Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1983, Side 19
DV. LAUGARDAGUR15. JANUAR1983. 19 akamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál hjá lögreglunni. „Ég gerði allt sem mér hugkvæmdist en náðist aldrei. Þess vegna hélt ég að ég kæmist í gegn- um allt lífið á sama hátt. ” Eftir aö Welch hætti skólanámi, 16 ára gamall, vann hann fyrir sér með því að leggja gildrur fyrir refi og selja af þeim skinnin. Árið 1958 fór hann aö vinna við pípulagnir en jafnframt var hann farinn að stunda innbrot að næturþeli. Innbrotin urðu fjölskylduiðja Eftir að hann gifti sig fjórum árum síðar uröu innbrotin aö fjölskylduiðju. Kona hans, Anne Marie, var vön að aka honum að því húsi sem hann hafði kjöriö sér aö vettvangi í hvert sinn og bíða eftir honum á meðan hann athug- aði aðstæöur eða athafnaði sig. I tvö ár komst hann upp meö þetta óáreittur. En 1964 var hann yfirheyrður vegna gruns um innbrot. Þá pakkaði hann saman eigum f jölskyldunnar og fluttist til Berkley Springs þar sem hann opn- aði fomgripaverslun og verslaði með ránsfeng sinn. „Hann haföi aldrei neinn í vinnu. Hann var vanur að hafa verslunina opna á venjulegum tíma, en ég sá hann eitt sinn afferma bíl sinn viö verslunina um miðja nótt,” sagði James Batt lögreglustjóri síöar við yfirheyrslur. Þetta vakti grunsemdir lögreglunnar og við nánari athugun kom í ljéfs að hann var eftirlýstur af lögreglunni í fyrri heimabæ sínum. Hann var dreginn fyrir rétt og dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Hann sat inni í þrjú ár og notaöi tímann til að fræðast um fomgripi. Svo viröist sem fangelsisdvölin hafi aðeins hert Welch í þeim ásetningi aö lifa af innbrotum. Eftir að hann var látinn laus hóf hann vinnu hjá Kodak- verksmiðjunum í New York-fylki, en tók aftur upp fyrri iöju við innbrot samhliöa því. Hann seldi verðmæta málma í málmbræðslur og ók fullum flutningavögnum af fomgripum til Delaware þar sem hann seldi þá fom- gripasölum. Þetta gekk þar tii einn kaupandinn gerði lögreglunni viðvart og Welch lenti aftur í fangelsi árið 1971. Dómurinn hljóðaði í fyrstu upp á tíu ára fangelsisvist, en hann var þyngdur um önnur tíu ár þegar upp komst að Welch var sekur um 50 önnur innbrot. En Welch slapp þremur árum síðar með því að klifra yfir sjö metra háan fangelsisvegg ásamt samfanga sínum, Paul David Maturano. Þeim tókst síðan að sleppa út úr borginni með því að aka í gegnum vegatálma lög- reglunnar og komust til Richmond. Þar stóöu þeir saman að innbrotum um nokkurt skeið þar til misklíð kom upp og leiöir þeinra skildu. Ein af þeim töskum sem fundust i kjallaranum, fuiiarafmynt. Þar var líka að finna pelsa sem sett- ir höföu verið i hreinsun og öll merki tekin af. IMágrannarnir voru grunlausir Welch skildi við konu sína, Anne Marie, eftir að hann var dæmdur í fangelsi í annaö sinn. Hann bjó síöan með stúlku, barnaskólakennara í Rich- mond, í eitt og hálft ár án þess að iðja hans vekti nokkurn grun hjá henni. Hann fluttist síðan áriö 1976 til Washington. Þar kynntist hann Lindu Susan Hamilton sem var ritari hjá opinberri stofnun. Hann sagöi henni að hann gæti ekki gifst henni vegna þess aö fyrri kona hans vildi ekki gefa honum eftir skilnað. Hann fór samt fram á að fá að taka upp eftirnafnið Hamilton til aö reyna aö komast hjá meðlagsgreiðslum. Um voriö tóku þau á leigu þriggja herbergja hús í Falls Church. Þau bár- ust mikið á og í eitt skipti greiddu þau unglingi full mánaðarlaun fyrir að gefa köttunum á meðan þau skruppu í tveggja vikna leyfi til Karabíska hafs- ins. „Viö hlógum oft að því hvernig þau dreifðu peningunum í allar áttir,” sagði einn nágranni þeirra, Liz Tomlinson. Maðurinn hennar William starfaði hjá dómsmálaráðuneytinu og hann lét at- huga hvort nágranni hans væri grun- aður um eiturlyfjasölu. Svo reyndist ekki vera. I janúar 1978 keyptu þau skötuhjúin fyrsta hús sitt og var það í heimabæ Lindu í Duluth í Minnesota. Þar dvöldu þau að sumri til í þrjú ár og komu þar upp rándýru þjófavarnakerfi. Það fór hins vegar lengst af fram hjá nágrönn- um þeirra að Welch, eða Hamilton, eins og hann nefndi sig þegar hér var komið, var í fullu starfi í þessum fríum sínum viö að koma ránsfengnum í verö. Ránsfengurinn var 13 þúsund munir Linda tók í fyrsfu að sér að koma öskjum með gamalli mynt til Stan Sunde myntkaupmanns og sækja til hans ávísun nokkrum dögum síöar. En eftir aö þessi viðskipti höföu gengið