Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Page 16
16 ifækur og bókttsöfnun XI11 DV. LAUGARDAGUR 8. JANUAR1983. Fræðslustefnan visar veginn ISLAN’DSKE M AANEDS- TIDENDER Fra Oílolr, Maaneds Begyndelfe 1773, til Septembrir Udgang I-’74< 'Forste Aargang for OCTOBER, Hrappsöe trykte udi detKungl.allernaadigft* nye privilegerede Rogtrvkkerie. N y h e d c r. Fra Sönderlandet, M an hörer her endnu over alt, at baade Höie og Lave tillægge de vidtberömte F.ng- elfkc hoie Herrer Bank og Solander fom afvigte Efterhöft,anKom idenTankcat befee Landct, etalmindeligtKoes for deresHu.MA- N’iTEEOg Gavmildhed lblandt andet beret- tes at den Bonde fom leidlagede Skibet ind paa Havnefiorden hvor diíl'e Herrer fandt for godt at kafte Anker og forblive nogen Tiid. fkal have fanet en anfeelig Belönnmg. Paa Reifen til det ildíþrudenue Biærg Hecla fkalde med ftorfte Noiagtighed have givet Agt paa alt hvad mærkværdigt forefalt i A Nat- Upphaf tímaritsins Isiandske Maanedstidender, er hóf útkomu í október 1773, prentað í Hrappsey. I síðustu grein var lokið hinum langa þætti í íslenzkri prentsmiöju- sögu á Hólum, ásamt stuttri viödvöl í Skálholti, í umsjá þeirra biskupa, sem málum réðu hverju sinni. Jafn- framt var löngu orðin ljós hin ein- hæfa útgáfa guðsorðabóka, sem ekkert lát varð á til þess síöasta. Var tæplega að vænta, að slík lesn- ing, þótt fram væri reidd í góöum til- gangi, hefði örvandi áhrif á landslýö- inn til framfara í veraldlegum efn- um, enda lítilla tilþrifa vart í þá átt. Þetta var þó aðeins einn þáttur, er stuðlaði aö deyfð og framtaksleysi þjóðarinnar; miklu frekar mátti um kenna hinu erfiða árferði á sautjándu og átjándu öld af völdum harðinda og annarra náttúruham- fara svo og áhuga- og skeytingar- leysi danskra stjórnvalda, sem höfðu öll ráð í hendi sér um íslenzk velferð- armál. Ný framfaraviðleitni Undir lokin var þó tekið að rofa til fyrir framtak íslenzkra manna, er hugðu á aukna fræðslu almennings, er jafnframt gæti leitt til aukins við- sýnis, umbóta og bættra lífskjara. I þeim tilgangi hafði verið stofnsett ný prentsmiðja í Hrappsey á Breiðafirði árið 1773, og voru því starfandi tvær prentsmiöjur í landinu hartnær tvo síðustu áratugi átjándu aldar. Upphaf f ræðslustefnunnar Til upphafs þessarar þróunar mála var þó lengra aö leita. Á 18. öld koma fram víða í löndum Evrópu miklar breytingar á viðhorfum manna til trúmála, vísinda svo og þjóðfélagsmála yfirleitt, sem m.a. ruddu úr vegi eldri hindurvitnum og hjátrú og beindu augum manna að eðlilegum orsökum þeirra fyrirbæra náttúrunnar og í mannlegri hegðan, sem áður hafði verið reynt aö reyra föstum böndum meö rétttrúnaðar- kenningum kirkjunnar. Spruttu af þessu miklar andlegar hræringar og þjóðfélagsátök, er bárust um löndin, en kjami þeirra nefnd upplýsingar- eða fræðslustefnan. Voru helztu for- vígismenn hennar í upphafi franski sagnfræðingurinn Montesqieu' (1689—1755) og heimspekingurinn Voltaire (1694—1778). Ennfremur