Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 18
18
DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983.
Sérstæð sakamál
Sérstæð sakamál
Sérstæð sakamál
Morðið á rabbianum leiddi til mikilla mótmælaaðgerða af hálfu gyðinga sem fóru friðsamlega fram i fyrstu en enduðu með óspektum.
Misskilnmgur ©11 i
dauða gyðingsins
Eins og í flestum hverfum í Brooklyn
var sífelldur órói í Crown Heights, en
þar var, ólíkt því sem var í mörgum
öörum hverfum, rík tilhneiging meöal
svartra og gyöinga aö búa saman í
samlyndi sem byggöi á gagnkvæmri
viröingu og tillitssemi. Af og til á síö-
ustu árum hafa komið upp tilfelli sem
hafa truflaö eininguna sem veriö var
aö skapa í þessu viökvæma samfélagi.
Áriö 1976 var ungur gyðingur
stunginn til bana í hverfinu og það
leiddi til þess aö leiðtogar gyöinga ósk-
uöu eftir því aö lögreglan veitti íbú-
unum meiri vemd og skrif uö voru bréf,
safnað undirskriftum og sendar kvart-
anir málinu til stuönings. Tveimur
árum síöar var annar gyöingur myrtur
í Borough Park og þá fannst gyðingum
sem glæpamenn tíndu þá sérstaklega
út sem fórnarlömb vegna trúar þeirra
og sérstaks klæöaburöar. Þreyttir á
viöbrögöum lögreglunnar efndu þeir til
mótmælaaögeröa í Borough Park. Það
leiddi til uppþota víöa í hverfinu og
lögreglan neyddist til aö handtaka
marga af leiðtogum gyðinga. Það
leiddi af sér enn nýjar mótmæla-
aðgerðir.
Síöar á árinu 1978 voru tveir ungir
gyöingar handteknir fyrir barsmíðar á
16 ára gömlum svörtum dreng. Hann
lá tvo mánuöi í dái eftir þá árás. Ári
síöar var svo komið samskiptum þessa
ólíku kynþátta í Crown Heights aö leiö-
togar þeirra komu á beinni línu milli
heimila sinna til að geta komið í veg
fyrirmeiriháttar óeiröir.
Örlagaríkur
misskilningur
Einn góöviðrisdag aö morgni hins 25.
október 1979 var rabbíinn David
Okunov, 67 ára gamall flóttamaöur f rá
Sovétrikjunum, á leiö frá hrimili sínu
til LubavichsjTiagógunnai viö Kingston-
breiöstræti. Þar á muu eru aðeíns
nokkur hundruö metrar. Hann fór út úr
húsi sínu um klukkan 7.40 um morgun-
inn og haföi meö sér bænasjalið og
sálmabókina í blárri flauelsskjóðu.
Hann kinkaöi kolli tii fólksins sem
hann mætti á götunni sem flest hafði
mætt honum á leið hans til synagóg-
unnar á hverjum morgni þau undan-
farin fimm ár sem hann haföi búiö í
Bandaríkjunum. Þegar hann kemur
inn í Montgommerystræti kemur
ungur svertingi gangandi á móti
honum, stoppar hann og heimtar af
honum flauelsskjóöuna. Okunov
reyndi á sinni bjöguöú ensku aö telja
honum trú um að í skjóöunni væru
aöeins þeir hlutir sem hann ætlaði aö
nota í synagógunni. Svertinginn
neitaöi aö trúa því, enda haföi honum
verið sagt að í sk jóðunni væru geymdir
peningar. Hann liaföi enda engan tíma
til aö þræta um það eöa gangu úr
skugga hvort rabbíinn segöi satt
heldur reyndi hann aö hrifsa skjóöuna
af gyöingnum. Hann streittist á móti.
Svertinginn greip þá til skammbyssu
ogskautrabbíannmilli augnanna.
Okunov rak upp óp um leið og hann
féll í götuna og blóðið streymdi úr
andliti hans niöur á gangstéttina.
Svertinginn tók til fótanna niöur eftir
götunni meö skjóöuna undir hendinni.
Á nokkrum augnablikum dreif fólk aö.
Á meðan einhverjir fóru til aö hringja
á lögreglu og slökkvilið reyndu aörir
aö sjá hvort hægt væri aö láta fara
betur um gamla manninn. Þaö
reyndist ekki hægt, hann var þegar
látinn.
Þegar fyrstu lögreglumennirnir
komu á staðinn var þegar þar fyrir
mikill mannfjöldi sem þeir áttu fullt í
fangi meö aö hafa stjórn á. Atburður
þessi haföi greinilega mikil áhrif á
fólkiö og andrúmsloftiö varö spennu
hlaðíð. Áhorfendurnir höföu í hótunum
viö lögregluna og geröu henni rann-
sóknarstarfiö erfiöara en ella. Ur
hópnum mátti heyra athugasemdir um
aö morðið væri lögreglunni og yfir-
völdum borgarinnár aö kenna.
