Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 21
Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Um þessar mundir standa yfir sýningar á myndinni Étum Raoul (Eating Raoul) í Regnboganum. Hér er um að ræða gamanmynd með háðskum undirtón sem er afkvæmi leikstjórans, handritahöfundarins og leikarans Paul Bartel. Bartel, sem fæddist í ágústmánuði 1938, hefur getið sér gott orð sem sjálfstæður kvikmyndagerðarmaður sem kann að gera þokkalegar kvikmyndir fyrir lítið fé. 1 nýlegu hefti af Monthly Film Bulletin var viötal við Bartel og fara hér á eftir valdir kaflar úr því í lauslegri þýðingu. Bartel stundaði nám í kvikmynda- gerð og leiklist við UCLA háskólann og lauk því á f jórum árum. Eftir það feröaöist hann um tíma í suðaustur- Asíu með leikflokk og gerði jafn- framt kvikmynd um ferð sína. Eftir aö Bartel sneri aftur til Bandaríkj- anna fékk hann Fulbright náms- styrk til að stunda framhaldsnám í kvikmyndagerð á Italíu, nánar til- tekið Róm. ,,Á þessum tíma var ég yfir mig hrifinn af ítalskri kvikmyndagerö,” sagði Bartel. „Ermanno Olimi var nýbyrjaður að gera kvikmyndir og ég var ekki síður hrifinn af verkum hans en þeirra Fellini og Antonioni. Marco Bellocchio var góður vinur minn á skólaárunum og hjálpaöi mér við aö „dubba” stutta mynd sem ég kallaði Progetti—The Plans. Falin myndavél Tveimur árum síðar, eftir að ég var laus úr herþjónustu, gerði ég myndina The Secret Cinema sem var fyrsta stutta myndin mín sem eitthvað kvað að. Enn í dag er þessi mynd í mestu uppáhaldi hjá mér fyrir utan Etum Raoul. Hún fjallar um líf ungrar stúlku sem falin kvik- myndatökuvél er látin skrá með góðri aðstoð vina stúlkunnar sem gera stöðugt grín að henni og reyna að láta hana líta út sem aumkunar- verðasta við flest tækifæri. Stúlkan ákveöur að leita ráða hjá sálfræðingi til að reyna aö finna skýringu á því hvers vegna allt gangi á afturfót- unum í lífi hennar, en hann reynist vera framleiðandi myndarinnar. Myndin var um 30 mínútna löng og var dreift í kvikmyndahús með stuttri mynd eftir Brian De Palma sem ég hef haldið kunningsskap við síðan þá. Myndin hans De Palma bar heitið Murder a la Mod. Þessa stundina hef ég mestan áhuga á að gera persónulegar kvik- myndir sem eru ekki of dýrar í f ram- leiöslu og þar sem ég fæ aö ráða því sem ég vil. Flestar kvikmyndir sem eru gerðar í Bandaríkjunum með litlu fjármagni af sjálfstæðum kvikmyndagerðarmönnum eru vasaútgáfur af „stórmyndum” Hollywood. Roger Corman hefur verið iöinn við að gera ódýrar eftir- líkingar af myndum eins og Alien og Star Wars á undanförnum árum. En það sem ég kann besta að meta við Etum Raoul er að hún er frábrugðin öllum öðrum bandarískum kvik- myndum semég veit um.” Gengur á ýmsu Meöan Bartel var í hernum vann hann að gerð kennslumynda og síðar vann hann á vegum Upplýsingaþjón- ustu Bandaríkjanna í Suður- Ameríku að gerð heimildarmynda. Einnig tók hann þátt í gerð auglýs-. ingamynda og skrifaði handritið að Cornucopia Sexualis fyrir vin sinn Chuck Hirsch og lék í myndinni. Árið 1968 leikstýrði Bartel 12 mínútna kynningarþætti um ólympíuleikana í Mexíkóborg og tveimur árum síöar gerði hann aöra stutta mynd, Naughty Nurse, sem var í gaman- sömum dúr. Það var svo ekki