Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Blaðsíða 1
Snjóflóð hafa valdið dauða fleiri íslendinga en nokkrar aðrar náttúru- hamfarir. Um sex hundruð dauðsföll af völdum snjóflóða hafa verið skráð í ellefu alda sögu þjóðarinnar. Það sem af er þessari öld hafa hundrað tuttugu og einn farist í snjóflóðum. Janúar er sá mánuður sem hættast er við snæskriðum hér á landi. i þessum mánuði falla að jafnaði tugir ef ekki hundruð snjóflóða, smærri og stærri, utan alfaraleiðar sem í byggðum. Það er því ekki úr vegi að verja nokkrum síðum úr þessu helgar- blaði í umfjöllun um eðli snjóflóða og þær afleiðingar sem þau hafa haft fyrir byggðir landsins i aldanna rás. Af spjöldum annála má glöggt lesa hvílik ógn snjóflóð hafa verið þjóðinni. Þau hafa komið þegar minnst hefur varið og þurrkað út bæi og byggða- kjama og tekið með sér líf heilu fjöl- skyldnanna. Þá er ótalinn sá gífurlegi bjúf jármissir og eignamissir sem þau hafa kostað okkur. Það verður aldrei taliðtilfjár. Þessari umfjöllun um snjóflóð er skipt í þrjá hluta. Fyrst er greint frá eðli snjóflóða í þeirri grein sem hér fer á eftir. Þar er útskýrt í fáum orðum hvers vegna snjóflóð verða og við hvaða aðstæður þeirra má helst vænta. í samantekt er fylgir á eftir er spjöldum nokkurra annála og gamalla heimilda flett og mannskæð snjóflóð á íslandi tekin saman og rakin allt frá fyrstu tíð. Þar ættu margar hrikalegar staðreyndir að koma í ljós. Loks er þessi sami annáll tekinn saman í dálkum þar sem fólki gefst kostur á að skoða hvar og hvenær einstök snjóflóð er valdið hafa mannslátum hafa fallið. Helst er hætta á snjóflóðum í snjóþungu fjalllendi. Benda má á tvo landslagsþætti sem ráöa mestu um hvar snjór safnast í fjöll. Þessir þættir eru annars vegar lega fjallshlíðar miðað við vindáttir og hins vegar bratti hh'ðarinnar. í giljum, gljúfrum og skálum Upptök snjóflóða eru algengust efst í hlíöum í þrjátíu til fimmtíu gráðu halla, einkum í giljum, gljúfrum og skálum, en mikil flóð geta fallið úr hlíðum meö halla frá tuttugu og fimm til fimmtíu og fimm gráöur. Snjór tollir illa í hlíðum sem eru brattari en sextíu gráður og því er sjaldgæft að snjóflóö eigi upptök í svo bröttu landi. Undan- tekning frá þeirri reglu eru þó spýjur úr þröngum giljum og hengjur sem falla fram af klettum. Lausasnjóflóö eru sums staðar algeng úr fimmtíu og fimm gráðu halla en þau eru sjaldan stór. Vot flóð geta fallið úr litlum halla, jafnvel tíu gráðu halla, til dæmis ef vatn sem rennur úr bröttum hlíðum nær að safnast fyrir og leysa upp styrk snjóþekjunnar. Lausasnjóflóð og flekahlaup Flokka má snjóflóð í tvo megin- flokka; lausasnjóflóð og flekahlaup. Upphafi lausasnjóflóöa má lýsa þannig að einhversstaðar á litlum bletti í fjallshlíð er samloðun i snjónum svo lítil að hann skríður eða veltur á stað og hrindir nálægum snjó á hreyfingu, sem svo aftur ýtir af stað snjónum neöar í hliðinni. Við þessa keðjuverkun fer stöðugt stærra svæði á hreyfingu. Flekahlaup verða hins vegar til á eftirfarandi hátt. Þegar snjór fellur í brattlendi leitar hann aö stöðugu ástandi. Misgömul snjólög er setjast þar ofan á hreyfast þar yfirleitt eftir lögum sinum. Þessi hreyfing veldur spennu sem reynir á