Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR 8. JANUAR1983. 13 Vin i eyðimörkinni. Alls staðar þar sem vatn rennur úr jörðu eyðimerk- urinnar skapast andstæða hennar; jurtir, bióm, tró og runnar. < ■ m. Þegar gengið er upp á sandhóia Sahara biasa jafnan við endalausar sand- öldur eins og sjást frá þessum sjónarhóli. DV-myndir: Ólafur Guðmundsson. sléttur, endalaus möl og stórgrýti. Þar má aka um Sprengisand þeirra Alsír- búa. Gróður á erfitt uppdráttar þarna í grófum og þurrum jarðveginum. Malarsléttumar taka því næst við. Þær er'u gífurlegar námur grjótmuln- ings sem brotnað hefur og fokið úr f jöllunum í norðri og liggur á dreif eftir gulum sandsteininum er klæðir gjörv- allt yfirborð Sahara. Þetta landsvæði er ein jafnslétta sem nær yfir þúsundir ferkílómetra. Á löngum vegalengdum eygir hvergi í hóla né þústir. Flatn- eskjan virðist endalaus. Þegar leiðin langa yfir malar- sléttumar er loks að baki birtist hin eiginlega eyðimörk. Stórkostlegar sandbirgðir sem vindurinn hefur skafið í alls konar gárur og hóla. Þar er ekkert líf að sjá svo dagleiðum skiptir. Aöeins gulleitan, mjúkan og heitan sandinn — og heiðskíran himin allan sjóndeiidarhringinn. Þessi gula víðátta er efniviðurinn í þeim hug- myndum sem fólk gerir sér um Sahara. En gular sandauðnimar eru eins og áöur segir aöeins smábrot af þeim margbreytileik sem þessi stærsta eyðimörk jarðarinnar býr yfir. Sahara er margt annað og meira en líf- laus sandur. Þar erum við komin að vinjunum mörgu sem er að finna í eyðimörkinni. Þær em á við og dreif um það land- flæmi er Sahara nær yfir. Vinjamar eru fyrst og fremst uppsprettur vatns úr jarðlögunum undir eyðimörkinni. Vatnið gefur jarðveginum líf og um- hverfis vinjamar þrífast því f jölbreyti- legar jurtir, blóm og tré og mnnar. Vinjarnar em sannkölluð andstæða eyðimerkurinnar, líf og lífleysa, enda er orðatiltækið „eins og vin í eyði- mörk” ekki til orðið af engu. Það á sína fullkomnu f yrirmynd í Sahara. Enn eigum við eitt tilbrigði eftir af landslagi Sahara. Það eru fjall- garöarnir í miðju hennar. Stærstir þeirra og hæstir eru Ahaggar og Tibesti, tilkomumiklar vörður á leið- inni um eyðimörkina. Hvor um sig nær upp í um þrjú þúsund metra hæð frá sjávarborði. Þessir fjallgarðar em eins og allt undirlag Sahara, gerðir úr sandsteini sem aldimar hafa mtt upp í tilkomumikla skafla og vindurinn síðan leikið um og höggvið í marg- brotnar kynjamyndir. En landslagið segir okkur ekki allt um Sahara. Veðráttan þar og hita- stigið gefur okkur enn gleggri innsýn í eðli eyðimerkur. Fyrst skal vikið að úrkomunni, sem vissulega er lítil i Sahara. 1 allra nyrstu hémðunum, norður við Mið- jarðarhaf, er hún um þrjú hundruð millimetrar á ári, en til samanburðar má geta þess að ársmeðaltalsúrkoma á suðvesturhorni Islands er um þúsund millimetrar. Urkoman er svo enn sjaldgæfari eftir því sem sunnar dregur í eyöimörkinni eða allt niður í einn millimetra á ári á þurrustu svæð- unum. Raunar er svo að úrkoman er mjög sveiflukennd í eyðimörkinni og á sumum stöðum líða mörg ár milli þess- ara sveiflna. Regndropi fellur ekki á þau svo árum skiptir. Þannig var ekki votan dropa að fá úr lofti yfir staðnum El-Goléa í sjö ár. Annar staður í Sahara sem nefnist Tidikelt mátti bíða rigningar í tíu ár og svo má áfram gefa dæmi. En það er ekki aöeins úrkoman sem er sveiflukennd í Sahara-eyðimörk- inni. Það er hitastigið einnig. Hita- munur á degi og nóttu getur verið allt að f jörutíu stig. Til dæmis er hitinn að nóttu í nóvembermánuði yfirleitt um fimm stig, sem telst ofboðslegur kuldi i Sahara, en að degi til í sama mánuði að nálgast hann fjörutiu stig. Þess veröur að geta að gef nar mæiingar eru miöaöar við forsælu en sólin skin yfir- leitt lóðrétt á Sahara og er því mjög sterk utan skugga. Á sumrin nær hiti eyðimerkurinnar allt að sjötiu stigum aö degi og er þar enn miðað viö forsælu og ætti því hit- inn að slaga upp í níutíu stig þar sem sólar nýtur beinnar viö. Miðaö viö svo til enga úrkomu og þennan glóðarhita mun engan undra aö litið líf þrifist á heitustu svæöum Sahara. Og þýðir einfaldlega auðn Orðið Sahara er komið úr arabísku (sahrá) og þýðir einfaldlega auðn. þaö orð er vissulega rétt til fundið á þessa stærstu eyðimörk heims sem þekur allt að f jögur þúsund ferkílómetra af land- svæði, eða um þriðjung allrar Afríku. En þrátt fyrir miklar auðnir er Sahara ekki sandur einn eins og áður segir. Þar er f jölbreytni mikil í landsiagi og gróðurinn meiri og margskrúðugri en margur heldur. Það er heillandi að heimsækja þessa mörk segja þeir sem þangaö hafa farið. Og fyrir snjóvant fólk ofan af Islandi ætti Sahara svo sannarlega að vera nýbreytni. —SER. Þótt sýrði rjóminn standi fylli- lega undir nafni er hanti alls ekki jafn fitandi og þú heldur. Tökum dcemi: í 100 g af sýrðum rjóma eru 195 hitaeiningor, í venjulegum rjóma 545 og í sömu þyngd afmajones eru 770 hitaein- ingar. Taktu nú eftir. Efþú notarsýrð- an rjóma í salöt, sósur eða ídýfur, getur þú haft til viðmiðunar að í hverri matskeið afsýrðum rjóma eru aðeins 29 hitaeiningar. Nú hefur sýrði rjóminn verið endurbœttur. Hann er þykkari en áður, þótt hitaeiningafjöldinn sé sá sami. Á dósunum er nýtt og hentugra lok sem einnig má nota á skyrdósimar. Með því að þrýsta létt ofan á miðju loksins fellurþað alveg að. - -- Já sýrði rjóminn er ekki allur þar sem hann er séður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.