Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Page 9
DV. FIMMTUDAGUR27. JANUAR1983.
9
Útlönd Útlönd Útlönd . Útlönd
Alain Delon: Einn ai líívörðum hans
var myrtur 1968 og er talið að það hafi
verið verk Marcantonis.
Glæpamaður
í framboði
Eitt af því sem kemur mest á óvart í
væntanlegum bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningum i Frakklandi er
framboð Francois Marcantoni til
borgarstjóraembættis í heimaborg
sinni Alzi á Korsíku. Marcantoni er eitt
af þekktustu nöfnunum í undirheimum
Korsíku. Hann segir að skoöanakann-
anir sýni aö hann nái kosningu með
miklummeirihluta.
Marcantoni hefur verið bendlaður
við f jöldann allan af glæpamálum. Eitt
það þekktasta af þessum málum er
morðiö á lífverði kvikmyndaleikarans
Alain Delon. Stefan Markovic hét sá og
var myrtur í október 1968. I janúar
1969 var Marcantoni handtekinn vegna
morðsins en látinn laus aftur vegna
ónógra sönnunargagna.
Marcantoni hefur ekki reynt að
leyna tengslum sínum við glæpahópa
og sagði nýlega í útvarpsviðtali:
— Þótt ég tilheyri undirheimum,
eins og menn kjósa að nefna það, sé ég
ekki neinn hæng á því aö ég verði
borgarstjóri i fæðingarbæ mínum.
Sovéskur
ráðherra
rekinn
Samkvæmt upplýsingum í málgagni
sovétstjórnarinnar Prövdu hefur
aðstoðarráðherra þeim er ábyrgð bar
á léttum iönaði og neysluvörum í
Sovétríkjunum, Valentin Makeyev,
verið vikið úr starfi.
Blaðiö gat ekki ástæðunnar fyrir
brottrekstri Makeyevs en almennt er
vitaö að hann var í miklu uppáhaldi
hjá hinum látna forseta, Leonid
Bresnjef , og komst til virðingar undir
vemdarvæng hans.
Stefnuræðu
vel tekið
Starfsmenn Hvíta hússins spá því aö
áætlanir Reagans forseta í sambandi
við umbætur í efnahagsmálum lands-
ins mæti lítilli mótspyrnu á þinginu en
hins vegar eigi hann eftir að mæta þar
töluverðum erfiðleikum með áætluð
hernaðarútgjöld.
Starfsmenn forsetans lýstu yfir
ánægju sinni meö skoöanakönnun sem
ABC sjónvarpsstöðin stóö fyrir á
meðal 415 sjónvarpsáhorfenda eftir að
Reagan lauk stefnuræðu sinni sl.
þriðjudag. Sýndi hún aö 58% þeirra
töldu að hann væri nú á réttri leið
miöað við 43% sem voru honum
fylgjandi áður en ræöan var haldin.
Ólafur E.
Friðriksson
Jóhanna
Þráinsdóttir
Utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands segir:
Þjóöverjar taka ekki
einir við flugskeytum
Hans-Dietrich Gencher, utanrikis-
ráðherra Vestur-Þýskalands, sagði
við fréttamenn í Washington í gær aö
Vestur-Þjóðverjar myndu ekki taka
við nýjum bandarískum meðaldræg-
um kjarnorkuflugskeytum nema að
minnsta kosti eitt annað ríki Vestur-
Evrópu myndi gera þaö einnig.
Gencher, sem hélt heim úr opin-
berri heimsókn sinni til Bandaríkj-
anna í gær, lýsti yfir stuðningi við
stefnu Reagans í samningaviðræðun-
um um takmörkun meðaldrægra
kjamorkuvopna sem nú fara fram í
Genf. Hann bar til baka þær fréttir
að stjórn hans hefði samþykkt að
taka við nýjum kjarnorkuflugskeyt-
um, jafnvel þótt öll önnur ríki
Atlantshafsbandalagsins myndu
hafna þeim. „Ríkisstjórn Vestur-
Þýskalands hefur aldrei lýst því yfir
að hún muni verða ein til að taka við
nýjum flugskeytum, en ég efast ekki
um aö Italía mun halda loforö sitt um
að taka við vopnunum,” sagði
Gencher.
Gencher sagöi að hann væri fylli-
lega sammála stefnu Reagans um
núll-lausn sem æskilegasta kostinn,
en lét jafnframt í ljós ánægju með þá
yfirlýsingu forsetans sem fram kom
í stefnuræöu hans síöastliðinn þriöju-
dag, að hann væri reiðubúinn tii að
skoöa öll raunhæf tilboð sem kæmu
frá Moskvu.
