Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARDAGUR 8. JANUAR1983. Hjálparsveit skáta slæðir snjóskriðu i Esju en þar fórust tveir menn í mars fyrir fjórum árum. inga sem látist hafa í snjóskriðum þegar hér er komið sögu er hátt á þriðja tug klerka. Ástæðan fyrir því aö snjóskriöur léku vinnumenn og presta svo illa á fyrri öldum er efalítið sú að þessar tvær stéttir manna áttu oftast erindi yfir snjóþungar heiöar og fyrir illfarna múla á vetrum. Prestarnir til þess að sinna nærliggjandi sóknum og vinnumenn aö sendast fyrir húsbænd- ur sína í ýmsum erindagjörðum. Einnig uröu hlutfallslega margir póst- menn undir skriöum á fyrri tímum og er ástæöan ugglaust hin sama og gildir um presta og vinnumenn. Harmieikurinn á Seyðisfirði Samantektin hér að framan ber það með sér, þótt ófullkomin sé, að slys af völdum snjóflóða eru mjög algeng á Is- landi. Slysin eru raunar langtum fleiri en getið hefur verið hér á undan því að utan þeirra voveiflegu snjóflóða sem aldrei hafa komist í annála, heimildir týnst eða eyðilagst þá er enn ógetið þeirra ótalmörgu snjóflóða sem fallið hafa á bæi og menn hafa komist lifandi undan. Þau eru vissulega miklu fleiri en þau sem hafa kostað mannslíf og ólýsanlegar eru þær þjáningar sem flest þeirra hafa valdið. Það verður samt ekki litið framhjá því aö þótt slys af völdum snæskriðna séu mjög algeng hérlendis þá hafa þau sjaldnast oröiö stórfelld. Er þar átt við aö flest snjóflóö hérlendis hafa fallið utan alfaravegar. Strjálbýlinu hér á landi verður fyrst og fremst þakkaö það aö stórfelldur mannskaði hefur sjaldnast hlotist af þeim. Nokkrum sinnum hafa þó orðið hér mikil slys af völdum snjóflóða annað- hvort vegna þess að snjóflóðin féllu á mannmörg býli, kauptún eöa á mörgum stöðum samtímis og með litlu millibili. Viö minnumst atburðanna í Siglunesskriöum árið 1613 í þessu sam- bandi. Snjóflóðiö á Seyðisfirði 1885 er svo eitt hið válegasta sem hér hefur orðið. Það kostaði tuttugu og fjóra menn lífið. Hlaup þetta féll átjánda dag febrúarmánuðar úr Bjólfinum en svo nefnist fjall er rís í austnorðaustur upp af Seyðisfjarðarkaupstað. Snjóskriðan steyptist yfir bæinn á níunda tímanum um morguninn, áður en fólk var almennt komiö á fætur. Það umtumaði algerlega á svipstundu fimmtán íbúðarhúsum, ýmist stór- skemmdi þau, braut þau alveg niður eða færði fram í sjó. Taliö er að í þess- um húsum hafi búið áttatíu til níutíu manns og lentu flestir þeirra að ein- hverju leyti í hlaupinu. Sem fyrr segir létust tuttugu og fjórir en margir meiddust en talið er að tólf hafi bein- brotnað. Þessi ægilegi atburður átti að- draganda og skal nú fyrst reynt aö rekja hann. „Úr öllum áttum heyrðust óp og vein... " I byrjun febrúarmánuðar voru sífelldar snjókomur á degi hverjum á Austfjörðum, oft með frosti. I þessum látlausu éljum og kafaldshríðum hlóð niður ódæma snjó í hin bröttu fjöll Austfjarða og gerði þar háskalegar snjódyngjur og hengjur sem hlupu fram og gerðu víöa usla þótt hvergi kvæði jafn mikiö aö því og á Seyðis- firði. I Kálfabotna í Bjólfinum hafði lagt hjam fyrr um veturinn og þar eð gífurlegt magn af nýsnævi safnaðist þar ofan á voru komin skilyrði fyrir snjóflóð. Þegar nýsnjórinn losnaöi svo 'frá hjarninu fór líka af stað hrikalegt flóð. Hlaupið breikkaði mjög niður eftir fjallinu og þar sem það