Morðið kyndir undir
kynþáttahatrið
Thomas Sorrentino í morödeild
lögreglunnar tók aö sér rannsókn í
þessu máli. Á grundvelli þekkingar
sinnar á staöháttum og aðstæðum í
hverfinu gerði hann sér strax ljóst aö
rannsóknin yrði aö ganga fljótt fyrir
sig og morðinginn aö finnast sem fyrst,
ef koma ætti í veg fyrir að atburöur
þessi ætti ekki aö leiða til frekari
blóðsúthellinga og átaka milli
kynþátta. Hann skipaði svo fyrir aö
fyrsta verkið yröi aö vera aö finna
vitni að atburðinum í hópi þess fólks
sem safnast haföi saman á götunni.
Hann sagöi lögregiumönnunum aö
viröa þá aö vettugi sem væru aö reyna
aö nota þennan atburö til aö efna til
óláta en einbeita sér að því aö fá
sjónarvotta til aö bera vitni. Annan
hóp lögreglumanna sendi hann til aö
leita aö skjóöunni eöa morðvopninu í
húsagörðum og öskutunnum í
nálægum götum. Sorrentino geröi sér
vonir um aö moröinginn hefði ef til
fleygt frá sér morðvopninu á flótt-
anum. En því miður fundu lögreglu-
mennirnir ekkert.
Af viötölum við fjölda manna á
götunni varö lögreglan nokkurs vísari
um ferðir morðingjans eftir aö hann
framdi glæpinn. Maöur sem var aö
koma út úr synagógunni sagöist hafa
séð ungan svertingja á hlaupum niöur
götuna meö bláa flauelsskjóöu undir
hendinni. Hann lýsti svertingjanum
þannig aö hann heföi veriö ungur
maöur um tvítugt, þrekvaxinn, meö
húfu á höföi og í strigaskóm. Þessi
lýsing kom heim viö aörar sem lögregl-
an haföi fengiö. Einn sjónarvottanna,
Lorraine Matthews, taldi sig geta
þekkt morðingjann aftur ef hún sæi
hann þar sem hún heföi séö hann áöur í
nágrenninu ásamt vinum hans.
Sorrentino fékk hana því til aö líta yfir
myndasafn lögreglunnar í von um aö
ódæöismanninn væri aö finna þar.
Líkskoðun hraðað
Eftir aö rannsókn á moröstaðnum
var lokiö hélt Sorrentino til' skrifstofu
sinnar til aö yfirfara þær upplýsingar
sem komið höföu fram. Hann beið eftir
skýrslu líkskoöunarinnar, en henni
varð aö ljúka á nokkrum klukku-
stundum. Samkvæmt gyðinglegum
heföum og trúarsetningum varð aö
jarösetja látna fyrir sólsetur þann
sama dag. En þegar til kom reyndist
líkskoöun ekki leiöa neitt annaö í ljós
en að rabbíinn hefði látist samstundis.
Engar vísbendingar komu fram sem
gætu leitt lögregluna á spor morö-
ingjans.
Sjö klukkustundum eftir aö rabbíinn
var myrtur gekk likfylgd hundraöa
manna niður eftir Montgommery-
stræti. Á sama tíma sat Lorraine
Matthews á lögreglustööinni og pældi í
gegnum myndasafn lögreglunnar í leit
aö hinum grunaöa moröingja. Eftir
Iangan tíma og miklar vangaveltur dró
hún út eina mynd sem hún sagöist
halda aö væri af þeim sama og hún sá
hlaupa burt af morðstaönum meö bláu
flauelsskjóöuna undir höndunum.
Myndin var af Carl Miller, sem einnig
gekk undir nafninu Mel-Har, 19 ára
gömlum áhugamanni í hnefaleikum.
Miller þessi hafði nokkrum sinnum
veriö handtekinn fyrir líkamsárásir og
vopnuð rán. I skýrslunni var einnig
greint frá því aö hann væri meðlimur í
samtökum sem nefndu sig Fimm
prósent þjóðarinnar. Þetta voru
herská samtök svertingja og drógu
þau nafn sitt af því aö þau töldu aö
aðeins fimm prósent svarta kynstofns-
ins væru þess umkomin aö standast
kúgun hvítra manna. Samtök þessi
höföu oft verið bendluð viö morö og
óspektir.
Lögreglumenn sáu að þeir gátu ekki
handtekið Miller meö þennan vitnis-
burö einan í höndunum. Enginn dóm-
stóll myndi dæma mann fyrir morö ef
eina sönnunin væri aö vitni heföi þekkt
hinn grunaöa moröingja á mynd. Auk
þess mætti fastlega gera ráö fyrir að
Miller hefði fjarvistarsönnun sem
vinir hans væru reiðubúnir aö stað-
festa fyrir rétti. Þaö þyrfti því frekari
sannanir. Best væri ef lögreglu-
mennirnir gætu fundiö morövopniö eöa
skjóöuna í fórum hans. Lögreglan
ákvaö því að halda áfram aö leita í
nágrenni moröstaðarins en grennslast
jafnframt fýrir um ferðir Millers
þennan morgun. Á þriöja tug lögreglu-
manna var falið aö vinna aö rannsókn
málsins.
