Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Síða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR10. MARS1983. Davíð A. Gunnarsson, f ramkvæmdast jóri Ríkisspítalanna: „Þörfin leyfir ekki að fækkað verði” „Fyrir hendi er ákveöinn fjöldi af plássum og þau eru sífellt full. Þaö er skoðun okkar aö þaö sem til þarf aö koma séu fleiri starfsmenn. Þaö er því kannski fulleinfalt aö segja að fjárskortur Kópavogshælis sé eina ástæöan fyrir því aö drengurinn fær ekki aögang,” sagöi Davíö Á. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ríkisspítalanna, í viðtali viö DV. Til- efniö var viðtalið sem birtist hér í blaöinu þann 2. mars síðastliöinn viö foreldra ungs, þroskahefts drengs sem fengið hefur heimild fyrir aö verða tekinn inn á Kópavogshæli en kemst ekki aö vegna þrengsla og skorts á starfsfólki. „Undanfarin ár má segja að stefn- an hafi veriö sú að fækka vistmönn- um á stóru stofnununum, eins og Kópavogshæli,” sagði Davíð. „I stað- inn hefur veriö lögö meiri áhersla á aö byggja sambýli og minni stofnan- ir. Taliö haföi verið aö aösóknin aö stofnunum myndi minnka en raunin hefur orðið sú aö síöasta hálft annað áriö hefur aðsóknin aukist um allan helming og ekki hefur veriö hægt aö anna henni. Þörfin leyfir því ekki aö fækkaö verði. Dæmiö hefur þannig snúist nokkuöviö. Fyrir lá aö bæta viö 24 nýjum stööugildum á Kópavogshælinu. Þeim hefur ekki verið úthlutað enn, sennilega vegna fjárskorts. Fjár- hagserfiöleikar hafa líka valdið því aö vinna viö deild 2 á Kópavogshæli, eina elstu deild þess, hefur gengið hægar en þurft heföi að vera. Þó er áætlaö aö henni veröi lokið á árinu. Auövitaö myndi maöur helst vilja aö ein manneskja gæti veriö meö hverjum vistmanni allan sólarhring- inn og sinnt öllum hans þörfum. En eins og stendur er ekki nægjanlegt starfsfólktilþess. Vandinn er náttúrulega ekki bara þessa eina drengs, heldur eru fleiri sem líkt er háttaö um,” sagöi Davíð Á. Gunnarsson. -pá Björn Gestsson, forst jóri Kópavogshælis: „Engin ein lausn til á vandanum” „Hér er um aö ræöa miklu lengra og flóknara mál en svo aö hægt sé aö gera því skil í stuttu blaöaviðtali. Á Kópavogshæli eru þegar orðnir fleiri en húsnæöiö er upprunalega gert fyr- ir. Aösóknin hefur veriö töluverö undanfarið og í raun meiri en hægt er meö góöu móti aö taka viö. Þeir eru því miöur margir sem fyrirsjáan- lega munu þurfa aö bíða enn um sinn.” Þaö er Björn Gestsson, for- stöðumaður Kópavogshælis, sem svo mælir, en til hans var leitaö til nán- ari útskýringa á vanda Kópavogs- hælis, í tengslum við viötaliö viö for- eldra þroskahefta drengsins, Isaks Ölafssonar. „Hér eru alltaf einhverjir á biö- lista án þess hægt sé aö segja til um þann fjölda í fljótu bragði. Biðlisti er flókiö mál og oft vitum viö ekki um isak Ólafsson, þroskaheftur drengur, sem ekki kemst að á Kópavogs- hæli vegna þrengsla og skorts á starfsfólki. Rætt var við foreldra ísaks litla iDV2. mars sl. einstaklinga fyrr en neyöarástand er orðið á heimilinu. Ástandiö er e.t.v. ekki verra nú en oft áöur en úrræðin eru ekki eins mörg og maður hefði kosið. Oft er aðeins hægt aö leysa vanda einstaklinga meö skamm- tímavistun. Nú er verið aö endurbæta eina elstu deildina hér, svo aö hún svari kröfum tímans. Til þess þurfti aö rýma hana svo aö þrengslin annars staöar eru e.t.v. meira áberandi en ella. Og svo eitthvaö jákvætt komi fram líka þá er hér verið að byggja vinnustofu fyrir vistmenn og sund- laugin er nú uppsteypt og komin und- irþak.” — En eru ekki fleiri stofnanir á borö viöKópavogshæli starfandi? ,,Skálatún er að nokkru leyti sams konar stofnun og einnig Sólborg og Tjaldanes. Munur er þó á einstakl- ingum og getustigi þeirra eftir stöö- um. Meirihluti þeirra sem mesta þjónustu og umönnun þurfa er á Kópavogshæli.” — Og hver er fjöldi starfsmanna á hælinu? „Heildarfjöldi fastra starfsmanna er 182 en þar viö bætist síðan afleys- ingafólk og aörir lausráönir. Viö höf- um óskaö eftir fleiri starfsmönnum og þurfum fleiri til aö geta sinnt þeim vistmönnum sem hér eru á full- nægjandi hátt,” sagöi Björn Gests- son. -PÁ Mezzoforte: Hagstæðustu Jkaupin Viltu spara? Komdu bara Afsláttur á smjöri, smjörlíki, smjörva, ostum, kjöti, kjúklingum, sviöum, emmess ís, kjörís, flatkök- um, kleinum, pizzum, rækjum, ýsuflökum, nýjum ávöxtum, nýju grænmeti, niöursoðnum ávöxtum, niöursoönu grænmeti, kaffi, kexi, sultu, hveiti, strásykri, sælgæti, súpum, hrein- lætisvöru, toilettpappír, eldhúsrúllum, tóbaki, öli og ölgerðarefni Sem sagt AFSLÁTTUR af öllum vörum SPARIMARKAÐURINIM AUSTURVERI fiiýí neðra bílastæði — sunnan hússins. Mun betri árangur en vonir stóðu til — segir Kristinn Svavarsson, saxófónleikari Mezzoforte „Viö erum að sjálfsögöu mjög hressir meö þaö aö komast á topp 40. Þetta er mun betra en viö þorðum aö vona,” sagði Kristinn Svavarsson, iinn meðlima hljómsveitarinnar dezzoforte, en DV náöi tali af honum í ^undúnum í gær. „Þaö veröur ákveöiö á næstunni ivort viö eigum aö koma fram í Top of the Pops í næstu viku, þaö fer eftir söluhorfum í þessari viku,” sagöi Kristinn. „Þaö heföi aö sjálfsögðu gífurlega auglýsingu í för meö sér því þessi þáttur er sýndur um allar Bret- landseyjar,” bætti hann viö. Kristinn sagði aö annars væru þeir félagar mjög þreyttir eftir aö hafa veriö á stöðugum þeytingi um allar jarðir í Bretlandi síöustu daga, í viðtölum og öörum kynningum. „Samt hefur þetta veriö mjög gaman þó maöur viti í raun ekki enn hvernig maöur á aö taka þessu,” sagöi Kristinn Svavarsson. Mezzoforet er væntanleg heim í dag. -SþS. í versluninni Kúnígúnd gjafavöruverslun, Hafnarstræti 11 —sími 13469. V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.