Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983. LIST - LIST - LIST -LIST - LIST - LIST Nýjar aðstæður krefjast nýrra viðhorfa. Við lifum orðið á þannig tímum að það er ekkert lengur til sem heitir á morgun. Við teljum enga nauðsyn að sýna fram á að við só- um ægilega fíink að teikna, að við getum gert hinar ótrúlegustu sjón- hverfingar á léreftinu. Markaðsgildið AHJ: „1 þessu sambandi er líka rétt að spyrja sig þeirrar spurningar hvað vaidhafamir vilji fá út úr listinni. Hvað segir fertugur sýningargestur á Kjarvalsstöðum um gildi listarinnar? Hvað vill hann út úr henni? Svarið er undantekningarlaust markaðsgildið. Það er heila máliö. Fólk vill geta verðlagt listina. Það vill geta sagst eiga gott listaverk vegna þess að það hafi kostaö svo mikið. Þetta á ekki hvað síst við um vald- hafana. I þeirra augum er listin ekki lifandi mál, sem stöðugt er að þróast og byltast, heldur er listin í skilningi þeirra aöeins tryggur gjaldmiðill og ekkert annað. Valdamennirnir safna að sér öllum katalógunum, öllum upplýsingunum um tiu bestu ellegar mest seldu listamenn hvers tíma og mæla gildi listarinnar út frá slikri vitneskju. Þeim hinum sömu er hins vegar skítsama um lifandi list og líta hana ekki augum vegna þess einfaldlega að það er ekki búið að verðleggja hana. Þetta viðhorf kemur vel fram í orðum manns nokkurs sem skrifaði i ,eitt dagblaöanna um daginn: „Því fleiri sem leggja stund á list þeim mun erfiðara er það fyrir almenning að átta sig á hverjir eru listamenn og hverjir ekki og hverjir eru betri en aðrir. Auðvitað ætti það að vera hlutverk gagnrýnenda að auð- velda fólki að greina þama á milli... ” . . . hvers vegna láta menn svona þvælu út úr sér? Af hverju göngum viö ekki bara að listaverkinu og fílum þaö og tökum þátt í því, í staö þess að vera dæma það og verðleggja sýknt og heilagt... ?” ÁI: „Meinið í skoðunum þessa manns sem þú vitnar til er að hann skoðar listina og gefur henni gildi út frá liðnum tíma. Hann horfir á listina með augum gærdagsins en áttar sig ekki á því að listin er alltaf púls sam- tímans. Hún lýsir því sem er aö gerast og túlkar þær tilfinningar sem eru til staðar akkúrat hér og nú. Listin er það sem hún er hverju sinni, hvorki það sem hún var né verður. Þess vegna verður að skoöa hana og meta út frá samtímanum og þeim viðhorfum sem í honum ríkja. Það er ekki hægt að dæma nýja list á gömlum forsendum. Þetta á við um músíkina, ljóðlistina, myndlistina og alla þá kúnst sem unga fólkið er að fást við í dag. Þar er verið að túlka samtímann, tilfinningar og viöhorf dagsins í dag. Og þar gildir fílingurinn og aktívitetið. Þetta köllum við nýja list vegna þess að hún byggir á nýjum forsendum. Með okkar kynslóð eru komnir nýir og ferskir straumar inn í listsköpun nútimans — ný viðhorf í listinni sem að mörgu leyti eru í andstööu við það sem áður hefur verið gert — og til þess að meta og dæma þessa list er aðeins ein leiö: Menn verða að fíla ástandið og finna ástæður þess að listin er einmitt túlkuö svona en ekki öðruvísi og komast jafnframt að því hvað þaö er sem knýr ungt listafólk til þess að haga verkum sínum á þann hátt sem það gerir.” KS: „Það viðhorf er líka komið fram hjá okkur unglistafólkinu að listin eigi eingöngu að þjóna okkur sjálfum og okkar hvötum en ekki einhverjum dæmum úr gömlum skólabókum þar sem listin er skilgreind