enski heimspekingurinn Locke (1632—1704) og náttúrufræðingurinn Newton (1642-1727). Áhrifa fer að gæta meðal íslendinga Svo sem vænta mátti bárust þessir vakningarstraumar til Norðurlanda og því í Kaupmanna- höfn til íslenzkra náms- og fræði- manna, sem þangað sóttu til mennta og annarrar andlegrar næringar. Varð áhrifanna þó lítt vart hér á landi lengi framan af nema í einstök- um verkum höfunda, sem allur almenningur hafði þó tæpast aðgang að eða takmarkaða möguleika til aö hagnýta sér vegna lítillar málakunn- áttu umfram íslenzkuna. Þetta breyttist þó smám saman, og verður að telja, að á síðasta áratug átjándu aldarinnar séu orðin greinileg þátta- skil í andlegum og veraldlegum viö- horfum landsmanna. Heimildir Um tímabil það, sem hér um ræðir er sérstök ástæða til að vekja enn á ný athygli á ritverki Þorkels Jóhannessonar í útgáfunni „Saga Islendinga”, sjöunda bindi, „Tíma- bilið 1770-1830, Upplýsingaröld”, Reykjavík 1950, sem stuðzt hefur veriö viö að nokkru hér að framan, en einnig; Stefán Einarsson. Islenzk bókmenntasaga 874—1960, Reykja- vík 1961, kaflann: Upplýsing eða ný-klassík 1750-1830, (bls. 262- 281). Fyrstu ritin um hagnýtefni Áður hefur veriö minnzt á stofnun Hrappseyjarprentsmiðju og fyrir- ætlanir aðstandenda hennar um að efla fræðslu hér á landi um ýmis hag- nýt efni. Nokkru áður eða frá um 1760 höfðu hinsvegar komið út í Kaupmannahöfn allmörg smærri rit varðandi landbúnaö og önnur at- vinnumál, ýmist almenns eðlis eða um nýjungar og umbætur í þeim efn- um. Má telja, að þau hafi verið af sömu rótum runnin. Komu hér við sögu nokkrir af þeim, sem teljast mega til frumherja upplýsingar- stefnunnar hér á landi, s.s. skáldið og náttúrufræðingurinn Eggert Olafsson (1726—68), hinn mikli áhugamaður um búnaðar- og ræktunarmál, séra Björn Halldórs- son í Sauðlauksdal (1724—94). Enn- fremur Hannes Finnsson biskup i Skálholti (1739—96) og Jón Eiríksson (1728—87), ötull stuðningsmaður breyttra tíma frá stjómarskrifstof- um Islendinga í Kaupmannahöfn. Veröa fleiri ekki upp taldir enda nokkurra þeirra getið fljótlega. Ólavíus Hvatamaður að stofnun Hrapps- eyjarprentsmiðju var Ölafur Olafs- son (1741—88), en hann tók sér snemma nafniö Olavíus og jafnan nefndur því nafni. Hann var ættaöur af Vestf jörðum, útskrifaðist úr Skál- holtsskóla, en hélt síöan til náms í læknisfræöi hjá Bjama Pálssyni í Nesi. Þar stóð hann stutt við og sigldi til Kaupmannahafnar til náms viö háskólann. Ekki lauk hann þó prófi þaðan, en sagt var, að hugur hans hafi helzt hneigzt að búvísindum og öörum nytsömum fræðum. Bera fyrstu rit hans því vitni, ,,Islenzk urtagarösbók söfnuð og saman tekin bændum og alþýðu á Islandi til reynslu og nota”, Kh. 1770 og „Stutt ágrip um fiski-veiðar og fiski-net- anna tilbúning, brúkan og nytsemd”,Kh. 1771. Höfuðrit hans, ferðabókin Oconomisk Reise igiennem de nord-vestlige, nordlige og nordostlige Kanter af Island” kom hinsvegar út í Kh. 1780, en þess