Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983. 5 Ein af minjum hvaiveiöa Norðmanna við isiand ar ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu. Það hús átti Hans Eiiefsen hvalfangari sem rak fyrirtæki sitt við Önundarfjörð um siðustu aldamót. Hann var mætur vinur Hannesar Hafsteins, þáverandi sýslumanns í ísafjarðarsýsiu. Þegar Ellefsen hætti hvalveiðirekstri sínum að Sólbakka i önundarfirði ánafnaði hann isienska ríkinu húsið. Það var flutt i einingum tii Reykjavikur og sett upp sem fyrr segir við Tjarnargötu — og fyrsti ibúi þess var jafnframt fyrsti ráðherra íslands, Hannes Hafstein. I megindráttum var verkefni hinnar níu manna áhafnar að leita uppi hvali, skjóta þá, dæla því næst lofti inn í þá og draga aö landi. Utbúnaður byssanna sem notaöur voru, var í stuttu máli þessi; fyrst var sett í þær sterk púöur- tegund (jafnan kallað kanónupúður), þá var byssan forhlaöin, það er fyrir framan púðriö var troðið tógverki eða ööru álíka, síðan kom hvalskutullinn. Á fremri enda hans voru svonefndir flangar sem réttust þegar í hvalinn kom. Sprengikúlan var skrúfuö fram á skutulinn. Var hún full af púðri og ,ýmiskonar jámarusli. Þegar vo skutullinn kom í hval, sprakk þessi járnkúla og tvístraði járnaruslinu víðsvegar um hvalinn. Þegar búið var að leita hval uppi og skjóta hann og dauðastríði hans var lokið var loftinu dælt inn í hann. Með því var tryggt að hann sykki ekki þótt hann slitnaði frá í vondum veðrum. Að þessu loknu lá ekki annað fyrir bátsverjum en aö binda hvalinn við síðuna og leita þann næsta uppi. Aðgætum þá starfann í landi. Á Sólbakka þurfti Ellefsen að sjálfsögðu að reisa mikil og merkileg mannvirki á þess tíma mælikvarða. Stærsta húsið var verksmiðjan þar sem mjölið og lýsið var unnið úr hvalnum. Þar voru ýmsar vélar, flestar mjög fullkomnar og gengu þær allar fyrir gufuafli. Þegar komið var með hval að landi var hann dreginn aö sérstakri braut eða rennu sem lá framan úr flæðar- málinu og upp á plan mikið þar fyrir ofan. Síöan var hvalurinn dreginn með gufuafli eftir brautinni og upp á planiö. Þar var hann skorinn eða flensaður eins og það starf var kallaö. Þegar spikræmurnar voru orðnar lausar á hvalnum tók annað gufuspil við og dró þær upp á svonefnt spikplan. Þar voru þær settar í sérstaka rennu en við enda hennar var allstórt hjól sem snerist í sífellu. Við hjól þetta voru festir tveir voldugir hnífar, ekki ósvipaðir heljar- stórum hefiltönnum í laginu. Brytjuðu þeir spikið niður í örþunnar smáflisar. Kjötið var soðið í stórum gufukötlum og síðan þurrkað eftir að allt lýsi hafði verið unnið úr því. Þegar búið var að sjóða kjötið og það hafði verið tekið úr kötlunum var því mokaö upp í stóra og volduga kvörn sem geröi úr því fíngert mjöl. Eftir að allt kjötið haföi verið skorið utan af beinunum voru þau dregin þangað sem beinahnífurinn stóð. Þar voru þau höggvin og soðin á líkan hátt og kjötið. Siöan voru þau möluð og mjölið sett í poka. Beinamjölið var alltaf haft sér, enda eingöngu notað sem áburður, en kjötmjölið þótti einnig hið besta skepnufóður. Á meðan