fyrr en 1972 að mynd í fullri lengd eftir Bartel leit dagsins ljós. Það var hryllingsmyndin Private Parts. „MGM hafði samning við Gene Corman, bróður Roger, þess efnis aö hann framleiddi fyrir þá ódýrar myndir sem þeir síðan dreiföu. Hug- myndin að Private Parts hafði fengið hljómgrunn hjá Jim Aubrey, þáver- andi forseta MGM, en eftir að yfirmenn söludeildar MGM sáu myndina þá vildu þeir ekkert með hana hafa. Þeir voru hræddir um að myndin kæmi óorði á MGM merkið. Þeir settu því annað nafn á myndina Hér sjást skötuhjúin Paul Bartel og Mary Woronov ásamt einu fórnarlamba sinna imyndinni Etum Raoul Maður er nefndur Paul Bartel títdráttur ár vidtali vid „B” in.ynda leikstjárann Paul Bartel sem hefur leikstýrt m.a. ÉTUM RAOUL, sem sýnd hefur verid í Begnboganum vid misjafnar undirtektir Hór heldur Paul Bartelá morövopninu sem kom mikiö við sögu i myndinni hans, Étum Raoul. sem framleiðanda, Premier Production, sem þeir höföu notað einu sinni áður, en það var fyrir myndina hans Antonioni Blow-up. Kappakstursmyndir „Eftir að Private Parts hafði verið stungið undir stól fór ég fram á við Roger Corman að hann leyfði mér að spreyta mig á leikstjórn aftur. Á þessum tíma vann Roger að mynd- inni Big Bad Mama (1974) og stóð valiö um leikstjóra á milli mín og Steve Carter. Carter varð hlutskarp- ari og ég spuröi þá hvort ég fengi ekki aðstoðarleikstjórastööuna því að ég haföi hug á að vinna við kvik- myndagerð áfram. Það gekk og okkur Carter tókst svo vel upp að Roger réð mig til að leikstýra Death Race 2000 (1975) vegna þess aö hann hélt ég væri svo mikill bílaáhuga- maður. Eftir á held ég að Death Race 2000 endurspegli betur per- sónuleika minn og hafi meiri létt- leika en Private Parts. Umsján: Baldur Hjaltason Cannonball (1976) var bara gerð peningana vegna. Það fékkst ekkert fjármagn til kvikmyndagerðar nema bíllinn væri í stærsta hlutverkinu. Eg hafði fengið orð á mig fyrir aö vera spennumyndaleikstjóri svo að enginn hafði áhuga á að fá mig til að leikstýra gamanmynd, ekki síst vegna þess að í Bandaríkjunum skynjaöi enginn gamantóninn sem var í Death Race 2000. Eg hafði lítinn áhuga á að gera aðra „bílamynd” svo að ég reyndi að fá svolitla skemmtun út úr Cannonbali með því að einbeita mér að öðrum þáttum í handritinu. Eftir þessa mynd hafði ég í gangi annað verkefni tengt bílnum, þ.e.a.s. mynd sem bar heitið Frankencar sem átti að vera framleidd af United Artists þangað til þeir drógu sig til baka. Þetta átti aö vera öfgakennd mynd með gotnesku yfirbragði.” Hugmynd kviknar Hugmyndin að Étum Raoul varð að veruleika árið 1979 þegar Bartel gegndi dómarastörfum á Berlínar- kvikmyndahátíðinni sama ár. Þar var einnig Richard Blackburn og saman skrifuðu þeir kvikmynda- handritið. Kvikmyndatakan hófst hins vegar ekki fyrr en í nóvember 1980 og var fjármögnuð með hjálp vina og vandamanna ásamt smá- framlögum fyrirtækja. Kvikmynda- takan tók eitt ár og þegar upp var staöið haföi kostnaöur ekki farið upp í nema um hálfa milljón dollara sem telst ekki mikill peningur í banda- rískum kvikmyndaiðnaði. „Hugmyndin aö baki gerð mynd- arinnar var að finna handrit sem hentaði mér og Mary Woronov. Eg hafði áhuga á að vita hvort viö gætum staðið undir því að