sem góð eða vond list. 1 okkar huga á listin að túlka þaö umhverfi, þá aksjón og þaö líf sem við sjálf lifum og hrærumst í en ekki það umhverfi sem akademískir fræð- ingarbjugguvið.” Ný lífsviðhorf ÞK: „Við erum að stokka spilin upp. Við erum að breyta og bylta, ekki endilega breytinganna vegna heldur miklu fremur vegna þess að ný lífsvið- horf eru komin fram. Nýjar aðstæður krefjast nýrra viöhorfa. Við lifum orðið á þannig tímum að það er ekkert lengur til sem heitir á morgun. Þetta viöhorf er orðið strekktasti punkturinn í lífsskoðunum okkar og jafnframt list- inni sem við erum að stunda. Því er slagkrafturinn, þessi expres- sjóníska upplifun hjá okkur unga lista- fólkinu þessi: Við erum til, við erum á lífi og við viljum sýna fram á það með listinni. En til þess þurfum viö ekki neina tæknilega hugarleikfimi. Við teljum enga nauðsyn að sýna fram á aö við séum ægilega flink að teikna og móta, að viö getum gert hinar ótrúleg- ustu sjónhverfingar á léreftinu. Þvert á móti er þetta aðeins spuming um aö opna sig og veita tilfinningum sínum útrás, leyfa þeim að njóta sín í sköp- unargleðinni af því einfaldlega að við erum til og við hugsum.” GOM: „Fílingurinn að skapa er númer eitt en hvernig sköpunin fer fram og hvert hún leiöir skiptir aftur á móti engu máli. Til þess eru okkur allir vegir færir. Málverkið var þaö eina sem raunveru- lega var heilagt. Við erum ekki að mála eins og olíufélagsmenn. Viö erum að ráðast á málverkið. Þetta er aggresjón, ekki punt fyrir miðaldra borgara, heldur minnisvarðar um lífið.” AHJ: „Við getum til dæmis séö hvernig þetta nútímaviðhorf í listinni snýr að skáldskapnum. Á síðustu árum hefur verið mikið um það að ungt fólk hefur safnaö saman ljóðunum sínum og labbað upp í næstu prentsmiðju og látið fjölrita hugverkin og gefið sjálft út. Það hefur verið ofboðslega mikið um þetta og mikil gerjun og líf umhverfis þessa starfsemi. En hvernig líta bókmenntastofnanir á þetta framtak skáldanna? Það fólk sem byggh viðhorf sín á gömlum for- sendum segir: Maður getur ekki fylgst með lengur. Það er svo mikiö flæöi, svo margh sem gefa út, miklu fleiri en áður, eitthvað er skrítið þetta og örugglega er þetta eitthvað vont... og svo íramvegis. Þarna er verið að miða út frá Einari Benediktssyni, innbundn- um og gullslegnum uppi í hillu, og öðrum úrvalsskáldum aldamótatím- ans þegar ekki nema fáir áttu þess kost að gefa út bækur. Þessh gagnrýn- endur — menningarelítan sem situr uppi í snotrum fílabeinstumi — gerh sér ekki grein fyrir því áð nú eru nýh tímar, nú er aksjón og líf og tækifæritil að láta sér finnast ekkert sjálfsagðara en að þrykkja viðhorf sín á blað og leyfa öðrum að skoða. Þessu gerir menningarelítan sér ekki grein fyrh, eða vill það ekki. Á meðan streyma á markaðinn ljóðabækur þar sem skoöanh heillar kynslóðar eru á ferð- inni. Og þessar bækur fara víöa — því ljóðkver seljast í fjölda eintaka ef höf- undar hafa nennu til að ganga á milli fólks og selja — því þrátt fyrh allt er til fólk sem þorir að fíla samtímalist, þó Valgarður Gunnarsson myndlistarmaður. Anton Helgi Jónsson skáld. V * £ FHingurinn að skapa er númer eitt, en hvernig sköpunin fer fram og hvert hún leiðir skiptir engu máli. Til þess eru okkur allir vegir færir. - LIST - LIST - LIST reynt sé að innprenta því að list unga fólksins sé bara stundargaman, tilraunir