Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1983, Blaðsíða 21
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR1983. 21 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Á meðan alft lék ilyndi. Ali og Steve McQueen voru saman isjö ár. Og það duldist engum að þar fór hamingjusamt fólk. Það blæs um Ali MacGraw — í nýja myndaf lokknum Ali MacGraw var gift leikaranum Steve McQueen í sjö ár. Þaö duldist engum að þar fór hamingjusamt fólk. Ástin blómstraöi þó ekki til æviloka hjá þeim og þau skildu. Sagt er aö þetta hafi fengið mjög á Ali og að hún hafi veriö lengi aö ná sér. Nú leikur hún með Robert Mitchum í sjónvarpsmyndaflokki í Bandaríkjun- um. Myndaflokkurinn nefnist „Winds of War” sem við nefnum Stríösgust, hvort sem ykkur líkar betur eöa verr. Myndaflokkur þessi þykir dýr í fram- leiöslu, en þaö gerir litið til, hann selst lika vel. Nýlega sleit Ali sambandi sínu viö tónlistarmanninn Mickey Raphael, en þau höföu veriö saman í ár. Þau unnu bæði mikiö og hvort á sínum staö í Bandaríkjunum. Já, fjarlægöin getur stundumveriðtil trafala. Ali MacGraw er ein aftur. Hún ernú orðin 43 ára og hefur sjaldan verið eins falleg. Sagt er að skilnaðurinn við Steve McQueen hafi fengið mjög á hana. „Steve var frábær maður og stálheiðarlegur. Hann var mér mikils virði," segir Ali. Gamli Bondarinn Roger Moore við komuna tH London fyrir skömmu. Með honum á myndinni er eiginkonan Luisa og sonurinn Geoffrey, sem er átján ára. Roger Moore fjölskyldan Roger Moore, sem við þekkjum flest betur sem njósnarann 007, var nýlega á ferð í London meö eiginkonunni Luisu og syninum Geoffrey, sem er átján ára. Þar hittu þau franska leikarann Louis Jordan og konu hans Freder- ique. Þeir Moore og Louis leika um þessar mundir saman í myndinni Octo- pussy. Þeir kumpánar fóru meö konurnar út að boröa og þeir ættu aö hafa efni á því þar sem Bond-myndirnar gefa leikurum mikiö í aöra hönd. Annars vakti Moore-fjölskyldan mikla athygli fyrir friskleika. Þau voru öii sólbrennd og útitekin og greinilegt aö þau láta fara vel um sig á ströndinni jafnt sem á matsölustöðun- um. í brekkunum þar ástin blómstrar. Ingemar ogAnn hafa aldrei verið eins hamingjusöm og einmitt þessa dagana. INGEMAR OGANN — hjá þeim blómstrar ástin íbrekkunum Skötuhjúin Ingemar Stenmark og Ann Uvhagen, sem búa í Monaco, eru sögð sérlega hamingjusöm þessa dagana. Ann var nýlega spurð að þvi hvemig henni líkaöi aö búa í Monaco. Hún svaraöi um hæl aö þar væri gott að búa. „Mér líöur mjög vel þar og það sama er að segja um Ingemar. Þetta er raunverulega heimili okkar. I Monaco lifum við hæglátu lífi og erum mest út af fyrir okkur,” sagði hún. Ingemar fór þó í haust til Austur- ríkis til að æfa sig fyrir skíöakeppnir vetrarins. Og Ann fylgir honum eftir og er honum til halds og trausts viö æfingamar. Ann hefur reyndar veriö gagnrýnd fyrir þetta og sagt er aö þaö sé truflandi fyrir Ingemar aö hún sé alitaf í fylgd meö honum. Hún er á ööm máli. Ann segir aö þaö hafi aldrei verið eins gott á milli þeirra Ingemars og einmitt nú. Ástin blómstri, en þau ætli aö bíða meö þaö að eignast börn. Nú er heimsbikarkeppnin á skíðum hafin og Ingemar hefur vegnaö vel. Það er því ljóst að spár um aö Ann hafi slæm áhrif á skíða- manninn Ingemar Stenmark eiga ekki við rök að styðjast. Enn keyrir hann jafn léttilega niður brekkumar og beygir framhjá hliöunum af fimi, lika þegar hann skiöar meö Ann. Mark og Anna Breskir fjölmiðlar hafa lengi rætt um að hjónaband þeirra Önnu og Mark Phillips só að fara út um þúfur. Nú virðist þó annað hljóð vera komið i strokkinn þvi þau hafa látið taka mikið af myndum af sér þar sem þau eru mjög ánægð. Er sagt að þau ætli ekki að slita hjóna- bandinu og só það mest vegna barna þeirra. Á myndinni, sem var tekin i nóvember, sjáum við fjöl- skylduna og auðvitað eru allir ánægðir. Snurða á þráðinn? — íþessum hjónaböndum Margrét ogHinrik Eru þau Margrót Danadrottning og Hinrik prins að skilja? í Danmörku gengur það fjöllunum hærra að sjaldan hafi verið eins slæmt á milli þeirra og segir sagan að þau sofi nú sitt i hvoru herberginu. Blómleg og brosandi, Ingemar Stenmark og Ann Uvhagan kunna sór- deilis vel við sig i Monaco. . Christian og Barbara Hjónakornin Christían Barnard og Barbara hafa verið ósátt að undan- förnu. Nú er þó allt sagt komið i gott lag hjá þeim. Það heyrir þvi fortiðinni tíl að „knúsarinn" skreppi tíl Ítalíu og annarra landa og hittí ítalskar blómarósir og leik- konur eins og hann gerði svo oft eftír að þau slitu samvistum um tima á siðasta ári. Þau hafa verið gift í ellefu ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.