verður getið síðar með hliðstæðum ritum. Stofnun Hrappseyjar- prentsmiðju 1 ársbyrjum 1772 sótti Olavíus um leyfi til stjórnvalda að stofna nýja prentsmiðju í Skálholtsbiskups- dæmi, og var það veitt að því undan- skildu, að Hólaprentsmiðja héldi áfram einkarétti sínum til prentunar trúmálarita. Fékk hann í félag með sér efnaðan bónda, Boga Bene- diktsson í Hrappsey, sem ekki aöeins lagði fram fé til kaupa á prentverkinu heldur lét reisa rúm- gott hús þar á staönum til starfsem- innar. Hófst hún í október 1773. Ekki er talin ástæöa til að rekja hér nema að litlu leyti bækur þær og bæklinga, sem Hrappseyjarprentsmiöja sendi frá sér í rúm 20 ár eða þar til hún var seld og flutt að Leirárgörðum árið 1795. Um það hefur verið gefið út ítarlegtrit: Jón Helgason. Hrappseyjarprentsmiöja 1773—1794. Safn Fræöafélagsins, VI. bindi. Kaupmannahöfn 1928. Sjálfur telur J.H. sig hafa stuðzt við rit Boga Benediktssonar, „Æfi- ágrip feöganna Jóns Péturssonar, Benedikts Jónssonar, Boga Bene- diktssonar og Benedikts Boga- sonar”, Viðeyjar klaustri 1823, en bók þessi er venjulegast nefnd manna á milli „Feðgaæfi”. Er þar skrá (bls. 55—59) yfir bækur prent- smiðjunnar. Þá hefur höfundur (JJH.) sem vænta mátti átt þess kost að hafa flest eintökin undir höndum við verk sitt og einhverju telur hann sig hafa bætt við fyrmefnda skrá, en þó sé það lítilvægt. Eins og ýmsum er kunnugt em þessi rit ekki auðfengin, raunar flest, ef ekki öll, löngu ófáan- ieg nema fyrir sérstakar tilviljanir. Nægir í því sambandi að taka upp eftirfarandi kafla úr riti J.H. (bls. 25): „Margar Hrappseyjarbækur eru nú allfátíöar og hefur ekki einu sinni svo ötull safnarisemFiskeget- að aflað sér þeirra allra, heldur ekki dr. Jón Þorkelsson. Jafnvel konung- lega bókasafnið í Kaupmannahöfn mun vanta eitthvað af þeim, og átti þaö þó tilkall til allra nýrra bóka í danska ríkinu þegar á dögum prent- smiðjunnar.” Magnús Ketilsson Aður en lengra er haldið, er óhjákvæmilegt að geta þriðja aðilans, er mjög kom við sögu Hrappseyjarprents, Magnúsar Ketilssonar (1732—1803), sýslu- manns í Dölum. Var hann góðkunn- ingi Boga Benediktssonar og reynd- ist honum ómetanlegur hjálpar- maður alla tíð. Kom þaðsér fljótlega vel, misklíð reis með þeim Boga og Olavíusi, er leiddi til þess aö upp úr samvinnu þeirra slitnaði. Keypti Bogi hlut Olavíusar í prentverkinu í júní 1774, en sá síöarnefndi hélt á brott til Kaupmannahafnar það sama sumar. Bogi var hinsvegar ekki skólagenginn og því lítt fær um að annast einn þann þátt í rekstri prentsmiðjunnar, er laut að bók- menntum og bókaútgáfu. Er óvíst, hvemig farið hefði, ef Magnúsar hefði ekki notið við. Um hann vísast að öðru leyti til bókarinnar: „Magnús Ketilsson sýslumaður” eftir Þorstein Þorsteinsson. Reykja- víkl935. Hrappseyjarprent Ef skoðuð er fyrrnefnd skrá Jóns Helgasonar um hin útgefnu rit, sém hann gerir allítarlega grein fyrir í tímaröö, leiðir hún í ljós 83 sjálf- stæðar útgáfur á 22 ára starfstíma