snjóþekjuna í heild. Verði spennan meiri en styrkur snjóþekjunnar allrar brestur hún, rennur af stað og brotnar í marga fleka. Þarmeðerflekahlauphafið. Sléttar skriður eða stórgrýti Festa snjóþekju við botn fer aö miklu leyti eftir hrjúfleika botnsins. Sléttar skriður eða jafnlendar hliðar þaktar jarðvegi veita lélega festu. Þar er yfirleitt mikil hætta á flóðum. Stór- grýti, urðir, hjallar og klettabelti skapa hins vegar góða festu. Þar er minni hætta á hlaupum. Ef þurr snjór fellur á harðfenni (hjam) fær snjólagið mjög lélega festu og hætta getur verið á lausasnjóflóðum ef halli lands er nægur. Þá reynist hjamið nokkurs konar rennibraut ný- snævisins sem safnast hefur ofan á og hlaupið nærmiklumhraða. Flest snjóflóð verða vegna þess að skyndilegar breytingar verða í styrk snjóþekju eöa spennu sem á hana verkar. Skyndileg aukning í spennu getur stafaö af því að snjór kyngi niður eða skafrenningur hlaði upp sköflum. Einnig getur fall grýlukertis, steinkast eða farg skíöamanna hæglega komið af stað snjóflóði ef þekjan er mjög óstöðug. Á meðan mikið snjóar Flest snjóflóð falla meðan mikið snjóar, eða rétt á eftir. Falli tuttugu til þrjátíu sentimetra snjólag á sólar- hring er venjulega mikil hætta á snjó- flóðum. Þegar snjór fellur svo hratt hefur hið nýja snjólag ekki undan að bindast og auka styrk sinn. Þar með myndast hreyfing i snjónum. Einnig getur þungi nýsnævisins orðið svo mikill aö gamli snjórinn gefi eftir. Þar með losnar spenna. Meginreglan við mat á snjóflóðum er því þessi: Menn skulu vera viðbúnir snjóflóðum meðan vetrarhríðar ganga yfir og rétt eftir þær. Hengjumyndanir og snjósöfnun þeirra Höfuðorsök snjóflóða hér á landi eru svokallaöar hengjumyndanir og snjó- söfnun sú er verður í sambandi við þær. Hengjur myndast í megindráttum á þann hátt að stormur flytur snjókóf ið upp yfir f jallseggjar eða fram af fjalla- brúnum. Myndast sog hlémegin er sveigir snjókófið niður að fjallsbrún- unum. Smám saman myndast svo hengja í fallsbrúnunum. Sumt af kófinu fellur þó niður í hlé nokkru neðan við hengjuna. Vegna lögunar hengjunnar myndast hvirfilvindur eða hringrás framan við hana. Við þetta tognar hengjan smám saman og undir hana myndast skúti eða hvelfing. Hið lausa snjólag sem safnast saman í hléi fyrir neöan hengjuna vill oft bresta vegna lítils stuðnings neðan frá og lítils viðnáms í eldri snjólögum. Fylgir þá hengjan oft með og allt snjómagnið geysist niður fjallshlíðina og sópar öllu lauslegumeðsér. IMýsnævi á hjarni Snjóflóð hér á landi verða yfirleitt til á þann hátt að nýsnævi sem liggur á eldra snjólagi, oft hjami, losnar og rennur af stað. Einkenni slíkra snjó- flóða eru einkum þau aö er þau hafa náð vissum hraða, tíu metrum á sekúndu, fer snjórinn oft að þyrlast upp. Þetta er sú tegund snjóflóða er valdið hefur mestum búsyfjum á Islandi og kostað hefur hundruð mannslífa. Að lokum er rétt að geta þess að samkvæmt athugunum er mesta tíðni snjóflóða hér á landi eftir sýslum í Eyjafjarðarsýslu. Þar á eftir kemur Isafjarðarsýsla, Norður- og Suður Múlasýsla, Skagafjaröarsýsla og Suður-Þingeyjarsýsla. I öðrum sýslum landsins eru snjóflóð mun fátíðari. -SER.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.