Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Blaðsíða 14
14
DV. FIMMTUDAGUR10. MARS1963.
Viðurkennum
þarfir náungans
1 lesendadálki DV 16. febrúar sl.
birtist kostuleg grein án höfundar-
nafns. Er hún í staö bess
eyrnamerkt meö nafnnúmeri 8361 —
8566. Þaö aö höfundurinn þorir ekki •
að láta nafns síns getiö, en notast í
staö þess viö hálfgert felunafn, sýnir
vel hve málstaöurinn hlýtur að vera
veikur, enda er efni greinarinnar
órökstuddir sleggjudómar. Höfund-
urinn, sem ég kýs aö nefna N.N.,
talar um leiðindatón í landsbyggöar-
fólki. Hann fellst reyndar á aö
sjálfsagöur sé jöfnuður á ýmsum
sviöum og tekur til dæmis um þaö
síma- og rafmagnskostnaö. Þakkaö
skal þaö álit hans. Þá er komin
viöurkenning hans á þeim mismun
sem verið hefur og er enn varðandi
þessi atriöi. Þaö eru einmitt þau
sem málið hefur snúist um og þessi
leiðindatónn hefurhljómaöút af.
Rekstur bifreiða
Mig langar samt til aö fjalla um
ýTnislegt annað er fram kemur í
greininni. Fyrst er rætt um aö helm-.
ingi dýrara sé aö tryggja bifreiðar í
Reykjavík en sums staöar úti á
landi. Ástæöan fyrir því hlýtur ein-
faldlega aö vera sú aö helmingi meiri
hætta sé á tjóni af völdum bifreiöar
með R-númeri en sumra annarra.
Eg er fullviss um aö þama mætti
koma á verulegum jöfnuöi sem allir
gætu sætt sig viö. Það ætti aö vera
hægt meö því aö hækka trygginga-
gjöld eitthvað þar sem þau eru lægst,
en auka jafnframt sjálfsáhættu. Á
móti því gætu svo komiö auknar
bónusgreiöslur til þeirra sem tækist
aö sleppa við áföll í akstri. Þetta
þýddi miöaö viö gefnar forsendur að
þeir sem aka á svæöum þar sem
mest er hættan á umferðartjónum
hlytu aö bera hæstu gjöldin, en þó aö-
eins þeir sem í súpunni lenda.
N.N. nefnir aö utanbæjarmenn,
sem búa í Reykjavík, haldi stíft í
heimanúmerin. Þetta hef ég heyrt.
áöur og er trúlega eitthvað til í því.
En skyldi þá ekki einhver hafa heyrt
sögur af mönnum, er aka bifreiöum
meö R- númeri aö öllu jöfnu, en þurfa
svo af einhverjum ástæöum aö
skreppa bæjarleiö á bifreið meö
utanbæjamúmeri. Þrátt fyrir aö þeir
telji aö akstri þeirra sé í engu ööru
vísi háttaö en vanalega, segjast þeir
oft veröa fyrir aökasti, sérstaklega
hvað varöar flaut úr öörum bifreiö-
um. Þetta þýöir aö mínum dómi, aö
margir séu búnir aö setja
samnefnara á milli utanbæjarnúm-
ers og aksturshæfni. Slíkt framferöi
minnir á nokkurs konar gyöinga-
ofsóknir og hlýtur aö teljast vítavert.
Hitt skal viðurkennt aö sérstaklega
hér áöur fyrr voru mörg dæmi þess
aö aksturshæfni margra utanbæjar-
manna í þéttbýli var langt frá því aö
teljast viðunandi. Aö mínum dómi
hefur hún meö aukinni fræöslu og
bættum samgöngum til þéttbýlis-
staöa stórbatnaðhin síöariárin.
N.N. nefnir daglegan kostnaö við
aö komast á milli borgarhluta, hvort
sem vera skal í strætisvagni eöa
einkabíl. Þetta er alveg rétt, slíkur
kostnaöur er mjög mikill hjá mörg-
úm. Á móti því kemur hins vegar aö
allir þeir sem til þeirra mála
þekkja viöurkenna aö reksturs-
kostnaöur bifreiöa úti á landsbyggö-
inni sé mun meiri en t.d. í Reykjavík,
auk þess sem endingartími þeirra sé
styttri. Kemur þaö einfaldlega til af
því aö vegakerfið víða úti um land
tekur sína tolla og því veröur viöhald
meira og flutningur á varahlutum og
annar kostnaður við útvegun þeirra
hærri en hjá N.N. og samborgurum
hans/hennar.