prentsmiðjunnar. Þess ber hins- vegar að gæta, að hér eru meötaldar 22 Lögþingsbækur og einnig komu „Islandske Maanedstidender” út í þrennu lagi hjá prentsmiðjunni og teljast því þannig. Ekki er því hægt að segja aö um umfangsmikla starf- semi hafi verið aö ræða, og lágu til þess ýmsar ástæður, sem síðar verður vikið að. Hinsvegar er aug- ljóst, að mikil breyting verður á efnisvali miðað við útgáfur Hóla- prentsrniöju, sem áður var ein um hituna og heföi því getað boðið lands- mönnum hið fjölbreytilegasta lestrarefni, en lét guðsorðið að mestu nægja. Islandske Maanedstidender Fyrsta rit, sem prentað var í Hrappsey voru áðurnefnd „Islandske Maanedstidender”, en af þeim komu þrír árgangar á árunum 1773—76, hinn síöasti prentaður í Kaupmannahöfn. Er þetta elzta tímarit Islendinga, þótt allt hafi það veriö prentað á dönsku vegna danskra áskrifta, sem Olavíusi tókst að safna í upphafi. Verður nánar greint frá ýmsu varðandi þetta rit, er röðin kemur síðar að íslenzkum blöð- um og tímaritum. Lögfræði- og búnaðarrit Áður hefur verið greint frá Lög- þingsbókunum, sem urðu 22, en auk þess komu út í Hrappsey 7 önnur rit önnur rit um lögfræöileg efni, og mun Magnús Ketilsson ávallt hafa veriö þar að verki að einhverju eða öllu leyti. Var hið mesta þeirra, saman- tekið og útgefið af honum sjálfum: „Kongelige allernaadigste Forordn- inger og Aabne Breve”, 1.—2. bindi, 1776—78, en 3. bindi kom út í Kaup- mannahöfn 1787. Er talið, að enn sé til þessa heimildarrits vitnað. Um búnaðarmál voru prentuö alls 10 rit, sum smá í sniðum, sem vænta mátti um takmörkuð efni, en önnur stærri. Þeirra þekktast er „Atli”, eftir séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, en fullt nafn ritsins er „Atli eður ráða- gjörðir yngismanns um búnaö sinn helzt um jarðar- og kvikfjárrækt að- ferð og ágóða með andsvari gamals bónda.” Var rit þetta prentað 1780 og aðnýju 1783. Ljóðmæli Af kvæðum og rímum voru gefin út 20 þar á meðal „Nokkur þess al- þekta danska skálds sál. herr Christ. Br. Tullins kvæði, með litlum við- bætir annars efnis, á íslenzku snúinn af J. Th., 1774. Hér var aö verki Jón Þorláksson, síðar prestur að Bægisá, en einnig voru í bókinni nokkur ljóð eftir aðra en fyrmefndan Tullin, þeirra á meðal eftir J.Þ. sjálfan. Vakti þessi útgáfa strax mikla athygli og fer Jón Helgason um það þessum orðum: „Bók þessi var þá mikil nýjung á Islandi. Prentað kvæðakver veraldlegs efnis, gefið út að höfundi lifandi og meira að segja ekki eldra en þrítugum — slíkt hafði aldrei sjezt áður.” Ljóðabók eftir Jón Þorláksson sjálfan kom síðan út 1783. Af rímum urðu vinsælastar „Rímur af íllfari sterka”, 1775, en þær voru síðar endurprentaðar í Við- ey 1834 og Reykjavík 1906. Eru tJlfarsrímur fyrstu veraldlegar rímur prentaðar hér á landi. — Hér verður látið staðar numið aö sinni um Hrappseyjarprentsmiðju, en þeim kafla lokið í næstu grein. Böðvar Kvaran

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.