Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR 8. JANUAR1983. 23 Helgarvísur Helgarvísur 39. þáttur Nú þykir mér rétt aö greina frá, hverjir hljóta hin margumtöluöu verðlaun. annars vegar fyrir bezta botninn og hins vegar fyrir beztu frumortu vísuna, sem borizt hafa frá því er Helgarvísur hófu göngu sína. Svo margir góöir botnar og vísur hafa borizt aö mikill vandi var aö velja. Bezta botninn dæmi ég vera eftir Sigmund Jónsson, Furu- geröi 1. Fyrriparturinn var: Ýmsir hrasa á hálum brautum. ,,Hver er sinnar gœfu smiður. Sigmundur botnaöi: Léð er okkur lífs íþrautum líknarhönd, er þjáða styður. Beztu frumortu vísuna dæmi ég þessa eftir Margréti Olafsdóttur: Er ná gamla andskotans óveðrið ai skella á sömu byggðir sunnanlands og síðast? Hvilík veðurspá! Eyjólfur Jóhannesson kvaö: Kristín heitir kona flá, kjafta beitir nöðrum, flær og reytir mest sem má mannorðfeiti af öðrum. Stefán Thorsteinsson (?) kvaö um Kristján Björnsson, er bjó á Hrafnhólum á Kjalarnesi. Kristján hóli krumma frá á kjaftastóli hraður er á róli ýtum hjá illa póleraður. Bólu-Hjálmar kvaö í kirk jugaröi: Langt er síðan lék ég hér lífs með engan dofa. Fúnir undir fótum mér frœndur og vinir sofa. Kristján Jónsson kvaö: Lát þá, vinur, áfengt öl örva hjartadreyra. Svo skal maður bœta böl að bíða annað meira. Sigurður Breiöf jörö kvaö: Sofnirþú í göldum glaum, en glatar dygðavegi, þá er tíðin náða naum á nœsta máski degi. Þorsteinn Guömundsson á Skálpastööum kvaö: Ég hef ferðazt stað úr stað og stöðugt fundið betur, að sumarið getur synjað um það, sem mig dreymdi í vetur. Stefán Stefánsson frá Móskógum, síðar búsettur á Siglufirði, kvað: Oft og tíðum ergir mig óbotnandi vandi: að gera upp við sjálfan sig syndir og tilheyrandi. Karl Kristjánsson alþingismaður kvaö: Sparsemi Guðs á vorsins vín verður trauðla skilin. Hnípir sumarþráin þín þyrst í sólarylinn. Indriði Þorkelsson kvað: Þó að hallist herðimenn, helftin falli að vonum, glatt á hjalla hjá er enn hafs og fjalla sonum. Gísli H. Erlendsson kvaö svo um spegilinn: Séð þú hefur titra títt tár á vöngum mætum, enginn hefur oftar strítt ungum heimasætum. Páll Olafsson kvaö: Veslings stráin veik og mjó veina á glugga mínum, kvíða fyrir kulda og snjó, kvíða dauða sínum. Páll kvaö: Við mér hlógu hlíð og grund, hvellan spóar sungu. Enn varþó til yndisstund í’henni Hróarstungu. Guörún Jónsdóttir á Steinsstööum kvaö: Þótt blási nú um bleika kinn blœrinn raunasvalur, horfir til þín hugur minn, Héraðs-fagri dalur. Maöur, sem fundinn hafði verið sekur um kynvillu, var eitt sinn fánaberi í skrúögöngu templara. Þá var kveðið (höfundur liklega ókunnur): Gvendur undan gúttaher gekk og bar sinn klafa, afþví hann á eftir sér enginn vildi hafa. Séra Helgi Sveinsson kvað þessar vísur: Þegar sektin sækir að sálarfriði manna, flýja þeir oft í felustað frjálsu góðgerðanna. Til að öðlast þjóðarþögn, þeir sem aðra véla gefa sumir agnarögn afþví, sem þeir stela. Guörún Auðunsdóttir frá Dalseli giftist Ólafi Sveinssyni í Stóru-Mörk. Milli Dalsels og Stóru-Merkur fellur Markarfljót. Olafur var heljarmenni að burðum og mikill í- þróttamaður. Guörún kvaö þessa vísu: íæsku minni ól ég djúpa þrá eins og blómið kyrrt á sinni rót. Aldrei var mérgreitt við Galtará, en garpur bar mig yfir Markarfljót. Þeir Olafur Sveinsson og Sigurður Brynjólfsson í Keflavík eru systrasynir. Sigurður er heimildarmaöur minn að þess- ari vísu Margrétar Auðunsdóttur, systur Guðrúnar. Vísuna orti Margrét á viðreisnar- árunum: Viðreisnin er vond og flá, vaxa skuldabaggar. Gœfuleysis öldum á íhaldsskútan vaggar. Til fróðleiks skal þess getið, aö Margrét er látin fyrir nokkrum árum en var gift Jónatan Jakobssyni, skólastjóra Fljóts- hlíöarskóla. Siguröur Helgason á Jörva orti, er vinnu- maöurfórfrá honum: Þótt hér fœrist fátt í lag, feginn verð ég hinu, að fjandinn burt l fyrradag fór afheimilinu. Séra Jón á Bægisá kvaö: Óborinn til eymdarkífs ellegar dauður væri ’ eg, efað bæði lykil lífs og lásinn sjálfan bœri ’ eg. Næsta vísa hefur oftast verið eignuö Bólu- Hjálmari, en sumir bera brigður á, aö svo sé, a.m.k. ekki öll vísan Oft hefur heimsins gálaust glys gert mér ama úr kœti. Hœg er leið til Helvítis, hallar undan fœti. Sveinn frá Elivogum kvaö: Allt, sem lifir, á að tapa æskuþrifunum, seinast yfir hallann hrapa hels í drifunum. Eitt sinn var Egill Jónasson staddur á- samt fleiri gestum á Ofeigsstööum hjá Baldri Baldvinssyni, bónda þar og oddvita. Kaffi drukku menn í tvennu lagi og var Egill í seinni hópnum. Egill kvaö þá: Vistarsveltu yesæls manns vitnar beltisétaður. Er í keltu oddvitans utanveltumaður. Baldur svaraöi: Illa föngin endast þeim oft, er svöngum býður, þar sem löngum hópast heim hungurgöngulýður. — 0 — Þá er komið aö lesendabréfum. „Skuggi” botnar: Brosið gerir lífið létt, leiðinn þverr að vonum. Höfundurinn, hef ég frétt, hallast mest að konum. Lífið reynist mér um megn, margar þrautir pína. Gjafarinn sendir gróðri regn og geisla á vegferð þína. Munur er á mér og þér, má því hver einn trúa. Farísear finnast hér sem fiskikarlar búa. Vilja að stjórnin fari frá flestir landsmenn núna. Það er bágt að bolast á um Betu eða kúna. Ég fór rangt meö fyrripart eftir Sigurgeir Þorvaldsson á sínum tíma. I staö „Hús á stangli hér og hvar” átti að vera: Hús á stangli hér og þar. Nú hefur „Skuggi” leiðrétt vísuna og breytt fyrripartinum og Sigurgeir samþykkt, að hann mætti eins vera eins og Skuggi breytti honum. Þá veröur hvar áfram rímorð. Skuggi botnar: Kot á stangli hér og hvar hundar rangla víða. Meinyrðingar munu þar mest um garða ríða. Og „Skuggi” yrkir í tilefni drauga- vísunnar, sem birtist ekki alls fyrir löngu í þættinum: Á meyjuna var mikið lagt. Meidd og slæm á taugum hefur til þess hundavakt að hala niður draugum. I bréfi til þáttarins segir Þorsteinn Stefánsson á Vopnafirði: „I Helgarvísum DV frá 30. október er birtur fyrripartur vísu, er hljóðar svo: Þrautabáran þráfalt rís þjakar mínu lyndi. Mig langar að koma á framfæri nokkrum leiðréttingum við þennan fyrripart og sumt af botnunum, sem f ylgdu. Áriö 1907 hóf göngu sína á Akureyri tíma- rit, sem hét „Nýjar kvöldvökur”. Og nú gef ég „Nýjum kvöldvökum” orðið: „Fyrir nokkrum árum orti kona hér á Akureyri, Halldóra Jónsdóttir aö nafni, vísu þessa: Þráfalt báran þrauta rís, þjakar mínu