Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Síða 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR1983.
17
Lesendur Lesendur Lesendur
ÁR MEÐALMENNSKUNNAR
LIÐIÐ í ALDANNA SKAUT
— segir bréfrítari, sem vill taka st jómmálamenn á kné sér
Bréfritari telur engan eiga skilið nafnbótina maóur ársins en stingur
upp á að Geir Hallgrimssyni hlotnist sá heióur aó vera varamaður árs-
ins.
7536-9460 skrifar:
Dagblaðið-Vísir; og forverar þess
hafa jafnan valið mann ársins um
hver áramót. Oft hefur valið ekki
verið erfitt, og ákveðnir einstakling-
ar verið svo gott sem sjálfkjömir. En
á dögunum þegar ég sá í blaðinu að
lesendur voru beðnir að skila inn til-
lögum aö manni ársins hugsaöi ég
með mér að nú væri úr vöndu að ráða
fyrir rítstjórana því 1982 er sann-
kallað ár meðalmennskunnar.
Á árinu hefur verið áberandi
nánast á öllum vígstöðvum að meðal-
mennskan hefur verið ríkjandi. Að
vísu ekki með öllu í neikvæðum skiln-
ingi því á sumum sviðum, til dæmis í
íþróttum, hefur breiddin aukist á
sama tíma. En stjómmálin hafa
verið þannig á árinu að réttast væri
að flengja stjómmálamennina.
Framsóknarmönnum er alveg sama
hvað gerist í efnahagslífinu á meðan
SlS étur litlu fyrirtækin og flokkur-
inn kemur gæðingum sínum í stjórn.
Ekki nokkur maöur sér lengur mun á
krötum og íhaldi, nema hvað þeir
fyrmefndu em svo máttlausir að
enginn man hvað þeir segja mínútu
eftir að þeir loka þverrifum sínum
(sem þó er lofsvert þá sjaldan það
gerist.) Alþýðubandalagsmennirnir
vinna mikið, semja skýrslur um allt
milli himins og jaröar og skipa
hópefli til lausnar vanda, og auðvitaö
löngu búnir að pakka sósíalismanum
niður og hlamma ofan á merkinu
„varnarbarátta fyrir lífskjörum”.
Og Vilmundur fer í fýlu af því að
hann fær ekki varaformannsstööu
hjá krötunum! Rétt eins og lítill
frekur fimm ára pattaralegur strák-
hvolpur! Og enda þótt hann segist
vera varaformannstýpa gerist hann
skipstjóri, vélstjóri, háseti og stýri-
maður á togaranum Bandalagi.
Hræddur er ég um aö fleytan sú sé
jafn-hriplek og allar hinar.
Beinar útsendingar...
islendingur sem lengi hefur verið bú-
settur í Danmörku hringdi:
Eg hef búið lengi í Danmörku en
flutti nýlega til íslands. Hélt ég ekki
að sá búferlaflutningur myndi hafa
mikil áhrif á líf mitt, en nú er komin
upp sú staða að ég get ekki lengur
orða bundist. Þar á ég við beinar út-
sendingar á leikjum í ensku knatt-
spymunni. I Danmörku eru sýndir
um þaö bil 20 leikir beint á laugar-
dögum yfir háveturinn. Gleðjast þá
hjörtu knattspyrnuunnenda og er oft
geysileg stemmning þar sem áhuga-
menn um ensku knattspyrnuna hafa
hópast saman. Einnig nást í Kaup-
mannahöfn, þar sem ég var, beinar
útsendingar á enskum knattspymu-
leikjum frá sænska sjónvarpinu. Því
miður næst ekki útsending frá
norska sjónvarpinu nema á Norður-
Jótlandi.
Finnst mér ákaflega furðulegt (og
er þá vægt tekið til orða) að
Islendingar skuli ekki geta orðið
þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá
leiki úr ensku knattspyrnunni beint.
