Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1983, Blaðsíða 40
KLETTA
kjúklingur
í KVÖLDMATINN
HEILDSÖLUSÍMI 21194
Skákmótið í Hollandi:
Kortsnoj vann
Friðrik
glæsilega
— sjá skákina
íheildábls. 32
Friörik Olafsson fór halloka fyrir
"varaheimsmeistaranum” Viktor
Kortsnoj í 10. umferð, sem tefld var í
gær. Haföi Kortsnoj hvítt og tefldi
vasklega, fórnaöi manni þegar í 13.
leik og gjörsigraði Friörik í 24 leikjum.
Hulak vann Scheeren, jafntefli geröu
Nunn og Seirawan, Hort og Van der
Wiel, Ribli og Andersson, Ree og Kuli-
kowski en skák Speelmans og Browns
fór í biö. Staðan eftir 10 umferöir er
þá þessi: 1. Andersson meö 7v., 2.
Nunn 6v., 3. Ribli 5v. og biö, 4.-5: Hort
og Hulak 5,5 v., 6. Brown 5v. og biö, 7.-9.
Friörik, Seirawan og Kortsnoj 5v.
Þrjár umferðir eru eftir og teflir Frið-
rik gegn Hort, Ribli og Hulak. BH.
Prófkjör haldið
25. og26.
— hjá sjálfstæðis-
mönnum á Reykjanesi
Prófkjör Sjálfstæöisflokksins í
Reykjaneskjördæmi fer fram dagana
26. og 27. f ebrúar næstkomandi.
Þátttökurétt í prófkjörinu hafa allir
stuöningsmenn flokksins sem
kosningarétt hafa í næstu alþingis-
kosningum svo og félagsbundnir sjálf-
stæöismenn á aldrinum 16—20 ára.
Kjör fer þannig fram aö hver þátttak-
andi merkir fyrir framan nöfn
frambjóðenda með tölustöfunum 1—5.
Urslit prófkjörsins verða bindandi
fyrir þá frambjóöendur sem fá yfir
50% atkvæöa og ef þátttaka verður
þriðjungur af fylgi flokksins í síöustu
kosningum eða meira. Framboðs-
frestur í prófkjöriö rennur út á hádegi
laugardaginn 5. febrúar.
-ás.
Aðalframkvæmda-
stjóri Sameinuðu
þjóðanna í opin-
bera heimsókn
Javier Perez de Cuellar, aðalfram-
kvæmdastjóri Sameinuöu þjóöanna,
kemur í opinbera heimsókn til Islands í
vor; dagana8.tilll. apríl.
Aöalframkvæmdastjórinn mun
heimsækja Noröurlöndin fimm og er
Island fyrsti áfangastaöurinn. —FG.
LOKI
Nú ætti Davíð að taka í
notkun rafmagnsstrætóa.
27022 AUGLÝSINGAR SÍDUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11
86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14
Frjálst,óhá5 dagblaö
FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1983.
Hundrað manns
verdur sagt upp
— Corgolux hefurtapad 75% afhlutafé
tvö hundruð starfsmönnum Cargo- inn var um áramót, var ákveðiö aö
lux sagt upp störfum. minnka verömæti hlutabréfa félags-
Undanfarná mánuöi hefur veriö ins um 75% vegna mikils tap-
mikill skortur á verkefnum fyrir rekstrar. Var hlutaféð minnkaö úr
vélar félagsins, en þaö á nú tvær 400 milljónum franka í 100 milljónir,
Boeing 747 og tvær DC 8 þotur. Fram en síöan verður það aftur aukið í 700
til þessa hafa allar vélarnar verið í milljónir franka og mun þá ríkis-
notkun í tilfailandi verkefnum og bankinn í Luxembourg í samvinnu
reglubundnu flugi til Hong Kong og við aöra banka gerast hluthafi í
Bandaríkjanna. En ákveðið hefur félaginu. Þegar og ef sú hlutafjár-
veriö aö leggja þremur vélum á breyting er endanlega frágengin
næstunni þannig að aðeins ein mun eignahlutur Flugleiða í Cargo-
Boeing 747 verðiáfram í rekstri. lux verða um 4%. Fyrir þessa breyt-
Á aðalfundi félagsins, sem hald- inguáttuFlugleiöir25%hlutafjár.
ÖEF
Um eitt hundrað starfsmenn
Cargolux 1 Luxembourg geta átt von
á uppsögnum um næstu mánaðamót.
Hér er um að ræða skrifstofufólk,
flugvirkja og flugmenn og er ljóst aö
margir Islendingar veröa í þeim
hópi. Samkvæmt heimildum DV
verður endanleg ákvöröun um upp-
sagnir tekin á föstudag.
I flestum tilfellum hafa flug-
virkjar og flugmenn 4 til 6 mánaöa
uppsagnarfrest þannig að upp-
sagnirnar taka ekki gildi fyrr en 1
sumar. Síöastliöiö haust var hátt í
íþróttafélögin í Eyjum
í pólitískum slag
vegna húsakaupa:
TýrogÞór
takastá í
bæjarstjórn
Stuöningsmenn íþróttafélaganna
tveggja í Vestmannaeyjum, Týs og
Þórs, takast nú á utan íþróttavallarins
— á pólitíska sviðinu. Deilt er um kaup
á húsi sem bærinn á.