Eilefsen rak fyrirtæki sitt á Sólakka í önundarfirði hafði hann venjulega um fjörutíu tU fimmtíu Islendinga í vinnu hjá sér og var því einn af mestu atvinnuveitendum lands- manna. Mikið var sótt í hvalvinnsluna og var hún vinsæl þrátt fyrir mörg óþrifaleg störf er henni fylgdu. Þar réð mestu að Ellefsen, svo og flestir aðrir norskir hvalfangarar við Island, borguðu hátt kaup og aUt var greitt í beinhörðum peningum. Hömiuiaus ofveiði tugs hvalveiðibáta. Svo þráðurinn sé aö nýju tekinn upp í hvalveiðisögunni viö Island þá bættist þeim hvalföngurum Amlie og Ellefsen brátt samkeppni frá heimalandi þeirra. Árið 1890 kom næsta hvalveiðifélag tU Islands. Þaö var Lauritz Berg og félag hans Viktor. Það tók sér bólfestu við norðurströnd Dýra- fjarðar þar sem nú heitir að Höfða. Fyrirtæki Lauritz blómgaðist vel, rétt eins og hin tvö norsku fyrirtækin sem fyrir voru. Og þar með var skriðan oltin af stað. Hvert félagiö af ööru sótti um leyfi tU hvalveiða við Island. Arið 1892 var stofnað hlutafélagið Tálkni. Þaö tók sér bólfestu í Tálknafiröi og var í eigu Jakob nokkurs Odland. Árin 1895 til 1900 bættust allmörg hvalveiðifélög í hóp þeirra, sem fyrir voru hér á landi. Enn um sinn stefndu hugir manna tU Vestfjarða og þar voru stöövarnar settar niður. Árið 1895 var stofnað í Kristjaníu hlutafélagið „Harpunen”. Fram- kvæmdastjóri var ráðinn Carl F. Herlofsen. Félag þetta tók sér bólfestu íÁlftafirðivestra. Um sama leyti hóf Marcus Bull hvalveiðar frá Hesteyri, undir félags- nafninu „Brödrene BuU”. Þessi árin stofnuðu útgerðarmenn í Tönsberg „Dansk hvalfangst- og fiskeriaktieselskabet”, sem kom sér upp h valveiðistöð í VeiðUeysufirði. Loks er að geta þess hvalveiða- félagsins, sem var íslenskt að mestu eða öUu leyti. Það var hvalveiðaútgerö Ásgeirs G. Ásgeirssonar kaupmanns á Isafirði. Hann valdi hvalveiðistöð sinni stað í Seyðisfirði í Isaf jarðardjúpi. Eins og nokkuð má sjá af þvi sem nú hefur verið sagt, var það enginn smá- ræðis hvalveiðifloti sem hér hafði bækistöðvar sinar er Uða tók að aldarlokum. Árið 1900 veiddu tuttugu og þrír hvalveiðibátar samtals átta hundruð tuttugu og þrjá hvali. Það kom enda brátt í ljós að veiðisvæðiö út af Vestfjörðum þoldi engan veginn þennan mikla flota. Urðu hvalbátarnir því brátt að sækja norður og austur meö landi, aUt tU Langaness og eins suður fyrir Reykjanes, jafnvel austur að Vestmannaeyjum. Smám saman fóru að heyrast raddir um það að hag- kvæmast væri að flytja stöðvarnar tU Austfjarða til þess að losna við þennan langa og erfiða flutning á hvalnum. Hans EUefsen á Sólbakka varð fyrstur til að framkvæma hugmyndina um hvalveiðistöð á Austfjörðum. Hann flutti með stöð sína að Asknesi við Mjóafjörð. Aðrir fylgdu fordæmi hans og ekki leið á löngu þar tU alUr þeir hvalfangarar er áður höfðu rekið stöðvar sínar á Vestfjörðum voru sestir að á Austf jörðum. Árið 1910 var hvalveiðiflotinn oröinn stærri en nokkru sinni áður eða síðar, samtals þrjátíu og tvö skip. Það var því ekki að ástæðulausu að veiðinni tók að hraka. Vegna hömlulausr- ar ofveiöi var hvalurinn að ganga tU þurrðar