Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 8. JANUAR1983. NASTASSIA KIXSKI Andlit ntunda ártit ugarins Nastassia Kinski. Augum hennar hefur verið lýst eins og „í villtu sem þýtur um í búri sinu leitandi að öruggu hæli.” Nastassia með Frederic Forrest i One From the Heart. sem Francis Coppola ieikstýröi. Hin þokkafulla og spennandi nýja stjama kvikmyndanna: Nastassia Kinski. Hún er sögö bræða filmuna í nýrri hryllingsmýnd, leikstýrðri af Paul Schrader, The Cat People. Schrader segir um þessa mynd aö hún sé fyrsta myndin sem hann geri um drauma. Hún fjallar um þaö sem gerist þegar ljósin slokkna — um heim undirvitundarinnar, furðu- veröld kynferðislegra drauma, þar sem hinar „heilögu ófreskjur”, sem Cocteau nefndi svo, ráöa ríkjum. Nastassia leikur hina ungu Irenu sem kemur til New Orleans til að hitta Paul bróður sinn. Þau hafa ekki hist síðan í barnæsku. Eftir að hafa orðið fyrir hálfgildmgs áfalli viö það að bróðir hennar leitar á hana kemst hún að raun um aö þau tilheyra sér- stökum þjóðflokki sem breytast í svarta hlébarða í hvert sinn sem þau eiga samfarir við einhvern sem ekki heyrir þjóðflokknum til. . . Myndin hefur þegar sætt mikilli gagnrýni vegna hinna opinskáu erótísku atriða. Sjálf hefur Nastassia átt þátt í gagnrýninni. Henni finnst sum atriðin ganga of langt og finnst nektarsenur þær sem hún átti sjálf þátt í of djarfar, sumar hverjar. Klæmar sjást. En hún vissi hvaö hún var aö gera þegar hún hóf vinnu viö myndina daginn eftir að hún hafði lokiö við að leika í myndmni One From the Heart, sem Francis Coppola leik- stýrði, þar sem hún lék stúlku sem vann í fjöUeikahúsi. Það var fyrsta myndin sem hún lék í eftir að hún lauk Tess. Passaði í hlutverkið Schrader átti í erfiðleikum meö aö sannfæra þá aðila sem f jármögnuöu myndina um að Nastassia væri sú rétta í hlutverkið. Hún uppfyllti öll fimm skilyrðin sem hann setti. 1 fyrsta lagi þurfti hann stúlku sem haföi á sér alþjóðlegan blæ en dragn- aöist ekki með nein þjóðleg sérkenni í farangrinum. I öðru lagi þurfti hún að hafa mikinn kynþokka til að bera. 1 þriðja lagi sakleysislegt yfirbragö. I f jórða lagi leikhæfileika og í síöasta lagi þurfti hún að vera tilbúin til að leika nakin í þeim atriðum þar sem þess þurfti með. Nastassia, sem er fædd í Vestur- Berlín, var stúlkan sem passaði í hlutverkið. Schrader áleit að hún hæfði hlutverkinu fulikomlega. En samstarfsmenn hans voru ekki sann- færðir. ,,Samstarfsmenn mínir höfðu ekki allt of mikiö álit á henni til að byrja með,” viðurkenndi Schrader. „Það var erfitt að bera nafnið hennar fram. Það lá ekki fyrir nein trygging fyrir því að hún hefði þá hæfileika til að bera sem með þyrfti né heldur hvort hægt væri að reiða sig á hana. Svo að lokum tók ég af skarið og hafði mitt f ram með frek junni. ” „Opinská'atriði Þegar verið var að taka nektar- atriöin varð Schrader var viö áhyggjur og hræðslu Nastössiu og gerði allt sem í hans valdi stóð til að auövelda henni leikinn. Hann sá tii þess að engir væru viðstaddir tökur aðrir en þeir sem Nastössiu líkaði vel við. Hann skýrði ávallt nákvæmlega út fyrir henni hvar myndavélarnar væru staðsettar og