Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1982, Side 34
42
DV. MÁNUDAGUR 29. NOVEMBER 1982.
RYKSUGUR
Haukur og Ólafur
Ármúia 32 - Sími 37700.
Rakarastofan Klapparstig
Sími 12725
Hárgreiðslustofan Klapparstíg
Tímapantanir
13010
wmmmammmmmmtmmmmmmmmmm
VÉLRITUN - SÍMA VARSLA
Öskum að ráða strax starfskraft til vélritunar og
símavörslu.
Æskilegt að umsækjandi hafi einhverja þekkingu
á tölvuvinnslu.
Skriflegar umsóknir sendist á skrifstofu okkar
sem fyrst.
Laugavegi 178 — 105 Reykjavik —
£1 + S
NYJUNG - NYJUNG
Nú geta allir, sem
þurfa og vilja,
farið að grenna sig
fyrir hátíðarnar
Hér er um fljótvirka og áhrifaríka
aöferö að ræöa, sem skaðar ekki
likamann. Aðgerðin byggir á dufti og
töflum, sem innihalda öll steinefni og
vítamín, sem líkaminn þarfnast.
Þaö er mjög auövelt aö lifa á dufti
og töflum sjö daga samfleytt og léttast
um fimm kíló.
Duftiö, sem heitir
„Létt & Mett"
er blandaö út í te, kaffi, svaladrykk,
buljong — eða þaö sem hver og einn
telur best (súrmjólk, léttmjólk eöa
saft). Milli mála er töflurnar notaöar,
en þær eru mjög próteinríkar. Þessa
megrunaraðferö má einnig nota á
rólegri hátt — t.d. meö því aö sleppa
einni máltíö á dag. Fyrir þá, sem vilja
losna viö allt aö 10 kíló, er þetta mjög
þægileg aöferö og kemur í veg fyrir
hörgulsjúkdóma.
Dr. Jan Engelsson
hefur sjálfur reynt
„Létt & Mett” og
misst 9 kíló á einum
mánuði.
Sendum gegn
póstkröfu.
Eldri pantanir óskast endurnýjaðar
f"Oska hér meö eftir aö mér veröi send-
| ar . .. .stk. dósir af duftinu „Létt &
■ Mett”.
Nafn . .
Heimilistanc
Klippið út augl.
w.. til Kirkjumunir, Kirkjustræti 10 Reykja-
Allar upplýsingar veittar í símum
15483 og 15030.
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Rauðu ástar-
sögurnar
Skógarvörðurinn eftir Sigge
Stark
Hver er ég? eftir Else-Marie
Nohr
Hvítklædda brúðurin eftii
[Erik Nerlöe
' Rauðu ástarsögurnar eru spennandi
og ’vél skrifaöar skemmtisögur eftir
kunna og vinsæla höfunda. Ut eru
komnar hjá Skuggsjá þrjár nýjar
bækur í þessu safni: Skógarvörö-
urinn eftir Sigge Stark, Hver er ég?
eftir EIse-Marie Nohr og Hvítklædda
brúöurin eftir Erik Nerlöe.
Skógarvöröurinn eftir Sigge Stark
er rómantísk ástarsaga Onnu frá
Hlíð. Anna er sautján ára og mjög
þögul og fáskiptin. Hún tjáöi engum
hug sinn heldur hélt sig út af fyrir
sig, rölti ein um skóginn meö hundinn
sinn, gamlan gulbrúnan veiöihund,
sem í raun var hennar einasti vinur.
En einn indælan sumardag, þegar
sólin hellti geislum sínum yfir
skóginn, f jöllin og mýramar, hitti hún
skógarvörðinn. Þessi sumardagur
festist henni í minni sem einn mesti
hamingjudagurinn í lífi hennar, enda
þótt hann bæri í senn meö sér sorg,
biturleika og tár . . .
Hver er ég? eftir Else Marie
Nohr fjallar um unga hjúkrun-
arkonu sem fær þær óvæntu
upplýsingar þegar hún ætlar aö fara
að ganga í hjónaband aö vígslan geti
ekki fariö fram þar sem hún sé þegar
gift. Hún haföi lent í bílslysi og misst
minnið um tíma og kemst nú aö því
aö hún er gift manni sem hún hvorki
man eftir eða getur fellt sig við, — og
meö þessum manni á hún þriggja ára
gamla dóttur.. .
Hvítklædda brúðurin eftir Erik
Nerlöe er spennandi saga ungrar
stúlku, Karlottu, og Jespers, unnusta
hennar. Karlottu er rænt þegar hún
er í brúðarvagninum á leið til kirkj-
unnar þar sem unnustinn og veislu-
gestirnir bíða hennar. Enginn þeirra
vissi um mennina tvo sem í brúöar-
vagninum sátu — tvo illskeytta menn,
sem alls mátti af vænta. Og þar með
fékk Benedikta, fyrrum unnusta
Jespers, tækifæri til aö vinna ást hans
á ný. . .
