Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 8. JANUAR1983. 11 deyða bömin, það er blátt áfram skelfilegt. Annaö mál er það að mér dettur ekki í hug að nokkur kona grípi til þessara úrræða að gamni sínu.” — Var það ekki að mörgu leyti óæskilegt hve skammvinn og takmörk- uö umræöan um þessi mál var hér á landi áður en fóstureyðingar voru leiddarílög? „Jú, það er alveg rétt. Ég tek það sem dæmi að ég hef starfaö mikið í ýmsum kvenfélögum og kvenréttinda- félögum en ég man ekki eftir að þaö væri sóst eftir að ræöa þessi mál opin- berlega á þeim vettvangi. Þó kann það aö hafa verið gert á allra síðustu árum. Fóstureyðing er alltaf viðkvæmt mál en maður skyldi halda aö hér á landi væri nóg fyrir alla ef fólk kynni sér hóf í kröfum og þá finnst mér þessháttar barnadauði hörmungar úrræði. ” „ Unni ég einum " — Nú hefur þú ferðast mjög víða, Sigurveig, og alveg sérstaklega um höfuöstöðvar kristninnar í Róm eins og íslenskar konur gerðu einnig fyrir nærri þúsund árum. Heldurðu ekki aö þessar suöurferðir í kaþólskum sið hafi örvað mjög þróun þjóðfélagsins á þeim tíma? „Það er ekki nokkur vafi á því, sér- staklega vegna þess að það voru alls ekki nafntogaöir yfirstéttarmenn ein- göngu sem gengu til Róms heldur einnig fólk úr alþýðustétt. Við vitum aö þangað fóru þeir Flosi, Kári, Sturl- ungar og miklu fleiri þekktir menn, en auk þeirra fóru hundruð og þúsundir karla og kvenna sem nú er hvergi getið nema þá í gestabókum klaustranna þar sem þau höfu næturstaö, til dæmis í klaustrinu í Reichenau. Þar eru varð- veitt nöfn um 30 íslenskra pílagríma frá 11. öld. Þetta fólk var mánuðum saman á leiðinni suður og það hefur því haft tíma til að líta í kringum sig og það gefur auga leið að ferðin hefur opnað þeim algeriega nýjan heim. Það má að vissu leyti líkja þessum suður- ferðum við fjölmiölun nútimans. Friðrik Paaske hefur lesið það út úr helgikvæðunum íslensku að hug- myndir í helgum dómum og þvílíku, sem upp komu á meginlandinu, þær eru svotil samstundis komnar hingaö. Klaustrin voru hótel þeirra tíma og þar hafa íslensku pílagrímarnir séð hand- rit og hverskyns fagra muni og það má nærri geta hvílík uppörvun þetta varö menningu okkar allri og bókmennt- unum sérstaklega. En það er eins og Meulenberg biskup sagði við mig: „Siöaskiptin hlóöu kínverskan múr í kringum Islendinga. Eftir það komust þeir ekki lengra en til Kaupmanna- hafnar.” íslendingar hafa alltaf sótt til suður- landa. Pílagrímsferðir feðra okkar og mæðra eru á vissan hátt áþekkar sókn okkar suður á bóginn núna, nema hvaö þá var markmiðið andlegs eölis. ” — Þá hefur trúin væntanlega veriö sterkari? „Já, það er enginn vafi á því aö okkur nútímafólk vantar trú. Trúin er svo sterkur þáttur í sálarlifi hverrar manneskju. Ef hún er vanrækt kemur jafnvægisleysi á allt sálarlífið. Það er mjög hættulegt að útiloka stóra þætti úr eðlilegu sálarlifi og trúin er rótgróin í eðli mannsins, vitundin um það að einhver tilgangur er að baki, æðri en viðsjálf.” — Við höfum talað um kirkjuna og stöðu kvenna, þú segir að þaö vanti trú í mannlífið en má þá kannski jafn- framt segja aö það vanti ást á milli kynjanna? „Ég er náttúrlega orðin gömul kona og það er erfitt fyrir mig aö bera saman og segja að eitthvaö sé rangt í fari unga fólksins, allra síst varðandi atriði sem ég þekkti ekkert til þegar ég var sjálf ung. En ég man að Sigurður Nordal segir: „Hin mikla ást — hún er Myndin sýnir líkneski, gert eftir styttunni fornu af heil- agri Barböru. Líkneskið hlaut Sigurveig að gjöf frá Bandalagi kvenna í Hafnarfirði. Mynd BH. að deyja. Við sjáum það af sögum, kvæðum og ýmsum heimildum til foma að þá voru dæmi til um hina stóm ást. Menn unnu einni konu og engri annarri, og þær elskuðu einn mann.” „Unni ég einum, né ýmiss- um,” kvaðBrynhildur. Hún unni aldrei nema Sigurði Fáfnisbana. Þannig var valkyrjuhugsjónin. En þetta er horfið. Nú þykir ekkert merkilegt þótt fólk eigi margar kærustur og kærasta. Rómantíkin er farin. „Ég þakka af hjarta að þú ert min, og Guð minn góður, hann gæti þin.” Þannig orti Stefán frá Hvítadal. Ástin og trúin, þaö fór allt saman hjá honum. Hann var kaþólskur og hann var yndislegt skáld. ’ ’ Sími (96) 2-28-31 • Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.