Upphaf málsins er þaö aö íþrótta-
félagiö Þór gerir bæjarstjórn tilboð í
svokallað Steinker-hús. Tilboöiö hljóö-
ar upp á 300 þúsund krónur sem greið-
ist meö þriggja ára skuldabréfi meö 20
prósent ársvöxtum. Gjalddagi einu
sinni á ári, sá fyrsti eftir eitt ár.
Tveimur dögum eftir aö tilboö Þórs
er komið fram skrifar Týr bæjarstjóra
og lýsir yfir áhuga á að leigja eða
kaupa þetta sama hús.
Hiö umdeilda hús er gjöf frá Dönum
eftir gosið 1973. Þar til í vetur var þaö
notaö sem skóli. Þór hyggst nota þaö
sem félagsheimili. Týr á hins vegar
fyrir húsnæöi sem þaö hefur notaö sem
félagsheimili.
Eftir að bæjarráö samþykkti á
siðasta fundi sínum aö fela bæjarstjóra
að ganga til samninga viö Þór á grund-
velli tilboðsins blossuðu upp deilur í
Eyjum. Stuðningsmenn Týs geta meö
engu móti sætt sig við aö Þór fái húsiö
á hinum góðu kjörum. Þeir hafa einnig
bent á þá staðreynd aö meirihluti
þæjarráðs er skipaður dyggum
stuðningsmönnum Þórs.
Málið veröur tekiö fýrir á fundi
bæjarstjómar í kvöld. Stuöningsmenn
Þórs eru einnig i meirihluta í bæjar-
stjóminni, eru fimm talsins en
stuöningsmenn Týs eru bara tveir.
Tveir bæjarfulltrúar eru taldir standa
utan við íþróttafélögin.
-KMU/FÓV, Vestmannaeyjum.
ísafjörður:
Snjómokstur
íHoltahverfi
Snjóflóðahætta var talsverð i
Holtahverfinu nýja á ísafirði um
helgina og fólk jafnvel flutt úr
húsum sínum. Snjórinn hefur nú
minnkað og ástandið batnað en
nóg var að moka um tima.
DV-mynd:Valur Jónatansson,
Ísafirði.
Ágreiningur íforystuliði Framsóknarf lokksins vegna kjördæmamálsins:
Tómas og Steingrímur ósam-
mála um meðaltalsaðferðina
„Nei, ég hef ekki gagnrýnt störf
Steingríms í formannanefndinni.
Hann hefur haldiö fram sjónar-
miðum Framsóknarflokksins, til
dæmis gagnrýnt þaö fyrirkomulag
sem formenn hinna flokkanna hafa
stofnaö til og óskaö eftir meiri breidd.
í viðræðunum.” Þetta sagði Tómas
Arnason í samtali við DV í morgun.
Samkvæmt blaðaviðtölum undan-
farna daga virðist kominn upp
ágreiningur í forystuliði framsókn-
armanna um leiðir í kjördæmamál-
inu. Tómas er óánægður meö svo-
kallaöa meöaltalsaðferð til að reikna
út hvaða þingmenn næðu kjöri. Stein-
grímur Hermannsson segir þá sem
fordæma aðferðina ekki skilja hana.
, jEg er fylgjandi því að reynt verði
að ná heildarsamkomulagi í kjör-
dæmamálinu,” sagði Tómas. „Það
þarf að leggja til grundvallar
ákveðnar forsendur. Haga þarf laga-
setningunni þannig að leiði til skil-
virkrar stjórnar á málefnum lands-
ins. Þjóðinni verði þjappað meira
saman í stað þess að stía henni í
sundur. I ööru lagi aö landsbyggðin
hafi tiltölulega fleiri þingmenn. Hafa
ber í huga að Reykjavik eru tryggð
ákveðin réttindi, staðsetning ríkis-
stjómar, Alþingis og margra ann-
arra mikilvægra stofnana. I þriöja
lagi er nokkur hætta á því að lands-
byggðin dragist of mikiö saman. I
stjórnarskrárlögum þarf frekar að
styrkja hana en hitt.
Eg er þeirrar skoðunar að ef menn
viðurkenna þær forsendur að lands-
byggöin eigi að hafa hlutfallslega
meira vægi atkvæöa þá sé eölilegt aö
flokkur, Framsóknarflokkurinn eða
annar, fái tiltölulega fleiri þing-
menn.” En hafa ekki þær forsendur
veriö lagöar til hliðar? „Eg tel þaö
ranga skoðun og á vissan hátt hættu-
lega.” Ertu tilbúinn til aö fallast á
einhverja breytingu? „Þetta hlutfall
hefur veriö ákveöið. Flokksþing
Framsóknarflokksins hefur sam-
þykkt aö það eigi að haldast.” Ætl-
arðu þá að greiöa atkvæði gegn þess-
um tillögum? „Ég tjái mig ekki um
það á þessu stigi. Eg vil bara koma
fram sjónarmiðum sem ég tel að eigi
réttásér.” JBH