Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Síða 10
10
DV. FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR1983.
FORVAL ALÞÝÐUBANDALAGSINS í REYKJAVÍK
Seinni umferð forvals Alþýðubandalagsins í Reykjavík hefst á föstudaginn 28. janúar og
stendur til sunnudagsins 30. janúar. í framboði í seinni umferðinni eru þingmenn flokksins
í Reykjavík ásamt tólf öðrum frambjóðendum, sem tilnefningu hlutu í fyrri umferð for-
valsins. Kosningarétt bafa allir félagsmenn í Alþýðubandalagsfélaginu í Reykjavík, þeir
sem skuldlausir eru við félagið fyrir áriö 1981. Af þeim sextán manna lista, sem hér er
kynntur, skal velja sex menn í röð til að skipa sex efstu sæti á lista flokksins. Niðurstaða
forvalsins er ekki bindandi fyrir kjörnefnd.
ARNÓR
PÉTURSSON:
Megináhersla
á jafnréttismálin
TRYGGVI
JAKOBSSON:
Efla umræðu
um umhverfis-
verndarmál
„Sem sósíalisti legg ég meg-1
ináhersluna á jafnréttismál,” sagði
Amór Pétursson. „Þaðergrundvallar-
lífsskoðun mín að allir þegnamir eigi
að hafa sömu tækifæri og möguleika til
aö lifa sómasamlegu lífi.
Auka þarf f jölbreytni atvinnulifsins
og sérstaklega að leggja áherslu á upp-
byggingu iönaöar, því hann einn er fær
um að taka við auknu vinnuafli í kom-
andi framtíð. Fækka þarf fiskiskipum
um 15 til 20% og koma á skipulegri
yfirstjórn á löndun aflans. Þó fiski-
skipum fækki nokkuö hefur sá floti sem
eftir er það mikia afkastagetu að hann
getur skilaö sama aflamagni. Með
fækkun fiskiskipa hættir hallarekstur
útgerðarinnar og skipuleg löndun
kemur í veg fyrir atvinnuleysi af þess
völdum.
Efla þarf til muna Húsnæðismála-
stofnun og „verkamannabú-
staðakerfið”. Það er alisendis ófært
að fólk þurfi nánast að drepa sig á 5 til
10 bestu árum ævinnar, við það að
koma þaki yfir höfuðið á sér. Lán
þyrftu að vera a.m.k. 80% og til 40 til
60ára.
Auka þarf lýðræði í landinu með
þjóðaratkvæðagreiðslum og jafnari at-
kvæðisrétti. Herða þarf skattaeftirlit
og koma á fyrirframgreiðslu skatta
hiðfyrsta.
Viðvíkjandi Alþýðubandalaginu og
auknu lýðræði í því, eru það einu
raunhæfu möguleikamir sem félags-
hyggjufólk á til að foröa Islendingum
frá atvinnuleysi og myrkviöi því sem
nú plagar hinn vestræna heim. Það er
líka eini möguleiki Alþýöubanda-
lagsins til aö halda stöðu sinni sem
sósíalískur félagshyggjuflokkur.”
Arnór Pétursson fæddist 14.
nóvember 1949, hann tók
gagnfræðapróf og síðan stýrimanns-
próf frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík. Hann slasaðist og hefur
síðan verið bundinn við hjólastól. Hann
hefur starfað hjá Tryggingastofnun
frá 1974, sem fulltrúi hin síðari ár.
Hann hefur verið formaður Iþróttafél-
ags fatlaðra frá stofnun þess 1974.
Hann hefur einnig starfað mikið innan
Sjálfsbjargar.
SVAVAR
GESTSSON:
Þjóðleg fram-
farastefna
gegn atvinnu-
leysinu
.Kapitalisminn hefur búið til kreppu
og atvinnuleysi. Islendingar hafa til
þessa að mestu komist hjá því að finna
fyrir þessumvágestum,” sagðiSvavar
Gestsson.
