Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR 8. JANUAR1983. *gar amma var ung Þ(í var Hverflsgata agnarlítHl götustúfur! þyrfti aö vera breiö og hvaö eftir annaö var ákveöiö aö breikka hana. Ber hún sjálf minjar þessa enn, því húsarööin sunnan götunnar er öll stöllótt. En hvernig áttu menn aö renna grun í aö umferöin ætti eftir aö vera svo mikil um götuna eins og hún er í dag? Þá má bæta því við aö á þessum tíma lokaðist Hverfisgata sjálfkrafa viö Arnarhóls- tún. En þaö tún fylgdi landshöföingja- embættinu og mátti ekki hrófla viö því. Þaö var ekki fyrr en embættið var lagt niður að Reykjavík fékk leyfi til þess að gera götur um túniö. Var þá þegar hafist handa um aö framlengja Hverfisgötu niöur í miöbæ. Jafnhliða var gert ráö fyrir öörum götum á þessu svæöi, bæöi samhliða Hverfisgötu og svo þvergötum frá Laugavegi niöur aö sjó. Hverfisgata er kennd viö hverfiö og hefði því átt aö heita Skuggahverfis- gata, en nafniö það hefur þótt þungt í vöfum svo þaö hefur veriö sneitt framan af og látiö nægja aö kalla götuna Hverfisgötu. Skyldi hún liggja sem höfuðstræti austur úr bænum alla leiö gegnum Skuggahverfið inn aö Rauðará. Landsbókasafnið — fyrsta húsið sem reist var við Hverfisgötu Þegar götumynd var komin á Hverfisgötu var farið aö huga aö bygg- ingu „stórhýsa” viö götuna. Skömmu fyrir aldamótin 1800 var ákveöiö aö byggja Alþingishús. Nokkur ágrein- ingur varö þegar um þaö hvar húsinu skyldi valinn staöur. Vildu sumir að þaö yröi reist á sjálfum Amarhóli, en þeir voru fleiri sem lögðust gegn því. Ástæðan var sú að þá yröi húsið alltof afskekkt! Hvaö um þaö. Ekki virðist þó sú skoðun hafa veriö lengi ríkjandi. Aö minnsta kosti var ákveðiö nokkru síöar aö Landsbókasafn skyldi byggt skammt fyrir ofan Arnarhól eöa viö Hverfisgötu, 28 árum síöar en þótti ófært að byggja þar vegna ofan- greindrarástæðu. Byrjaö var á byggingu Landsbóka- safns áriö 1906 og um haustiö 1908 var húsiö fullbyggt — fyrsta húsið sem reist var við framlengingu Hverfisgötu að noröanveröu. Um líkt leyti hófst þó og húsagerð sunnanmegin götunnar. Fyrsta gangstéttin kom á Hverfisgötu Engin holræsi vom til í bænum áriö 1908, en í flestum götum vom skolp- rennur. Þær hétu þó ekki því nafni heldur voru þær kallaðar rennusteinar og ku vera dönskusletta! Fyrsta göturæsið sem gert var í Reykjavík var í Aöalstræti miöju og náði fram í fjöru. Ræsi þessi vom opin og voru til mikillar óþurftar, ekki síst vegna ódaunsins er lagöifrá þeim. Áriö 1911 komu fyrst lög um hol- ræsagerð og fór þá göturæsunum fækkandi, og sama áriö var lækurinn látinn hverfa. Um það leyti kom fyrsta gangstéttin enda aö'komast bæjar- bragur á bæinn. Gangstéttin sú var sett neöst á Hverfisgötu og var stein- límd og hellulögö. Nú er öldin önnur Nú er öldin önnur. I dag er Hverfis- gata einhver mesta umferöaræö Reykjavíkur, í austurátt vel aö merkja. Löngum hefur gatan veriö miðstöð alls kyns fyrirtækja á kostnað íbúa sem þar hafa kannski verið færri en í mörgum öðrum götum bæjarins. Þó bjó þar í „dentíð” Þórður nokkur Stefánsson og hann vann þaö sér til frægöar að „hann var talsvert drykkfelldur, en varö einn af fyrstu góötemplurum þessa bæjar og varö það gæfuhlutskipti hans.” —KÞ tók saman og studdist við Áraa Óla, Jón Helgason og Klemens Jónsson. Reykjavík árið 1908 Skömmu eftir aldamótin síöustu var Reykjavík ekki stór. Hún var þrjú bæjarhverfi og fjögur úthverfi. Uthverfin