Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ — VISIR og 9. LAUGARDAGUR 15. JANUAR 1983. 99 Hér fæst bara ein hlið mála 99 — Á fer d með fréttaritara D V, Þéri Gu ðmuiidssyiif, um Austur-Þýskaland og Pólland Allt frá því Winston gamli Churchill hélt hina frægu ræðu sína stuttu eftir heimsstyrjöldina síðari um jámtjaldið sem hefði verið dregið niður þvera Mið-Evr- ópu, hefur heimurinn austan meg- in verið okkur vestan megin sem fjarlæg skuggaveröld þar sem mannréttindi era fótum troðin og kjöt fæst ekki i búðum. Ég hafði fengið dálítinn forsmekk af lífinu í þessum svokölluðu austantjalds- ríkjum á tveggja vikna ferð um Sovétríkin tveimur mánuðum áð- ur, en það hafði verið í skipu- lagðri ferö á fyrsta flokks hótel- um. I þetta sinn voru það þrír dag- ar í gegnum Austur-Þýskaland og Pólland til að fylgjast með fyrir- huguðum ræðuhöldum Lech Walesa í Gdansk, viö minnisvarða um verkamennina sem voru skotnir hundruðum saman í upp- þotunum 1970. Aðkoman til Wamemiinde í Austur-Þýskalandi var eins og ég hafði gert mér í hugarlund. Þrír landamæraverðir hver á eftir öðr— um, athuguðu vegabréfið, vega- bréfsáritunina, lestarmiöann og farangurinn. Fyrir utan lestina voru verðir; einn með hund í bandi. Ferðjn gegnum borgina minnti mig á ferð í gegnum Moskvu. Allt var gífurlega stórt í sniðum. Verk- smiðjuhverfi var umkringt óend- anlegum röðum af háhýsum. Blokkirnar voru hins vegar ekkert ægilega stórar, og þær voru skrautlega og snoturlega málað- ar, en þeim hafði verið hrúgað saman í eitt gríðarstórt Breiðholt. Ekki búa þó allir í slíkum nýtísku háhýsum; stuttu síðar rann lestin framhjá rauðum múrsteinshúsum sem litu út fyrir að vera aldagöm- ul. Frelsisskortur og vöruskort- ur og... 1 lestinni hitti ég ungan Austur-Þjóð- verja sem var að koma úr hálfgerðri viðskiptaferð og var á leiöinni til Berlínar eins og ég. Hann hafði mikinn áhuga á Newsweek tímaritinu sem hann undraðist að landamæraverðirn- ir hefðu hleypt í gegn. Við byrjuöiSS á að tala um það sem mest er talaö um í Þýskalandi, hvorum megin sem maður er, kjarnorkueldflaugar. 1 timaritinu voru töflur yfir hve mikið hver ætti af slíkum tólum. Við uröum fljótt sam- mála um aö betra væri að peningarnir færu frekar í að koma kjöti í búðirnar en að byggja fleiri slík vopn. Ungi Þjóðverjinn, sem ég vil ekki nafngreina, byrjaði fljótt að tala opin- skátt um vandamál lífs í Austur- Þýskalandi þó tveir ókunnugir sætu viö hliðina á okkur. Hann lagði meiri áherslu á frelsisskortinn en vöruskort- inn. „ Við búum kannski verr en sumir, en líka betur en aðrir,” sagði hann. „Við lifum. En hér er ekkert frelsi. I vestr- inu geta menn fengið að lesa það sem þeir vilja. Fá allar hliöar málanna. Hér fær maður bara eina hlið. Og hana má ekki gagnrýna.” Gagnrýni innan strangs ramma Síöan sagði hann mér frá dóttur vin- ar síns sem var beðin að syngja sitt uppáhaldslag í einum skólatímanum. Lagið sem hún söng var lag sem hún hafði heyrt endurtekið aftur og aftur. Ekki „Internationalinn” eða þýskt þjóðernislag, heldur auglýsingalag úr vestur-þýska sjónvarpinu. Litlu síöar fékk pabbi hennar heimsókn af tveim- ur mönnum sem ávítuðu hann fyrir aö leyfa dóttur sinni að horfa á vestur- þýska sjónvarpið. Það væri ekki leyfi- legt. „En þeir gera það sama,” sagði við- mælandi minn um mennina tvo. „Verst,” sagðihann, „erþegarmað- ur getur ekki talaö óhultur á eigin heimili því bömin kynnu að endurtaka