„Þó er skerðing þjóöarframleiðslu
og þjóðartekna að nokkru leyti af-
leiðing hinnar alþjóölegu kreppu. Hins
vegar höfum við nú kynnst því að auð-
lindum okkar eru takmörk sett. Af
þeim ástæðum þarf að skapa víötæka
samstöðu um stefnu sem byggist á
félagslegri nýtingu auðlindanna og á
sókn til betra atvinnulífs og þar með
traustari undirstööu sjálfstæðis
þjóðarinnar. Alþýðubandalagið hefur
sett fram tillögu um framkvæmd
þessarar stefnu. Alþýðubandalagið er
reiðubúið til að beita sér fyrir henni í
samstarfi við verkalýðshreyfinguna
og önnur stjórnmálaöfl. Þetta er mér
efstíhuga.”
Svavar Gestsson er fasddur 1944.
Var ritstjóri Þjóðviljans 1971—1978.
Kosinn á alþingi 1978. Viðskipta-
ráðherra ’78-’79, félags-, heilbrigðis-
ráðherra í núverandi ríkisstjóm.
.dVlitt hjartans mál er umhverfis-
verndarmálin,” sagði Tryggvi Jakobs-
son., ,Ég kom inn í þetta forval á þeirri
forsendu og held áfram á þeirri for-
sendu. Ég tel að umhverfisverndarmál
hafi ekki notið þeirrar athygli sem
skyldi í stjómmálaumræöu hér á liön-
um ámm. Eg er þeirrar skoðunar að
efla eigi umræðu um umhverfis-
vemdarmál og þátt umhverfismála í
pólitískri ákvarðanatöku, auk þess
sem ég tel að efla þurfi fræöslu um um-
hverfisverndarmál og efla virðingu
manna fyrir náttúralegu umhverfi
sem manngerðu.
Það er skoðun min að umhverfis-
verndarmenn hafi með afstöðu sinni og
vistfræðilegum skilningi öðlast visst
sjónarhom á vandamálum þjóð-
félagsins. Stjómmálaflokkarnir hafa
gengið út frá tæknilegum og hag-
rænum forsendum við stefnumótun
sína en ég legg áherslu á að meira tillit
verði tekið til umhverfismálanna.”
Tryggvi Jakobsson er fæddur 19.
apríl 1950. Hann lauk BS prófi í landa-
fræði frá Háskóla Islands 1975 og
starfaði sem kennari viö Flensborg í
Hafnarfirði og Hrafnagilsskóla í Eyja-
firði á áranum 1974 til 1981. Hann starf-
ar nú í Skólarannsóknardeild mennta-
málaráöuneytisins. Á sumrin hefur
hann starfað sem landvörður á vegum
Náttúruverndarráðs. Hann var í stjóm
Alþýöubandalagsins á Akureyri 1981
og hefur nú setið rúmlega ár í stjóm
Landverndar.
GUNNAR H.
GUNNARSSON:
Allir lands-
menn hafi
jafnan kosn-
ingarétt
„1 kjördæmamáiinu er krafa mín og
fjöldamargra annarra: „Allir lands-
menn hafi jafnan kosningarétt,” sagði
G unnar H. Gunnarsson.
Eg tel að Alþýðubandalagiö eigi að
setja það sem skilyrði fyrir setu í
næstu ríkisstjórn að a.m.k. áfanga-
sigur vinnist í hermálinu og að sú
stjórn skerði ekki umsamin kjör launa-
fólks.
, ,1 efnahagsmálum álít ég mikilvæg-
ast að vanda betur til fjárfesting-
arinnar. Ég vil nefna eitt frægt dæmi
af því tagi, þ.e.a.s. of stóran fiski-
skipaflota, látum slíkt og þvílíkt
verða okkur víti til varnaðar.
I atvinnulífinu þarf aö efla mjög
þátt samvinnurekstrar. Anægjulegur
vaxtabroddur á þessu sviði eru fram-
leiðslusamvinnufélögin, þar sem
RAFAFLergott dæmi.
Ég mun beita mér fyrir því að þing-
menn flokksins í Reykjavík hafi mun
nánara samráð við flokksmenn en
verið hefur. I því skyni verði m.a.
komið á fót þingmálaráöi, sem starfi á
svipaðan hátt og borgarmálaráö
Alþýðubandalagsins í Reykjavík.”
