Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983. 3 /Výtísku hvalsprengjuskutull. Það var Sven Foyn, norskur hvalfangari, sem fann þetta tæki upp seint á nítjándu öldinni og við þá uppgötvun urðu þáttaskil í hvalveiðum. Tœki Foyn hefur verið notað allt tH þessa dags með nokkrum endurbótum. í oddi skutulsins er sprengja sem þeytir ýmsu járnarusli um hval- inn þegar hann er hæfður og styttir það dauðastríð hans að mun frá þvi sem var þegar hvalir voru skutlaðir með hálfgerðum fornaldarspjótum. misjafnt hvað járnaður hvalur lifði lengi. Oftast dó hvalurinn innan þriggja sólarhringa frá því að skutull- inn hæfði hann en fyrir kom að hvalir lifðu mun lengur Hinir járnuðu og dauöu hvalir voru svo rónir uppi þar sem góð fjara var og aðdýpi. Komu þá allir hreppsbúar sem verkfærir voru til að skera hvalinn. Fyrst var skutullinn skorinn úr en síðan hófst starfið við sjálfan skurðinn. Spikið var látið sér og rengið sér. Mörinn var jafnan látinn í hreina báta. Þegar búið var að skera var spik og rengi vegið. Síðan var hval- skrokknum deilt niður á nef hvert í öll- um hreppnum. Kjötinu og undanflátt- unni var og skipt í köst en mörinn mældur í ílátum og deilt niður á sama hátt. Þetta er í meginatriðum sú hvalveiðiaðferð sem notuð var um margar aldir við Islandsstrendur. Það var svo ekki fyrr en erlendir hvalveiði- menn fóru að sækja hingað að nokk- urra breytinga fór að gæta í veiðiað- ferðum okkar. Þær þróuðust smám saman og tæknivæddust eftir því sem leið fram undir lok síðustu aldar. Verð- ur nú vikiö að þætti erlendra aðila í hvalveiðisögu Islendinga. Hvalveiðistríð Spánverja við ísiandsstrendur I ýmsum erlendum ritum um hvalveiðar, þar sem skráö er yfirlit um veiðar Spánverja og Frakka, en þeir eru taldir vera fyrstu menn til að reka hvalveiðar sem atvinnuveg en ekki aöeins til „heimilisnota”, er fullyrt aö þeir hafi verið famir að sækja mjög á Islandsmið þegar á sextándu öld. Á þetta einkum við um baska sem jafnvel eru sagðir hafa komið sér upp bækistöövum á Islandi á þessum tim- um. Er Grundarfjörður á Snæfellsnesi sérstaklega nefndur sem aösetursstað- ur þeirra. Hinsvegar er hvergi getið um það í íslenskum heimildum að Spánverjar hafi stundað hér veiöar fyrr en komið var fram á sautjándu öld. Það er fyrst árið 1613 sem innlend- ir annálar nefna veiðar þeirra á nafn. I Skarðsannálsegir: „Lágu spánskir hvalskutlarar kringum allt Island á 18 skipum, gerðu glettingar sumstaðar. Einir fyrir Vest- f jörðum fengu hafvillu, sigldu í vestur- höf, rötuðu í ís, voru í honum 9 daga, komu að Grænlandi (sem sumir halda) með hörkubrögðum. Skutu landsmenn af þeim 3 menn til dauðs með sínum bogum og beinpílum, en hinir spönsku sáu þó engan, héldu síðan með það frá landi, og sögðu happ, og sem fram á sjó komu sáu þeir ógrynnislið á landi. Þeir sigldu síöan til Islands, undu upp skip sitt og gerðu að því, sem lest var orðið, héldubrott um vetumætur”. Það mun mega fullyrða að spænskir hvalveiðimenn hafa ekki tekið sér fastar bækistöðvar hér á landi fyrr en tilgreint ár 1613. Má líklegt telja að stjórnvöldin hefðu ýfst við bólfestu þeirra ef svo hefði verið og það komið fram í fyrri annálum. Víst er að ekki líður á löngu þar til hefjast hróp og kveinstafir út af framferði Spánverja eftir að þeirra getur í heimildum. Er svo að sjá að þeir hafi farið með grip- deildum og nokkrum gauragangi. Brá danska stjórnin hart við og mun hafa ákveöið að flæma brott hina óvel- komnu gesti sem teknir voru aö gera sig heimakomna á Islandsmiðum. Fór svo að hinn þrítugasta apríl 1615 gaf Kristján konungur fjórði út bréf um Spánverja sem kynnu að vekja óspekt- ir á Islandi eöa í haf inu kringum það og