Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1982, Síða 32
40
DV. MANUDAGUR 29. NOVEMBER1982.
Um hdgina
ALLT SAMKVÆMT VENJU
Föstudagskvöldið var virkilega
gott í sjónvarpinu. Fyrir utan Prúöu
leikarana, sem alltaf standa fyrir
sínu, var Kastljós og kvikmynd
kvöldsins mjög boðlegt. Aö vísu var
gestur Prúðu leikaranna meö þeim
leiðinlegri sem þar hafa verið,
einhver kúrekasöngvari af súkku-
laöigerðinni.
Að þessu sinni var fjallað um eitur-
lyfjavandamálið í Kastljósi og
fléttuðu þær Sigrún Stefánsdóttir og
Margrét Heinreksdóttir saman inn-
lendu og erlendu og mætti gera það
oftar.
Kvikmyndin Dýragarðsbörnin
hefur verið mikið til umræðu að
undanförnu og var gerð að einu um-
fjöllunarefni í Kastljósi, einnig var
upplýst hvaðan eiturlyfin koma og
hvernig þeim er smyglað til vest-
rænnaríkja.
I þættinum var einnig talað viö
ungan áfengissjúkling og eiturlyfja-
neytanda sem hefur verið þurr í
nokkurn tíma en haföi verið við
grafarbakkann af völdum ofnotkunar.
Var áhrifamikið að hlusta á hann
segja ævisögu sína sem svo sannar-
lega hefur ekki veriö neinn dans á
rósum. Var það vel til falliö hjá
Sigrúnu að láta nokkra unglinga
vera viðsiadda viðtalið. Hlýtur þáttur
sem þessi að hafa áhrif og flestir ef
ekki allir unglingar ættu að sjá kvik-
myndina um Kristínu F.
A giapstigum (Badlands) er mjög
góð kvikmynd er markaði tímamót
fyrir leikstjórann Terrence Malick
og aðalleikarana Martin Sheen og
Sissy Spacek, varð myndin til þess
að þau hlutu öll verðskuldaða frægð
fyrir. Myndin er mjög áhrifamikil og
vel gerð og þrátt fyrir að ofbeldi er
nokkurt í myndinni verður hún aldrei
sóðaleg á að horfa, eins og svo
margar myndir af þessari gerð.,
Sjónvarpiö á laugardaginn fór
alveg fram hjá mér en ég hlustaði á
eftirmiðdagsútvarpið í staðinn.
Fannst mér ég ekki missa af miklu
er ég leit yfir dagskrána í sjón-
varpinu. Þaö var helst að kvik-
myndin Regnfólkið eftir Francis
Ford Coppola vekti áhuga.
Helgarvaktin er fyrirferðarmesta
efnið í útvarpinu á laugardagseftir-
miðdögum en einhvem veginn hefur
hún ekki vakið áhuga hjá mér.
Finnst mér á stundum hún vera
nokkuð líflaus. Að vísu hressti
Vilmundur Gylfason nokkuð upp á
þáttinn á laugardaginn en þáð nægir
ekkiíheildina.
Svavar Gests er manna fróðastur
um þá tónlist sem hann f jallar um í
þáttum sínum í dægurlandi, en það
er dægurtónlist áranna frá 1930—
1960. Og ekki sakar að hann er frá-
bær kynnir og gerir þessa þætti sína
áhuga verða og skemmtilega.
Sunnudagsdagskrá sjónvarpsins
hefur verið í þyngra lagi að undan-
förnu en vonandi stendur það til
bóta, nýr framhaldsmyndaflokkurer
byrjaöur, sem ég að vísu missti af í
gærkvöldi en aftur á móti er Glugg-
inn virkilega vel gerður þáttur um
menningu og listir en bágt átti ég
með að skilja hversvegna var verið
að fjalla um námskeið í skipu-
lagningu á eigin tíma í þessum þætti.
Hilmar Karlsson.
Andlát
Sigmar Björnsson prentari, Hátúni lOb
Reykjavík, veröur jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag, mánudaginn 29.
nóvember, kl. 13.30.
Rudolf Theil Hansen klæðskera-
meistari, Garðaflöt 7 Garðabæ, verður
jarösunginn frá Hafnarfjarðarkirkju,
þriðjudaginn 30. nóvemberkl. 15.
