Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR19. FEBRÚAR1983. 13 (Jm ferðarsfys vogna öh/unar við akstur eru mun algengarí í fínniandi en á hinum Norðuríöndunum. •tudagur nudagur. — Áfengi er notaö tiltölulega sjaldan en mikiö í einu: oftast er drukkið til aö komastí vímu. — Neyslan deilist ójafnt niöur: karlmenn drekka áberandi meira en konur, mest drekka karlmenn á aldr- inum 20—29 ára, einn tiundi liluti þeirra er drekka drekkur yfir helming þess áfengis sem neytt er og helmingur áfengisneyslunnar er bimdinn viö helgar. 1 Finnlandi hefur skaösemi áfengis þannig á heföbundinn hátt komiö fram viö ölvun og ofsafengna drykkju. Hinn einkennandi mælikvarði á skaðsemina hefur lengi veriö fjöldi þeirra sem handteknir eru fyrir ölvun. Hinni heföbundnu skaösemi hafa einnig tilheyrt ofbeldisverk (manndráp, mis- þyrmingar) ásamt brotum á áfengis- löggjöfinni (ólögleg bruggun áfengis, leynivínsala). Skaðsemi vegna ölvunar áfengisvandamál Finnlands Áfengisvandamál Finnlands hafa einkennst og einkennast enn af hegö- unar- og öryggisvandamálum. Þrátt fyrir hina miklu neysluaukningu hafa megineinkenni finnskra drykkjusiöa haldist. Þess vegna hefur einnig skaö- semi vegna ölvunar aukist mest; hand- tökum vegna ölvunar hefur fjölgaö og einnig alis konar slysum. Neyslu- aukningin hefur auk fyrri skaösemi haft í för meö sér tjón á heilsu fólks ásamt félagslegum afieiðingum sem rekja má til langvarandi ofsafeng- innardrykkju. Neysla áfengis hætti aö aukast í Finnlandi um miðjan áttunda ára- tuginn og síðustu ár áratugarins hefur meðaltalsneyslan aö mestu haldist óbreytt. Sambandið milli neyslu og skaösemi er ástæðan fyrir því að þessi stöðugleikaþróun hefur einnig endur- speglast í línuritum um skaösemina. Þær línur sem í byrjun áratugarins stefndu upp á viö stefna nú örlítið niöur ávið. Skaðsemin við einstaka drykkju Verstu skemmdimar vegna áfengis- drykkju koma í ljós meðal þeirra sem lengi hafa misnotað áfengi. Þaö eru heimilislausu alkóhólistamir og þeir Áfengisneysia ó vinnustað erjafnalgeng meðal verkamanna ogþeirra sem sitja i forstjórastólunum. CT O Oo CfeO. o o sem hafa eyðilagt heilsu sina á of mikilli áfengisneyslu. Samt sem áöur eru afleiöingar einstakra ölvunartil- fella mun hættulegri. Þaö áfengis- magn sem er tiltölulega hættulaust á veitingahúsi og í öraggum félagsskap getur veriö örlagaríkt við breyttar aðstæður, til dæmis þegar maöur ekur bíl eöa siglir báti, fer yfir umferöar- götu, er í nágrenni vinnuvéla eöa fær sér sundsprett eftir gufubaðið. Áfengi minnkar getu Áfengi eykur hættuna á slysum vegna þess að þaö lamar miðtauga- kerfið alveg eins og hvert annað deyfi- lyf. Huglæg geta og sjónskerpa minnkar, samvinna miötaugakerfisins og vöðvanna truflast og gangur verður óstöðugur. Vegna minnkandi heymar hættir mönnum til aö veröa háværir. Viöbrögö veröa hægari og ályktunar- hæfnin minnkar. Áhrifin á taugakerfið fara eftir því magni áfengis sem neytt er. Mikið magn getur leitt til banvænnar eitrunar. Þaö erfiöasta viö þetta er aö fólk tekur yfirleitt ekki sjálft eftir þeim breytingum sem áfengið veldur. Á fyrsta stigi áfengisáhrifa er fólk þvert á móti mun ömggara meö sig og trúin á eigin getu eykst eftir því sem áhrifin aukast. Þess vegna koma slysin oftast eins og þmma úr heiðskím lofti. Sá sem hefur setið heima í sófa og drukkif Áfengisneysla er oft orsök- in fyrír illdeilum, mis- þyrmingum, manndrápum og alls kyns lögbrotum. magn sem samsvarar einu prómilli al áfengi í blóöinu, og fundist þaö mein laust, gerir sér ekki grein fyrir því aí fari hann í bátsferö er jafnvel þetta áfengismagn ekki meinlaust. Til aö halda jafnvægi í ruggandi báti þarf góöa samvinnu milli vööva og tauga- kerfis. Þessi samvinna er ekki fyrir hendi hjá drukknu fólki. Það getur því auðveldlega fallið fyrir