Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Page 10
10
DV. FIMMTUDAGUR10. MARS1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Trúarvakningí Guatemala
Páfínn er útsendarí andskotans
Smm
Þaö gengur nú trúarvakning yfir
Mið-Ameríku. Kirkjudeildir mót-
mælenda eiga vaxandi fylgi að
fagna og ógna nú hinni hefðbundnu
stöðu kaþólsku kirkjunnar þar. I
Guatemala hefur þessi hreyfing risið
hæst, þegar Rios Montt hershöfðingi
varð forseti ríkisins eftir valdatöku
hersins.
— Guö hefur lagt hendur sínar yf ir
Guatemala. Hann viil gera land
okkar að lýsandi dæmi. Rios Montt
gerði ekkert til þess að veröa forseti,
það er þess vegna kraftaverk að
hann varð það.- Þetta segir einkarit-
ari forsetans, Francisco Bianci.
Þaö voru ungir herforingjar sem
komu Montt til valda með byltingu.
Þessir ungu herforingjar voru
verkfæri Guðs, segir Bianci.
Það orð fer af stjóm Montts að
hún hafi staðið fyrir f jöldamorðum á
indíánum og ógnarstjóm. Þetta telja
stuðningsmenn hans fráleitt og
Montt sjálfur þvertekur fyrir það.
Hann segir, að hann færi Guatemala-
búum boöskapinn um kærleikann.
Hann hafi beitt sér fyrir herferð á
hendur spillingunni í landinu sem
var hroðaleg. Þannig hefur hver
embættismaður í landinu orðið að
sverja þess eið aö ljúga ekki, stela
ekki né beita ofbeldi.
En þótt enginn haldi því fram að
Montt sjálfur eigi hlut að spill-
ingunni, er þaö samt staðreynd að á
næsta valdaþrepi fyrir neðan hann
sitja feitir embættismenn og heimta
mútur.
— Það er ekki kerfið sem er rangt,
það em einstaklingamir sem em
vondir. — Þetta segir Bianci. Og þar
er rótin að ágreiningi milli mótmæl-
endakirknanna og þeirrar kaþólsku.
Kaþólskir
byltingaprestar
Valdamiklir aöiiar innan
káþólsku kirkjunnar i Guatemala
vinna að því að breyta þjóðfélaginu.
Þeir hafa snúist gegn stuöningi mót-
mælendakirknanna við kúgun og
einræði stjórnvalda. Róttækir
prestar í E1 Salvador hafa ásakað
CIA um aö styrkja mótmælenda-
kirkjur í Mið-Ameríku og aðrir hafa
haldið því fram að Rockefellerstofn-
unin styrki þær einnig. Og það er
ljóst að hinar ýmsu mótmælenda-
kirkjur í Guatemala fá styrk frá
systurkirkjum í Bandaríkjunum. En
enginn veit hve mikiö.
Stærsta kirkjudeild mótmælenda í
Mið-Ameríku, Asamblea de Diós, fær
ekki styrk frá Bandaríkjunum, aö
sögn talsmanna hennar. Bandaríski
trúboðinn Jerry Smith í E1 Salvador
segir að fyrir mörgum árum hafi
baptistar fengið fjárstuðning frá
Rockefellerstofnuninni, en ekkert
síðan. Hann segir einnig að hans
kirkja sé alveg ópólitísk og skipti sér
ekki af pólitískum vandamálum, svo
sem varöandi mannréttindi. Hann
segir einnig að kaþólska kirkjan hafi
tekið pólitíska afstöðu og þannig fælt
burtu milli- og yfirstéttirnar.
Ein önnur ástæða fyrir velgengni
mótmælendakirknanna í Guate-
mala, en þar er talið að milli 30 og 40
prósent íbúanna hafi gengið þeim á
hönd, er öryggisleysið í landinu, bæði
ógnarstjóm yfirvalda og stríðið
innanlands.
— Þegar manneskjan er hrædd
leitar hún skjóls hjá Guði. Og Jesús
huggar þá sem eiga erfitt. Þess
vegna er auðvelt að boða nýja trú nú.
— Þetta segir séra Sergio Solorzano
mótmælendaprestur.
Páfinn Antikristur
I að minnsta kosti einni mótmæl-
endakirknanna, Elimkirkjunni, ráö-
ast prestamir með offorsi gegn páf-
anum vegna heimsóknar hans og
kalla hann Antikrist.
Þetta er nánast stríð milli kirkna,
milli kaþólskra og mótmælenda um
sálirnar. Og í því stríði reyna margir
presta mótmælenda aö leiöa hina
trúuðu frá hugleiöingum um þjóð-
félagsástandið, til trausts á forsjá
Guðs og vonar um endurkomu Jesú.
— í Guatemala hafa mótmælenda-
kirkjurnar tekið við hlutverki
kaþólsku kirkjunnar sem verjendur
hins ríkjandi ástands. Meöan
kaþólska kirkjan varði einræðisherr-
ana í Guatemala fyrr, leitaði fólkið
til mótmælendakirknanna, en nú eru
það mótmælendumir sem styðja
ríkisvaldið, segir Guatemalabúi.
Rios Montt
hershöfðingi
og af Guðs
náð forseti
Guatemala.
Kosningarnar í Ástralíu:
EFTIRLEIKURINN ERFIÐARI
Nú, þegar Verkamannaflokkurinn
hefur náð völdum að nýju í Ástralíu,
eftir sjö ár í stjórnarandstöðu, verða
þingmenn hans að takast á við mörg
alvarleg vandamál varðandi efna-
hagslífið, vamarmál og samkomu-'
lag aðila vinnumarkaðarins. Það er
álit fréttaskýrenda að það verði á
þessum þrem vígstöðvum sem örlög
hinnar nýju ríkisstjómar verði
ráðin.
