Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 8. JANUAR1983. Almenningur er orðinn svo vanur því að setja samasemmerki milli lýsingarorðanna „listamaður” og „utangarösmaður” aö mörgum reynist erfitt aö trúa því aö ekki eru tvær aldir iiðnar síðan listamaðurinn var virtur þjóðfélagsþegn sem taldi sér sæmd aö því að koma til móts við opinberan smekk. Seinni hluti 19. aldar var tími hinna miklu uppreisnarmanna í mynd- listum sem rekið höföu sig á stein- runnin viðhorf hins volduga borgaralega samfélags. I verkum sínum og viðmóti gengu þeir þvert á viðtekin sjónarmið, vildu með því hafa áhrif á þann heim sem þeir lifðu í, eða flýjahannella. Sá flótti tók á sig margvíslega mynd. Menn flúðu gegnum absintuflöskuna eða ópíumpípuna, eða þeir bjuggu sér til eigin mynd- veröld, líkt og Pre-Rafalítamir ensku, Symbólistamir og aðrir draumóramenn í mörgum listgrein- um. Aðeins einn myndlistarmaður hafði hugrekki tíl að snúa baki við hinum vestræna heimi og gera gang- skör aö því að finna nýja og fagra veröld, ekki aðeins í list sinni heldur líkaíraun. Ævintýramaður eða hugsjónamaður? Þetta var Paul Gauguin, sem árið 1891 fór fyrsta sinni til Suðurhafs- eyja, þar sem hann dó þann 8, maí 1903. Af þessum sökum hefur Gauguin orðið eins konar persónugervingur ýmiss konar ævintýramennsku í listum, táknmynd hins rótlausa, leit- andi listamanns sem fórnar öllu fyrir hugsjónir sínar, — sem síðar reynast hjóm eitt. Þann Gauguin fyrirhittum við t.d. í skáldsögu Somersets Maugham, Tunglið og tíeyringurinn. Öðrum er tamt að líta á Gauguin sem sterka og heilbrigða sál í spilltu samfélagi, byltingarmann sem horfði upp á hið franska nýlenduveldi ganga milli bols og höfuðs á síðustu Ieifum Paradisar á jörðu, menningu Suðurhafseyja, — sama veldi og gekk af honum sjálf- umdauðum. Vísast er sannleikurinn þarna mitt á milli eins og venjulega. Enginn vafi er á því að Gauguin var þymir í augum franskra embættis- manna og kirkjunnar þjóna á Suðurhafseyjum síöustu árin, sem hann lifði. M.a. gaf hann út frétta- blaðið „La Sourire” en í því réðst listamaðurinn harkalega á spillingu hinnar hvítu yfirstéttar og meðferð hennar á innfæddum. Hataði Dani Trúlega hafa ýmsir helstu for- svarsmenn hennar andaö léttara þegar Gauguin lést, yfirgefinn og sárþjáður, i húsi sínu á eyjunni Hivaoa. í lögregluskýrslu staöarins stendur m.a. að „þau fáu málverk sem þessi úrkynjaði málari lét eftir sig, verður sennilega erfitt að selja.” Nokkur þeirra málverka eru nú til sýnis í Louisiana safninu í Dan- mörku og verða þar uppihangandi til 16. janúar 1983 sem partur af sýningu sem nefnist „Gauguin á Tahiti”. 1 sænska sjónvarpinu er einnig nýlega lokiö frönskum þáttum um ævi Gauguins, þar sem rómantíkin var heldur fyrirferðar- mikil. Paul Gauguin er sem sagt mikið í sviðsljósinu hér i Skandinavíu. Þetta er ekki alveg að ófyrirsynju því að Gauguin var um tíma giftur danskri stúlku, Mette Gad, átti með henni fimm böm og dvaldi um tíma í Kaupmannahöfn. Sú dvöl var að vísu ekki til þess að gera Gauguin að miklum Danavini, — í bréfi kallar hann Danmörku menningarlega og landfræðilega flatneskju, — en þó báru Danir úr býtum nokkur úrvalsverk eftir lista- manninn. Mörg þeirra eru á þessari sýningu, en er annars að finna í Ny Carlsberg Glyptotek í Kaupmanna- höfn sem ég er hræddur um að allt of fáir Islendingar hafi séð. Listin víkur fyrir mannfræði I Svíþjóð er einnig að finna nokkra Gauguin-sérfræðinga, m.a. mann- fræðinginn Bengt Danielsson sem framar öörum hefur lagt fýrir sig rannsóknir á dvöl listamannsins á Suðurhafseyjum, þar sem hann sjálfur hefur búið um áraraðir. Danielsson þessi var fenginn til að skipuleggja Louisiana sýninguna Listamuður í leit «d l*ti i’ctcf ís Um sýniiigu si verkuni Pauls Gaug'uin sí Lonisisinsi ssitiiinu i Danmörkii Paul Gauguin á yngri árum. Aðalsteinn Ingölfsson Trárista eftir Gauguin. Paul Gauguin 