íbúðarkostnaður
1 niðurlagi greinar sinnar gerir
höfundurinn aö umtalsefni háa húsa-
leigu og meiri kostnaö viö íbúða-
kaup í Reykjavík en annars staöar.
Já, nú skal sko stóratrompið dregiö
upp. En er ekki skotiö yfir markiö í
Björn H. Guðmundsson
þessu tilviki sem og öðrum hjá N.N. ?
Hvað er þaö, sem ræöur aö verulegu
leyti verðlagningu á flestri þjónustu?
Er þaö ekki fyrirbæri sem viö nefn-
um framboð og eftirspurn? Hverjir
eru þaö sem nýta sér markað leigu-
íbúða? Nú hef ég ekki haldbærar
tölur máli mínu til stuönings, en ég
fullyrði aö verulegur hluti þeirra,
sem leigja á Reykjavíkursvæöinu,
eru utanbæjarmenn er vegna
ónógrar þjónustu á landsbyggðinni á
flestum sviöum félagslegs eölis
neyöast til aö dvelja lengri eöa
skemmri tíma í Reykjavík. Bitna þá
ekki há leigugjöld í Reykjavík á
landsbyggöarfólki? Þaö heföi ég hald-
ið, en N.N. vill e.t.v. snúa því viö og
segja aö þau séu því aö kenna.
Ekki þarf aö fjölyrða um full-
yrðinguna um kostnað viö íbúöa-
kaup. Þaö vita allir að íbúö í Reykja-
vík sem er í háum verðflokki viö
kaup hefur fram að þessu fyllilega
haldiö verögildi sínu við sölu. Auk
þess eiga íbúar höfuðborgarsvæöis-
ins mun auðveldara meö að velja sér
íbúö eftir fjölskyldustærö og efna-
hag, vegna mikiilar hreyfingar á
fasteignamarkaöi, meöan breyt-
ingar í þessum efnum eru nánast
óhugsandi víöa úti á landi, sérstak-
lega hvað varöar framboö á smærri
íbúöum.
Nú þykist ég vera búinn aö fjalla
umþá sleggjudóma í grein N.N. sem
ég get alls ekki veriö sáttur viö.
Nefna mætti mörg fleiri dæmi um
skyld mál, en þaö verður ekki gert
hér og nú. Ef of dökk mynd yröi dreg-
in upp af ástandinu gætu þeir, sem
enn hafa ekki hleypt heimadraganum á
vit sæluríkisins, hugsaö sem svo:
„Er þetta virkilega svona slæmt”,
og gleymt öllum kostunum viö þaö aö
búa úti á landi. Eg held aö þaö hafi
aldrei vakaö fyrir þeim sem
„tónaö” hafa í eyru N.N. aö undan-
förnu aö ná fullum jöfnuöi á öllum
sviöum, og að menn viðurkenni aö
lífið á landsbyggöinni hefur ýmsa
kosti fyrir þá sem vilja og kunna aö
nýta sér þá. Allir sæmilega rétt-
hugsandi menn hljóta að sjá aö
algjörum jöfnuöiverðurseintnáö og
er reyndar umhugsunarefni hvort
hann væri æskilegur. Burtséö frá því
hlýtur aö vera eðlilegt aö stefna aö
fullkomnum jöfnuöi á þeim sviöum,
sem mest hafa verið í sviðsljósinu aö
■
Flugmál og drengskapur
Ritstjórar blaöa axla þunga ábyrgö,
því að áhrif blaðanna eru mikil, — bæöi
til góðs og ilis. Mönnum er oft hampað
aö ástæöulausu, og þaö skaöar ekki.
Hitt er verra, þegar menn eru troönir í
svaðið vegna annarlegra kennda rit-
stjóra eða vegna þess aö óhróöurinn
selst vel og krónum í kassa fjölgar.
Þeir, sem hafa lesið Dagblaöiö og
Vísi, hafa tekiö eftir því í hverja átt
skrif þess blaðs hafa sótt. Æsiskrif,
mannskemmandi blaöamennska,
sorpblaðamennska. Þetta hefur ágerst
í seinni tíö, eins og forustugrein í DV
þann 26. f.m. um skipun í starf flug-
málastjóra kemur mér fyrir sjónir.