við Island. Sagan frá Noregi þremur áratugum fyrr var að endur- taka sig. Meö hverju ári sem leið minnkaði nú veiðin svo þar kom að aUar hvalveiðistöðvarnar sex sem um þetta leyti voru starfræktar við Island voru reknar með tapi. Ævintýrið var úti. Veiðarnar hlutu að leggjast niður. Það var því heldur seint í rassinn gripið af Alþingis hálfu, er það samþykkti lög árið 1913 um algera friðun hvala og bann við því að hvalveiðimenn hefðu bækistöðvar sínar á Islandi. Skyldu lög þessi öðlast gUdi fyrsta október 1915. Þá voru nokkur ár liðin frá því hvalveiðar við Island höfðu lagst niður af sjálfu sér. Endaiok hvalveiða við ísland Þegar hvalf riðunarlögin höfðu staðið í allmörg ár, fór árangur friðunarinnar smám saman að koma í ljós. Arið 1928 var lögunum breytt á þann veg að stjómvöld máttu veita einstökum mönnum og félögum sérleyfi til hvalveiða um tíma. Fór svo að hvalveiðar hófust að nýju hér við land en það var árið 1935. Var hvalstöðin staðsett í Tálknafirði. Eigendur voru íslenskir. Veiðarnar stunduðu tveir til þrír bátar og var þeim haldið áfram til ársins 1939 er þær lögöust niður vegna heimsstyrjaldarinnar. Að undanteknu fyrsta árinu, þar sem ef til vill var um einhverja byr junarörðugleika að ræða, var ársveiðin bærileg, þetta fjörutíu til fimmtíu hvalir á bát og var greinilegt að stofninn hafði rétt allmikið við á þeim tuttugu árum sem hann hafði verið friðaðuraflslendinga hálfu. Sem fyrr greinir lögðust hvalveiðar hér viö land niður á stríðsárunum. Þær hófust að nýju árið 1948 er fyrirtækiö Hvalur hf. hóf starfsemi sína. Hvalstöð þessersemkunnugterstaösett íHval- firði. Þau þrjátíu og fimm ár sem stöðin hefur starfað hafa að jafnaði fjórir hvalveiðibátar verið gerðir út frá henni og hefur hver þeirra veitt um hundrað hvaii á vertíð. Mestur hluti af þeim afla hefur verið lang- reyðar. Fastráðnir starfsmenn Hvals hf. hafa hin síðari ár veriö um fimmtíu en allt að tvö hundruð og fimmtíu yfir háannatimann á sumrin. En nú sér fyrir endann á starfsemi Hvals hf., sem og allra annarra hvalveiöa viö Island svo sem hrefnuveiöa sem um árabil hafa verið stundaðar af sjómönnum víðs vegar um landið. Eins og öllum er kunnugt á- kvað Alþingi með eins atkvæðis mun að mótmæla ekki hvalveiðibanni því er Alþjóðahvalveiðiráðið samþykkti á síðastliðnu sumri að taka skyldi gildi að fjórum árum liðnum. Þykir því sýnt að margbrotinni hvalveiöisögu Islendinga og annarra þjóöa við landið ljúki frá og með árini 1986. Síðasta vígi hvalveiða á Islandi — hvalstöðin í Hvalfirði — mun þar með leggja upp laupana. Skip hennar seld í brotajárn og verksmiðjuhúsin látin drabbast niður ellegar rifin að grunni. Þar verður að sjá, að nokkrum árum liðnum, síðustu minjar þess að hvalur hafi verið skorinn í landinu. -SER tók saman úr dagblöðum, timaritum, Öldinni sem leið og öldinni okkar og ýmsum ritum Gils Guð- mundssonar. Slgmundur Ernir Rúnarsson tók sainan nilANO UTBORGUN 20%, EFTIRSTÖÐVAR Á 10 MÁNUÐUM KOMIÐ OG SKOÐIÐ HÚSGAGNAVERSLUN GUÐMUNDAR SMIÐJUVEGI 2 — KÓPAVOGI SÍMI 45100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.