lyndi, vœri sálin eins og ís, aldrei til hún fyndi. Nú gerði Halldóra það sér til skemmtunar aö láta þrjá eöa fjóra menn botna fyrripart vísunnar, en hélt eigin botni leyndum. Vísan var því orðin nokkurs konar gestaþraut. Þetta kvisaðist út um bæinn, án þess aö Halldóra vissi, og urðu þá margir til aö botna vísuna í viðbót viö þá, er þegar voru búnir.” Tilvitnun lýkur. Botnarnir, sem birtast í Kvöldvökunum, eru nokkuö margír, en ég tek hér aöeins þá, sem eru eftir séra Matthías: Hrynji ein er önnur vís, ýmsum knúin vindi. Ennfremur segir í Kvöldvökunum: Þess skal getiö, aö þjóöskáldiö lét sig ekki muna um þaö aö bæta viö þessum þremur botnum, fyrst hann tók sér penna í hönd á annaö borð: Það er eins og á mig hrís árinn sjálfur bindi. Áðan duttu átján mýs ofan afSúlutindi. Pukraðu mér í Paradís, Pétur minn, í skyndi. ” Eg þakka Þorsteini bréfiö, en vísur eða vísupartar hafa brenglazt jafnvel enn meir á langri leið en fyrripartur Halldóru. Sigríöur Þórarinsdóttir á Húsavík sendir bréf og botnar: Flest, sem á að fara leynt, fleygum vœngjum svlfur. Afþví verður mörgum meint, mannlegt hjarta rífur. Og Sigríöur sendir enn vísur eftir afa sinn, ÞórariníKílakoti: Hér er engum hægt að gráta, hér er efni í nýjan brag. Hér ég vildi lífið láta liðinn eftir sæludag. Þessar vísur segir Sigríöur, aö Þórarinn hafi ort um veturinn: Vetur drottnar, dagur flýr, dimmt er nú í heimi. Hörkustormur hurðir knýr, Hel er víða á sveimi. Blœs nú aldeiþíðurþeyr, þjáist lífsins kraftur. Vonin lifir, vonin deyr, vonin kemur aftur. Einhver sem kallar sig Borgfirðing, en veitir ekki meiri upplýsingar um sig, sendir þessa vísu: Æiti ég að yrkja bögu eða skrifa stutta sögu ? Ef að það ég á mig ven ætla ’ aðþakka Skúla Ben. Síðari vísa þessa Borgfirðings, sem ætla má, að sé reyndar kona, er rangt stuöluö. Hún veröur aö gæta betur stuölasetningar, er hún yrkir. Og Bjarni Olafsson í Geirakoti sendir rit- stjóra mínum, Jónasi Kristjánssyni kveöju: Ef bændur hættu að búa býlum sínum á og Jónasi tœkju að trúa, tilveran dökk yrði þá. Eiga nóg að eta er allra manna þrá. Hann œtti meira að meta matinn, sem kemurþeim frá. „Skröggur”, réttu nafni Stefán Hallsson, segir, aö mjög megi blekkja meö tölum og röngum útreikningum, eins og Ragnar Arnalds hafi bent á í Morgunblaðinu þann 20. október sl. „Skröggur” segir, að þessi blaöagrein Ragnars hafi verið kveikjan aö þessari sléttubandavísu sinni: Öfund magnast, hatur heitt, halir ragna, þinga. Höfund sagna ergir eitt, öruggt Ragnar slynga. Og „Skröggur” hefur þessa yfirskrift aö næstu vísu: „Til háttvirtra þingmanna Islendinga ”. Hann kveður: Eflið kærleik, drengskap, dáð, deilur leggið niður. Duga ættu dýrleg ráð Drottins, — jafnvel yður. Sigríöur Þórarinsdóttir á Húsavík sendir þennan fyrripart: Ég á garð með grænum runnum, gróðurmold og blóma angan. Svo er hér fyrripartur Sigurgeirs Þor- valdssonar, leiðréttur: Kot á stangli hér og hvar, hundar rangla víða. Þetta verður ekki meira aö sinni. Skúli Ben. Utanáskriftin er: Helgarvísur Pósthólf 37 ' 230KefIavík. Eflid kærleik, drengskap, dáð, deilur leggid niður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.