Sigríður Guðbjartsdóttir, Hátúni lOb,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 30. nóv. kl. 15.
Steinunn Guömundsdóttir frá Núpi,
Fljótshlíð, Álfheimum 13 Reykjavík,
veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 30. nóvember kl. 15.
Beffa
t fyrsta lagi þá hef ég ekki slúðraö
i hálftíma, heldur í 20 mínútur, og
í öðru lagi er þetta ekki einkasam-
Prófkjör Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík:
Um5
þúsund
hafa greitt
atkvæði
— úrslit munu
liggja fyrirupp
úr miðnætti
Tæplega 5 þúsund hafa greitt
atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík. Þar af
eru utankjörstaöaatkvæði um
700.
Kjörstaðir voru opnir frá
fjórum stöðum í gær frá kl. 10
til 20. I dag verður hins vegar
aðeins hægt aö greiða atkvæði í
Valhöll. Þar verður opiö frá kl.
15.30 tU 20.
Talning atkvæöa hefst
klukkan 18. Endanlegra úrslita
er aö vænta nokkru eftir mið-
nætti.
JBH
Tilkynningar
Tónleikar í
Bústaðakirkju
staðakirkju mánudaginn 29.11. kl. 20.30. Á
efnisskrá eru verk eftir J.C. Bach, Förster,
Nielsen og frumflutningur á verki eftir Snorra
Sigfús Birgisson sem hann samdi sérstaklega
fyrir sveitina.
Einleikarar eru Helga Þðrarinsdóttir víólu-
leikari og Joseph Ognibene hornleikari.
Nýja strengjasveitin var stofnuð haustið
1980 og fyrstu tónleikarnir. voru haldnir í
desember sama ár undir stjórn Guðmundar
Emilssonar. I ágúst 1981 fékk sveitin til liðs
við sig Josef Vlach fiðiuleikara og stjórnanda
frá Tékkóslóvakíu og hélt tvenna tónleika
undir leiðsögn hans. Að þessu sinni leikúr
sveitin án stjórnanda en konsertmeistari er
Michael Scheiton.
Frá Kattavinafélaginu
Kattavinir um land allt, kettir eru kulvís dýr
sem ekki þola útigang. Gætiö þess að allir
kettír hafi húsaskjól og mat.
íbúar
Þingholtanna
Munið eftir fundi íbúasamtakanna mánudag-
inn 29. nóv. kl. 20.30 í Sóknarsalnum Freyju-
götu 27. Dagskrá fundarins: Deildarskipulag
einstakra reita, nýbyggingar (Öðinsgata 16),
umferðarmál og ýmislegt fleira. Mætið stund-
víslega.
Bridgefélag
Breiðholts
Síðastliðinn þriðjudag lauk 2 kvölda
hraðsveitakeppni með sigri sveitar
Rafns Kristjánssonar sem hlaut 950
stig. I sveitinni eru eftirtaldir auk
Rafns:
Þorsteinn Kristjánsson,
Björn Björnsson,
Sigurbjörn Ármannsson.
Eftirtaldar sveitir komu næst:
stig.
2. sveit Baldurs Bjartmarssonar 882
3. sveit Leifs Karlssonar 880
4. sveit Kjartans Kristóferssonar 870
meðalskor 864
Næstkomandi þriðjudag hefst baró-
Samskonar gildra og um er rætt. GUdr-
an sjálf og vængirnir eru úr finriðnu
hvítu neti. Leiðarinn er úr svörtu neti
Hefur einhver séð
álagildru?
Fyrir tæpum mánuði, eða föstudaginn 29. okt.
iiígðu menn frá líffræðistofnun Háskólans ála-
gildru í Vífilsstaðavatn vegna rannsðkna-
verkefnis nemenda. Gildran var lögð um kl.
18 og var horfin á hádegi næsta dag þegar
menn fóru að vitja hennar.
Töluvert fyrirtæki hefur verið að ná gildr-
meterkeppni félagsins og hefst kl.
19.30. Stundvíslega. Allir velkomnir.
SpUað er í húsi Kjöts og fisks v/Selja-
braut.