voru Grímsstaöaholt, Kaplaskjól, Sauöageröi og Bráöræöis- holt. Bæjarhverfin voru Miöbær, Austurbær og Vesturbær. Vesturbærinn var eins og U í laginu. Til hans töldust Tjarnargata og Suöur- gata og síöan Grjótaþorpiö. Ur endan- um á því lá Vesturgata og fylgdi henni byggö vestur aö Ananaustum en síöan tók viö Bræöraborgarstígur. Aöems ein gata lá suður úr Vesturgötu, Stýri- mannastígur upp aö Stýrimanna- skólanum. Þar fyrir sunnan stóö svo Landakotsspítali. Önnur byggö var ekki þarna á milli Vesturgötu og Tún- götu, Grjótaþorps og Bræöraborgar- stígs. Þar voru samfelld tún. Austurbærinn takmarkaöist af læknum aö vestan. Byggðin í Þingholt- unum náöi þá frá Laufásvegi að Oðins- götu en þar fyrir ofan voru tún afgirt allt upp undir Skólavöröu, en holtiö stórgrýtt sunnar og vestar. Laufás- vegur náöi suöur undir Gróörastöö. Til hennar haföi veriö stofnaö aldamóta- árið. Skólavöröustígurinn var byggöur aö mestu, Grettisgatan var aö byggjast en Njálsgata ekki komin. Byggö var komin með öllum Laugavegi inn aö Barónsstíg, Hverfisgata, sem áður var götustúfur inni í Skuggahverfi, haföi nú veriö framlengd og neöarlega við hana reis á þessu ári stærsta og fegursta hús bæjarins, Landsbóka- safnshúsið. Nokkur smá hús og bæir voru í Skuggahverfi fyrir neðan Hverfisgötu. Þetta var Reyk ja vík áriö 1908. Skuggahverfið? Hvað var nú það? Þegar svæöiö austan Amarhólstúns tók aö byggjast fékk þaö nafnið Skuggahverfi og náöi þaö seinast yfir alla byggðina frá Laugavegi og niöur að sjó. Munu margir ókunnugir hafa ráöiö af nafninu að þama væri skugga- legt í meira lagi. Einkum mun sú skoöun hafa styrkst þegar blöðin voru aö tala um skuggahverfi stór- borganna, því þá var átt viö þá hluta borganna þar sem byggingar væru lé- legastar, fátækt mest og mannlíf á. lægsta stigi. En þetta var alls ekkert „skuggahverfi”, fjarri því. Nafn sitt dró hverfið af fyrsta tómthúsmanns- býlinu er þama var reist og nefndist Skuggi. En ráögáta er hvernig á því nafni stendur. Býliö var reist skömmu eftir 1800 og hét sá Jens Jensson sem þaö gerði. Síöar risu fleiri býli í Skuggahverf- inu, svo sem Traðarkot, Nýibær, Vind- heimar, Miöhús og Steinsstaðir. Síöar bæirnir Móakot, Veghús, Kasthús og Amarholt og þeim fjölgaði mjög bæjunum í hverfinu. Fram undir 1870 voru þó aðeins tvö timburhús í Skugga- herfi: Einarshús viö Smiðjustíg (á horni Hverfisgötu) og svonefnt Eyolfs- hús, kennt við Eyolf smiö Þorvaröar- son, einnig viðSmiöjustíg. Hús þessi í Skuggahverfinu vor á víö og dreif. Milli þeirra mynduöust stígar, en um reglulegar götur var ekki að ræða til aö byrja með. Fyrsta nafngreinda gatan í Skuggahverfinu var Hverfisgata Þaö var ekki fyrr en bárujárnsöldin hófst upp úr 1870, aö timburhúsum í Skuggahverfi fór aö fjölga. Þá fyrst var farið aöhugaaðþvíaösetja húsin í skipulagðar raöir.Um sama leyti mynduðust götur. Fyrsti götustúfurinn sem þarna myndaðist tók nafn af Skuggahverfinu og var kallaöur Hverfisgata. Mun þaö hafa veriö mjög á reiki hvaö menn töldu að þessi gata Húsið á horni Vatnsstigs og Hverfisgötu þar sem verslunin Hjá Báru er nú til húsa. Myndin er tekin ikring- um 1925. 1. mai kröfuganga i kringum '35. Hverfisgate 16 og 16 A tiivinstri. Norðurpóiiinn eða Hverfisgata 125. Myndin er tekin skömmu eftir aidamót, en þá var þetta kaffihús og gististaður. Nú erþað ibúðarhús. **5t»*s?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.