Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Page 8
8
DV. LAUGARDAGUR15. JANUAR1983.
Satanser mlkid"
Gegn i 11 ii iii verk-
— svipast um í vígi Hjálpræðishersins
í Keykjavík
Þegar fólk er minnt á tilveru Hjálpræðishersins á ís-
landi koma oftast upp í huga þess einkennisklæddir
hljóðfæraleikarar, syngjandi niðri á torgum í hvort
heldur sem er, kafaldsbyl eða sólskini. Ellegar lýstur
niður í huga þess einmana hermanni er býður Herópið
falt á götuhorni. Þetta mun vera þessi her sem kennir
sig við hjálpræði, einhvers konar sértrúarsöfnuður.
Ef fólkið færi aftur á móti að hlusta á sögn Hersins á
torgum eða kaupa Herópið af einmana hermanninum
ætti því fljótlega að verða ljóst að starf Hjálpræðishers-
ins á íslandi er margt annað og meira en torgsöngur og
blaðasala. Herinn á Fróni — sem og í hinum áttatíu og
fimm þjóðlöndum sem hann starfar í víðs vegar um
heim — er hópur virkra trúmanna er berst af mikilli
hugsjón gegn hinu illa í veröldinni, hvers konar synd-
um, böli og ólifnaði. Verk hans spanna vítt svið kær-
leika og velvildar í garð þeirra sem minna mega sín í
þjóðfélaginu. Hugsjónirnar eru ekki hugarburður —
ekkert hjóm — heldur tala þær sínu máli í mikilvirku
líknar- og hjálparstarfi. Hjálpræðisherinn hefur ekki
látið sitt eftir liggja til að bæta þessa jörð og íbúa henn-
ar. Til þess notar hann aðferð hermannsins sem er
íklæddur réttlætisbrynju Jesú Krists, konungs orðs hans
og æðis, og hann berst af alefli gegn Satani og illum
verkum vondra ára. \
Hermenn Hjálpræðishersins á Islandi munu vera um
hundrað. Flestir þeirra starfa í Reykjavík eða um
helmingur. Við litum inn í vígi Hersins í höfuðborginni
og grófum upp þann fróðleik sem hér birtist á síðunni.
___ -SER
„Vald
Kapteinn Daniel Óskarsson, yfírmaður Hjálpræðishersins i Reykjavík,
stendur hór við anddyri aðalstöðva Hersins i Reykjavík sem eru igula hús-
inu númer tvö i Kirkjustræti — oftnefnt „Herkastaiinn" af almenningi.
DV-myndir Bjarnleifur Bjarnleifsson.
uni vondra ára
Kapteinn Daníel Óskarsson, yfirmadur Hjálprædishersins á íslandi
situr fyrir svörum um starfið og stefnuna
Kapteinn Daníel Oskarsson er yfir-
maöur Hjálpræöishersins á íslandi.
Aöalskrifstofa hersins er í Reykja-
vík, í gistihúsinu sem hreyfingin
rekur við húsiö gula númer tvö í
Kirkjustræti. Það húsnæöi hefur her-
inn haft til umráöa frá því hann nam
fyrst land okkar fyrir bráöum níutíu
árum. Kapteinn Daníel var heimsótt-
ur á skrifstofu sína í vikunni. Hann
ætlar aö svara nokkrum spurningum
blaöamanns í viötalinu sem fylgir á
eftir. Einkum er spurt um eðli og
starf hersins á Islandi.
Herinn í erfðir
„Já, það má kannski segja aö þaö
gangi í erfðir aö vera hermaöur.
Faðir minn var að minnsta kosti yfir-
maður hersins áöur en ég tók viö því
starfi. Þaö var þó ekki undan hans
þrýstingi eöa móður minnar, sem
einnig er kapteinn, að ég vígðist inn í
herinn, heldur réö þar mestu um aö
ég var allt frá bamæsku staðráðinn í
aö helga líf mitt starfi í þágu Jesú
Krists.”
— Var þaö samt ekki uppeldiö sem
rak þig til þess að undirrita her-
mannsheitiö?
„Nei, ég tel mig hafa frelsast og
þess vegna hafi ég vígst í herinn. Og
þaö er dásamleg reynsla aö frelsast,
get ég sagt þér. Þá reynslu er því
miður erfitt aö útskýra meö orðum.
