Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983. 9 Þeir sem hafa peninga- völdin eru einfaldlega hræddir við allt sem heitir nýtt í listinni. Þeim stend- ur stuggur af breytingum. Valdhöfunum er skítsama um Hfandi og ferska list og líta hana ekki augum vegna þess einfaldlega að það er ekki búið að verð- leggja hana. Af hverju göngum við ekki bara að listaverkinu og fílum það og tökum þátt í því i stað þess að vera að dæma það og verðleggja sýknt og heilagt? Listir ungs fólks túlka samtímann, tilfinningar og viðhorf dagsins i dag. Og þar gildir fílingurinn og aktivitetið. Það köllum við nýja list. Við erum að breyta og bylta, ekki endilega breyt- inganna vegna he/dur miklu fremur vegna þess að ný lífsviðhorf eru kom- in fram. LIST - LIST - LIST - LIST - LIST -LIST - LIST - LIST - LIST - LIST -LIST - LIST - LIST - LIST - LIST - ætti til allsherjar ungdómsbínals á Kjarvalsstöðum þar sem ungu lista- fólki yrði boðið að sýna verk sín gegn sérstökum skilyrðum yfirvalda. Valið yrði „hæft” myndlistarfólk og „hæf- ustu” verk þess til að sýna liðinu hversu hugmyndarík og listhneigð æska byggi í landinu. Það voru þessi formerki, þessi fasistisku skilyrði valdastéttarinnar, hvað mætti sýna af list unga fólksins og hvað ekki, sem okkur fannst vera dropinn sem endanlega fyllti mælinn. Þessi sýning, UM ’83 — Ungir mynd- listarmenn 1983 — og þetta plott í kingum hana af hálfu hins opinbera var okkur næg ástæða til að leggja út í Gullströndina og láta hana anda því ferska og eðla lofti sem leikur um listir ungsfólkidag. Með þessum festivali okkar hérna i JLrhúsinu erum við sem sagt að sýna í verki að hægt er að stunda list í þessu landi án allra skilyrða ofan frá, án þess að hin borgaralega bírókratía sé sífellt aö setja listafólki mörk um hvað það eigi að gera og hvernig og hvað það megi ekki gera. Gullströndin er sönnun þess að ungt og lifandi listafólk getur sett upp prógramm á sínum eigin for- sendum án opinberra afskipta.” AHJ: „Og Gullströndin er bara upphafiö. Hún er festival sem hefur kveikt líf og leitt af sér samstöðu ungs listafólks. Þetta framtak okkar er vonandi upphaf að lifandi og kröftugu listalífi.” GOM: „Jafnframt hefur Gullströndin skýrt stöðu okkar í þjóð- félaginu. Hún hefur sannað okkur að kúnstin nær ekki að dafna í landinu nema framtakið komi frá okkur sjálfum....” ÁI: „Málið er að þeir sem hafa stýrt kúnstlífi í landinu — þessi opin- bera forsjá — hafa brugðist okkur. Við þekkjum þetta reyndar frá fyrri tímum. Á SUM-tímanum fyrir 1970 gáfust listamenn upp á ríkisforsjánni og tóku máiin í sínar hendur. Einstakl- ingar stofnuöu sín eigin galleri og unnu algjörlega sjálfstætt að iistmótun í landinu. Það sama er að gerast nú.” Aðstöðuleysi VG: „Það er aöstöðuleysiö sem er að plaga okkur. Það er staðreynd að ungt listafóik, sem nú um þessar mundir er að útskrifast úr sínum skólum sér fram á heldur ræfilslega framtíð. Tæknifærin eru aum, ef þau eru þá einhver. Þar hefur hið opinbera brugðist okkur. Það er til dæmis varla hægt að finna nothæfa vinnustofu fyrir listafólk og ofan á þaö bætist að þeir listsýnmgarsalir sem til eru í borginni