fá sér
fyrsta sopann, þegar
sessunauturinn teygir sig í
Kit-Kat súkkulaðið, brýtur af
því bita og stingur upp í sig.
Sá ungi verður náttúrlega
undrandi en ákveður að segja
ekkert, fær sér bara bita af
súkkulaðinu. Aftur teygir sá
ókunni sig í súkkuiaðið og fær
sér bita. Enn þegir sá ungi og
fær sér annan bita. Á þessu
gengur þar til súkkuiaðið er
búið. Ókunni maðurinn
stendur þá upp og kaupir sér
tertusneið.
Sá ungi sér nú kjörið
tækifæri til að svara í sömu
mynt. Hann hreinlega skar
helminginn af tertusneiðinni
og borðar glottandi fyrir
framan sessunautinn. Nú
voru þeir kvittir, hugsar
hann.
En unga manninum varð ,
fllilega brugðið þegar hann,
skömmu eftir að út af
kaffihúsinu var komið, fann í
vasa sínum Kit-Kat
súkkulaðið. Hann hafði
nefnilega aldrei tekið það upp
úr vasanum.
Hásetinn
Hvað er sameiginlegt með
háseta og torfærujeppa???
Þeir eru báöir á dekki'.
Svar við
kauphækkun
— Jæja, sonur sæil. Hvaö
sagði forstjórinn þegar þú
baðst hann um kauphækkun?
— Hann var Ijúfur sem
lamb.
— En hvað sagði hann?
— Meee!
Umsjón:
KristjánMár Unnarsson.
Kvikmyndir ÍKvikmyndir __________ Kvikmyndir ______________Kvikmyndir
Franska kvikmyndavikan: Surtur (Anthracite):
Unglingsárín sýnd á óvæginn hátt
Regnboginn (Franska kvikmyndavikan): Surtur
(Anthracite)
Leikstjórn og handrit: Edouard Niermans
Kvikmyndataka: Bernard Lútic
Tónlist: Alain Jomy
Aðalhlutverk: Jean-Pol Dubois, Bruno Cremer,
Jean Bouise, Jerome Zuca.Frakkland 1980.
„Bernsku og æskutímabilinu er of
oft lýst sem skemmtigöngu milli sak-
leysis og galgopaskapar en í staðinn
er hér um að ræða tímabil þegar
Heiti: Moliére
Leikstjórn og handrit: Ariane Mnouchkine
Kvikmyndataka: Bornard Zitzorman
Tónlist og útsetningar: Renó Clómencic
Aðalhlutverk: Philippe Caubóro, Josette Der-
enne
Gerð í Frakklandi 1978
Fljótt á litiö virðist kvikmyndin
eiga margt sameiginlegt með leik-
húsinu sem listgrein og tjáningar-
miðili. En þótt upphaf kvikmynda-
geröar og fyrstu bemskuár hennar
hafi átt sterkar rætrn- að rekja til
leikhússins og leiklistarinnar þá hef-
ur á síðustu áratugum orðið þar tölu-
verð breyting á. I fyrstu var kvik-
myndatökuvélin notuð sem áhorf-
andi í leikhúsi því eftir að búið var að
koma þrífætinum fyrir einu sinni, þá
var vélin ekki hreyfð úr stað meðan
viðkomandi atriði var kvikmyndað.
Var þá eins gott fyrir leikarana aö
ganga ekki út fyrir það myndhorn
sem linsa vélarinnar náði yfir. En
smátt og smátt lærðu menn að færa
sér í nyt þá kosti sem kvikmyndin
hafði fram yfir leikhúsið til að tjá sig
og koma skoðunum sínum á fram-
færi.
Þegar borin eru saman þessi tvö
listform er mest áberandi mis-
munurinn hvernig við nemum og
skynjum þau. Þegar við förum í leik-
hús erum við að fara að sjá „lifandi”
verk sem tekur breytingu frá upp-
færslu til uppfærslu og jafnvel frá
degi til dags. Um kvikmyndina gegn-
ir ööru máli. Eftir aö vinnslu
myndarinnar er einu sinni lokið
stendur eftir verk sem verður ekki
breytt. Kvikmyndagerðarmaöurinn
hefur einnig miklu frjálsari hendur
til að tjá sig, t.d. með skynsamlegri
beitingu myndmálsins, heldur en
leikhúsmaðurinn. Leikarinn í leik-
húsinu verður að styðjast aöallega
við rödd sína á sviðinu meðan kvik-
maður kemst í kynni við klíkuskap
og óumburðarlyndi, lærir að svindla,
pína sjálfan sig og haga sér
aumingjalega. Mig langaði til að
sýna þennan raunveruleika.” Þessi
orð mælti Edouard Niermans
höfundur Surts í viðtali við franskt
blað eftir frumsýningu myndarinn-
ar. SurturerfyrstamyndNiermans
en hann er samt sem áður enginn ný-
myndagerðarmaðurinn getur komið
til skila smávægilegum svipbrigðum
eða hreyfingum, sem geta túlkað
gleði eða sorg, með nærmyndum eða
klippingu. Með þetta í huga er
athyglisvert að skoöa fyrstu mynd
leikstjórans Ariane Mnouchkine um
leikritaskáldið og leikarann Jean-
Baptiste Poquelin sem er betur
þekktur undir nafninu Moliére.