Fyrst og f remst er f relsun skilningur
á því hversu syndugur maöur er.
Einhver andi kemur yfir mann og
gerir syndimar ljósar. Aö því búnu
öðlast maður þrá og hún vex stööugt.
Aö öölast samfélag viö Drottin. Að
öðlast náiö samfélag og friö. Þetta er
frelsun.”
Nýttlífmeð Guði
— En víkjum aö Hjálpræöishem-
um sem slíkum. Hvaöa fyrirbæri er
hann ef ég má svo aö oröi komast ?
„Hann er kristin hreyfing fólks
sem er tilbúiö aö fóma sjálfu sér í
þágu Jesú Krists. Hermenn hans
trúa aö sönn iömn og trú á Guö og
fullkomin uppgjöf alls ranglætis sé
nauösynleg til þess aö öðlast frelsun,
og aö maöur veröi eftir afturhvarfið
aö lifa með Guöi nýju lífi. Aðal-
áherslan er lögö á aö hver einstakl-
ingur öölist frelsun frá syndinni fyrir
trúna á Jesú og á kraft heilags anda
til þess að helga menn og konur og
varöveita þau í því ástandi.
Herinn væntir svo af meðlimurn
sínum kristilegs Iífemis, hreinleika í
orði og verki, algjörs bindindis meö
tilliti til áfengis, tóbaks og annarra
deyfandi lyfja. Og hermönnum ber
aö taka ekki þátt í veraldlegum
skemmtunum og ósiösamlegu at-
hæfi.”
Öguð bókstafstrú
— Trúin er sem sagt nokkuð hin
sama og lúterstrúaðra, nema hvaö
kenningarnar eru teknar öllu
bókstaflegar?
,,Já, í fáum orðum sagt er þetta
rétt. Herinn er hópur fólks innan ís-
lensku Þjóðkirkjunnar en er aö því
leyti frábrugöinn starfsemi lút-
erskra safnaöa aö hann krefst meiri
aga af sínum meðlimum en hinir
fyrrnefndu.”
— Er starfsemin byggö á ein-
hverskonar heraga?
,,Skipulag Hjálpræðishersins
grundvallast á miklum heraga.
Hlýðnin er mikilvæg og sömuleiöis
undirgefni viö sér æöri menn innan
hreyfingarinnar. Og þessi agi hefur
gefistmjög vel.”
— Heimönnum ber aö taka ekki
þátt í veraldlegum skemmtunum og
ósiösamlegu athæfi. Hverjar eru
þessar veraldlegu skemmtanir sem
þú svo nefnir og hver er skilgreining-
in á ósiðsamlegu athæfi?
,,Aö taka þátt í dansleikjum og
svallveislum. Það samrýmist ekki
okkar starfi. Við fordæmum aö vísu
ekki danstnn sem slíkan en þaö er
eins og drykkja og alls konar
ólifnaður fari meö þessu. Aö minnsta
kosti á þeim dansleikjum er viö
þekkjumtil.”
Ósiðsamlegt að
neyta víns?
— Osiösamlegt athæfi er sem sagt
að fá sér í glas og reykja vindlinga
eöa eitthvaö þaöan af sterkara. En
nú segir Biblían frá því aö Jesús
Kapteinn Daníel með fána Reykjavikurdeildar Hjálprœðishersins. Þarna er
hann staddur isamkomusal Hersins i Kirkjustræti sem mjög er notaður fyr-
ir starf hreyfingarinnar.
Kristur neytti víns og það oftar en
einu sinni. Er ekki ósamræmi þama
ámilli?
, JEkki í sjálfu sér. Aö neyta víns án
þess markmiös aö veröa ölvaöur er
ekki svo ósiösamlegt. Raunin viröist
hinsvegar vera önnur á dansleikjum
nú til dags. Viö berjumst gegn vín-
neyslu á þeim vettvangi.”
— Ef svo gerist aö hermaður mæt-
ir drukkinn á samkomu ykkar. Hvaö
erþágert?
,,Þá reyna foringjamir aö leiö-
beina honum. Sá ölvaöi yröi ekki
skammaður beint en reynt yröi aö
stýra honum aftur inn á rétta braut.
