Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1983, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIO—VÍSIR 36. TBL. —73. og 9. ÁRG. — LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1983. ITSTJÓRN SIMI 8661 , óháð dagblað Par dvelja stórmennin ryhfaiHn og gleymd Á Þjóðminjasafni, í litlu gluggalausu herbergi fyrir ofan Bogasal, er hópur manna saman kominn. Þetta eru rúmlega þrjátíu manns, allt karlar utan ein kona. Einn stendur tíguleg- ur fremst, næst sitja sex menn báðum megin við hann í einfaldri röð. Hinir standa í hnapp fyrir aftan. Það er vandlega búið um fólkið. Það er hulið plasti frá toppi til táar,eða öðrum hlífðarábreiðum. Samt hef- ur þaö látið á sjá og er ryk- fallið og upplitað, þar sem það starir tómum augum út í bláinn. Þetta er ekki „alvöru fólk”. Þetta eru brúðumar í vaxmyndasafninu svo- kallaða sem Öskar Hall- dórsson útgerðarmaður og börn hans stofnuðu og gáfu ríkinu árið 1951. Þá var safninu komið fyrir í Þjóðminjasafni til sýnis og þar stóðu brúðumar uppi um 15 ára skeið. En þá voru þær teknar niður og komið fyrir uppi í fyrmefndu her- bergi. Og þar eru þær enn. Og svo virðist sem enginn viti hvað eigi að gera við þær. Forráðamenn Þjóðminja- safnsins segja brúðumar ekki eiga heima á safninu því að ekki séu þær lista-' verk, ekki fomgripir og því síður gamlar þjóðminjar. Helst ættu þær heima á náttúrugripasafni, bæta þeir við. En hvað á að gera við vaxmyndasafnið og hvað verður um þaö? Við rifjum upp tilurð safnsins og sögu þess. Og leitum til mennta- málaráðuneytis sem vax- myndasafnið heyrir undir. — sjii bls. 2 ojí 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.