það.” „Biblíur eru svo til ófáanlegar í Austur-Þýskalandi,” sagði hann. Þeg- ar hann var í barnaskóla hló kennarinn að börnum sem sóttu kirkju með for- eldrumsínum. „Þeir sem komast áfram eru þeir sem segja já, já, já. Þeir sem gagn- rýna eru stoppaðir. Einhver gagnrýni erþáleyfð, en innanstrangs ramma.” Þá fór það bara aftast í bið- röðina Honum fannst illviöunandi að búa við hina nær algeru takmörkun á ferðafrelsi sem ríkir í sósíalistaríkjun- um. Hann sagðíst vera þýskur og í Þýskalandi vildi hann búa en hann vildi gjama geta heimsótt umheiminn, sérstaklega Bandaríkin. Þegar til Berlínar kom vildi vinur minn endilega sýna mér eina stærstu verslunarmiðstöðina í Austur-Þýska- landi, Centrum, rétt við aðal-jám- brautarstöðina. Fyrir utan verslunar- húsiö var einkafjármagn Austur- Þýskalands að krækja sér í auðfenginn gróða: litlar stúlkur að selja glervörur og ýmislegt dót. I verslunarmiðstöðinni virtist vera úrval af flestu sem hugurinn girntist. Þarna vom ao iliinnsíá hlutir sem flesta Pólverja hefði aðeins getað dreymt um. En eins og svo oft kom í ljós að ekki var allt sem sýndist. Marg- ar vörur vom ófáanlegar, aðrar voru stjamfræðilega dýrar. Við einstaka af- greiðsluborð vom langar biðraðir. Fólk kom að til að sjá hvað verið væri að selja en ef það komst ekki að til að sjá það fór það bara aftast í biðröðina í fullri vissu um að eitthvað illfáanlegt væri á boðstólum. Átta ára bið eftir bíl Þegar við gengum um sjónvarps- og hljómtækjadeildina ljómuöu augu vin- ar míns. Hans stærsti draumur í bili -'V #- ' 4 ' var að eignast litsjónvarp. Hann átti lítið svart/hvítt sjónvarp sem hann hafði eignast .1hann 8e8ndi sinni þriggja ára herskyldu. Bíll var alger- lega úr sögunni, enda átta ára bið eftir slíkri lúxusvöm. Eftir að hafa kvatt vin minn fór ég í dálitla skoðunarferð um götur Austur- Berlinar. Þama rétt við Ostbahnhof lestarstöðina er íbúðarhúsnæði í hálf- illa upplýstu hverfi. Centrum-stór- verslunin er rétt hjá, og ég fann eina matvöruverslun. Sú var, eins og Centr- um, opin til klukkan sjö um kvöldið. Verslunin minnti helst á Vörumarkað- inn eins og hann var fyrsta árið. Vörur lágu í óskipulegum hrúgum á hillun- um. Gnægð var af einstaka vömteg- undum en úrval var lítið. Margt var óverömerkt. Margar hillurnar voru tómar en enginn sérstakur skortur vírtÍ^ hria húðina. Kjöt var til, þó sumar frystikisturnar væi ii ÍTlí‘!:nm‘ ar og kjötið væri af lélegum gæðum — feitt og illa unnið. Þó lítið væri af góðu kjöti var þama geysilegt magn af eggj- umogalifuglum. Loftnetum beint til Vestur- Berlínar Inni fyrir var fremur óþrifalegt. Ein- hverra hluta vegna notuðu allir kerrur þó þeir keyptu ekki nema eina mjólkurhyrnu eða smjörstykki. Kannski það hafi verið til vonar og vara ef óvænt sértilboð býöist. Brauðin minntu mig á þau sem voru á boðstól- um í Georgíu í Sovétríkjunum: haröir hlemmar. Þó voru þama örfá niður- skorin franskbrauð. Mig vaii^í' ra£hiööur í segulbands- tækið mitt og litaðist um etui I1111 litlu AA-rafhlöðum. Ekkert slikt var fáanlegt. Einu rafhlöðumar sem voru til voru tvær gerðir af stórum rúss- neskum rafhlöðum. Eftir þessar stuttu skoöunarferðir komst ég á þá skoðun að í Austur- Berlín væri vöraúrvalið talsvert miklu betra en í Kákasuslýðveldunum í Sovétrikjunum, aðeins betra en í Moskvu, en að talsvert vanti á til að það sé á vestrænan mælikvarða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.