Gunnar H. Gunnarsson er fæddur
1942. Hann lauk prófi í bygginga-
verkfræði 1967 og lengst af síðan hefur
hann starfað hjá gatnamálastjóranum
í Reykjavík sem deildarverk-
fræðingur. Hann hefur haft víötæk af-
skipti af félagsmálum verkfræðinga og
verið virkur félagi í Alþýöubanda-
laginu í Reykjavík og aöallega sinnt
þar borgarmálum.
GUDRÚN
HELGADÓTTIR:
Vandinn felst
í röngu þjóð-
félagskerfi
„Ég tel mig hingaö til hafa unnið að
bættum hag þeirra þjóðfélagsþegna,
sem skarðastan hlut hafa borið frá
borði, þ.e. þeirra sem ekki geta tekið
þátt í kapphlaupinu um lífsgæðin, svo
sem kvenna, bama, hinna öldraöu,
hinna sjúku, hinna þroskaheftu,” sagði
Guörún Helgadóttir. „Ég tel að nokkuð
hafi þegar áunnist, þó að gerð þjóð-
félagsins sé í eðli sínu andsnúin þess-
um hópum, og ég mun áfram vinna að
þessum málum.
Það ætti að vera höfuðskylda allra
alþingismanna að standa vörð um
íslenska menningu, auðlindir þjóðar-
innar og efnahagslegt og pólitískt sjálf-
stæði hennar. Vígbúnaðarkapphlaup
stórveldanna ógnar nú öllu lífi á jörð-
inni og við tökum þátt í því með því að
vera í hernaðarbandalagi og lána land
okkar undir herstöð. Gegn þessu
höfum viö alþýðubandalagsmenn á-
vallt barist og munum gera áfram,
jafnt hér heima sem og á alþjóðavett-
vangi.
Alþingi Islendinga — og ekki síöur
verkalýðshreyfingin, sem er megin-
styrkur okkar — verða að taka hönd-
um saman og greina fjárhagsvanda
þjóðarinnar, í stað þess að berjast
innbyrðis. Vandinn er löngu
innbyggður í rangt þjóðfélagskerfi og
þess vegna þurfa að koma til ný vinnu-
brögö og heiðarlegri. Bankamál, lána-
mál og skattamál — allt þetta verður
að taka til endurskoðunar, ef viö eigum
ekkiaðveröa kreppunniaðbráð.”
Guðrún Helgadóttir er fædd 1935,
varð stúdent frá MR 1955 og starfaði
sem ritari MR í tíu ár og var deildar-
stjóri í Tryggingastofnun ríkisins
1973—80. Hún var borgarfulltrúi 1978—
82, alþingismaöur frá 1979. Sat um
skeið í stjórn BSRB. Hefur skrifað 7
bækurumbörn.
MARGRÉTS.
BJÖRNSDÓTTIR:
I
Aukin sam-
vinna og sam-
staða verka-
lýðssinna
„Það sem ég tel brýnt eins og
stendur er að auka samvinnu og sam-
stöðu verkalýðssinna á Alþingi, en þar
sitja þeir nú tví- eða þríklofnir,” sagði
Margrét S. Björnsdóttir. „Og veitast
oft harðar hver að öörum en íhaldinu,
höfuðfjanda launafólks. Samvinna
þeirra nú er mikilvæg vegna þess aug-
ijósa efnahagsvanda er við stöndum
frammi fyrir og bitnar fyrst og fremst
á launafólki. Stjómvöld hvers tíma
ráða hér töluverðu og nauðsynlegt að
þar sitji hagsmunir launafólks í fyrir-
rúmi.
Friðar- og afvopnunarmál era mér
einnig mikið hjartans mál og tel ég
nauösynlegt að Island sýni aukna
reisn, sjálfstæði og frumkvæði í þeim
málum á alþjóðavettvangi. Auk þess
sem okkur er lísnauðsynlegt að losa
landið og þjóðina úr morðtólakerfi
Nató og Bandaríkjanna.