Sýningar
Yfirlitssýning á verkum
Jóns Þorleifssonar
í Listasafni íslands
Vegna ágætrar aðsóknar að yfirlitssýning-
unni á verkum Jóns Þorleifssonar í Listasafni
íslands hefur verið ákveöiö að framlengja
hana um eina viku.
Á sýningunni eru alls 107 listaverk, olíumál-
verk, steinprent og vatnslitamyndir og er
elsta myndin frá 1914.
Yfirlitssýningunni lýkur sunnudaginn 28.
nóvember og er því hver síöastur að nota
þetta einstæða tækifæri til að kynnast verkum
Jóns Þorleifssonar, en flest verkanna eru í
einkaeign.
Sýningin verður opin daglega, virka daga kl.
13.30—16 enumhelgarkl. 13.30—22.
Sýning Sigrúnar
Jónsdóttur
stendur í anddyri Háskólabíós fram til
mánaðamóta og er opin daglega frá 16—22. A
sýningunni eru bæði batikverk og vefnaður og
eru þau um þrjátíu að tölu. Aðgangur er
ókeypis.
Mokka-kaffi
Ulfur Ragnarsson á Akureyri sýnir um þessar
mundir myndir sínar á Mokka-kaffi í Reykja-
vík. A sýningunni eru 26 myndir, sem allar
eru unnar í akrýl og vatnsliti. Sýning Ulfs
verður opin næstu þrjár vikur.
Styrktarsýning á vegum
T orf usamtakanna
1 sýningarsal Langbrókar, veitingahúsunum
Torfunni og Lækjarbrekku, stendur yfir
með flothoítum og blýlóðum. Bogiun og
hringirnir eru úr málmi.
unni upp því nauðsynlegt var að vaða ískalt
vatnið upp í mitti. Benda má á að gildra þessi
er líklega sú eina sinnar tegundar hér á landi.
Málið hefur verið kært til Rannsóknarlög-
reglu ríkisins. Allar ábendingar um hvar
gildran er niðurkomin eru vel þegnar því aö
missir hennar er mikið fjárhagslegt tjón fyrir
stofnunina.
Upplýsingum má koma til líffræðistofnunar
Háskólans í sima 85395.
styrktarsýning á vegum Torf usamtakanna og
hafa þau fengið listaverk frá ca 100 lista-
mönnum og fá Torfusamtökin 50% af andvirði
hverrar myndar til uppbyggingar á Bern-
höftstorfunni.
Skruggubúð,
Suðurgötu 3a
„Sjónhverfingar á skurðarborðinu”. Sýning á
teikningum og smáhlutum eftir Sjón. Sjón er
íslenskur súrrealisti sem hefur starfað með
súrrealistahópnum Medúsu síðustu ár. Hann
hefur áður sýntá samsýningumMedúsu oger
höfundur nokkurra ljóðabóka.
Sýningin mun standa til 29. nóvember og
verður Skruggubúð opin kl. 15—21 um helgar
en kl. 17—21 virka daga. Áhugamenn um flug-
dreka og grafhýsi eru sérstaklega boðnir vel-
komnir, en sýningin er hugsuð sem hálfgild-
ings ættarmót afkomenda alþjóðlega glæpa-
mannsins Fantómasar.
Afmæli
70 ára er í dag 29.11, Guðmundur
Pétursson, fyrrverau'di yfirvélstjóri,
Grænuhlíð 16 í Reykjavík. Hann vann
lengst af sínum starfstíma hjá Skipa-
útgerð ríkisins. Guðmundur tók
mikinn þátt í félagsstarfi stéttar sinn-
ar. Var hann meöal annars forseti
Farmanna- og fiskimannasambands
Islands í f jögur ár. Eiginkona hans er
Rerdís Friðriksdóttir. Afmælisbarnið
er að heiman.
80 óra er mánudag (29 þ.m.) Rannveig
Jónsdóttir ljósmóðir í Súöavík, nú bú-
sett hér í Reykjavík að Barónstíg 43.
Hún verður að heiman á afmælis-
daginn.
90 ára afmæli á í dag, 29. nóvember,
Kristján Jóhannesson bóndi frá
Klambraseli í Aðaldal, nú til heimilis í
Illíð á Húsavik.
Nýja strengjasveitin heldur tónleika í Bú-
TOmSTUflDAHUSID HP
Laugauegi lSVReutiauil: »31901