Viðamikið verk
Ariane Mnouchkine hefur lifað og
hrærst í heimi leikhússins mestan
hluta starfsferils síns. Hún hefur
stjómað hinum þekkta leikflokki
Sólarleikhússins (Theatre du Soleil)
í ein átján ár, en leikflokkurinn er
einna þekktastur fyrir uppfærslu
sína á verkinu 1789 sem fjallaði um
frönsku byltinguna. Þótt það sé mjög
algengt að leikarar vinni jöfnum
höndum á leiksviði sem á hvíta tjald-
inu, þá er það frekar sjaldgæft að
kvikmyndaleikstjóri færi upp leikrit
fyrir svið og svo öfugt. En þegar
horft er á myndina Moliéresést strax
á efnismeðferð og myndrænni upp-
byggingu að leikstjórinn hefur unnið
lengi við leikhús.
Það fór vel á því að Ariane
Mnouchkine veldi æviferill Moliére
sem fyrsta verkefni sitt í kvik-
myndagerð. Hún hafði áhuga á að
sýna á hvaða hátt æska Moliére, upp-
eldi og umhverfi höfðu mótandi áhrif
á verk þau sem hann skrifaði síðar.
Myndin er rúmlega fjögurra tíma
löng og sýnd í tveimur hlutum. Fyrri
hlutinn nær yfir tímabilið 1622—1658
eða frá fæðingu Moliére þangað til
hann kemur til Parísar. Að vísu hefst
myndin ekki fýrr en Moliére er 10
ára gamall en síðan er brugðið upp
mynd af honum á ýmsum aldurs-
skeiðum. Þessi fyrri hluti er nokkuð
græðingur í kvikmyndaheiminum.
Hann hóf feril sinn sem leikari og
hefur jöfnum höndum leikið í leik-
húsi, fyrir sjónvarp og í kvik-
myndum, auk þess sem hann hefur
verið aðstoðarleikstjóri við gerð
nokkurra mynda og gert sjálfur
nokkrar stuttar myndir.
Myndin Surtur gerist í gagnfræða-
skóla Jesúíta í Frakklandi árið 1952.
líflegur enda var lítið til af heimild-
um um líf Moliére frá þessum tíma
sem gaf leikstjóranum tiltölulega
frjálsar hendur. Mörg atriöin eru
mjög skemmtileg og skrautleg, eins
og t.d. miðsvetrargleðin í Orleans.
Seinni hluti myndarinnar er mun
þyngri en hann nær yfir árin 1659—
1673 og lýsir lífi Moliére í París,
hvernig honum tókst að vinna hylli
konungs og síðan baráttu hans við að
halda sjálfstæði sínu sem listamanns
gagnvart hinum ýmsu trúarhópum.
Þrátt fyrir að þessi hluti myndarinn-
ar virki langdreginn á köflum á
myndin góða spretti og sérlega er
minnisstæður endir myndarinnar
sem jafnframt voru endalok Moliére
sjálfs. Ariane Mnouchkine lætur þar
samstarfsmenn Moliére úr leikflokki
hans bera hann fársjúkan á örmum
sér upp tröppur miklar meðan
dramatisk tónlist er leikin undir.
En Moliére er ekkert frekar saga
leikritahöfundar en lýsing á lifinu
eins og það var í Frakklandi á þess-
um tíma. Á þetta þó sérstaklega viö
fyrri hluta myndarinnar. Mikið var
iagt í búninga og sviðsmyndir þannig
að öll atriðin i myndinni virka raun-
veruleg. Aftur á móti tekst Ariane
Mnouchkine aidrei fyllilega að koma
til skila persónunni Moliére.