Og sem sósíalista eru mér að sjálf-
sögðu mikilvæg langtímamarkmiö
eins og sameign og sjálfstjórn fólksins
á atvinnutækjunum og sem jöfnust
skipting andlegra sem efnislegra
gæða, svo eitthvað sé nefnt.”
Margrét S. Björnsdóttir er fædd
árið 1948, lauk prófi í þjóðfélags-
fræðum frá háskólanum í Frankfurt í
Þýskalandi árið 1976 og hefur starfað
síðan sem kennari og deildarstjóri við
Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hún
hefur gegnt ýmsum störfum fyrir Al-
þýðubandaiagið og á nú sæti í
miðstjóm og framkvæmdastjórn þess.
GUÐRÚN
HALLGRÍMS
DÓTTIR:
Barátta
fyrir friði
og afvopnun
„Baráttan fyrir friði og afvopnun og
þar með fyrir herstöövarlausu Islandi
er mér efst í huga,” sagði Guðrún Hall-
grímsdóttir. „Nátengt þessu er sjálf-
stæði þjóðarinnar og kröfur um leið-
réttingu samninga viö Alusuisse.
Kvenréttindakonum er fátt brýnna
en að vinna að bættri stöðu kvenna og
auka þátt þeirra í okkar síbreytilega
þjóöfélagi, en jafnframt veröur að
rétta hlut barnanna, sem hafa orðið út-
undan í velmeguninni og neyslukapp-
hiaupinu.
Ég vil hagnýta reynslu mína í ýms-
um greinum framleiöslunnar og stuöla
að öflugri uppbyggingu atvinnulifs um
allt land, á þann hátt að útvegur, land-
búnaður og iönaöur haldist í hendur og
hver grein styrki aðra.”
Guörún Hallgrímsdóttir er fædd í
Reykjavík 1941 og er matvælaverk-
fræðingur að mennt. Hún starfaði sem
forstöðumaður Rannsóknarstofu bú-
vöradeildar SlS í níu ár, gerðist full-
trúi hjá Iðnþróunarstofnun Samein-
uðu þjóðanna í Vín 1977 og er nú deild-
arstjóri í iðnaðarráðuneytinu. Hún
hefur setið í miðstjórn og fram-
kvæmdanefnd Alþýðubandalagsins og
hefur verið varaþingmaður flokksins
síðan 1979.
VILBORG
HARDARDÓTTIR:
Stuóla að
jafnri skipt-
ingu þjóðar-
tekna
„Mín þátttaka í póiitík ákvarðast
fyrst og fremst af því aö ég er sósíalisti
og vil stuðla að jafnri skiptingu þjóðar-
teknanna, samneyslu og fegurra
mannlífi, þjóðfrelsi og friöi,” sagði
Vilborg Haröardóttir. „Jafnræði
kynjanna er mér baráttumál og með
þvíaðbregöast jákvætt við því aðtaka
þátt íþessuforvaliviléghvetjaaðrar
konur til félagslegrar virkni.
Af þeim málum sem fram undan era
hef ég áhyggjur af samdrætti í efna-
hagslífinu og ekki síst vegna stöðu
kvenna af því tilefni, því reynslan
sýnir að slíkur samdráttur bitnar oft
fyrst á þeim.
Ég hef áhuga á þeirri tækniþróun,
sem nú stendur yfir og vildi gjarna
hafa áhrif, ef ég gæti, til þess að á-
batinn af henni verði ekki til að safna
meiri auöi á færri hendur, heldur nýt-
ist almenningi, og renni ekki til þess að
spara laun og skapa atvinnuleysi,
heldur til þess að stytta vinnutímann
og létta erfiðustu, hættulegustu og
óþrifaiegustu störfin.
Mér þykir vænt um Island og
íslensku þjóðina, með öllum hennar
gölium, og ég vil að hún fái að búa í
friði í þessu landi. Þess vegna vil ég
leggja mitt á vogarskálarnar í bar-
áttunni fyrir friði og ég tel að
Islendingar sýni best friðarvilja sinn
með því að afneita þátttöku í hemaðar-
bandalögum.”
