Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Side 2
2 DV. LAUGARDAGUR15. JANUAR1983. Hinir illræmdu ZOMO-mann búa sig undirgötubardaga. Myndin ertekin afpólskum Ijós myndara. Henni var smyglað út úr landinu og birtist síðan i bók sem gefin var út af fylgismönnum Einingar, frjálsu verkalýðssamtakanna, iStokkhólmi. ... en það var verra með leigubílstjórann Þegar viö komum að heimili Walesa tók ég eftir brynvörðum bílum, einum með háþrýstidælu á þakinu, og her- jeppum á stóru bílastæði í grenndinni. Aðkeyrslan að heimili Walesa var vöktuð af ZOMO-mönnum. Eg fékk því leigubilstjórann til að stöðva í dálítilli fjarlægð og svo gekk harni með mér til að finna númer 17. Heimili Walesa reyndist vera í íbúðablokk en á hvaða hæð veit ég ekki því ég komst aldrei svo langt. Niðri í anddyrinu stóðu tveir ZOMO-menn og einn óeinkennisklædd- ur sem spurðu okkur erinda. Þeir töl- uöu ekki ensku en leigubílstjórinn gat túlkaö á bjagaðri ensku. Það tók herlögreglumennina um 15 mínútur að skrifa eitthvað upp úr vegabréfum okkar beggja, og síðan vorum við teknir út í herjeppa um 50 metra í burtu. Sem útlendingur var ég í lítilli hættu en það var verra með leigubílstjórann. Fyrir þaö eitt aö keyra farþega að heimili Lech Walesa átti hann á hættu handtöku eöa, það sem verra var, að missa leigubílstjóra- skirteini sitt. Hann var tekinn afsíöis stundarkom en var síöan látinn aftur inn í herjeppann. Þegar ég spurði hann hvaö hefði gerst sagöi hann óstyrkri röddu, „trouble” — vandræði. Ekki leið á löngu þar til arabi frá Kuwait var leiddur upp í jeppann til okkar. Vegabréf aumingja mannsins hafði runniö út daginn áður. Ég komst að því seinna að hann átti heima í næstu íbúð við Walesa. Fleygt inn í rammbyggðan fangabíl Eftir um hálftíma dvöl í jeppanum var honum ekið út á bílastæðiö, þar sem brynvörðu bílamir vom, og okkur fleygt inn í rammbyggöan fangabíl. Þar voru fyrir sex blaðamenn, meðal annars einn frá Aftenposten í Osló. Þeir höföu verið handteknir við heimili Walesa fyrr um morguninn. Fangabílnum var skipt eftir endi- löngu í tvær þröngar kompur með málmnet sem dyr. I kompunni hinum megin geymdu þeir kvenblaðamenn- Á leiðinni til baka frá matvöraversl- uninni tók ég eftir því að út um marga glugga íbúðablokkanna teygðu sig sjónvarpsloftnet, öll í eina átt. Eg hafði verið að velta því fyrir mér hvar Vest- ur-Berlín væri, en nú vissi ég það. Loft- netin beindust auðvitað beint i átt að sjónvarpsturnum Vestur-Berlínar. Fólk virtist ekki klæðast verr en hvar annars staðar í Vestur-Evrópu. Eini munurinn var hve margir klædd- ust gráum hermannaklæðum. Búning- arnir hktust mjög rússneskum her- klæðum: síðar kápur og loöskinnshúf- Bankalán fást með mútum Vinur minn hafði sagt mér að vegna FUJIKA STEINOLIU- OFNAP áfARHAGSPETTVERÐ Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 þess að kona hans ynni í skóbúð gætu þau orðið sér úti um ýmislegt sem öðr- um væri ófáanlegt. Með sjaldséðum skóm, sem starfsmenn búöarinnar tækju frá handa sjálfum sér, væri hægt að borga fyrir aðra sjaldséða hluti sem starfsmenn annarra verslana eignuðu sér með svipuðum hætti. „Bankalán,” sagði hann, „er hægt að fá hagstæðari með því að múta bankamönnunum.” Hann sagðist hafa fengið 3000 marka lán á sex prósent vöxtum með því að múta bankastarfs- manninum. „Ef ég hefði haft meiri peninga hefði ég getað fengið það á þrjú prósent vöxtum,” sagöi hann. Þjónustustörf virtust unnin meö hangandi hendi í Berlín. Meöal þess sem skar í augun voru kaffistofur sem áttu ekkert kaffi á könnunni og upplýs- ingaþjónustur sem veittu engar upp- lýsingar. Lestin pökkuð eins og sardínudós Pólska vegabréfaeftirlitið gekk snurðulaust fyrir sig. I Frankfurt, við Oder, athugaði fyrst Þjóðverji passann minn, svo kom Pólverji að gera þaö sama, því næst annar Þjóöverji og að lokum kom annar Pólverjinn til að fá mig til að skrá gjaldeyrinn sem ég haföi með mér. Eg þurfti að skipta um lest í Poznan í Vestur-Póllandi. Það var komin nótt en samt var lestarstöðin full af fólki. Nú fyrst vora tungumálaöröugleikarnir orðnir veralegir. Enginn talaði ensku og þeir sem töluðu þýsku töluðu hana jafnilla og ég. níiurumsloftið