Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Síða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR1983. 11 Áramótaskaupið var á sínum stað í sjónvarpsdagskránni á gamlárskvöld. í sam- kvæmum var algengt að spurt væri hvernig mönnum hefði iíkað skaupið. Eflaust hefur hverjum sýnst sitt í þeim efnum eins og gengur og vísast munum við heyra meira um það í fjöimiðium næstu vikurnar. Myndin er tekin í sjónvarpssal og vissu- lega sýnist umhverfið bærilega gamlárskvöldslegt. D V-mynd G VA Lionsklúbbur Bolungarvíkur: Gefur fullkomna aðgerðasmásjá Linonsklúbbur Bolungarvíkur af- henti heilsugæslustöðinni í Bolungar- vík fyrir skömmu fullkomna aðgerð- asmásjá. Er hún fyrsta tækið sinnar tegundar sem tekið er í notkun á ís- lenskri heilsugæslustöð. Tæki af þess- ari gerð hafa mjög rutt sér til rúms á heilsugæslustöövum erlendis og er enginn vafi talinn á að sú mun einnig verða raunin hér á landi. Aðgerðasmásja þessi er einkum notuð við eyrnaskoöanir og mun, að sögn héraðslæknis Bolungarvíkurum- dæmis, Péturs Péturssonar, gjör- breyta öllum möguleikum við grein- ingu og meðferð eymasjúkdóma. Auk þess að koma að notum við eyrnasjúk- dóma er hægt að nota hina nýju smásjá við augnslys og húðsjúkdóma. Eins og kunnugt er, er það ekki sjaldgæft að sjúklingar utan af lands- byggðinni hafi orðið að leita til Reykja- víkur vegna eyrnakvilla áundanförn- um árum. Er Bolungarvík þar engin undantekning. En með nýju aðgerða - smásjánni má búast við að unnt verði að fækka þeim ferðum verulega þar sem hið nýja tæki mun gera sjúkdóms- greiningu nákvæmari. Fjár til kaupa á hinu nýja tæki aflaði Lionsklúbburinn með ýmsu móti. Fé- lagar klúbbsins gengust fyrir sölu jóla- dagatala, flugelda o.fl. En drýgstar tekjur fengust með því að Lionsmenn fóru sjóróðra, bæði á línubát og á rækjubát. Gáfu sjóróðramir drjúgt í aðra hönd, þar sem bátarnir voru lán- aðir klúbbnum endurgjaldslaust og Lionsfélagamir gáfu alla vinnu sína. Vilja Lionsmenn nota tækifæriö hér og nú til þess að færa eigendum þessara báta og öömm þeim er nærri komu bestu þakkir fyrir þá aðstoö sem þeir veittu og gerði klúbbnum kleift að afla fjár til kaupa á hinni nýju aðgerða - smásjá. -óm. Verkamannabústaðir afhentir í Kópavogi I síðustu viku var formlega afhent annað tveggja fjölbýlishúsa sem byggð eru á vegum Stjórnar verkamannabú- staða í Kópavogi. Samtals er í þessum tveim húsum um 36 íbúöir að ræöa en seinni átján íbúðirnar verða afhentar í febrúar. Húsin standa við Astún 12— 14. Verð á íbúðunum telst vera lágt því tveggja herbergja íbúð mun kosta 761 þúsund króna, þriggja herbergja íbúð 997 þúsund og f jögurra herbergja íbúð 1253 þúsund króna. Þetta svarar til um 79% af staðalverði íbúða nú. I viðtali við DV sagði Kristján Guð- mundsson, bæjarstjóri í Kópavogi, að nú þegar væri verið að byrja á svipuðu verkefni, auk þess sem búið væri að út- hluta lóðum undir fleiri bústaði. óbg. Innbrot — í húsgagnaverslun Kristjáns Siggeirssonar Brotist var inn í húsgagna- verslun Kristjáns Siggeirssonar, Laugavegi 13, í fyrrinótt. Engu virðist hafa verið stolið, en talsvert varrótaðískúffum. Innbrotið uppgötvaðist í gær- morgun þegar starfsfólk kom til vinnu. Búið var að brjóta rúðu og þannig fariö inn. Þá var brotist inn í skiptistöð strætisvagna Kópavogs við Digra- nesveg aöfaranótt nýársdags. Ein- hverju af vindlingum var stolið en það mun þó ekki hafa verið mikið. Bæði málin eru óupplýst. -JGH Fré afhendingu ibúðanna. fyrir miðju er Kristján Guðmundsson bæjarstjóri