borö og dmkknaö. dómum sem fimmtugt. Áriö 1980 var talið í Finnlandi aö átta til tíu af hundraði þeirra sem færust í vinnu- slysum væru ölvaðir viðslysið. áíi ---;: .. . Sás koma fyrst í ljós um Vegna Mnna finnsku drykkjusiða er skaðsemin í sambandi viö einstaka drykkju mjög áberandi. Handtökur vegna ölvunar eru margfalt fleiri en á Mnum Noröurlöndunum. Fjöldi þeirra, í hlutfalli við fólksfjölda, var í lok áttunda áratugarins sjö sinnum meiri en í Danmörku, sjö sinnum meiri en í Noregi og tvisvar sinnum meiri en í Svíþjóð. (Tölur frá Islandi em ekki með). Dauösföll vegna áfengiseitrunar eru meö afbrigðum mörg í Finnlandi. Dmkknanir, dauðsföU viö bmna, í vinnunni og í umferðinni em mun algengari en á hinum Noröurlönd- unum, miðað við fólksf jölda. ölvun leiðir til ofbeldis ölvun eykur líkindin á ofbeldis- verkum. Því meira ofbeldi þeim mun meiri líkur em á því aö bæði árásar- maður og fórnarlamb séu ölvaðir. Viö manndráp og grófar misþyrmingar em báðir aðilar ölvaöir í tvö skipti af þremur. Undanfari manndrápa og grófra misþyrminga em oft drykkju- samkvæmi þar sem komiö hefur til illdeilna. Óbætanlegt heilsutjón Sjúkdómar sem koma í kjölfar mikUlar drykkju koma fyrst í ljós eftir margra ára ofneyslu. Þess vegna getur verið erfitt fyrir lækna að sannfæra áfengisneytandann um aö áfengið sé skaðlegt fyrir heilsuna. Neytandinn álítur aö heUbrigöis- ástandi hans hafi ekki hrakaö, hann tekur til dæmis ekki eftir því sjálfur að öldmn fyrir aldur fram og hugsaMeg einkenni hjartasjúkdóma standa í nánum tengslum viö áfengisneyslu. Ungur maöur, miUi tvítugs og þrítugs, hefur ekki miklar áhyggjur af sjúk- Áfengi og geðrænar truflanir Geörænar truflamr vegna ofnotk- unar áfengis em ekki óalgengar. Oráö og ofsjónir em sjúkdómar sem oft koma fram eftir nokkurra daga drykkjutúra. Aðrir geðrænir sjúk- dómar koma ekki fram fyrr en eftir margra ára misnotkun áfengis. Auk geðrænna tmflana leiðir misnotkun áfengis oft til þunglyndis og eykur hættu á sjálfsmoröum. Meöal alkó- hólista er þessi áhætta 200 sinnum meiri en meðal venjulegs fóUts. Ofnotkun áfengis skaðar líffærin Sá sjúkdómur sem kannski er þekktastur meöal áfengissjúkUnga er skorpuUfur. Um hehningur þeúra er fá sjúkdóminn era alkóhóUstar. MUU 20 og 30 af hundraöi alkóhóUsta fá skorpMifur. Til aö þessi sjúkdómur brjótist út þarf þó mikla drykkju daglega, eða sem svarar 150 grömmum af hreinum vínanda (um ein fiaska af áfengi). SkorpMifur er ólæknandi og á háu stigi leiðir hún tU dauöa á nokkrum ámm. Áriö 1977 létust 254 af völdum skorpuUfrar í FinMandi. Þeir sem neyta mikUs áfengis eru ernmg í meiri hættu aö deyja úr hjarta- og æöasjúkdómum. Þar hjálpa til reykingar sem oftast fylgja drykkju og hafa skaðleg áhrif á æðakerfið. Aö auki eru lungnakvef og bronkitis algengir kviUar meðal þeirra er neyta áfengis í óhófi. Óhófsney tendur f öllum stéttum HeUsutjón er ekki einu afleiöingar langvarandi áfengisneyslu. Mis- notkunm endurspeglast einrng í heim- iUsástæðunum. Hún getur orðið til þess að fjölskyldur tvístrast og getur smám saman einangrað drykkjumanninn frá þjóðfélaginu aö ööru leyti. I versta tilfelU endar þessi þróun á heimiUs- og atvinnuleysi. I Finnlandi em þó ekki nema um þaö biU fimm þúsund heimil- islausir alkóhóUstar. Mestur Muti þeirra 250 þúsunda sem taUö er að ofnoti áfengi í Finnlandi er sem sagt á vinnumarkaðnum. Misnotkunin nær því miöur oft inn á vinnustaðina. Daginn eftir drykkju er hættan á vinnuslysum mikU. EinMg er taliö aö fjarvera frá vinnu stafi oft af áfengisnotkun. Þá er talið aö óhófs- neytendur sé jafnoft aö finna á verk- stæðisgólfinu og í forstjórastótoum. ölvun og eftirköst hennar hefur aðetos mismunandi afleiöingar eftir því í hvaöa stöðupersónan er. SþS snaraði úr sænsku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.