Nína
I krafti og birtu
Draumabók
Endurútgefin hefur veriö drauma-
ráðningabók, Draumabók, drauma-
ráöningar ásamt draummerkingum
nafna og leiðarvísir til að spá í spil og
kaffibolla. Er þetta þriöja útgáfa
bókarinnar, enda mikill áhugi hjá
mörgum að reyna að skyggnast í fram-
tiöina gegnum drauma eða spilaspár.
í krafti og birtu
Glaðheimar
eftir Margit Ravn
Endurútgefin hefur veriö ein af
bókum hinnar vinsælu norsku skáld-
konu Margit Ravn, Glaðheimar. Þetta
er 23. bókin, en þessar sögur virðast í
engu hafa misst vinsældir sínar frá því
að þær komu út hér á landi fyrir um 30
árum.
Bók um Nínu
Tryggvadóttur
Nína Tryggvadóttir telst í hópi
fremstu myndlistarmanna landsins
fyrr og síöar og er nú komin út bók um
líf hennar og list. Þar er aö finna lit-
prentanir af málverkum frá öllum
skeiöum listferils Nínu.
Iceland Review gefur bókina út og er
frumútgáfan á ensku og nefnist N.
Tryggvadóttir — Serenity and Power.
Samtímis kemur bókin út á íslensku
meö titilinn: Nína — I krafti og birtu.
Er íslenska útgáfan í dreifingu hjá
Bókaklúbbi Almenna bókafélagsins.
Samstarf Iceland Review og Almenna
bókafélagsins um þessa útgáfu er hlið-
stætt því sem var um Kjarvalsbókina í
fyrra. Bókin umNínuer í sama broti —
og eru þessar tvær bækur vísir aö
stærri flokki um íslenska listamenn.
Verk Nínu Tryggvadóttur eru þekkt
bæði hérlendis og víöa í útlöndum — og
til að nefna dæmi, sem flestir Islend-
ingar þekkja, er mósaik-altaristaflan í
Skálholtskirkju eitt af verkum hennar.
Verk Nínu þykja þróttmikil og gædd
sérstakri birtu. Er hún jafnan talin
meðal merkustu myndlistarmanna
íslenskra.
I bókinni um Nínu er inngangur eftir
Halldór Laxness, en Hrafnhildur
Schram listfræöingur skrifar megin-
texta bókarinnar og hún hafði og um-
sjón meö myndvali. Hefur bókin að
geyma 58 litmyndir af málverkum,
glermyndum og mósaikverkum lista-
konunnar. Auk þess er þar að finna
svarthvítarmyndir: teikningar, grafik
og myndir af listakonunni s jálfri.
Hönnuöur bókarinnar er Guöjón
Eggertsson, sem einnig hannaði
bókina um Kjarval,sem sömu útgef-
endur sendu f rá sér í fyrra.
Aldarsaga
Kaupfélags
Þingeyinga
eftir Andrés
Kristjánsson
Aldarsaga Kaupfélags Þingeyinga
eftir Andrés Kristjánsson er komin
út. Þetta er stórt rit, um 480
blaösíöur, meö nær 300 myndum.
Otgefandi er Kaupfélag Þingeyinga.
I fyrstu köflum bókarinnar er getiö
í stórum dráttum helstu félagshreyf-
inga í Þingeyjarsýslu fyrir daga
kaupfélagsins, einkum verslunar- og
búnaöarsamtaka og pöntunarfélaga.
Því næst er sagt frá sauöasölu til
útlanda og öörum aðdraganda aö
stofnun kaupfélagsins.
Saga Kaupfélags Þingeyinga er
síöan sögö eins greinilega og kostur
er á fyrstu árum, gerö grein fyrir
myndun og þróun félagsskipulagsins
og viöskiptareglna félagsins og allri
mótun þessa fyrsta félagsbundna
samvinnustarfs hér á landi. Sagt er
frá mörgum atvikum úr hinni tvísýnu
baráttu fyrstu starfsáranna.
I síöari hluta aldarsögunnar er
einkum fjallað um starf og stefnu
Kaupfélags Þingeyinga á síðustu ára-
tugum, fjölþætt verkefni þess og mikl-
ar framkvæmdir og umbætur í versl-
unarþjónustu og framleiðslu, svo og
þátttöku í atvinnulífi og stuðning viö
almenn menningar- og f ramfaramál.
Síöasti kafli bókarinnar er um
hátíöahöldin i tilefni aldarafmælisins
fyrr á þessu ári.
Teitur Björnsson, formaður Kaup-
félags Þingeyinga, ritar formála.
Bókin er prentuö og bundin í Prent-
smiðjunni Eddu.
Hjarta
læknir
Mafíunnar
eftir Konsalik
Ut er komin hjá IÐUNNI skáldsagan
Hjartalæknir Mafíunnar eftir þýska
höfundinn Heinz G. Konsalik. Andrés
Kristjánsson þýddi. Konsalik hefur
samið fjölda skáldsagna og er einn sá
höfundur sem nú er uppi sem víðkunn-
astur er. Bækur hans hafa verið
þýddar á f jölmörg tungumál og eru nú
komnar í meira en tuttugu og sjö
milljónum eintaka.
Hjartalæknir Mafíunnar er 246
blaösíöur. Oddi prentaöi.
HEÍNZ G. KONSAUK
HJARTA
LÆKNIR