taka svo svívirðilega hátt gjald fyrir uppsetningu að næsta óviöráðanlegt er fyrir ungt fólk að sýna verk sín þar.” KSJ: „Áuövitaö væri það minnsta sem yfirvöld gætu gert fyrir okkur að eiga húsnæði þar sem hægt væri að leigja okkur aöstöðu til lengri eða skemmri tíma... ” GOM: „Sem væri einhvers konar listamiðstöð þar sem ungt fólk gæti unniö að list sinni og sýnt hana.” ÁI: „Þar fengju þær hugmyndir sem á hverjum tíma væru ferskastar að njóta sín. Þar væri komin aöstaða þar sem unga fólkið gæti sýnt og séð það sem það vill hverju sinni. Það fyrir- komulag væri lausnin, svo framarlega sem listafólkiö fengi aö vinna að sinni list án skilyrða og afskipta þeirra sem húsnæðiö veittu.” BM: „Og svona aðstaöa okkur til handa ætti ekki að vera mikiö mál fyrir yfirvöld. — Það eru til ágætis braggar og skemmur hérna í borginni sem standa auð og eru í niöurniöslu. í mörgum tilvikum eru þetta fínir salir, gott pláss sem pottþétt væri að nýta í þágu ungs listafólks.” Hræðsla við breytingar AHJ: „En hvers vegna er okkur ekki veitt þessi aðstaöa? Liggur svarið ekki í því að ekkert af okkar liði á við póli- tískan flokk að styðjast? Ungt listafólk hefur engan pólitískan bakhjarl. Það hefur ekki til neinna pólitíkusa að leita til að koma hagsmunum sínum áfram. Af þeim sökum er það látið afskipta- laust.” ÁI: „Þetta er auövitað hárrétt. Hvorki listafólk né annað fólk kemur málum sínum í höfn nema það hafi sjens að smjaðra fyrir völdum póli- tíkusum — En einnig held ég að aðstöðuleysi okkar stafi af skilnings- leysi valdhafanna á list og stöðu hennar meðal ungs fólks í dag. Þeir sem hafa völdin hafa ekki þekkingu, enga yfirsýn yfir það sem unga fóikið er að fást viö. Þeir hafa ekki hugmynd um hvað þaö er sem gildir í hugum þess á hverjum tíma. Yfirleitt held ég aö enginn yfir þrítugt nenni aö afla sér þekkingar á list unga fólksins. Það hefur enginn á þeim aldri áhuga á því nýjasta, því ferskasta sem er að gerast i listinni. Þetta lið hugsar aöeins í gærdegúium og metur gildi listarinnar eftir því hvaðþótti gottþá.” ÞK: „Hinir eldri — og þá jafnframt þeir sem ráða og hafa peningavöldin — eru líka einfaldlega hræddir við allt sem heitir nýtt í listinni. Þeim siendur stuggurafbreytingum. / Það vita allir að list er afl og hefur alltaf verið þaö. Það má rekja marga tímamótaatburði í mannkynssögunni til sprenginga í listinni. Þess vegna eru alltaf til staðar öfl í þjóðfélaginu — fyrst og fremst ríkjandi stéttir — sem vilja að listin þjóni sér og sínum hags- munum. Þeirra er valdiö, þau hafa fjármagniö og þeirra er skipulagið. Þess vegna eru þau alltaf í andstöðu við þá list sem stefnir í þá átt að brjóta upp ríkjandi ástand. Þar af leiðandi vilja þeir ekki sætta sig við þá list unga fólksins sem veit á breytingar og nýnæmi. Þaðan af síður reyna þeir að skilja hana, hvað þá styrkja hana. Þeir reyna að berjast á móti nýlistinni, annaðhvort með því að firra hana öllum tækifærum eöa beinlínis meö því að afneita henni og skilgreina sem rugl og þvaður, stundarfyrirbrigði sem ekki sé takandi mark á.” Sjá næstu síður ,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.