Hefi ég þó heyrt að áhugi Islendinga
sé slíkur á þessari íþrótt að um það
bil sjö hundruð þúsund getraunaseðl-
ar með leikjum úr ensku knattspym-
unni seljist í viku hverri. Einnig
sagði vinur minn einn, sem reyndar
er sama sinnis og ég um beinar út-
sendingar á leikjum í ensku knatt-
spyrnunni, að nokkrir stórleikir, svo
sem bikarúrslitaleikir, heföu verið
sýndir beint og heföi áhuginn þá
verið s vo mikill að allar mannaferðir
heföu lagst niður utan dyra þá dag-
ana.
Svo skilst mér líka að Ríkisútvarp-
ið-Sjónvarp græði einhver ósköp á
auglýsingum sem sýndar eru í hléi.
Þaö er staðreynd að beinar útsend-
ingar sem þessar kosta sitt, en einnig
liggur ljóst fyrir að hægt er að vera
með í sérstökum „pakka” sem
sjónvarpsstöðvar víða um heim gera
kaup á hjá enska knattspyrnusam-
bandinu. Væri því ekki tilvalið fyrir
ráðamenn Sjónvarpsins að slá tvær
Bréfritari er einlægur aódáandl ensku knattspyrnunnar.
flugur í einu höggi með því aö auka hundmð prósent og fá peninga í kass-
vinsældir dagskrárinnar um nokkur annumleið?
Skrifstofustarf
Oskum eftir starfsfólki til starfa á aöalskrifstofu félagsins í
Armúla 3, nú þegar.
Um er að ræða almenn skrifstofustörf og starf sendimanns.
Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá starfsmanna-
haldi.
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ARMÚLA3 StMl 6l4U
STEYPUSÖGUIM
vegg- og gólfsögun
VÖKVAPRESSA
/ múrbrot og fleygun
KJARIMABORUN
fyrir öllum lögnum
Tökum að okkur verkefni um allt land. — Fljót og góö
þjónusta. — Þrifaleg umgengni.
BORTÆKN/ SF.
Símar: 72469 — 72460
Verkpantanir
frá kl. 8—23.
FLENSBORG ARSKÓLI -
ÖLDUNGADEILD
Endanleg innritun í öldungadeild fer fram í skól-
anum 5.-7. janúar kl. 16—18 alla daga. Gert er
ráð fyrir því að eftirtaldir námsáfangar verði
kenndir: Bókfærsla 203, danska 203, efnafræði
103, enska 203, franska 103, hagfræöi 103, heil-
brigðisfræði 102, íslenska 103 og 203, jarðfræði 103,
líffræði 103, saga 112 og 122, stærðfræði 103“og 203,
tölvufræði 103, vélritun 202, þýska 203.
Athygli skal vakin á því að nemendum er heim-
ilt að leggja stund á einstakar greinar, jafnvel
aðeins eina grein. Skólameis.ari.
AUGLÝSING FRÁ RÍKISSKATTSTJÓRA
Vísitala
jöfnunarh/utabréfa
Samkvæmt ákvæðum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr.
75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri
reiknað út vísitölu almennrar verðhækkunar í sambandi við
útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1983 og er þá miðað við að
vísitala 1. janúar 1979 sé 100.
1. janúar 1980 vísitala 156
1. janúar 1981 vísitala 247
1. janúar 1982 vísitala 351
1. janúar 1983 vísitala 557
Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við
vísitölu frá 1. janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir
stofnun hlutafélags eða innborgun hlutafjár eftir þann tíma,
en hins vegar við vísitölu 1. janúar þess árs sem útgáfa jöfnun-
arhlutabréfa er ákveðin.
Reykjavík 2. janúar 1983
Ríkisskattstjóri
Alfa Romeo — Audi — Austin — Autobianchi — BMW —
Citroen — Datsun — Fiat — Ford — Honda — Isuzu — Lada —
Land Rover — Mazda — Mercedes — Morris — Opel — Peugeot
— Renault — Saab — Skoda — Subaru — Talbot Chrysler —
Talbot Simca — Toyota — Vauxhall — Volvo — Volkswagen.
Eigum til og getum útvegað mikið úrval bílahluta með stuttum
fyrirvara í flestar gerðir evrópskra og japanskra fólksbila.
E.ÖSKARSSON
Skeifunni 5 — Simar 33510 og 34504 Rvík.
BILLINN
Bretti — húdd — sllsar oa marot fleira