hvaö þær myndu mynda. „Hún stóö sig eins og hetja,” segir Schrader,” og lék afburðavel, en þegar ég fór aö vitja um hana í búningsherbergi hennar á eftir sat hún þar fullklædd — og grátandi. Hún grét ekki vegna þess að hún sæi eftir því sem hún hafði gert heldur vegna hins að loksins var hinu mikla taugaálagi létt af. Ekkinn var óstöövandi. Ég gerði mér grein fyrir þessu mikla álagi, þó svo að enginn af þeim sem starfaði við tökuna hefði tekiðeftir neinu.” En hvað um það, atriöin eru afar erótísk og Nastassia er í miklum vafa hvort hún hafi gert rétt meö því aötakaþáttíþeim. Schrader sem er einn af mest lifandi kvikmyndaleikstjórum sem nú ganga um sali í Hollywood — hann gerði handritið að Taxi-Driver; var með í að gera handrit að Raging Bull; leikstýrði Hardcore og American Gigolo — sagði eitt sinn að hann heföi enga löngun til þess aö gera kynlífsmyndir. „Slíkt er of persónulegt, á einhvern hátt,” sagöi Schrader,” ,,ég myndi fara hjá mér. Eg hef áhuga á tengslum kynlífs og bælingar og hvernig þaö fær útrás á annan hátt. Cat People fjallar um kynferðislegar goðsögur, tákn og hegöunarmynstur.” Tilfinningahiti Nýlega lauk Nastassia við að leika í myndinni Exposed, sem John Tobak leikstýrði. Þar leikur hún á móti Rudolf Nurev, sem leikur dularfullan fiðluleikara sem hittir fyrsta flokks sýningarstúlku (Nastassia) á götu. Hann tælir hana með sér heim til sín, þar sem hann hefur í hyggju aö nota hana sem tál- beitu til að lokka mann nokkurn í gildru. Sá maöur starfar við hryðju- verk víða um lönd, en er með þessa bráðfaliegu sýningarstúlku gersam- lega á heilanum. Nastassia var ekki allt of ánægð með þá búta sem hún hafði náð að sjá mitt í öllu „havaríinu,” en myndin var tekin í New York og París. Og hún mótmælti því að þurfa að fara með sumt af textanum í handritinu. Sagt er að hún hafi gengið út af sýningu á einni tökunni. Stundum var allt í himnalagi en stundum allt ómögulegt. Hún er einkennileg blanda af sjálfstrausti og óöryggi, sem er í sjálfu sér ekki óeðlilegt miðað við aö hún er í rauninni kom- ung stúlka og alls ómótuö. Móöir hennar, Ruth, mótmælti kröftuglega þeim aöferðum sem hún taldi leikstjóra myndarmnar Stay as you are hafa beitt til þess að fá dóttur hennar til aö fækka fötum. I þeirri mynd lék hún á móti Marcello Mastroianni og var þá aöeins sextán ára gömul. Ljósmyndir úr myndinni voru síðan birtar í tímaritinu Playboy. Vandamál af þessu tagi verða æ algengari með hverju árinu sem líöur, þar sem eftirspurn eftir ungum stúlkum til að leika í kynferðislega opinskáum myndum hefur aukist gífurlega upp á síðkastið. Leikarafeðgin Ruth er nánast vinur Nastössiu. Þær ferðast saman um allar trissur. Faðir hennar, Klaus Kinski, sem einnig er kvikmyndastjama, er ekki algengt umræðuefni í samtölum við Nastössiu. Foreldrar hennar skildu þegar hún var aðeins þriggja ára gömul. Klaus er núna giftur víet- namskri konu að nafni Min-Hoi og býr í Bel-Air í Kalifomíu ásamt konu sinniogsyni, Nan-Hoi. Klaus talar hins vegar mikið um dóttur sína. Hann fer ekkert í laun- kofa meö það hversu stoltur hann er af henni. „Mér finnst stórkostlegt hvað hún hefur náö góðum