Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983. Áætía má að íslendingar borði á ári hverju um tuttugu og fimm tonn aflakkrís. í beinu framhaldi afþví má fullyrða að landinn sé mikil iakkrísþjóð því hlutfallstölur benda til að nágrannaþjóðir okkar standi okkur nokkuð að baki hvað þessu ákveðna áti viðkemur. Hálf öld er iiðin frá því ísiendingar komust fyrst í kynni við þessa sérkennilegu mæru sem lakkrísinn er. Skömmu fyrir síðara heimsstríð var farið að fiytja þetta góðgæti frá erlendum framleiðendum inn í landið. Ekki leið á löngu þar til þessi svarta sæla var orðin alþekkt fyrirbæri og vinsælt í búllum iandsins. Enginn þótti maður með mönnum nema hann hefði smakkað á þessum „kolbikasvörtu en bragð- góðu gúmmíhólkum " eins og fóikið lýstiþessu sælgæti íþá daga. Síðara heimsstríðið hafði meðal annars þau áhrifá ísiend- inga að nokkrir þeirra fóru að framieiða lakkrís í sínum eigin verksmiðjum. Frá þeim tíma hefur innanlandsframleiðslan verið vel rúmur þriðjungur af iakkrísáti okkar á móts við innflutta þáttinn. Um þessar mundir starfa þrjár íslenskar verksmiðjur að lakkrísframleiðslu og ku reksturinn ganga þokkaiega, jafnvei bæriiega, hjá þeim öiium, enda ísiend- ingar enn sem fyrr sólgnir í „gúmmíhólkana " sína. Við litum inn í eitt afþessum iakkrísvígjum ísiendinga og fengum að fylgjast með framleiðslu göfugustu lakkrísteg- undarinnar, nefnilega lakkrísröranna. Gjörið svo vel... -SER. Svarta sæftan Ummm kade gotth . . . gæti litli lakkrísunnandinn á myndinni hafa sagt áöur en hann stakk rörinu upp i munninn. — ellegar sælgætistegimdin lakkrís og hvernig hún veröur til Helsta efnið í sælgætinu lakkrís — og það sem jafnframt gefur því nafn — er hin svonefnda lakkrísrót. Lakkrísrótin vex á trjárunna sem víða er sáð til í mörgum Asíulöndum. Er ávöxturinn í laginu eins og gulrót og litur hans ljósbrúnn. Þegar safinn úr lakkrísrót- inni er svo soðinn kemur fram þessi svarti litur sem einkennir sælgætið. Þessi svarti massi er mótaður í blokkir að aflokinni suðu — og þannig seldur út um allan heim. Þetta er hinn svokallaði „apótekaralakkrís” sem margir kannast við úr æsku og jafnvel síðar Pótur Stefánsson, eigandiþeirrar lakkrísgerðar er heimsótt var, heldur hér á lakkrisrótarblokkum leinnig nefndur apótekaralakkrísj sem er uppistaðan igerð þessa svarta sælgætis. Bragðbót Á árum áöur var rótarmassinn mik- iö notaður til lyfjagerðar. Fyrir um þrjátíu árum voru til dæmis um níutíu prósent af öllum rótarmassa í heiminum notuð í gerð lyfja en afgangurinn — tíu prósent — til ' sælgætisgeröar. 1 lyf jagerð er massinn aðeins notaður til aö bragðbæta, svo sem til að taka vonda bragðið af mörgum mixtúrum. En eftir að alls konar töflur tóku að ryðja sér til rúms hjá lyfjaframleið- endum hefur notkun rótarmassans á þeim vettvangi farið minnkandi. Hin síðari ár hefur hann svo til eingöngu veriö notaður til sælgætisgerðar. Sykur um helmingur Fyrsta verkið í lakkrísframleiðslu er aö hræra blokkum af áöurnefndum rótarmassa saman við hveiti og sykur. Þess má geta að hlutföllin eru til helm- inga sykur á móti einum fjóröa af hveiti og öðru eins af rótarmassa. Ymsum öðrum efnum er einnig bætt í hræruna en í smáum stíl. Þar má nefna efni á borð við salt og sojaolíu. Auk þess er svörtu litarefni bætt út í það sem fyrir er ella yrði lakkrísinn gráleitur, sem þykir víst ekki beint geðslegur farvi að mati framleiðenda. I einskonar hakkavél Þessum efnum er hrært saman í stórum suðupotti sem tekur um átta hundruð lítra. Nokkru vatni er bætt út í deigið til að það hrærist auðveldar en það gufar svo að sjálfsögðu upp við suðuna. Lakkrísdeigið er soöið í þrjár klukkustundir við hundrað og áttatíu gráða hita. Að því búnu er deiginu mokað í fötur og það kælt og látið storkna nokkra stund. Þaöan liggur leið lakkrísdeigsins í rörmótunarvélina. Deigið er losað úr hverri tunnu fyrir sig og sett ofan í eins konar hakkavél sem þrýstir því niður í gegnum vélina. Sexstrendu götin og pípan Deigið fer út úr vélinni í gegnum sexstrend göt. I hverju þeirra er pípa sem blæs lofti og þannig myndast tómarúmið í miöju lakkrísröranna. Þau þrýstast svo í lengjum út úr vél- inni yfir á bakka á færibandi. Þegar búið er að skera á rörin á milli bakkanna er þeim raðað hverjum fyrir sig upp í rekka sem komið er fyrir í heitri geymslu. Þar eru rörin geymd yfir nótt eða þangað til þau eru oröin þurr. I morgunsáriö næsta dag eru rörin tekin út úr hitasvækjunni, þau kæld lítillega áður en þau eru skorin í til- Lakkrísdeigið er hrært i voldugum suðupotti er tekur allt að átta hundruð lítra. Þarna ofan imallar deigið i þrár klukkustundir við hundrað og áttatiu stiga hita. hlýðílegar lengjur. Þá er þeim komið fyrir í umbúðum og þá bíður þeirra ekkert annaö en munnur og magi væntanlegs neytanda. Svo auðvelt er að búa til lakkrís á Islandi. Og gleymum ekki álagningunni! Og svona í lokin: Framleiðsla eins lakkrísrörs ku kosta á núvirði tvær krónur og níutíu aura. Ut úr búð kostar þessi sami „gúmmíhólkur” hins vegar tveimur krónum og tíu aurum betur, nefnilega fimm krónur (eða heilar fimm hundruð krónur gamlar!!!) Lakkrisdeigið þrýstist út úr sexstrendum götum hakkavólarinnar. Á bakkann leggjast tilvonandi lakkrisrör, sem þegar þetta er lesið, eru örugg- lega komin í munn einhverra íslenskra lakkrisunnenda. D V-m yndir Einar Ólason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.