Höfundur hennar, Ellert B. Schram
ritstjóri, var samt í prófkjörinu hér í
jan. sl. auglýstur fyrir drengskap eöa
sem drengskaparmaöur. Hann hefur
þó greinilega smitast af anda þeirra
skrifa, sem tóku aö birtast í DV fyrir
allnokkrum árum undir dulnefninu
„Svarthöfði” og eru stundum slík, aö
enginn heiöviröur maður, hvað þá
drengskaparmaöur, vildi leggja nafn
sitt viö þau, og oft er stíllinn flatur,
klúr og ruglandi í samhenginu. Eitt
síöasta dæmi um þess háttar skrif eru
háösleg ummæli um frú Salome Þor-
kelsdóttur alþingismann vegna tillögu
hennar um aukið öryggi í umferðinni,
en tillagan horföi til mikilla bóta og fól
í sér, ef samþykkt yröi, björgun
mannslífa. Þessi skrif virtust ,,inn-
legg” blaðsins í prófkjörsbaráttu frú
Salome, en misstu vitanlega marks.
Ekki þykir mér sú aöför hafa boriö vott
um drengskap, hver sem hélt á penn-
anumíþaðsinn.
Misjafnt mat
á nefndarstörfum
Fyrir mörgum árum átti undirrit-
aöur sæti í opinberri nefnd, var ritari
oröunefndar. Otrúlega margir létu sig
varöa það hégómlega, en samt á ýmsa
lund, nauðsynlega mál. Eitt sinn vildi
t.d. einn ráðherra í þáverandi ríkis-
stjóm launa óveröugum kosninga-
smala í flokki hans meö orðu á tyilidegi
í lífi smalans. Ráöherrann hringdi í
undirritaöan og sagðist hafa fengiö
samþykki hinna fjögurra samnefndar-
manna sinna og væri þaö nóg skv.
starfsháttum nefndarinnar. Málið væri
þannig afgreitt, aðeins þyrfti að ganga
frá formsatriðum. Hugmyndir mínar
um starfsháttu, jafnvel ekki merkari
nefndar voru samt aörar, þær að mál
yrði ekki afgreitt meö því að fá sam-
þykki hinna fjögurra utan fundar,
heldur meö löglegri afgreiöslu á fundi.
Ef einn ætti aö króa annan af utan
funda, þyrfti engin nefnd aö koma
saman og þannig ætti engin nefnd að
starfa. Ráöherranum varö aö oröi:
„Neitaröu aö afgreiða málið?” Svar
mitt var það, aö málið yröi tekið fyrir á
fundi. Ráöherrann skellti á og talaði
ekki viö mig í mörg ár. Oröuveitingin
fór fram og á lögformlegan hátt, enda
þótt undirritaöur greiddi henni ekki at-
kvæöi.
I annaö sinn barst frá sex valinkunn-
um mönnum umsókn um orðuveitingu
til ekki jafn-valinkunns manns. Áður
en tillaga þeirra var tekin fyrir á fundi
höföu fjórir þessara manna samband
viö mig og báðu mig um aö taka ekki
mark á undirskrift þeirra, þeir heföu
veriö þvingaöir til þessa erindis. Þessi
oröuveiting fór samt fram, á sama
hátt og áöur. Samt vissu samnefndar-
menn mínir hvernig málinu var hátt-
aö. Unnt væri aö nefna svipuð tilvik af
öörum vettvangi.
Reyndar eru hvers konar undir-
skriftarplögg því minna marktæk sem
fleiri skrifa undir þau, því það er bók-
staflega hægt að fá fólk til aö mótmæla
hverju sem vera skal, ef vel er aö far-
iö. Aö mínu mati er skjal meö fleiri en
fimm nöfnum alla jafna marklaust,
því ábyrgðin minnkar sem fleiri skrifa
undir.
Marklaus umsögn
Þetta kemur mér í hug, þegar dag
eftir dag er veist að nýskipuöum flug-
málastjóra Pétri Einarssyni. Hér var
samskonar vinnubrögðum beitt og
fyrrgreindur ráöherra viðhafði viö
samnefndarmenn mína í oröunefnd.