1891. Vahine no te tiare. Myndlist með öðrum, sem er væntanlega skýringin á mannfræöilegu yfir- bragði hennar, ljósmyndum af aðskiljanlegum þáttum Suöurhafs- menningar, útskornum áhöldum, ílátum, vopnum, o. fl. Raunar er slagsíöa á sýningunni í þá áttina, svo mjög aö málverkin 24, skúlptúrarnir 6 og grafík- myndimar og teikningarnar 33 virðast stundum eins og til uppfyllingar, aukaatriði innan um allar heimildirnar. Samt sem áður nutu málverkin sín vel í hinum björtu sölum Louisiana, þar sem hægt var að láta augun reika frá skógunum á Tahiti til trjánna sem umlykja safnið. Um myndlist Gauguins, og sérílagi Suðurhafseyjamyndir hans, má hafa mörg orð. Ohjákvæmilega virðast „óheflaðar” og „grófar” myndir hans stillilegar og ljúfar í dag. Aðlagast aðstæðum Séðar í heild sinni virðast þær nú bókstaflega háklassískar. Upp- stillingarnar sverja sig ekki aðeins í ætt viö Cézanne og Manet, heldur Rafael og Titian. Hins vegar er ekki laust við að fyrstu málverk Gauguins frá Suðurhöfum skorti sannfæringar- kraft. Hann kemur þangaö með eigin hugmyndir um hiö „irumstæða", og fellir það sem hann sér að þeim skoöunum, — svona líkt og þegar íslenskir landslagsmálarar sáu íslenskt landslag með augum Cézanne, — ýkir og endurbætir eftir þörfum. I síðustu málverkum Gauguins er hins vegar eins og hann hafi loksins aðlagast umhverfi sínu, öll hrynjandi í þeim er eðlileg og óþvinguð og stemmningar kvikna á myndfletinum eins og fyrir tilviljun. Grafíkmyndir Gauguins sýnast í fljótu bragöi grófari en málverkin, e.t.v. „frumstæðari”. En nánari skoðun leiðir í ljós að listamaðurinn er í þeim alveg eins háður evrópskri myndlistarhefð og í málverkunum. Vissulega grandskoðaði hann tré- skurð Suðureyjabúa og fékk þaðan að láni ýmis stílbrögð, en samt er myndsköpun hans í heild sinni í anda evrópsks symbólisma frá Poussin til Puvis, aðeins í ókennilegum búningi. Ny og glæsiieg álma Sjálfur er ég sérstaklega þakklátur fyrir að fá að sjá á þessari sýningu úrval tréskurðar- og grafik- mynda Gauguins, sem oftast eru vel faldar í arkífum og einkasöfnum. Ekki er það síst þeirra vegna sem fólk ætti að skunda tU Lousiana, ef það á annað borð er á ferð í Kaup- mannahöfn. I safhinu sjálfu hafa einnig ýmis- leg önnur stórmerki gerst sem gera heimsóknina þangað enn ánægjulegri en ella. Fyrir skömmu var nefnilega opnuð þar ný álma og í leiðinni var anddyri safnsins gjör- breytt. Þessar breytingar hafa ekki aðeins orðið tU bóta, þær eru enda- hnúturinn á þaö meistaraverk sem Louisiana-safnið aUt er. I hinni nýju álmu er að finna bróðurpartinn af eign safnsins, alþjóðlega myndlist síðustu þrjátíu ára. Þar er ekki að finna annað en vel valdar myndir, sem komiö er fyrir af þeirri smekkvísi sem Danir eru þekktir fyrir. Sama er hvar áhorfandinn ber niður í listhreyfingum síðustu ára- tuga, — hvergi er komið að tómum kofunumí Louisiana. Ævintýraheimur Austurlanda á viðráðanlegu verði. Brottför 1. febr., 15. febr. og 1. mars. THAUAND -8AHGK0H og babstrandarixerinn PATTAVA Þetta er ævintýraferðin, sem flesta hefir lengi dreymt um, tækifærið til að kynnast töfrum Austurlanda og njóta sólar og baðstranda við hlýjar strendur Siamsflóans, þar sem sjórinn er silfurtær og sólin hellir geisl- : um yfir fagrar og blómumskrýddar byggðir. Þér eigiö viðburðaríka daga í Bangkok, einni af mestu töfra- borgum Austurlanda fjær og njótið margra daga við skemmtanalíf og sólaryl, í einni af eftirsóttustu bað- stranda- og ferðamannaborgum veraldar, Pattaya. Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferöir til að kynnast litríku og framandi þjóðlífi og fögrum stöðum í borgum og sveitum. Glæsileg hótel og góð þjónusta. Flogið með rúmgóðum breiðþotum. Hægt að fram- lengja dvöl á baðströndinni Pattaya eða í Bangkok. /^KltOUr (Flugferðir) Aðalstræti 9, Miöbæjarmarkaönum 2h. Símar 10661 og 15331

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.