og fyrir aftan hann stendur Björn Óiafsson, forseti bæjarráðs Kópavogs. VÖRUBÍLL ÓSKAST TIL KAUPS Æskilegt aö Peugeot 504 árg. ’80 sé tekinn upp í hluta kaupverös. Uppl. hjá auglþj. DV í síma 27022 eftir kl. 12. H—6001. VERKAMANNAFÉLAGK) DAGSBRÚN Tillögur uppstillingarnefndar og trúnaöarráðs um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir áriö 1983 liggja frammi í skrifstofu félagsins frá og með fimmtudeginum 6. janúar. Öðrum tillögum ber að skila í skrifstofu Dags- brúnar fyrir kl. 17 föstudaginn 7. janúar 1983. Kjörstjórn Dagsbrúnar HAUSTHÆPPDRÆTTI HEYRNARLAUSRA '82 Dregið var í happdrættinu 20. des. sl. Vinnings- Félag heyrnarlausra Klappastíg 28 sími 13560. númer eru þessi: 1. 960 5.12961 2.18999 6. 1164 3. 3997 7.10459 4. 7265 AUGLÝSING um innheimtu gjalda til Búnaðarmálasjóðs og Stofnlánadeildar landbúnaðarins Hinn 11. nóvember 1982 gaf landbúnaðarráðherra út tvær reglugerðir, aðra um innheimtu gjalda til Stofnlánadeildar landbúnaðarins af búvöruframleiðslu o.fl. nr. 627/1982 og hina um innheimtu gjalda til Búnaðarmálasjóðs nr. 631/1982. Framleiðsluráð landbúnaðarins, sem annast innheimtu gjaid- anna,vekur athygli á því að samkvæmt reglugerðunum skal nú innheimta umrædd gjöld af fleiri vörutegundumen áður og er gjaldið mishátt eftir verðflokkum. Eftirtaldar vörutegundir og þjónusta urðu fyrst gjaldskyldar 1. júní 1982: Eldisfiskur frá fiskeldis- og hafbeitarstöðvum (þ.m.t. eldis- seiði), leiga á landi lögbýla skv. skilgreiningu 1. gr. ábúðar- laga nr. 64/1976 til annarra nota en búrekstrar svo sem leiga sumarbústaðalóða, leiga tjaldstæða og hagabeitar fyrir hross, hestaleiga, skógarafurðir hvers konar, trjáplöntur til skrúð- garðyrkju og skógræktar og reki. Gjald til Bjargráðasjóðs leggst einnig á þessar vörutegundir og þjónustu skv. 5. gr. laga nr. 51/1972 skv. 6. gr. reglugerðar nr. 631/1982 og er 0,6% eins og af öðrum gjaldskyldum vörum til sjóðsins. Þá er gjalddögum gjaldanna breytt og eru þeir nú f jórir á ári, 1. september, 1. desember, 1. mars og 1. júní. Skal uppgjör og skil á skrám um gjaldskylda vöru- og leigusölu vegna hvers þriggja mánaða tímabils fara fram innan 20 daga frá gjald- daga. Þeir aðilar sem selja framleiðslu sina eða annað gjaldskylt beint tU neytenda skulu standa skil á gjöldum þessum, þ.m.t. neytenda- og jöfnunargjaldi tU StofnlánadeUdar landbúnað- arins. Framleiðendum er skylt að veita Framleiðsluráði upplýsingar um hverjum þeir selja afurðir eða gjaldskylda þjónustu. Verslanir, heUdsöluaðUar og aðrir þeir þjónustu- aðUar sem taka á móti vörum frá framleiðendum skulu hins vegar sjá um skU gjalda af þeim vönun sem þeir taka á móti. Sérstök athygli er vakin á ákvæðum reglugerðanna tU bráöabirgða en samkvæmt þeim ber gjaldskyldum aðilumað skUa fyrir 20. janúar 1983 skrám og uppgjöri fyrir gjaldskylda vöru- og leigusölu, sem þeir hafa þegar innheimt eða vorú að innheimta fram tU 1. desember 1982 og ekki var þegar gjald- fallið skv. ákvæðum áðurgildandi reglugerða. Gjöld skv. þess- um skrám falla í gjalddaga 20. janúar 1983. Fyrsti reglulegi gjalddagi skv. nýju reglugerðunum verður 1. mars 1983 og ber því að skila skrám og uppgjöri fyrir tímabilið frá 1. desember 1982 tU 28. febrúar 1983 fyrir 20. mars 1983. Framleiðendur og heUdsöIu- og smásöluaðilar sem versla með búvörur eða gjaldskylda þjónustu eru hvattir tU að kynna sér hinar nýju reglugerðir. Reykjavik, í desember 1982. Framleiðsluráð landbúnaðarins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.