Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Side 37
DV. ÞRIÐJUDAGUR16. NOVEMBER1982.
37
DÆGRADVÖL
DÆGRADVOL
DÆGRADVÖL
Hann var ekki i vandræðum með þennan bolta hann Ólafur Skúlason.
MeðspHari hans i gegnum árin, Guðjón Eyjólfsson, er greinilega spenntur
og tilbúinn að svara efþeir fá „smash "á móti sór.
Þetta er hollið sem Ólafur spilar nú i. Talið frá vinstri Kristinn Guðmundsson, Jón Karlsson, Guðjón
Eyjólfsson og kappinn sjólfur, Ólafur Skúlason. Að sjálfsögðu þakka menn fyrir drengilega keppni.
„TÆMIR HUGANN”
— Ólafur Skúlason með bakhandarsveiflu í badmintoninu
„Badmintonið er bráðhressandi og
einstaklega skemmtilegt,” sagði Ölaf-
ur Skúlason dómprófastur er við rák-
umst á hann inni í TBR-húsi. Hann var
þá að spila meö félögum sínum Guð-
jóni Eyjólfssyni, Jóni Karlssyni og
Kristni Guðmundssyni og það var létt
yfir mannskapnum, enda hressir
menn.
„Við spilum fyrst og fremst til að
liðka okkur, enda er nauðsynlegt að
hreyf a sig. Við stundum þetta hins veg-
ar alls ekki sem keppnisíþrótt. Það
skemmtilega við badmintonið er að
það tæmir hugann af öllum áhyggjum
dagsins,” sagði Olafur ennfremur.
Olafur byrjaði að stunda badminton
fyrir um tuttugu árum. Ymsir hafa
spilað með honum í gegnum árin,
menn eins og öm Qausen, Þórður
Eydalogfleiri.
„Við Gaui stöndum einir uppi,”
sagði Ölafur og er þá að tala um vin
sinn Guðjón Eyjólfsson endurskoð-
anda, en þeir hafa spilað saman allan
tímann.
Aðspurður sagði Olafur að þeir fé-
lagar spiluöu tvisvar í viku og þá eina
klukkustund í senn. A sumrin værí þaö
svo sundið sem heillaði.
„Gaui, þú átt þennan"
Á meöan samtal okkar fór fram
mátti sjá menn á öllum aldri slá kúl-
una. Eg spuröi því Oiaf hvort ekki væri
erfitt að stunda íþróttina á efri árum?
„Það er nú einmitt kosturinn við þessa
íþrótt aö fólk getur spilað fram eftir
aldri. Það velur sér sjálft hraðann og
þaö er um að gera að ofkeyra sig ekki.
Sjálfur er ég kominn á sextugsaldur-
inn,” sagði Ölafur og hélt áfram aö
taka á móti föstum sendingum frá
þeim Jóni Karlssyni og Kristni
Guðmundssyni. Um leið og við kvödd-
úm heyrðist í Olafi: „Gaui, þú átt
þennan.”
Fjaðrafok
húsmæðra
— þær slá í gegn með
spöðunum
„Það er mjög gaman að koma hingað
inneftir og spila badminton. Við öskr-
um og fáum mikla útrás þegar við spil-
um og það má segja að flestar okkar
sleppi algjörlega fram af sér beislinu,”
sagði ein húsmæðranna sem spila
badminton reglulega inni í TBR húsi
þegar við litum inn til þeirra fyrir
stuttu.
Við höfðum fengið fregnir af að álit-
legur hópur fagurra fljóða væri meö
fjaðrafok eftir hádegi tvisvar í viku í
TBR húsinu og það væru engin vettl-
ingatök þegar þær handléku spaöana.
Hæfilegur keppnisandi
Þær sögöu okkur að flestar kæmu
með vinkonum sinum í fyrstu. Hjá
þeim ríkti „hæfilegur keppnisandi”
sem væri nauðsynlegur til að hafa
gaman af þessu, en engin væri þó sár
þótt hún tapaöi.
Og ein þeirra sagði: „Við sleppum
öllu ööru frekar en badminton.”
Garðar Adolpsson, leiðbeinandi
„stúlknanna”, sagði að sumar þeirra
væru búnar aö vera í badminton í ein
þrjú til fjögur ár. „Og þær eru allar
mjög elskulegar og hressar,” bætti
hann við.
En það eru ekki bara heimavinnandi
húsmæður sem sveifla spaðanum, því
margar þeirra vinna hálfan daginn úti.
Sumar eru kennarar, aðrar vinna á
skrifstofum og í hópnum er ein flug-
freyja.
Og í samtali okkar við þær kvinnur
kom fram að eitt sinn var flugfreyjan
með það mikla sveiflu að hún gat eng-
an veginn hætt aö spila. Þegar loksins
var hálftimi eða svo í brottförina
geystist hún af staö i baö og síðan lá
leiðin beint út á flugvöll.
Ekki vitum við hvað farþegamir
sögðu en okkur finnst gaman að svona
hressumkonum.
„Af hverju ætli hún mamma öskri alltaf svona þegar hún spilar „bambin-
tonið" með hinum konunum? Ég ætla að segja pabba frá þvi þegar hann
kyssir mig góða nótt i kvöld." Já, krakkarnir fylgjast auðvrtað með
mömmunum i spilinu. Þeir eru góðir áhorfendur.
Þetta eru skvisurnar sem valda öllu fjaðrafokinu. Þegar við birtumst inni i TBR-húsi sögðum við: „Nei
komið þið sælar stúlkur," og ætluðum að taka ihendurnar á þeim, en þá réttu þær bara spaðana fram.
„Þœr halltu djusi yfir is. Ég fókk mér sæti við rimlana og hugleiddi málið. Þær tóku siðan við að spila. Eg
só strax aðþettagat orðið erfiður dagur. Jó, það var stæll á þessum skvisum."