var allt annað en í Þýskalandi. Hermenn í grænum ein- kennisbúningum vora úti um alla járnbrautarstöðina, en ekki sem verðir heldur sem hverjir aðrir farþegar. Hvað sem herlögunum leið var ekki eins og þeir væru neitt yfirvald þarna. Lestarferðin til Gdansk er einhver sú versta sem ég hef farið. Mér hafði ekki dottið í hug að láta taka frá handa mér sæti og því varð ég að dvelja í þröngum ganginum tímana sjö sem ferðin tók. Lestin var pökkuð eins og sardínudós, yfirfull af fólki á leið til Gdansk. Gangurinn var svo þröngur að þaö var nær ómögulegt að setjast niöur, hvað þá leggja sig. Samt reyndum við, sem þurftum að hírast þama, að tylla okkur þannig að við gætum fengiö ein- hverja hvíld fyrir fætuma. Sú hvíld var þó takmörkuð af óþægilegum bit- um sem lágu meðfram veggnum og fólki sem sífellt þurfti að klöngrast yfir okkur til að komast á klósettið. Við hliöina á mér var hermaður sem reyndi að bera sig betur og standa uppi í byr jun, en það leið ekki á löngu þang- að til hann var líka kominn í keng á gólfinu. Harðgerðir, gráklæddir kraftakallar Gdansk skartaði sínum fegursta stríðsbúningi. Járnbrautarstöðin er rétt við Lenin-skipasmíðastöðvarnar og var því umkringd hundraðum her- lögreglumanna-meðlimum militsíunn- ar, sem í daglegu máli er köliuð því járnkalda nafni „ZOMO”. ZOMO-mennimir vora úti um allt í miðborg Gdansk þennan fimmtudags- morgun. Á hverju götuhomistóðuþeir, þrír, fjórir eöa fimm saman. Sums staðar vora þeir í þyrpingu, allt að tutt- ugu saman: harðgerðir, gráklæddir kraftakarlar með hjálm á höfði, byssu og kylfu við lendar og sumir með tára- gasbyssurviðöxl. Einstæð bók sem gefin var út af stuðningssamtökum Samstööu í Stokk- hólmi, og er skrifuð af Pólverjum, lýsir þessari herlögreglu á eftirfarandi hátt: „Fyrir fólkið á götum Varsjár þýðir „ZOMO”; „.beir gela barið” og það er það sem þeir gera best. Þeir berja meö löngum hvítum bareflum og sparka með gaddaskóm. Þeir draga einstaka menn út úr þvögunni og berja þá í augsýn fólksins. Þeir ráðast inn í einkaheimili og á vinnustaöi. Þeir lemja þig niður áöur en þú nærð að sýna vegabréfið þitt. Ungir menn sem konur, húkandi yfir krossi gerðum úr blómum, hafa verið barin við athöfn- Brynvarinn hnefi sem tákn herlaganna ZOMO-hjálmar, skildir, hríð- skotabyssur. ZOMO-skriðdrekar, há- þrýstidælur, brynvarðir bílar, þyrlur, brynvarinn hnefi sem tákn herlag- anna, sláandi hjarta flokksins. Saman með hinum herfýlkjunum hefur fjöldi þeirra náð 170.000. Her, reiöubúinn að berjast gegn sinni eigin þjóö, drengir, þjálfaðir sem atvinnu- menn til að berja, sparka, lemja og höggva. Glæpamenn beint út úr fang- elsi, laðaðir að með háum launum. Mataðir eiturlyfjum fyrir bardaga til að kæfa allar hugsanlegar efasemdir og alltaf í f jögurra, sex eöa átta manna hópum til að gefa þeim öryggiskennd. Her sem hatar og er hataður. ’ ’ Þaö voru þessir menn sem voru þarna allt í kringum okkur sem vorum fótgangandi í miðborg Gdansk. Af og til athuguðu þeir vegabréf fólks og þeir gerðu sér far um að stöðva ungl- inga. Fyrirlitning fólks á þessum ZOMO-mönnum var alveg augljós. Hún skein út úr andliti hvers einasta manns þó flestir reyndu að láta sem ekkert væri. Að Bilatovstræti 17, heimili Walesa Sem ég var á leiöinni upp að hótel- inu, þar sem flestir blaðamennirnir bjuggu, sá ég allt í einu gamlan svart- klæddan mann ganga hægt og rólega skáhallt yfir götuhorn, beint .fyrir framan nokkra ZOMO-menn eins og til að ögra þeim. Einn þeirra öskraði á hann og hljóp að félögum Og íál- áöi eitthvað við þá. Sá gamli leit ekki einu sinni viö heldur hélt áfram hæg- um gangi sínum. ZOMO-mennirnir ákváðu greinilega að gera ekkert því þeir horfðu bara á eftir þeim gamla. En þegar hann var kominn yfir stans- aði hann sem snöggvast og leit í átt til herlögreglumannanna. Svo brosti hann út í annað og hélt áfram göngu sinni. Á hótelinu var mér sagt aö ZOMO- mennirnir hefðu komiö þúsundum saman til borgarinnar daginn áöur. Þar fékk ég einnig heimilisfang Lech Walesa og ég ákvað að keyra til heim- ilis hans, sem er í úthverfi Gdansk sem heitirZazpa, aö Bílatovstræti 17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.