Borgarstjóri
talinn ábyrgur
Aö morgni næsta dags, 26. október,
mátti lesa í blöðum harðar árásir
leiötoga gyöinga í Crown Heights á Ed
Koch borgarstjóra í New York fyrir að
hafa virt þetta samfélag að vettugi.
Þeir kröfðust þess aö löggæsla í
hverfinu yrði aukin og aö eiturlyfja-
sjúklingar og annaö vandræöafólk yrði
fjarlægt úr yfirgefnum húsum sem þaö
heföi sest aö í. Þeir töldu aö heföu
þessar ráöstafanir verið gerðar fyrr
heföi mátt komast hjá moröinu á
Okunov rabbía. Koch borgarstjóri
sagöi hins vegar um þessi ummæli aö
verið væri aö gera morðið á rabbíanum
aö pólitísku máli og nota það til árása á
stjórn hans á borginni. Taldi hann aö
þessi gagnrýni væri út í hött.
Lögreglan lagði mikla áherslu á aö
flýta rannsókn málsins. Skyldmenni
Millers voru yfirheyrö næsta dag og
einnig vinir hans. Einn þeirra, Leroy
Smith, sagði lögreglumönnum aö
kvöldið fyrir morðiö heföi hann ásamt
Miller og fleiri vinum þeirra veriö að
ræöa um gamlan gyðing sem gengi um
götur meö fulla tösku af peningum.
Smith sagöi aö einhver þeirra heföi
heyrt aö þessi saga væri sönn og heföi
þetta vakiö mikinn áhuga hjá Miller.
AnnaÖ vitni, sem lögreglan hafði tal af,
miðaldra Spánverji, sagðist hafa séð
til moröingjans þegar hann framdi
ódæðiö og taldi sig geta þekkt hann
aftur ef hann sæi hann.
Málið tekur
að skýrast
Svo virtist sem rannsókn lögregl-
unnar væri aö öera nokkum árangur.
Skýringin á þessari fólskulegu árás og
moröi á gamla rabbíanum var líklega
fundin. Moröinginn haföi þá haldiö aö
hann væri meö fulla skjóðu af
peningum og áttað sig of seint á því aö
þar voru aðeins þeir hlutir sem gyöing-
urinn ætlaöi aö nota til morgunbæna í
synagógunni. Meö þessar upplýsingar
í handraðanum var kominn tími til að
taka Miller til yfirheyrslu og spyrja
hann um ferðir hans morguninn sem
moröið var framiö. Ef vitnin gætu
síöan þekkt hann aftur úr hópi manna
sem morðingjann væri bjöminn
unninn. Þá væri hægt að handtaka
hann og gera hjá honum húsleit.
Lögreglumenn ályktuðu aö þar sem
Miller vissi ekkert um að hann lægi
undir grun gæti veriö aö morðvopnið
eða þýfiö væri enn í fórum hans.
Miller var handtekinn og hann
fluttur til yfirheyrslu á lögreglustöð í
ööm hverfi til aö handtaka hans ylli
ekki óróa í Crown Heights. Sorrentino
stjómaði yfirheyrslunni. Miller sagðist
hafa eytt nóttinni hjá vinkonu sinni í
Queens County í New York. Hann heföi
komið þangaö laust eftir miönætti og
dvalist þar fram undir klukkan fimm
um morguninn. Þá hefði hann fariö út
úr húsinu og sest út í bíl sinn fyrir utan.
Hann heföi ætlað að bíöa eftir aö móöir
vinkonu hans færi aö heiman í
vinnuna. Um klukkan sjö um morg-
uninn var hún enn ófarin. Þá sagðist
hann hafa gert sér ljóst aö hún færi
ekki í vinnuna þann daginn. Hálftíma
síöar heföi hann síöan ekið burt frá
húsinu og heim til sín.
Lögreglan hélt yfirheyrslunum
áfram fram á kvöld og þráspuröi
Miller um ýmis atriði sem gerst höfðu
frá því kvöldiö fýrir moröiö og fram á
morgun. Miller svaraöi öllum spum-
ingum skýrt og greiðlega og svo virtist
sem ekki tækist aö flækja hann í
nokkm atriöi. Hann sagðist hafa ekið
frá heimili vinkonu sinnar og aö sínu
heimili þar sem hann bjó ásamt
Claudette Courbet og nokkurra
mánaöa bami þeirra.
Hinn grunaði
flækist í gildru
Sorrentino ákvaö aö leggja smá-
gildru fyrir Miller. ,,En hvers vegna
segir Claudette Courbet aö þú hafir