Vilborg Harðardóttir fæddist árið
1935. Hún lauk BA prófi í ensku og
norsku frá Háskóla Islands, en hóf
störf við blaðamennsku á námsáran-
um og hefur starfað við blaðamennsku
lengst af síðan, aðallega á
Þjóðviljanum. Hún er nú útgáfustjóri
Iðntæknistofnunar Islands.
ÓLAFURRAGNAR
GRÍMSSON:
Vinna aó öflugri
atvinnustefnu
„Mörg verkefni bíða úrlausnar og
ég mun leitast við að vinna að þeim á
svipaðan hátt og ég hef gert á undan-
förnum árum,” sagöi Olafur Ragnar
Grímsson. ,Það era þrír málaflokkar
sem ég tel sérstaklega brýna á
næstunni.”
„I fyrsta lagi að vinna að öflugri at-
vinnustefnu, sem megnar að verja Is-
lendinga gegn því atvinnuleysi sem nú
hrjáir öll önnur lönd í Evrópu. Ný sókn
í útflutningsgreinum þarf aö vera
ríkur þáttur slíkrar atvinnustefnu.
Jafnhliða verður að veita launafólki
aukinn íhlutunarrétt um málefni fyrir-
tækja og tryggja þannig veralegan á-
fanga í átt að virku lýðræöi á
vinnustöðum.
I öðra iagi verður að efla fylgi við
málstað friðar og afvopnunar. Þegar
ég hóf að túlka stefnu evrópsku friðar-
hreyfinganna hér á Islandi haustið
1981 voru margir sem lögðust gegn
þessum boöskap. Þessar andstæöinga-
fylkingar friöarhreyfingarinnar hafa
nú riölast. Hins vegar veröur að fylgja
þessu betur eftir á Alþingi og á þeim
alþjóðavettvangi, sem Island á
fulltrúa á. Árið 1983 veröur afdrifaríkt
fyrir þróun afvopnunar í Evrópu. Ég
mun leitast við að gera friðarbar-
áttuna að öflugum þætti í íslensku
stjórnmálaiífi á næstu misserum.
1 þriðja lagi bíða mörg óleyst
verkefni á sviði félagslegs réttlætis og í
umræðunni um aukna einingu vinstri
manna á Islandi og breytta starfsháttu
og nýtískulegra skipulag
Alþýðubandalagsins. Ég mun reyna að
tryggja að sú umræöa veröi árangurs-
rík.”
Olafur Ragnar Grímsson er 39 ára
gamall, þingmaður og formaður þing-
flokks Alþýöubandalagsins. Hann var
áöur prófessor í stjórnmálafræðum við
Háskóía Islands.
ÁLFHEIÐUR
INGADÓTTIR:
Sjálfstæði
þjóóarinnar
helsta málió
„Mitt helsta baráttumál er sjálf-
stæði þjóðarinnar, friðarvilji hennar
og verndun náttúru landsins,” sagöi
Alfheiður Ingadóttir. „Ef leiftur-
sóknarliöið fær yfirhöndina í stjórn
landsins munu bresta hér upp allar
gáttir fyrir stóriðju og aukin hern-
aðarumsvif á hafinu umhverfis
landiö. Það hefur sjaldan veriö mikil-
vægara að berjast gegn her í landi og
ásókn erlendra auðhringa í auðlindir
okkar. Þar er Alþýðubandalagið eitt
til vamar.
I vor verður fyrst og fremst barist
um það hvemig mæta skal samdrætti í
þjóöarframleiðslu. Á að velta byrðun-
um yfir á launafólk, skera niður féiags-
lega þjónustu, hafna félagsiegri
ábyrgð í húsnæðismálum og atvinnu-
málum? Á aö leiöa atvinnuleysi yfir
þjóðina? Hér er Alþýðubandalagið
einnig eitt til vamar fyrir atvinnu og
auknum jöfnuðu fyrir landsmenn.”
Álfheiður Ingadóttir fæddist í
Reykjavík 1951, hún er líffræðingur að
mennt og hefur starfað um fimm ára
skeið sem blaöamaður á Þjóð-
viljanum. Hún er varaborgarfulltrúi
Alþýðubandalagsins í Reykjavík.