mældist breiðast reyndist það spanna um sex hundruð metra. Snjómagn hlaupsins var svo gífurlegt að jafnt fór yfir hryggi sem gil og sópaði og braut allt sem fyrir varð og af ógnarþunga steyptist það niður í gegnum kaupstað- inn og stöðvaöist ekki fyrr en tugi metra úti í firðinum. Aðkoman að húsarústunum var ægileg. Ein heimildin segir: „Ur öllum áttum heyröust óp og vein þeirra er fyrir snjóflóðinu höfðu oröið. Menn komu naktir hvaðanæva að, vaðandi gegnum snjó og ís.” Einn af þeim er komu fyrstir á vettvang segir: „Þvílíka sjón hef ég aldrei séö á minni ævi. Fjórtán íbúðarhúsum var aö miklu leyti sópað út í sjó þótt megin- hluti þeirra lægi annaðhvort í sjávar- máli eða á grundinni milli fjalls og fjöru.” Allir þeir sem komust af munu hafa fundist fljótlega en erfiðlega gekk að finna suma þá sem fórust þótt grafið væri í snjóhrönnina á hverjum degi þegar fært var vegna veöurs sem ekki var nærri ætíö. Til marks um snjó- magniö er tafði leitarmenn má geta þess að rúmur mánuöur leið frá því aö snjóflóðiö féll þar til lík hinna síöustu fundust. Hundrað tuttugu og einn farist í snjóflóðum á þessari öld Það sem af er tuttugustu öldinni hefur hundrað tuttugu og einn Islend- ingur farist í snjóflóðum. Munar þar mest um fimm stórflóð er samanlagt tóku með sér líf fimmtíu og sex manna. Þar er átt við Hnífsdalsflóðiö 1910, flóð- in í Siglufiröi og Engidal 1919, skriðan í Goðdölum 1948 og snjóflóðin í Nes- kaupstað 1974. Verða þessum miklu náttúruhamförum gerð skil hér á eftir. Snjóflóðið í Hnífsdal 1910 er hið mannskæðasta sem hlaupiö hefur fram á þessari öld. Flóðið kom úr f jalli er rís norðvestur af kauptúninu og Búðarhyrna nefnist. Þetta var átjánda dag febrúarmánuðar á niunda tíman- um árdegis. Gífurlegur snjór var í skriðunni enda hafði kyngt niður ó- dæma snjó í vestfirsk fjöll í upphafi febrúar og urðu miklar hengjur í f jallabrúnum móti suðri og suðaustri. Þegar svo hluti hengjanna í Búðar- hyrnu brast, steyptust þær með gífur- legum hraða niður gilið í átt að kaup- túninu. Þegar kom niður úr gilinu, breiddist úr snjóskriöunni og náði hún, þá yfir rúmlega hundrað og fimmtíu faðma breitt svæði. Sópaði hún burt öllu er á vegi hennar varð, íbúðar- húsum, sjóbúðum, jafnaöi gaddfreöna veggi við jörðu og færði á sjó út. Eld- snöggt eins og byssuskot skall flóðið yfir svo aö ekkert svigrúm var til bjargar. Jafnskjótt og skruöningamir af flóöinu heyröust í innri hluta þorps- ins og til varð litið voru húsin sem flóðið tók komin í kaf og efri hluti þeirra langt fram á s jó. Milli þrjátíu og fjömtíu manns lentu í þessu flóði. Af þeim fómst nítján þegar, einn lést síöar af meiðslum en tólf meiddust meira eða minna. Nokkrir sluppu ómeiddir, vom grafnir úr flóðinu eða var bjargað úr krapinu frammi í s jó. .. líkin héngu föst á nöglum ..." Öðar og fregnin um þennan voveif- lega atburð barst til Isafjaröar þusti fólk þaöan til hjálpar og til þess að grennslast um vini og venslafólk. Aðkomunni í Hnífsdal þennan febrúar- morgun er lýst þannig: „Það var ægi- legt að koma á vettvang. Það mátti búast við nýju snjóflóöi á hverri stundu. Hengjurnar í brúnunum sáust ekki, allt var hulið þoku og hríðar- mekki hið efra. En snjóflóösferillinn sást glögglega. Hann var dauðafölur, en líktist aö ööm leyti nýstorknuðu hrauni. Snjótungur flóðsins teygðu