Ef áfengisneyslan endurtæki sig hjá
sama hermanni þá væri hinsvegar
erfitt að hafa viökomandi áfram inn-
an hersins. Þaö leiöir af sjálfu sér aö
hann yrði látinn segja sig úr hemum
þar eö skoöanir hans væm famar aö
gangaá skjön viðframkvæmdina.”
Sem hermenn
berjumst við
— Víkjumaöööm.Oröiö „her” er
í margra hugum tengt stríöi og
hörmungum þess. Af hverju her-
skipulag og hver er óvinurinn?
„Þetta orö „her” er raunar í okkar
huga komiö úr Biblíunni. Hún segir
okkur aö vera hermenn Jesús Krists
og vera íklæddir réttlætisbrynju
hans. Sem hermenn Krists berjumst
viö gegn hinu illa í heiminum. Vald
Satans er mikiö, þaö er mikil illska
til, mikiö böl og mikil synd. Því ættu
aUir trúaöir aö vera hermenn og
berjast fyrirKrist.”
— Þiö eruð ekki aöeins her aö
nafninu til, heldur íklæöist þiö líka
búningum er minna óneitanlega á
stríðsmenn. Hafiö þiö oröiö vör viö
aö fólk álíti ykkur eitthvaö skrítinn
— klikkaöan — hóp vegna þessarar
hermannabúninga?
„Þaö kemur oft fyrir aö menn láti í
ljós þá skoðun sína að þeir álíti okkur
stórskrítin. Oftast er þetta fólk sem
er á móti trú yfirleitt. Þetta mótlæti
hefur þó fariö heldur minnkandi á
síöustu árum. Meö vaxandi upplýs-
ingu hefur fólk komist aö því aö
óþarfi er aö varast okkur. Viö erum
bara eins og hver annar trúarhópur
sem viljum vinna að málstaö okkar í
friðiogró.”
Erum kannski ekki
fámennir
— Þiö haldiö samkomur oft í viku
þar sem mikiö er sungið og leikið á
hljóöfæri, hermenn vitna um trúar-
reynslu sína og trúarlegar ræöur eru
fluttar. Eru þetta fjölmennar sam-
komur?
„Fjölmenni er vissulega teygjan-
legt hugtak. En ef viö lítum í tölur þá
eru rúmlega fimmtíu starfandi her-
menn í Reykjavík. Sú tala gefur
nokkuö rétta mynd af þeim fjölda er
sækir samkomurnar okkar. Annars
eru þær opnar öllum velunnurum
hreyfingarinnar og þurfa menn ekki
að vera vígöir inn í hana til að njóta
samkomanna okkar.”
— Er þetta ekki fámenni í þínum
huga?
„Þetta er kannski ekki fámenni en
vissulega mættu fleiri starfa meöal
okkar. Hitt kemur á móti aö starf
okkar er mjög lifandi og virkt.”
— Hvaö ganga margir í raðir ykk-
aráhverjuári?
„Þaö er mjög misjafnt frá ári til
árs. Allt frá einum þegar verst lætur,
upp í allt aö tíu manns á ári.”
Afneita skaltu víni
og öðrum vímugjöfum
— Aö lokum, kapteinn Daníel. Ef
ég frelsaöist og vildi ganga til liös viö
ykkur í hemum. Hver yröi atburöa-
rásin?
„Fyrsta skilyrði þess aö þú hljótir
vígslu hermanns er aö þú eigir meö
þér lifandi trú á Jesú Krist og sért til-
búinn aö gefa þig heilshugar aö starfi
í þágu kenninga hans. Þú þyrftir aö
neita þér um áfengi, tóbak og aöra
vímugjafa, sjá af böllum og öörum
samkvæmum þar sem ósiösamleg
athæfi eru.höfð í frammi svo sem
drykkjulæti og annaö óeöli. Yfirleitt
verður þú að vera reiöubúinn að aö-
hafast ekkert sem brýtur í bága viö
orö Guös, jafnvel aö fórna eignum
þínum og f yrri vinum.
Þá fyrst getur þú hlotiö vígslu her-
manns og gerst meðlimur Hjálp-
ræðishersins, fundiö nýtt líf og hafiö
starfiö meö okkur.. .” -SER