Moliére er gífurlega mikið kvik-
myndaverk og fallegt fyrir augaö en
vill verða langdregið á köflum. Hér
er þó á ferðinni einstakt tækifæri fyr-
ir allt áhugafólk um leikhús og leik-
list til að sjá hvernig leikstjóri, sem
er vanur að vinna í leikhúsi, vinnur
að gerð kvikmyndar. Það eina sem
skyggði nokkuð á sýningu myndar-
innar var hve rispað eintakiö var
semsýntvarhér.
Baldur Hjaltason
Kaþólskir skólar eiga i vök aö
verjast fjárhagslega, er myndin
gerist, og þykir stjórnendum skólans
þeir vera síðustu framverðir
„réttra” viðhorfa í menntunar-
málum. Rektor skólans og sam-
starfsmenn hans eru þeirrar
skoðunar að góð menntun felist í
ströngum aga og algerri kúgun
nemenda.
Niermans fellur ekki í þá gryfju
að sýna yfirboðara skólans sem
einhvers konar djöfla. Þeirra sjónar-
mið eru útskýrð og ekki dreginn upp
svart/hvítur veruleiki. Hin harka-
lega skólun gerir alla nemendur
(með örfáum undantekningum) að
„töff” náungum sem eru grimmir og
níðast á öllum sem eru öðruvísi
og/eöa minni máttar.
Ein aðalpersóna' myndarinnar er
þó úr hvorugum þessara hópa. Faðir
Godard (sumir telja nafnið vera
vísin til Jean-Luc Godard (guðföður
nútíma kvikmyndagerðar í Frakk-
iandi) hefur töluvert ólík sjónarmið
hvað varðar menntun og guðfræði en
yfirmenn skólans. Hann stjórnast af
þeirri skoöun sinni að bjóöa verði
óvininum hinn vangann í stað þess
að ráðast gegn honum. Hann beitir
ekki frumskógarlögmálum í
kennslu, eins og aðrir gera, en
nemendur virða hann ekki hætis hót
fyrir það heldur ráðast af grimmd
gegn honum. Hinn sterkari er fljótur
að finna þann veikari í þessari mynd
og ekki arrnað að sjá en „kerfið”
snúist gegn öllu sem er öðruvísi.
Godard hrífst mjög af einum pilti
sem orðið hefur undir í félagsskap
nemenda. En tilraunir hans til að
vemda strákinn gefast mjög illa og
er pilturinn haföur að háði og spotti
fyrir að umgagnast kennarann.
Enda fer svo að strákurinn snýst
gegnföðurGodard.
í þessari mynd Niermans er æsku-
tímabilinu svo sannarlega ekki lýst
sem „skemmtigöngu milli sakleysis
og galgopaskapar”. Hann leggur
áherslu á að í jesúitaskólanum for-
herðist unglingamir í réttu hlutfalli
við hinn sterka aga og ómanneskju-
legar kennslu- og uppeldisaðferðir.
Nemendur skólans koma þaðan út
(og að mér skilst er þetta hástéttar-
skóli) og verða harðir, miskunnar-
lausir menn sem ná langt. En þeir
veikari verða undir og verða að
engu. Þeir fá ekkert tækifæri nema
þeir forherðist og verði harðir og töff
eins og hinir. Og allir em steyptir í
sama mót en ekki reynt að þroska
hvem og einn einstakling.
Surtur er að öllu leyti vel gerð
mynd. Leikurinn er betri en gengur
og gerist og sérstaklega er frammi-
staða hinna ungu leikara í hlut-
verkum nemendanna athyglisvérð.
Skólastjórinn og faöir Godard eru
sömuleiöis mjög vel leiknir. Kvik-
myndatakan er hugvitsamleg og
mörg atriði minnisstæð vegna
fallegrar myndrænnar upp-
byggingar og góðs auga fyrir
samspili ljóss og skugga. Tvær senur
úr myndinni eiga eftir að verða mér
minnisstæðar og eru það atriöi þar
sem faðir Godard biðst fyrir bakvið
upplýst tjald og ræða föðurins.
Persóna Surts er sterkasta atriöi
myndarinnar. Eins og allar sterkar
persónur er hægt aö útskýra hana á
margan hátt. Það er hægt að skilja
föður Godard sem tákn hins góða
sem orðiö hefur undir í veröldinni,
maður sem af hreinum
„masochisma” gerist píslarvottur
fyrir úreltar kenningar biblíunnar
o.s.frv. En hvað sem því líður er
mynd Niermans mjög athyglisverð
og er ekki að efa að nafn hans heyrist
oft í f ramtíðinni er góðar kvikmyndir
ber á góma.
Árni Snævarr.
Franska kvikmyndavikan—Moliére:
Heimur leikhússins
Faðir Godard lýsir skoðunum sinum. Ur einu af bestu atriðum Surts.