leika aðal- hlutverk í kvikmynd því að ég vissi að enginn annar myndi bjóða okkur að leika í skemmtilegri mynd. Myndin átti að vera meira krefjandi fyrir mig sem leikara heldur en leik- stjóra. Ég hefði þess vegna veriö tilbúinn að fela öörum leikstjóm til aö geta einbeitt mér betur að leiknum. Vegna þessa og að myndin var gerð við mjög knöpp fjárráð þá verkar ef til vill leikstjómin dálítið ernföld í sniðum. Ég nota lítið hreyfanlega kvikmyndavél við tökur og flest atriðin eru meira sniðin fyrir leikara en skemmtileg myndhorn. Samt sem áður hef ég mjög mikinn áhuga á leikstjórn og nota leikara- hlutverkið frekar mér til ánægju og yndisauka. Kostir og gallar Handritið var tiltölulega samfellt og við fylgdum því vel eftir. Eina stóra vandamálið sem við áttum við að glíma, var byrjunin á myndinni því að of lítið gerðist á fyrstu mín- útunum. Atriðið í áfengisversluninni, þegar ég var rekinn úr vinnunni, var fyrst tvöfalt lengra en þegar myndin var fullfrágengin. Sama gildir um atriðiö þegar Mary var á spít- alanum. Það tók einnig of langan tíma að koma áhorfendum í skilning um að við værum gift. Við reyndum að klippa þessi atriði saman en að lokum styttum við þau til muna. Samt sem áður vantaði eitthvað í upphaf myndarinnar. Það vantaði eitthvað til að gefa áhorfendum til kynna að myndin var stíluð upp á Los Angeles, kynlíf og ofbeldi. Þess vegna bættum við þessum atriðum frá Hollywood við. Fyrst tókum við af handahófi ýmis atriði úr lífi fólks í Hollywood en fannst það síöan bera of mikinn keim af heimildarmynd. Við lögðum því aftur af staö en í þetta sinn settum viö allt á sviö eins og þegar krakkamir henda sjón- varpinuút um gluggann. Ofbeldi Fyrirmynd mín að ofbeldinu í Étum Raoul var Kind Hearts og Coronets og einnig var ofarlega í huga mínum myndin Lady Killers. Eg vissi að ég yrði að framreiða þetta á fíngerðan máta annaðhvort með því að fela ofbeldið á tjaldinu eöa draga úr því þannig að þaö yrði ekki fráhrindandi. Þegar ég gerði Death Race 2000 vildi ég ails ekki aö blóö sæist í myndinni en framleið- andinn var á öðru máli. Hann fjarlægði ýmis atriði og bætti síðan við öðrum, oft á tíðum blóðugum atriðum. Etum Raoul bauð því upp á gott tækifæri til að gera ofbeldis- kenndan gamanleik án blóðsúthell- inga. Val steikingarpönnunnar sem morðvopns var einn þáttur í þessu. Eg hef enn áhuga á ævintýralegum hryllingsmyndum þótt dregið hafi úr honum á sl. árum. Gamanleikurinn | er í uppáhaldi hjá mér þessa stund- ! ina. En ég vil geta breytt úr einu efn- jinu yfir í annað. Næsta mynd mín | mun vera róleg mynd sem ég vonast Itil að verði að sömu gæðum og myndir Eric Rohmer. Myndin mun I heita Scenes Form the Class ! Struggle in Beverly Hills.” i Paul Bartel er einn af þessum Isjálfstæðu bandarisku leikstjórum ,sem af vanefnum reynir að koma hugmyndum sínum á framfæri í formi kvikmyndar. Myndir hans 'hafa yfirbragð „B” mynda og hafa jhlotið mjög misjafna dóma, eins og It.d. myndin Etum Raoul sem sýnd hefur verið nýlega í Regnboganum. 'Ætti þessi stutta greinargerð að gefa jlesendum einhverja hugmynd um hvað Paul Bartel hefur verið að reyna að segja og gera í myndum sínum. B.H. DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.