Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Blaðsíða 22
22
DV. LAUGARDAGUR 8. JANUAR1983.
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Nýjar stefnur eöa bylgjur í kvik-
myndagerö hafa alltaf veriö vinsælt
umræöuefni meðal þeirra sem hafa
áhuga á kvikmyndum. Þaö er talaö
um nýju frönsku bylgjuna, nýju
þýsku kvikmyndavakninguna sem
einnig hefur gengiö undir nafninu
þýska nýbylgjan, og svo endurreisn
Hollywood. En þeirri síöast-
nefndu tilheyrir einmitt Martin
Scorsese. Hann er í hópi þeirra ungu
bandarísku leikstjóra sem komu
fram á sjónarsviðið um og upp úr
1970 og hleyptu nýju blóði í hina
stöðnuöu kvikmyndaborg Holly-
wood.
Þeir félagar áttu þaö
sameiginlegt aö vera forfallnir kvik-
myndaglápendur og höföu meira
eöa minna alist upp í kvikmynda-
húsum á sínum yngri árum áöur en
þeir hófu undirbúning aö námi sínu í
kvikmyndagerð. Auk Martin
Scorsese má telja Francis Coppola,
John Mileus, Steven Spielberg,
George Lucas, Paul Mazursky og aö
nokkru leyti Robert Altman til þessa
hóps. Ef litið er nánar á þessi nöfn
kemur í ljós aö í dag eru margir
hverjir þessir leikstjórar í farar-
broddi bandarískrar kvikmynda-
gerðar og er besta dæmiö Steven
Spielberg sem með myndum sínum
Rániö á týndu örkinni og E.T. hefur
tekist að slá öll aösóknarmet.
Forfallinn
fjölmiðlaneytandi
En lítum nú nánar á Martin
Scorsese. Líkt og geimfarinn sem
David Bowie túlkaði af svo mikilli
list í Maðurinn sem féll til
jarðarinnar, er Scorsese forfaliinn
fjölmiölaneytandi. Jafnt á vinnustað
sem heima er hann umkringdur sjón-
varpsskermum, myndbandatækjum
og hljómflutningstækjum sem oft eru
öll í gangi samtímis. Veggirnir eru
þaktir kvikmyndaauglýsingaspjöld-
um frá ýmsum löndum og hillumar
eru fullar af mynd- og tónsnældum.
Þetta er heimur Martin Scorsese
sem hann lifir og hrærist í.
Myndir Scorsese eru yfirleitt
mjög persónulegar samtímis því aö
vera áhrifaríkar. Sem dæmi má
nefna aö myndin TAXIDRIVER sem
Scorsese leikstýröi 1976 var óbeint
kveikjan aö banatilræöi Reagans
Bandaríkjaforseta því aö tilræöis-
maöurinn John W. Hinckley féll fyrir
Judy Foster þegar hann sá hana í
hlutverki vændiskonunnar í mynd-
inni.
Stefnt á toppinn
Þaö sem einkennir myndir
Scorsese og gengur eins og rauður
þráöur gegnum þær er hvemig hann
mótar og velur aöalpersónurnar sem
myndir hans snúast um. Persónur'
þessar em hálf utanveltu í lífinu en
hafa þaö sameiginlegt aö hafa
óstöðvandi þrá eöa löngun til aö ná
frægð og frama og geta baðað sig í
sviösljósinu. Þeir sem hafa séð
myndir Scorsese kannast viö Johnny
Boy í Mean Streets, Alice Hyatt í
myndinni Alice doesn’t live here
anymore sem var nýlega sýnd í s jón-
varpinu, Travis Bickle í Taxi
Driver, saxafónleikarinn Jimmy
Doyle í New Vork, New York og svo
boxarann Jake La Motta í Racing
Bull. Það sem knýr áfram þessa per-
sónuleika er tilfinningin aö þeir séu
að missa af einhverju eöa fara á mis
viö eitthvað og eina ráöiö til aö öðlast
lífsf yllingu sé aö komast á toppinn.
I nýjustu mynd sinni The King of
the Comedy eða Konungur grínsins
tekur Scorsese fýrir Rupert Pupkin,
efnilegan gamanleikara sem
dreymir um aö verða heimsfrægur.
Hans æðsta takmark er aö veröa
stjórnandi sjónvarpsþáttar gaman-
leikarans Jerry Langford sem hann
dáir manna mest. Handritið er
skrifaö af kvikmyndagagn-
rýnandanum Paul Zimmerman en
hann skrifaði lengi vel um kvik-
myndir fyrir tímaritið Newsweek.
Rupert og Scorsese
Það var árið 1974 sem Scorsese
barst handritiö að Konungur
grinsins meöan hann var aö vinna aö
Cimino af stað meö hina sögufrægu
mislukkuöu mynd sina Himnahliðið
og missti áhugann á handritinu að
Konungur grínsins. De Niro fór þá
^meö handritið aftur til Scorsese og
nú er myndin orðin að veruleika.
Sérkennilegur
kokkteill
Það sem flestum kemur ef til vill
mest á óvart þegar litið er yfir
hverjir standa aö myndinni, er
leikaraval Scorsese í aöalhlutverkin.
Robert De Niro var sjálfkjörinn í
hlutverk Rupert en í hlutverk
sjónvarpsstjörnunnar Jerry Lang-
ford var valinn Jerry Lewis sem
þekktari er fyrir fíflagang og skrípa-
læti í myndum sínum en vandaðan og
góöan leik. I viðtali við Scorsese var
haft eftir honum aö ,,því minna sem
Lewis er látinn framkvæma, því
betri er hann; því minna sem Lewis
er látinn framkvæma, þeim mun
meira leikur hann. Þaö sem ég á við
með þessu er að Lewis er svo ákafur
og opinn aö eölisfari. Fyrir Lewis er
þetta ákveðin sjálfsvörn.”