sig fram í sjóinn, brimið sauð á þeim og braut þær smátt og smátt og fleygði í land líkum, húsgögnum, klæðnaöi og viöarbrotum úr húsunum. Fjaran var alþakin reka. Hér og og þar sáust húsa- rústir og spýtnaendar upp úr snjónum.” Þegar samdægurs og snjóflóöið féll vom rústirnar mokaðar upp og bjargað því sem unnt var að bjarga.Fram á kvöld var líkin að reka á land. Þau fundust öll nema tvö. Líklega hafa þau aldrei fundist. „Ömurlegt var að starfa að þessu,” segir ein heimildin okkur. „Einkum aö losa líkin sem rak á land úr brakinu í fjömnni en þar héngu þau föst á nöglum í trjábrakinu eða flækt í veiðarfæmm,” Þegar þetta gerðist var íbúatala Hnífsdals um þrjú hundruð og er auð- velt að giska á hve mikil blóötaka þetta var ekki stærra þorpi. Var eðli- legt að gerður yröi samanburöur á þessu mikla slysi og snjóflóöinu á Seyöisfirði 1885. En þegar það er gert kemur í ljós einkennileg tilviljun. Þaö líða nákvæmlega tuttugu og fimm ár á milli þessara slysa, bæði gerast þau átjánda febrúar og svo að segja á sama klukkuslaginu. Og þetta er þó ekki allt sem er sameiginlegt með þeim. „Sjaldan er ein báran stijk.” Svo var ekki 1885 því aö í kjölfar hins hörmulega slyss í Seyðisfirði kom snjóflóð í Naustahvammi í Norðfirði þar sem gömul kona og tvö ungböm létust. Slysiö í Hnífsdal fór ekki heldur einsamalt. Hálfum mánuði síðar, eða fyrsta mars, féll snjóflóö í Skálavík ytri, sunnan Isafjaröardjúps, og varð f jórum mönnum að bana. Snjóflóðin miklu í Hvanneyrarhreppi Veturinn 1919 er mesti snjóflóða- vetur sem af er þessari öld. Þá falla í mars og apríl háskaleg snjóflóð um landið og valda sum þeirra stórfelldu manntjóni. Einna mest var það í skriðunum við Siglufjörö og Engidal (sem er skammt vestan viö mynni Siglufjarðar). Snjóflóðiö við Sigluf jörð féll klukkan fjögur aðfaranótt tólfta apríl en dagana áður voru látlausar austan- stórhríðar á Siglufiröi og hafði kyngt niður feikna snjó. Snjóhengjan er olli flóðinu brast úr svonefndri Skollaskál í Staðarhólsfjalli sem stendur gegnt kaupstaðnum í firðinum. Það hent- ist á ógnarhraða fram í sjó og olli slíku flóði að nokkur íbúðarhús, bryggjur og verksmiðjur er staðið höfðu á eyrinni handan Staðarhóls- fjalls sópuðust gjörsamlega burt. Kraftur flóðsins var svo mikill að gildir járnbjálkar í verksmiðju kubbuöust í sundur eins og þeir væru hrífusköft, og múrveggjum og steyptum undirstöðum véla velti flóðið sem spilaborgum. Auk þess ruddi það um koll geysiþungum vélabáknum. Fór þetta ýmist fram af bakkanum í sjóinn eða niður í geysistóra síldarþró. tbúðarhúsin á eyrinni voru sem þurrk- uð út. Þarna fórust þrjár fjölskyldur, alls níu manns, en sex manneskjum var bjargað við illan leik undan húsa- rústunum, ekkert af því stórslasaö, en allt aðframkomið af loftleysi og meira og minna marið. Oöar og upp rofaði, var hafin leit aö líkum þeirra er farist höfðu og leituðu margir menn um hverja fjöru dag og nótt í nær hálfan mánuö. A pálma- sunnudag, þrettánda apríl, fannst fyrsta líkið á timburhólma innan við kaupstaðinn. Lá hinn látni í rúmi sínu eins og hann svæfi, með hendur á br jósti og sáust á honum engir áverkar utan gat lítið á enninu. Taldi læknir að hann hefði andast snögglega í svefni. Á næstu dögum fundust svo lík sex manna í viöbót, en lík tveggja fundsut aldrei. Tjónið af snjóflóði