Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Qupperneq 4
4
DV.FIMMTUDAGUR 10. MARS1983.
Surtlusystirin á Ijósaborði í húsa-
kynnum Hafrannsóknastofnunar.
Örin ofarlega tH hægri bendir á
hænginn. Framan á fiskinum, fyrir
ofan kjaftinn, sjást Ijósfærin.
Agnirnar fyrir ofan hænginn teljast
vera sporðurinn.
DV-myndir: Bjarnleifur.
Gunnar Jónsson fiskifræðingur
með hinn sjaldgæfa fisk.
Surtlusystir kom í vörpuna hjá Ottó N. Þorlákssyni:
Sést á tönnunum að þetta er
gíf urlegur ránfiskur
— talið að innan við tíu slíkir f iskar haf i f undist í heiminum
notar Ijós til að gabba aðra fiska upp í sig
„Það sést á tönnunum að þetta
hlýtur að vera gífurlegur ránfiskur,”
sagði dr. Gunnar Jónsson fiski-
fræöingur þegar hann sýndi DV-mönn-
um koisvartan furðufisk sem togarinn
Ottó N. Þorláksson fékk í vörpuna um
síðustu helgi. Fiskurinn veiddist á 500
metra dýpi á Skerjadjúpi, suðvestur af
Reykjanesi.
Fiskurinn mun á vísindamáli heita
Linophryne coronata. Á íslensku hefur
hann veriðkallaðursurtlusystir.
„Þetta er annar fiskur þessarar
tegundar sem veiðist hér við land. Sá
fy rsti veiddist á Meðallandsbugt í apríl
1969. Og ég geri ráð fyrir aö innan viö
tíu fiskar af þessari tegund hafi veiðst í
heiminum,” sagði Gunnar.
Surtlusystir er, að sögn Gunnars, af
sædjöflakyni og surtluætt. Surtla, sem
einnig er sjaldgæfur fiskur, er af sömu
ætt.
Eins og gerist með sædjöful, sem
margir hafa heyrt um, er mikill
stærðarmunur á hrygnu og hæng.
Hængurinn er dvergur miðað við
hrygnuna.
Svo skemmtilega vildi til að hængur
var einmitt fastur við hrygnuna sem
Ottó N. Þorláksson veiddi. Við
mælingu reyndist hann vera um
tveggja sentímetra langur. Hrygnan
mældist hins vegar 29 sentímetra löng.
„Hængurinn lifir sem sníkjudýr á
hrygnunni og fær næringu í gegnum
æðar frá henni. Svo lætur hann sér
bara líða vel,” sagði Gunnar.
Fleira er skemmtilegt við surtlu-
systurina. Framan á sér hefur hún
ljósfæri.
„Hún gefur frá sér ljós og leiðbeinir
þannig villuráfandi fiskum upp í sig,”
sagði Gunnar.
Hann sagöi að lítið væri vitað um
þennan fisk. Hann væri einfari og teld-
ist miðsævis djúpfiskur. Surtlusystir
lifir í hafinu frá Islandi og langt suður í
Atlantshaf.
-KMU.
Svo mælir Svarthöfði
Svo mælir Svarthöfði
Svo mælir Svarthöfði
0
Veitum Araþórí tækifærí
Frá því að þeir bræður Gísli og
Arnþór Helgasynir voru með út-
varpsþætti fyrir Vestmannaeyinga
eftir að eldur kom upp í Heimaey,
hafa umsvif þeirra verið meiri en títt
er um svo fatlað fólk. Fordæmi
þeirra hefur jafnframt verið öðrum
fötluðum mönnum hvatning um að
vantreysta sér ekki til erfiðra verka.
Um nokkurra ára skeið hefur Arn-
þór unnið við hljóðbókasafn Blindra-
félagsins og Borgarbókasafns við að
hljóðrita bækur. Hann hefur sinnt
þessu starfi ágæta vel og safnið hefur
vaxið. Arnþór hefur gegnt þar
almennum störfum og þótt sjón-
depra hans hái honum þar á vissan
hátt, þá vinnur hann vel fyrir kaup-
inusínu.
Fyrir skömmu átti aö ráða deild-
arstjóra við væntanlegt Hljóðbóka-
safn. Arnþór sótti um einn manna.
Þá vill svo einkennilega til, að meiri-
hluti stjórnarinnar óskar ekki eftir
því að ráða Arnþór til starfans, held-
ur vill auglýsa starfið á nýjan leik.
Málið er nú í höndum menntamála-
ráðherra.
Afstaða safnstjórnarinnar hefur
valdið mikilli reiði meðal blindra,
sem telja að verið sé að setja Arnþór
skör lægra með þessari framkomu.
Hafa þeir beint áskorun til ráðherr-
ans um að hann sinni ekki umsögn
safnstjórnar, heldur skipi Arnþór í
stöðuna.
Á Birgir nú úr vöndu að ráða.
Vitanlega stendur sjóndapur
maður aldrei alsjáandi manni jafn-
fætis. En það er ekki þar með sagt,
að hann geti ekki sinnt störfum sin-
um fullnægjandi. Og þótt menn séu
fuUkomir að öUum Iíkamsburðum,
þá er ekki þar meö sagt, að þeir séu
æskUegir starfsmenn vegna annarra
ágaUa. Arnþór er ekki albUndur,
heldur getur hann lesið með hjálp
lestækis. Hann yrði að fá ritaraað-
stoð við viss störf, en meginhluta
starfanna gæti hann innt af hendi. Sú
ritaraaðstoð, sem hann yrði að fá, er
ekki meiri en margir deildarstjórar
fá í opinberum skrifstofum. Það má
sjá þessa ritara sitja fyrir framan
skrifstofur deUdastjóranna og vél-
rita og svara í símann og ganga
endanlega frá bréfum og öðru, sem
deUdarstjórarnir gera.
Á hljóðbókasafninu yrði þetta rit-
arastarf vitanlega ekki fuUt starf, en
vitanlega má nýta starfsmanninn tU
annars á safninu, og safnið því
öflugra.
Út af fyrir sig er ótti meirihluta
safnstjórnar eðUlegur. Til þessa
dags hefur það einungis verið hjá
einkafyrirtækjum, að bUndir menn
stjóma rekstrinum. En ekki hefur
reynslan af yfirstjórn blindra manna
þar verið slík, að ástæða sé tU þess
að vantreysta sjóndöprum mönnum í
opinberum störfum.
Menntamálaráðherra á þess
vegna ekki að hlusta á meirhluta
stjóraar Hljóðbókasafns. Hann á að
ráða Araþór Helgason tU starfa sem
deUdarstjóra Hljóðbókasafns. Hann
getur vitanlega verið varkár og sett
Araþór tU bráðabirgða tU þess að sjá
hvort hann veldur starfinu, er það
enda í samræmi viö hefö um slíkar
stöður, að menn séu settir tU að
byrja með.
En hitt væri mikið áfaU fyrir þá,
sem vUja treysta fötluðu fólki til að
vinna þjóðnýt störf í þjóðfélaginu og
hvetja það tU þess að sætta sig ekki
við að vera eingöngu styrkþegar, ef
ungur maður, sem hefur af fádæma
hörku barist gegn fötlun sinni, er
hafnað, án þess'að hann fái að reyna
sig.
Svarthöfði.