Enn hefur ekki verið gengið frá
skipan ríkisstjórnarinnar, utan hvað
Bob Hawke hefur gefiö í skyn að for-
veri hans í stóli formanns Verka-
mannaflokksins, Bill Hayden, verði
utanríkisráðherra. En flokkurinn
mun búa við þægilegan meirihluta í
fulltrúadeildinni sem gerir líf Hawke
auöveldara til að byrja með. En það
mun reyna fljótt á það, hvort orðstír
hans fyrir samningslipurð og raun-
sæi er réttur.
Efnahagsmálin
Erfiðustu ákvarðanir sem hin
nýja ríkisstjórn verður að taka er
um efnahagsmál. Ritari Verka-
mannaflokksins, Bob McMullen, hef-,
ur sagt að höfuðástæðurnar fyrir
sigri Hawke hafi verið ótti Ástralíu-1
búa við aukiðatvinnuleysi, sem er nú
10 prósent og verðbólgu sem nú er 11
prósent, en menn óttast mjög aö
þetta verðbólgustig leiði til versn-
andilífskjara.
Efnahagsráðstafanir Hawkes
verða að falla í geðalþjóðlegum fjár-
festingaraðilum sem hafa fjár-
magnað stórframkvæmdir í Ástralíu
og tryggja þeim góðan hagnað.
Þessar aðgerðir veröa einnig að f alla
að hugmyndafræði félaga hans í
Verkamannaflokknum.
Fjárfestingaraðilar óttuðust
einnig að Hawke léti það verða sitt
fyrsta verk að fella gengið til þess
að efla útflutning og draga úr
innflutningi. Þetta var líka fyrsta
verk Hawke, sem felldi gengi
ástralska dollarsins um 10 prósent í
vikunni. Ottinn við þessa gengisfell-
ingu varð til þess að fjármagnseig-
endur drógu um 1,5 milljarða banda-
rískra dollara burt frá Ástralíu á
síðustu vikum fyrir kosningar.
Þá óttast fjármagnseigendumir
einnig að fyrirætlanir Verkamanna-
flokksins um fjölgun starfa og efl-
ingu almannatrygginga muni auka
halla á áströlsku fjárlögunum enn
frekar. Hallinn á þessu ári er ætlaður
að muni verða um fjórir milljarðar
dollara og það sé ætlun stjórnvalda
að verða sér úti um þetta f jármagn
heimafyrir og muni það leiða til
vaxtahækkunar.
Kjarasamningar
Hvað varðar ástandiö á vinnu-
markaðnum munu nokkrar deilur,
sem lítið hefur borið á síðustu vik-
urnar fyrir kosningar, verða teknar
upp að nýju og reyna á þolrifin í hinni
-fyrirBob Hawke
nýju stjórn. Þar mun sérstaklega
reyna á það, hversu langt Verka-
mannaflokkurinn er tilbúinn að
ganga til að halda niðri launahækk-
unum, sem er mikilvægt stefnumál
flokksins.
I miðri kosningabaráttunni gerði
Hawke samkomulag við Alþýðusam-
band Ástralíu um aðhaldsstefnu í
kaupgjalds- og verðlagsmálum.
Þetta samkomulag átti eflaust
mikinn þátt í sigri hans og var
áhrifamikið svar við þeirri stefnu
Malcolms Frasers að eina leiðin til
að ráöa niðurlögum efnahagsörðug-
leikanna væri að frysta laun, ásamt
öðrum harkaiegum pólitískum að-
gerðum.
Hawke hefur skorað á alla Ástra-
líubúa að sameinast að baki sér, eftir
áralanga reynslu af harkalegri
stefnu Frasers, sem varð til þess að í
odda skarst milli verkalýðshreyfing-
ar og vinnuveitenda, svo að lítill
friður hefur verið á vinnumarkaðn-
um í mörg ár. Þaö er aftur annað
mál, hvort verkalýðsfélögin í oliu-
hreinsiiönaði og félög flutninga-
verkamanna munu sætta sig við
hóflegar launahækkanir nú, þegar
Verkamannaflokkurinn hefur náð
stjómartaumunum. Það veit enginn
fyrr en Hawke kallar saman fyrir-
hugaða ráðstefnu um efnahagsmál,
þar sem aðilar vinnumarkaðarins
ásamt embættismönnum munu
þinga um framtíðarráöstafanir.
Varnarmál
Hvað varðar varnarmál mun
Hawke fljótlega veröa aö taka erfiða
ákvörðun, þegar hann fjallar um
framtíðarhlutverk sjóhersins.
Fraser og stjóm hans höfðu fyrir
nokkru ákveðið að kaupa nýtt flug-
móöurskip, en talsmenn Verka-
mannaflokksins sögðu að flokkurinn
myndi ekki eiga þátt í því aö eyða
peningum í svo mikil kaup á erfið-
leikatímum. Flugmóðurskip mun
kosta hundruö milljóna dollara.
Það verður ekki fýrr en Hawke
hefur tekist á við þessi mál, að ljóst
verður hvort hann mun standa undir
þeim fyrirheitum, sem starf hans
innan ástralska Alþýðusambandsins
gaf.
Bob Hawke,
Dýkjörinn for-
sætisráðherra
Astralíu. Að
unnum sigri
verður að tak-
ast á við
vandamálin.