Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Side 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR16. NOVEMBER1982. ,35 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið * LeikurChrístieí myndbyggðriá söguRifbjerg? Leikkonan Julie Christie er þekkt fyrir aö fara eigin leiöir. Hún býr í eyöidal í Wales langt frá annarri byggö og ósvífnum kvikmyndaframleiöend- um. Hún fær ætíð mörg tilboð um hlut- verk í kvikmyndum en kvikmynda- handritin þurfa aö vera mjög góö að hennar áliti til að hún fari til byggða. Danir bíða nú spenntir eftir að vita hvort Julie fellst á aö leika í kvikmynd byggðri á sögu Klaus Rifbjerg „Anna, Greinilegt er að hlaupararnir ieggja sig alla fram enda bikar i boði. „Dagur Garðaskóla” OV-mynd: Bj. Bj. — tilbreyting í skólastarfinu Garöaskóli hefur þaö fyrir siö aö halda árlega upp á dag skólans, á af- mæli skólans 11. nóvember. Er þetta gert í þeim tilgangi að fá svolitla tilbreytingu áöur en jólin og þar meö próf nálgast. Gunnlaugur Sigurðsson, skólastjóri Garöaskóla sagöi í samtali við DV að í ár hefði „Dagur skólans” hafist aö lokinni kennslu kl. 11. Fyrst var víöavangs- hlaup og hlaupið frá Garöaskóla að Vifilsstöðum og aftur til baka. Því næst var íþróttahátíö í íþróttahúsinu með ýmsu glettnu ívafi, t.d. kepptu nemendur og kennarar í íþróttum. Aö lokinni íþróttahátíö var haldin samkoma og sáu nemendur í áttunda bekk um veitingar, auk þess sem flutt var tónlist og sýndar vídeó myndir. Nemendur og kennarar hafa í sameiningu tekið upp á vídeó nokk- ur atriöi úr skólaiifinu. Dagskránni lauk svo um þrjúleytiö og tókst „dagur skólans” vel að vanda. ás Robert De Niro leikur JesúsKrist mm Robert De Niro i Taxi Driver. Eftir' að hafa leikið boxara, mafiufor- ingja, saxófónleikara og leigubíl- stjóra er sjótfur Jesús Kristur næsturá dagskrá. Þaö eru fáir sem eru ósammála því aö Robert De Niro só einn besti leikari heims á vorum dögum. Robert de Niro hefur leikiö flestar manngeröir sem manni dettur í hug um dagana. Hann hefur leikiö at- vinnuboxara, fyrrverandi hermann og leigubíistjóra, saxófónleikara, mafíuforingja, svo aö dæmi séu tekin. Hann leggur ætíö gífurlega mikiö á sig til að kynnast þeim per- sónum sem hann túikar hverju sinni. Áður en hann lék leigubílstjórann léttgeggjaöa í Taxi Driver, keyrði hann leigubíl til aö kynnast hlutskipti manna í þessari stétt. Og hann lærði á saxófón áður en hann lék í New York New York og lét sig ekki muna um aö æfa box er hann lék í Raging bull og bætti svo á sig 20 kílóum til aö vera sannfærandi í þeim atriöum myndarinnar sem gera ráö fyrir aö , boxarinn sá farinn aö fitna. En hvaö ætli Robert de Niro geri fyrir næstu mynd sem hann leikur í. Hann mun leika aöalhlutverkið í mynd sem ber nafnið „Síðasta freist- ingin”. Og hvem ætli De Niro leiki nema sjálfan Jesús Krist Guösson frá Nazaret. Manni gæti sýnst sem svo á þessari mynd að það væri komið parketgólf á Hafnarstrætið en svo er þó auðvitað ekki. Stúlkan sem á myndinni sést heitir Unnur Steins- son og sprangar um á parketgólfi i glugga tiskuverslun- arinnar Fannýjar. Verslunin verður með tískusýningar i glugganum á laugardögum fram að áramótum og munu sýningarstúlkur úr Módel 79 sýna fatnað. DV-mynd: Bjarnleifur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.