áfallalaust um nokkum tíma fór Welch að sjá um þau sjálfur. „Hann var vel klæddur, kom vel fyrir og vissi greini- lega hvað hann var að gera,” sagði Sunde síöar við yfirheyrslur. „Eitt sinn spurði ég hann hvar hann kæmist yfir þetta allt og þá sagöist hann kaupa það af ýmsu fólki. Eg sagöist þá gjarn- an vilja komast í aðra eins námu en hann svaraði aö til þess yrði ég að þekkja réttu mennina.” Síðar keyptu þau sér rándýrt ein- býlishús í Great Falls og hófu þegar að gera á því endurbætur. Þau létu byggja sundlaug við húsiö, setja upp öryggismyndavélar og flóðljós og jafn- vel rafmótor till að fyrirbyggja að raf- magnið færi af húsinu í neyðartil- um. En nágrannamir tóku eftir því aö það var ekki mikið um húsgögn í hús- inu og það litla sem var bar ekki vitni umgóðansmekk. En staðreyndin var að öll verðmæti vom geymd í kjallara hússins, ásamt tveimur bræösluofnum til að bræöa gull og silfur. Þegar Welch var hand- tekinn eftir morðið á dr. Halberstam geröi lögreglan húsleit. Þá fann hún þýfi geymt í 51 kassa í kjailaranum. Lögreglan var heila viku aö skrá um 13 þúsundhluti sem þarfundust. Umf jög- ur þúsund fórnarlömb innbrotsþjófa gáfu sig fram við lögregluna í leit aö eigum sínum. Aö kröfu lögfræðings síns mun Welch nú gangast undir rannsókn á geðheil- brigði. En hver sem útkoman verður mun goðsagan um þennan innbrotsþjóf seint gleymast. „Eg sé fram á margra mánaða pappírsvinnu,” sagði King rannsóknarlögreglumaöur. „En jafn- vel þótt hann yröi settur í nauðungar- vinnu næstu hálfa öldina er ekki nokk- ur von til þess að hann geti greitt fyrir það sem hann hefur gert.” MagniO afgull- og silfurmunum sem ekki haföi náöst aö bræða var grfuriegt. Skipti á hlutabréfum A síðasta aðalfundi Undirbúningsfélags saltverksmiðju á Reykjanesi hf. var ákveðið að félagið sameinaðist Sjóefna- vinnslunni hf. Viö sameininguna fá hluthafar í undirbúnings- félaginu hlutabréf í Sjóefnavinnslunni hf„ sem nemur þreföldu nafnverði hlutabréfa þeirra í undirbúningsfélaginu. Hlutabréf í Undirbúningsfélagi saltverksmiðju á Reykja- nesi h/f eru hér með innkölluð og fá eigendur þeirra hlutabréf í Sjóefnavinnslunni hf. í þeirra stað aö viðbættri framan- greindri jöfnun. Skiptin fara fram á skrifstofu Sjóefnavinnsl- unnar hf., Vatnsnesvegi 14 Keflavík, sími 92-3885 frá og með 5. janúar ’83. Stjórn Sjóefnavinnslunnar hf. Þú hringir - við birtum þaðber árangur Smáauglýsingadeildin er í ÞverhoHi 11 ogsíminnþarer 27022 Opiö tlla virht daga frá kl. 9—22 Lægnnhga tri kl. 9—14 Sunnudagafrákl.18-22 HUSBYGGJENDUR Að halda að ykkur hita er sérgrein okkar: Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi til föstudags. Afhendum vöruna á bygging- arstað viðskiptamönnum að kostnaðarlausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. I Aðrar söluvörur: Glerull — Steinull — Múrhúðunarnet — Útloftunar- pappi — Þakpappi — Plastfolía — Álpappír — Spóna- plötur: venjulegar/rakaþolnar — Pjpueinangrun: frauð- plast/glerull. BORGARPLAST HF lf Kyöjdsími og helgarslmi 93—7355. Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál vmiv er ekki sérrit heldur fjölbreytt og víðlesið heimilisblað býður ódýrasta auglýsingaverð allra íslenskra tímarita. — Nú býður VIKAN nýja þjónustu fyrir auglýsendur: samn- inga um birtingu heil- eða hálfsíðu í lit eða svarthvítu, — í hverri VIKU eða annarri hverri VIKU. Hér eru rökin fyrir birtingu auglýsinga í VIKUNNI. i mm nœr til allra stétta og allra aldursstiga. Auglýsing í I \i Vikunni nær því til fjöldans en ekki aðeins íZöl takmarkaðra starfs- eða áhugahópa. I M hefur komið út í hverri viku í meira en 40 ár og fcjJj jafnan tekið breytingum í takt við tímann, bæði hvað snertir efni og útlit. Þess vegna er VIKAN svona fjölbreytt og þess vegna er lesendahópurinn svona stór og fjölbreyttur. i «1 selst jafnt og þétt, bœði í þéttbýli og dreifbýli. Þess vegna geta auglýsendur treyst því, að auglýsing í um VIKUNNI skilar sér. LS HHV L5 HKW er ekki sérrit. Enginn efnisflokkur er henni óvið- komandi. Þess vegna er VIKAN svo vinsæl og víðlesin sem raun ber vitni. veitir auglýsendum góða þjónustu á skynsamlegu verði og hver auglýsing nœr til allra lesenda VIKUNNAR. [ W hefur sína eigin verðskrá yfir auglýsingar. Upplýsingar um auglýsingaverð VIKUNNAR eiga við hana eina og þær fást hjá A UGLÝSINGADEILD VIKUNNAR í síma 85320 (beinn sími) eða 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.