Samvinnan milli Jerry Lewis og
Scorsese var mjög góð enda er Lewis
þaulvanur leikstjóri og var m.a.
fyrsti leikstjórinn sem tók upp þann
siö aö taka upp á myndsegulband
atriðin sem var verið aö kvikmynda
til aö geta virt fyrir sér árangurinn
strax. Þessa tækni hefur Scorsese
tekiö upp eins og fjölmargir aörir
leikstjórar. Eins sagðist Scorsese
hafa leitað aðstoðar Jerry Lewis um
ýmis tækniatriöi meðan hann vann
aö gerð myndarinnar.
Þafl er Robert De Niro sem fer
mefl aðalhlutverkið í myndinni
Konungur grinsins.
Robert De Niro og Martin
Scorsese hafa starfað lengi sam-
an og geta státað af góðum
árangri.
Auk De Niro fer Jerry Lewis mefl
stórt hlutverk i myndinni.
gerö myndarinnar Alice doesn’t live
here anymore. Zimmerman haföi
skrifað það 1970 og fyrst í stað var
ætlunin aö Milos Forman tæki aö sér
að leikstýra myndinni. Það stóö í
stappi í þrjú ár meö fjármögnun
myndarinnar og að lokum var allt
gefiö upp á bátinn. Síðan kom
Scorsese til sögunnar. Fyrst þegar
hann las handritið sagðist hann ekki
hafa skilið hvað höfundurinn var aö
reyna að útskýra og laða fram í
”ar‘%„rsese
í 13. mtjnd sinni9
Konunffur ffrínsins9 sem nú er verið að syna
í Bíóhöllinnij leiðir Scorsese saman þá
Robert De Niro og Jerry Lewvis
Robert De Niro varð yfir sig
hrifinn af handritinu og var fús að
leika hlutverk Ruperts. Þó var einn
hængur á sem var að Niro var
bókaöur í fimm kvikmyndir fram í
tímann. Því liöu sex ár þangaö til
hafist var handa viö gerö mynd-
arinnar. Upphaflega vildi De Niro aö
Mike Cimino tæki að sér
leikstjómina en hann haföi allt aörar
hugmyndir en De Niro hvernig ætti
aö útfæra handritið. A líkum tíma fór
Hvers konar
grínmynd?
En er Konungur grínsins
gamanmynd? Scorsese og sam-
starfsmenn hans eru hálfloönir í
svörum þegar þeir eru spurðir þess-
arar spurningar. Myndin er frá-
brugðin öðrum myndum Scorsese að
því leyti aðí henni ermiklu minna of-
beldi en hefur tíðkast í fyrri myndum
hans. Hver man ekki eftir atriðinu í
Taxi Driver þegar De Niro skaut af
sér fingurinn eöa blóöugu boxatrið-
inu í Racing Bull? Förðunarmeist-
arinn í myndinni Konungur grinsins
kvartaöi hins vegar sáran undan því
að hafa lítið aö gera og að erfiðasta
verkefniö sem hann fékk heföi verið
að mála skurö á höndina á De Niro.
Martin Scorsese stendur nú aö
mörgu leyti á tímamótum. Hann er
oröinn 40 ára gamall og er búinn aö
skapa sér nafn sem athyglisverður
og efnilegur kvikmyndageröar-
maöur. Hann á því erfiöara meö aö
fikra sig eftir nýjum leiöum og prufa
sig áfram með eitthvaö nýtt því
frægöinni fylgdu auknir f jármunir og
þar meö aukin ábyrgö og aöhald.
Ætlunin var aö reyna aö halda í
kostnaöinn viö gerð Konungs
grinsins en þaö mistókst og því end-
aði myndin meö „stórmyndablæ” og
15 milljón dollara kostnaö.
Nú eru hafnar sýningar á
Konungur grínsins hér á landi og er
um einstæðan atburð aö ræða, því aö
myndin hefur ekki veriö sett í
dreifingu annars staöar í heiminum
og má því segja meö sanni að hún sé
glæný upp úr kassanum. Ekki ergott
aö segja hvers vegna framleiðendur
myndarinnar völdu útkjálka eins og
Islands til aö halda heimsfrum-
sýningu og aö prufukeyra myndina,
en þeir hafa án efa haft sínar á-
stæöur. Líklegt veröur þó að teljast
aö framleiðendumir hafi viljað
frumsýna myndina á þessu ári svo
aö hún kæmi til greina þegar fariö
veröur að úthluta verölaunum og
velja bestu myndir ársins.
Baldur Hjaltason.
Kvikmyndaskrá
Martin Scorsese
1963: What’s a nice girl like you doing in a place like this?
1964: It’s not just you, Murray
1967: Thebigshave
1969: Who’s that knocking at my door?
1972: BoxcarBertha
1973: MeanStreets
1974: Italianamerican
1974: Alice doesn’t live here anymore
1976: Taxidriver
1977: New York, New York
1978: Thelastwaltz
1980: Raging Bull
1982: The king of the comedy.
handritinu sínu. Það var ekki fyrr en
Scorsese gaf Robert De Niro eintak
aö hann áttaði sig á því að þeir
Rupert áttu margt sameiginlegt.
Báðir myndu leggja allt í sölumar til
að gera draum sinn aö veruleika.
Gamanleikurinn var fyrir Rupert
það sem kvikmyndimar vora fyrir
Scorsese. Scorsese sagöi aö „Rupert
minnti hann á þrána eftir frægöinni”
sem hann haföi sjálfur haft á árun-
um 1960-1970.