sem ekkert gildi hafa. En viö erumhérognú.” Nýrlífs- tilgangur ÁI: „I framhaldi af þessu langar mig til aö fjalla aöeins um ástæöu þess að svo margt ungt fólk finnur sig í list- inni sem raun ber vitni. Eg hef þá skýringu á því aö ákveðið tilgangsleysi hafi gripiö um sig hjá ungu fólki. Okkar kynslóð sér ekki lengur neinn tilgang í að vinna tíu til fjórtán tíma á dag, hún sér enga ástæöu til að hegða sér þannig, fara þannig meö sig. Við horfum á kynslóðina sem óx úr grasi næst á undan okkur — foreldra okkar — sem brátt fer að komast á elli- heimili. Þetta er fólk sem alla ævi hefur slitið sér út við vinnu og aftur vinnu. Og þegar nú fyrst er farið að hægjast eitthvað um hjá því þá situr það ekki uppi með annaö en slitið bak, kannski íbúö, en fyrst og fremst vonbrigði yfir því að hafa ekki leyft sér að njóta lífsins meira og oftar en þaö gerði. Það erum við — böm þessa fólks — sem erum fyrsta kynslóðin sem á raunhæfa möguleika til að njóta lífs- ins. Viö höfum alist upp í allsnægtum og höfum ekki þurft að vinna tíu til fjórán tíma á dag fyrir matnum ofan í okkur. Þess vegna höfum við komist að því, með skírskotun til lifnaðarhátta foreldra okkar, að það er engin nauðsyn og ekkert vit í því að slíta sér út og þræla. Við þurfum þess einfald- lega ekki. En í stað vinnunnar sem til- gangs spyrjum við, þessi nýja kynslóð, um annan tilgang meö lífinu, annan en að þræla við tilbreytingarsnauð störf. Við spyrjum um tilgang lífsins að lifa.. »> GOM: „I fáum orðum sagt. Við viljum lifa til að vinna en ekki vinna til að lifa. Og þetta líf okkar viljum við fá aö túlka á okkar eigin hátt.” VG: „Og auðvitað erum við leitandi í þessari túlkun, viö erum einmitt leit- andi að tilganginum sem Árni var að tala um áöan. En við viljum jafnframt fá að stjóma þessari leit okkar sjálf, við viljum fá aö gramsa á þeim stöðum sem okkur sjálfum þykja heith....” KSJ: I framhaldi af þessu er skemmtilegt að hugsa til þess fólks sem hefur sótt þetta festival okkar á Gullströndinni. Þetta er almenningur úti í bæ en það er með hann, rétt eins og okkur, að hann er í einhverri leit líka. Og ástæðan er sennilega sú að þetta fólk finnur að það þarf að fá eitthvað meira að sjá en bara vinnustaðinn, videóiö og svefnbekkinn. Og þaö kemur hingaö og hvað finnur það? Jú, eitthvert líf, eitthvert óþrungið andrúmsloft sem það kann að meta.” BM: „Maður finnur líka á þessu fólki að það hefur lengi beðið eftir einhverju svona afslöppuðu festivali eins og Gullströndinni. - Það hefur greinilega lengi langaö til að svona happening kæmist í framkvæmd en kannski ekki þorað að impra á því vegna gamalla fordóma í garð nýlistar.” KSJ: „Og svo viröist jafnvel sem þessir fordómar séu á undanhaldi. Það sést á þesum breiða hópi fólks sem kíkt hefur hingaö inn að skilningsleysið í garö nýlistaverka sé ekki eins ríkjandi og áður. Þetta held ég að hljóti að vera merki hinnar veraldlegu kreppu: I örvæntingu sinni leiti fólkið eitthvaö annað en áður, til dæmis hingað til okkar þar sem það finnur eitthvað sem þaðfærútúr.” Ekkert yfirvald AHJ: „Eg þykist líka hafa tekið eftir aö það kemur hingað fólk, bæði ungt og eldra, sem ekki er vinir gömlu menn- ingarinnar. Þetta er fólk sem er ekki vikulega að fara á Kjarvalsstaði eða Norræna. Hérna er hins vegar í gangi einhvers

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.