úrskurðaði þá rétttekna og réttdræpa. Ekki leið á löngu þar til Islendingar tóku að „haga sér og hegða” sam- kvæmt konungsbréfi þessu — og það heldur freklega. Vorið 1615 komu Spánverjar hingaö til lands allfjöl- mennir svo sem verið hafði næstu tvö árin á undan. Þetta var hafísvor mikið og er þess getið að sextán spænsk hvalveiðiskip hafi legið norður af Hornströndum er ísinn rak á þau. Virð- ist mega ráða af heimildum að tveir bátar með samtals þrettán mönnum hafi hrakist frá hvalveiðiflotanum að landi á Ströndum. Bátsmenn voru þjakaöir eftir hrakninginn en fengu engu að síður verstu viðtökur hjá Islendingum. Hefur verið búið að æsa landsmenn upp gegn Spánverjum. Tóku Strandamenn til þess miður drengilega bragðs að fara aö mönnum þessum til að drepa þá. Liösmunur var mikill, þrjátíu gegn þrettán þrekuðum Spánverjunum, en þó fór svo að Strandamenn flýðu og urðu sumir sárir. Munu bátar þessir síðan hafa legið við Strandir fram eftir sumri án þess að frekari skærur yrðu að sinni. En nálægt miðju sumri komu þrjú hvalveiðiskip inn á Reyðarfjörð, lík- lega til að leita uppi þessa tvo báta sem villst höfðu frá þeim. Voru þá viösjár miklar með Spánverjum og Islending- um og hvalveiðimenn létu halda sterkan vörð í öllum skipum sínum hverja nótt. Fleiri heimildir geta álíka skæra af hálfu Islendinga í garð spænskra hvalveiðimanna þetta sumar en við látum þetta dæmi nægja. Að ári liðnu — 1616 — stefndu spænskir baskar svo hvalveiðiskipum sínum enn á ný á Islandsmið og þóttust hvergi smeykir þrátt fyrir miður góöar viötökur heimamanna sumrin áður. En nú reyndist þeim erfiðara um vik. Vegna atburöanna árið áður voru hvorki meira né minna en tvö dönsk herskip við Islandsstrendur, sem virðast sérstaklega hafa verið send þangað til aö hefta veiðar Spánverja. Er svo að sjá af heimildum sem tekist hafi á skömmum tíma að flæma burt frá landinu öll spænsk hvalveiðiskip. Og víst mun það vera aö aldrei framar höfðu spænskir baskar hér f astar bæki- stöðvar né héldu úti veiðum eftir þetta. Enda fór líka mjög að halla undan fæti fyrir þessum atvinnuvegi baskanna og aðrar þjóðir, Hollendingar og Bretar, tóku f orystu alla um hvalveiðar. Hollendingar og Bretar taka forystuna Sextánda öldin var mikill byltingatími í heimi farmennsku og fiskiveiða. Sjóleiðin til Indlands var nýfundin, Ameríka sömuleiöis. Smám saman tóku menn að gera sér nokkra grein fyrir stærð og lögun jarðar. Nýir möguleikar í verslun og viðskiptum blöstu við augum dugandi manna, en allar leiðir til fjár og fremdar lágu yfir úthöfin. Það voru stofnuð fjölmörg verslunarfélög og óteljandi skipafélög. Gerðir voru út leiðangrar til að finna ný lönd eða nýjar sjóleiðir til áður þekktra landa. Og nýjar og ónýttar hvalaslóðir fundust. Hinar gömlu siglingaþjóðir, Spánverjar og Portúgalsmenn, höföu ekki bolmagn lengur til að halda for- ystunni á hafinu. Sú forysta féll í hendur Hollendingum og Bretum. Það voru líka Hollendingar og Bretar, sem tóku forystu um hvalveiðamar þegar kom fram yfir 1600. Þeir ráku veiðamar af miklu kappi og gerðu þær að langtum stór- felldari atvinnuvegi en þær höfðu áður verið. Ráku báðar þessar þjóðir mjög umfangsmiklar hvalveiðar við Sval- baröa alla sautjándu og átjándu öldina. Er af þeim veiðum mikil saga, sem ekki verður rakin hér, þar sem hún snertif lítið Island. Þess verður þó að geta, að á þessu tímabili urðu veru- legar framfarir í veiðiaöferðum og út- búnaöi skipa. Framan af þessu umrædda tímabili var hvalveiðin stunduð með hinni gömlu aðferð. Notaöir vom litlir róðrarbátar, handskutull og lensa. En árið 1731 var gerð stór uppgötvun. Það ár varð skutulbyssan til. Menn fóru að skjóta skutlinum úr „kanónu”, sem sérstaklega var til þess gerð. Eins og oft á sér stað um merkar uppgötvanir, var nokkmm erfiðleikum bundiö að ryðja nýjunginni braut í fyrstu. Miklu olli það, að skutulbyssan var helst til óörugg til að byrja með, svo að margir töldu hentara að hlíta hinu gamla lagi. En árið 1771 eða 1772 var skutulbyssan endurbætt vemlega, svo að upp frá því þurftu menn ekki að vera í vafa um yfirburði hennar yfir handskutulinn. Þegar leið að lokum átjándu aldar tóku Englendingar einir forj’stuna um hvalveiðarnar. Hið opinbera studdi veiðamar með háum styrkjum eða verðlaunum. Sem dæmi um skipaf jöld- ann skal þess getið að á tímabilinu 1750 til 1788 lögðu samtals um þrjú þúsund hvalveiðiskip úr enskum höfnum, eða að meðaltali um áttatíu skip á ári. Hvalveiðiskipum Englendinga fjölg- aði þó enn um aldamótin og á fyrri hluta nítjándu aldar. Árin 1810 til 1818 gengu hundrað til hundrað og fimmtíu skip árlega til hvalveiða í norðurhöf. Fengu þau oft mjög góðan afla og at- vinnuvegur þessi stóð í blóma. Um 1820 fór að verða vart viö það, að hvölum hafði fækkað. Árið 1830 var svo komið, að höfin í nánd við Svalbarða vom hvallaus með öllu. Minnkaði nú afli hinna bresku hvalveiðiskipa ár frá ári, uns svo kom, að útgerðarfélögin urðu að hætta hvert á fætur öðru. Þó héldu Bretar úti nokkrum hvalveiöiskipum alla nitjándu öldina, en síöari helming aldarinnar voru hvalveiðar þeirra að- eins svipur hjá sjón, miðað við það, semáðurvar. Ameríkumenn lerta á Indlandsmið Uti fyrir ströndum Norður-Ameríku hafa verið hvalamið auðug svo lengi, sem sögur fara af. Strax og Amerikuþjóðum óx fiskur um hrygg tóku þær að hagnýta sér þessi gæði. Tóku Bandaríkjamenn brátt foryst- una. Um aldamótin 1700 er hvalveiði- skipa frá Ameríku fariö að gæta nokk- uð, einkum á slóðum búrhvalsins, en hann var það hvalakyn, sem Ameríku- menn veiddu langmest. Fyrst fóru veiðar þessar aðallega fram inni á fjörðum og flóum, en um 1750 hófst búrhvalaveiöi Bandarikjanna úti á opnu hafi, og bar þegar í stað mikinn árangur. Skipin stækkuðu, og stöðugt var leitað á fjarlægari slóðir. Hvalveiðiskip Ameríkumanna flengd- ust fram og aftur um Atlantshafið. Ariö 1770 áttu Bandaríkjamenn hundrað tuttugu og fimm hafskip til hvalveiða. Þau árin náöi búrhvalaveiði þeirra hámarki. Siðan kom frelsis- stríðið, Englendingar tóku hávaðann af skipum þessum traustataki, eða sokktuþeim. Eftir að styrjöldinni lauk komu Bandaríkjamenn sér upp hvalveiði- flota að nýju. Þeir veiddu búrhvalinn sem áður, en tóku nú einnig að fást við ýmsar aðrar hvalategundir. Mátti heita, að þeir leituðu hvala um öll höf heimskautanna á milli, enda gerðust þeir nú stórvirkari við hvalveiðar en nokkur þjóð hafði áður verið. Helgarfargjöld kn 4.514 Söluskrifstofur okkar, umboðsmenn og ferðaskrifstofurnar veita allar upplýsingar um m.a.ferðatilhögun, hótel og bílaleigubíla. I ■■ «i» * *miöað cr við gcngi 10.2. ’83 r&kxtw- Glas gow^S, var einu’' „ sinni kölluð verslunar/_ miðstöð js is lendinga vegna tiðra terða okkar til Skotlands.Þægilega stuttar flugferðir /S á góðu verði. /S Glasgow hefur ekki breyst.Borgin er ennþá fS skemmtilegt sam bland afgamalli og nýrri hefð. Þar blandast saman gamall byQgingarstill.veitingastaðir og bjór krár i ^Tgömlum.klassiskum stil.og nútíma tækni á sviði verslunar - og við. skipta. Það sér eng.inn fZ eftir ferð um skosku hálöndin. Skotar telja sig vera ná granna okkar og vini og vilja eiga í okkur hvert bein^ Þeir eru gestrisnir^með afbrigðum og góðir heim að sækja. Fáðu upplýsingar hjá Flug leiðum eða ferðaskrifstofumum^Sferðirtil Glasgow. FLUGLEIÐIR Gott fölk hjá traustu félagi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.