Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 1
Hafið umhverfis ísland hefur jafnan verið auðugt af ýmsum tegundum hvala, svo sem frá er greint i mörgum heimildum, gömlum og nýjum. Viða i Islendingasögum og öðrum fornritum er getið um hvalreka og ekki þarf að lesa lengi til að sannfærast um hvilik hlunnindi hvalrekar voru taldir. Má reyndar segja að hvalir hafi verið ein af meiriháttar lifsbjörg þjóðarinnar allar eymdaraldirnar meðan landsmenn börðust ákafri baráttu við sult og seyru. Einkum voru það hvalrekarnir sem um munaði til að afla þjóðinni fæðu. Hitt er þó vitað af fjölda heimilda að hvalir hafi veriö veiddir hér við land allt frá þvi byggð hófst þótt tækin væru frumstæð og aflinn yfirleitt litill, enda að jafnaði fáir ofur- hugar sem við veiðar þessar fengust. Saga hvalveiða við island er stórbrotin og þáttur ýmissa erlendra hvalfangara i henni gerir hana litríka og á köflum broslega. Við fylgjum henni eftir á næstu síðum. Tilefnið ætti að vera augljóst. Vegna samþykktar Alþingis á dögunum um að mótmæla ekki ákvörðun Alþjóða hvalveiðiráðsins við banni á öllum hvalveiöum sér fyrir endann á þess- ari atvinnugrein Íslendinga. Að þremur árum liðnum — árið 1986, þegar bannið tekur gildi — mun hvalveiöi við Íslandsstrendur heyra sögunni tH, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. -SER Tvímælalaust hafa Norðmenn stund- að hvalveiðar um það leyti sem Island byggðist þótt ósennilegt sé að þær veiðar hafi verið stórfelidar. Hin frum- stæðu veiðitæki hafa komiö í veg fyrir það. I fomum, norskum lögum, sem kennd em við Gulaþing, er til að mynda langur bálkur um hvali og hvalveiðar Grágás, elsta lögbók Islendinga, hefur einnig ítarleg og merkileg ákvæði um hvalveiðar. Þar segir: ,,Ef hval rekur á land manns, og á hann allan, en ef skot er í, þá á sá hvalinn hálfan er skot á í, ef hann kemur til að skera. En svo skal leita skotsins, sem hann ætti skot í hval á annars fjöm; en ef hann veit hver á og skal hann gera orð þeim ef sá er svo nær að komast má tvívegis þangað þann dag er þá er. En skothval skulu fimm búar virða pundara veginn, en landeigandi skal skera skotmannshlut til helminga, ef sá kemur eigi til er skaut. ” Siðan eru ákvæði um það að sá sem skar hvalinn skuli eiga fjórðung skotmannshlutar fyrir erfiði sitt en greiða hitt reiðulega af hendi þegar réttur skotmaður hefur sannað mál sitt. Þá koma ströng viðurlög við því að leyna skoti í hval og varðar það skóggangi ef skotmaður vill sækja þaö mál svo fast. Ekki verður það séð af þessum heimildum hvaða hvalategundir það vom sem menn veiddu til forna. Hins vegar getur Konungsskuggsjá nokk- urra hvala, sérstaklega, sem veiði- menn hafi sóst eftir. Þar á meðal eru marsvín. En lítið verður um þaö sagt hversu algengt það var á fyrri tímum að menn stunduðu hvalveiðar. Þó er líklegt að það hafi jafnan verið tiltölu- lega fáir menn sem lögðu fyrir sig þann starfa. Nokkuð er vitað um veiði- aðferðimar. Talið er að marsvín hafi verið rekin á land líkt og gert er enn í Færeyjum. Hnísur fiskuðust stundum í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.