Hans-Dietrich Gencher, utanríkisráöherra Vestur-Þýskalands.
Heilbrigðis-
kerfíð er of
dýrtíKína
Kínverjar vinna nú að endurbót-
um á heilbrigðiskerfi sínu, þar sem
ríkið stendur ekki lengur undir
kostnaðinum. Á að ráða bót á þessu
meðþvíað opna fleiri einkamóttökur
eða mottökur sem einkalæknar slá
sérsamanum.
— I fimm ára áætluninni, 1981—
1985, hefur stjórnin aukið framlag
sitt til heilbrigðismála um 68%.
Hærra er ekki hægt aö spenna
bogann, segir aðstoðarheilbrigðis-
ráðherrann, Wang Wei.
Vmsar stofnanir og fyrirtæki
verða nú sjálf aö sjá um heilsugæslu
sína. Stjómin hyggst styðja við bakið
á einkalæknum og jafnvelljósmæöur
og hjúkrunarfræðingar fá að opna
eigin móttökur. Er talið að almenn-
ingur muni fagna þessum breyt-
ingum, þar sem fólkið þarf aö bíða
langtímum saman eftir að fá tíma á
Páfínn ætti ekki að
hitta forseta Haiti
Jóhannes Páll páfi er væntanlegur til
Haiti í mars og hafa andstæðingar
einræðisherrans Jean-Claude
Duvaliers hvatt páfa til að neita öllum
fundum viö forsetann.
Hópur andófsmanna sem hefst viö á
Miami segir að stjórn Haitis beri
ábyrgð á sprengju sem drap 3 menn í
nágrenni viö höll Duvaliers á nýárs-
dag. Segir í bréfi sem hópurinn sendi
til rómversk-kaþólskra kirkjuyfir-
valda á Haiti að páfinn ætti ekki að
„semja viö djöfulinn”. Hefur afriti af
bréfi þessu verið dreift á meðal blaða-
manna.
t bréfinu býðst hópurinn jafnframt
til að gæta öryggis páfa á meðan hann
dvelst á Haiti, en Haiti er einn af 8
áfangastöðum páfa á ferð hans um
Mið-Ameríku og Karabísku eyjarnar í
mars.
Talsmenn sendiráða Mexíkana og
Venezúela hafa þó boriö þá frétt til
baka að leiðtogi kristilegra demó-
krata, Sylvio Claude, njóti ásamt
dóttur sinni dimplómatískrar verndar.
Kristilegir demókratar er fámennur
flokkur í stjórnarandstöðu á Haiti.
Jean-Claude Duvalier: Stjórnar Haiti
með harðri hendi.
HQMTA STRÍÐSGLÆPAMANN
FRAMSELDAN AF BOUVÍU
Klaus Altmann, fyrrum nasista-
foringi, sem verið hefur á flótta
undan stríðsglæpadómstólum í 38 ár,
var handtekinn á götu í höfuðborg
Bolivíu núna í vikunni. Bolivísk yfir-
völd munu að líkindum þurfa að taka
afstöðu til þess hvort hann skuli
framseldur Frökkum eða V—
Þjóðverjum, þar sem réttvísin á
ýmislegt vantalað við hann.
Altmann, sem öðru nafni hefur
veriö kallaður Klaus Barbie, var
uppnefndur "Böðullinn í Dyon”, þar
sem hann var yfirmaður gestapó á
hernámsárunum. Hann situr nú í
fangelsi meðal ótíndra afbrota-
manna á meöan Bólivíustjórn af-
greiöir mál hans.
Hann flúði til Suður-Ameríku eftir
stríð en var dæmdur fjarverandi af
frönskum dómstóli fyrir sinn þátt í
morðum hundruöu gyðinga og
franskra andspyrnuhreyfingar-
manna. Frakkland hefur nokkrum
sinnum reynt að fá hann framseldan
en Bólivía hefur skotið sér á bak við
að engir sbkir framsalsamningar'
séu milli Bóliviu og Frakklands.
Handtaka hans að þessu sinni
stendur í sambandi viö einhverja
skuldaóreiöu við ríkissjóö Bólivíu.
Hið opinbera mun hafa lánað 10
þúsund dollara til flutnings á málm-
um til Evrópu 1973, en þá var Klaus
Altmann framkvæmdastjóri skipa-
félags sem kallaöist Transmaritima
Boliviana. Sagt er að flutningurinnn
hafi aldrei átt sér stað og lánið hafi
aldrei veriö endurgreitt.