þessu var afar mikiö. Auk verksmiðju og fjögurra íbúðarhúsa eyðilögðust tvö stór geymsluhús, síldarpallar, bryggjur, mikiö af tunnum,mörg hundruð föt af lýsi, og höfðu þau brotnað í hundraða- tali í síldarþró verksmiðjunnar innan um vélabrakið. Síldarþrærnar voru tvær úr jámbentri steinsteypu. Fram- veggur syðri þróarinnar sópaöist í sjó- inn, en sú nyðri sprakk. Fjórtán manns í eina gröf Á meðan á stóð leit Siglfirðinga að líkum þeirra er farist höföu í flóðinu á eyrinni fréttist af öðru jafn stórfelldu snjóflóöi skammt utan fjarðarins. Það var í Engidal sem er bær í sama hreppi og Siglufjarðarkaupstaður, Hvanneyr- arhreppi. Snjóflóðið þar hafði fallið af engu minni krafti og það er rann í sjó fram í Siglufirði. Það hafði runnið úr fjallinu noröan Engidals, farið þvert yfir dalinn og upp í hlíöina sunnan hans, breytt þar stefnu og geyst fram úr dalsmynninu sunnanverðu, fram yfir lága hóla eða háls sem var upp undan bænum og svo niöur yfir bæinn, túnið og móana neðan við það, uns þaö rann niöur undir sjávarbakka. Aðkoman þarna var ömurleg. Snjóflóðið hafði svipt þakinu af bað- stofunni og varpað því niöur yfir frambæinn, en bylt austurvegg bað- stofunnar ofan á fólkið sofandi í rúmunum. Annars var allur bærinn brotinn. Eftir mikið erfiði tókst að grafa niður á líkin. Augljóst var, að flóðið hafði fallið að næturlagi, þegar allir voru í fasta svefni og þótti líklegt að þetta hefði orðið sömu nóttina og snjóflóðið féll úr Staðarhólsfjalli. Skriðan um Engidal hafði tekið með sérlíf sjömanna. Tvö önnur mannskæð snjóflóð féllu í nálægð Siglufjarðar um þetta leyti. Þaö var í Héðinsfirði, en þar fórust mágar í tveimur hlaupum, sem féllu með liðlega sólarhrings millibili. Það voru því alls átján manns úr Hvanneyrarhreppi, sem fórust í þessum snjóflóðum yfir páskahátíðina 1919. Voru fjórtán þeirra jarösettir í einni gröf á Siglufirði þann tuttugasta og fimmta apríl. „Guð almáttugur, snjóflóð! Snjóflóöiö á Goðdal féll þann tólfta desember 1948. Bærinn stendur innarlega í samnefndum dal í Bjarnar- firöi á Ströndum. Snemma í desember haföi kyngt niður allmiklum snjó á þessum slóðum, en austan hvassviðri barði fönnina saman svo að kominn var sæmileg færð. En á sunnudeginum tólfta desember gerði talsveröa fannkomu ofan á samanbarinn snjóinn. Sjö manns voru á bænum Goðdal þennan dag. Bóndi og húsfreyja ásamt tveimur bömum þeirra, tveggja og átta ára, föðursystir bónda, barn hennar og bamabarn, unglingspiltur. Klukkan sex síðdegis var allt heimilisfólkið statt í eldhúsinu og hafði nýlokiö að drekka kaffi. Var það staðiö upp frá borðum, nema bóndi er sat við annan borðendann, þann er fjær var veggnum er að f jallinu vissi. Allt í einu heyrðist ógurlegur hávaði frá fjallinu, ekki ólíkur því þegar brimalda skellur á hömrum, en þó hærri og ægilegri. I sömu andrá skall snjóskriðan á hurðina fram í skúrinn og mölbraut hana. Bóndinn gat aðeins risið upp og hrópað: „Guö almáttugur, snjóflóð!” Hann þóttist skynja þaö að veggurinn á móti honum skalf og steyptist um. Húsið í Goðdal var að mestu leyti úr steini, en eigi að síður reif snjóskriöan það af grunni og bar það með sér langt r-------------------------------n — Sigmundur Ernir Rúnarsson I I tók saman I---------------------------------

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.