árangri. Eg hvatti hana aldrei til aö verða leikkona; alls ekki. Þetta var algjör- lega hennar eigin ákvörðun.” Polanski og IMastassia Ef til vill var það ekki algjörlega hennar eigin ákvörðun. Roman Polanski á hér hugsanlega nokkurn hlut aö máh. Þau hittust fyrst í Klaus Kinski, faöir Nastassiu. er lika kvikmyndastjarna. „Mór finnst stórkostlegt hversu góóum érangri Nastassia hefur náð," hefur hann sagt. Miinchen. Hann var þrjátíu og fimm ára en hún fimmtán. Andlit hennar heillaöi hann. Fögur græn augu, fagurlega löguð kinnbein. Stórkost- legt andlit til aö ljósmynda. En þaö var einmitt það sem Polanski gerði. Hann tók myndir af henni fyrir jólablað Vogue árið 1976 og sagði frá því að hann hefði reynt að láta svarta hárkollu á hana til að hún yrði dálítið skrýtin eða furðuleg frekar en falleg, en hann hefði komist að raun um að þaö væri ekki hægt: „Andlit hennar er þannig að það er alltaf spennandi, hvemig svo sem það er myndaö. Eg var á þessum tíma viss um að hún væri hin fuUkomna stjömu- týpa. tJtlit hennar er þess eölis aö 4 það er eins og sérstaklega hannað fyrir kvUonyndir.” Þegar hún hitti Polanski hafði hún þegar Ieikið í tveimur kvUunyndum: Falso Movements (eftir Wim Wenders) og breskri mynd To the DevU a Daughter. En þaö var Polanski sem veitti henni það tækifæri sem hún þarfnað- ist þegar hann valdi hana í aðalhlut- verkið í Tess sem varö sigur fyrir þau bæöi. Fyrir leik sinn í myndinni fékk hún Golden-Globe verðlaunin sem besta nýja kvenleikkona ársins. „Ég viðurkenni fúslega að ég varö ástfangin af Roman,” segir Nastassia. „Þegar ég heyrði hans fyrst getið sagði fólk: Varið ykkur á honum, hann er svona og hann er hinsegin, en þegar ég loksins kynnt- ist honum var hann svo elskulegur. ’ ’ Andlit níunda áratugarins Samband þeirra hefur kólnaö eitthvað síðan, en Nastassia segir: „Mér þykir enn innilega vænt um hann sem vin. En mér er alveg sama hvort fólk trúir því eða ekki. ” Það lítur út fýrir að HoUywood hafi tekið að sér framtíð Nastössiu Kinski. En þó svo aö Cat People eigi stóran þátt í því er ekki víst að nafngiftin „kynþokkafuUi kettling- urinn” eigi eftir að festast við hana. Nastassia hefur metnað sem leikkona: „Ég vU að fólk sjái mig aUtaf á ólíkan hátt í ólíkum hlut- verkum. Þaö er eina leiðin til að maður geti þróast sem leikari.” Eitt er víst og þaö er aö kvikmyndagerðinni hefur bæst spennandi persónuleiki. Kona svo fögur að hún gengur aftur í huga þér og meö persónuleika sem móðir hennar lýsir með þeim orðum að hún sé þrungin „fögru, myrku sakleysi.” Kinski, sem er æsispennandi blanda af Ingrid Bergmann, Birgitte Bardot og Audrey Hepurn, mun verða andUt r.íunda áratugarins. Hún er þokkafyUsta kvikmyndaleik- kona nú á dögum með augu sem einhver sagði að væru „eins og í vUltu dýri sem þýtur um í búri sínu leitandi að öruggu hæli.” Tími Nastössiu Kinski er genginn í garð. Og ekki væri verra að mega búast við hinu ómögulega: Að sjá Klaus og Nastössiu Kinski saman á hvíta tjaldinu. / kvikmyndinni Tess, sem Roman Poianski leikstýrði, Nastassia sinn fyrsta leiksigur. Hér með Peter Firth.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.