Hver einasti flugráösmaöur haföi ver-
iö króaður af og allir nema einn vara-
maöur undirritað, áöur en máliö kom
fyrir á fundi. (Til hvers var annars
veriö að kalla á alia þessa vara-
menn?) Og þessi vinnubrögð þarf að
skoöa nánar.
Meðal umsækjenda voru hinir hæf-
ustu menn og þaö er fullljóst, að fleiri
en einn og fleiri en tveir af umsækjend-
um voru vel hæfir til starfsins. En hver
vill mæla á móti formanni sínum, þeg-
ar eftir er leitaö? Enginn aöalmaöur
og enginn varamaöur í flugráöi. Til
þess heföi formaður Flugráös þurft að
vera óhæfur. Þaö er hann ekki. En
flugráðsmenn, sem nú tala hástöfum
um valdníðslu og það, aö þeim hafi ver-
iö sýnd óviröing, óvirtu sjálfa sig og
ómerktu meö því að láta króa sig af,
einn og einn fyrir fund. Hinir ágætustu
menn í hópi umsækjenda fengu enga
umfjöllun. Menn, sem þannig vinna,
eru ekki mjög marktækir.
I sambandi viö þetta mál er undar-
legt aö verða vitni aö því hve illa sumi^
flugráösmanna kunna skil á verksviði
Flugráös, er þeir viröast halda að þaö
Gunnlaugur Þórðarson
A „Hver einasti flugráösmaður haföi verið
króaður af og allir nema einn varamaður
undirritað áður en málið kom fyrir á fundi. .
sé á færi þeirra aö kveöa á um hvort
tiltekið embættisverk ráöherra sé
valdníðsla eöa ekki. Það er í verka-
hring allt annarra og því fjarstæöa að
heyra þess háttar fullyrðingar. Flug-
ráö hefur umsagnarrétt um veitingu
starfs flugmálastjóra, en þaö stóö
þannig aö umsögn sinni að hún varö
nánastmarklaus, sem fyrr segir.
Ekki valdníðsla
Skipun Péturs Einarssonar vara-
flugmálastjóra í stööu flugmálastjóra
var eðlileg og allt tal um valdníðslu
fjarri lagi. En áöur en embættið var
veitt og vitað var aö Pétur Einarsson
var meöal umsækjenda var fariö aö
niöra Pétur. Þannig var m.a. vitnað til
dóms í skaðabótamáli vegna brott-
reksturs manns, sem þótti óhæfur í
starfi aö mati fyrrverandi flugmála-
stjóra. Þannig segir orörétt í einni
grein Dagblaösins og Vísis: „Ríkiö
hefur veriö dæmt til að punga út stór-
um fjárhæöum vegna þess aö Pétur
hefur þverbrotið lög og reglur.” Það er
rétt, aö ríkiö hefur verið dæmt til aö
greiða bætur í einu máli vegna þess aö
réttar formlegar aðferðir voru ekki
viðhaföar viö uppsögn starfsmanns
flugmálastjómar. Þetta var í tíö fyrr-
verandi flugmálastjóra. Blaðið er á
sinn hátt aö vega að látnum manni.
Drengilegt, ekkisatt.
Hins vegar er það skoðun mín, aö
hafi nefndur maöur veriö óhæfur, hafi
mikið veriö gefandi til aö losna við
hann. Þaö er alkunna, aö hinn látni
flugmálastjóri var mikill dugnaöar-
maöur á öllum sviðum og tókst m.a. aö
afla mikilla fjármuna erlendis frá til
reksturs flugþjónustunnar hér á landi.
Þótt mistök hafi oröiö í einu verki, er
það varla umtaisvert, og allir vita, aö
ríkisstarfsmenn eru nær ofvemdaöir í
starfi. En þaö er ámælisvert aö reyna
aö koma þessum mistökum á heröar
Péturs Einarssonar. Annars er hann
maöur til þess aö bera þær ásakanir.
Lögfræðingur
æskilegri
Það er óæskilegt að þurfa að fjalia
um menn persónulega, en hér veröur
ekki hjá því komist. Starfiö, sem bitist
hefur verið um, er fyrst og fremst
stjómunarstarf. Formaður FlugráÖs
hefur notiö þeirrar gæfu aö geta
menntast meö góðum stuöningi fööur
síns, dugmikils kaupsýslumanns og er
ánægjulegt, þegar menn kunna aö
meta slíkt. Hann hefur forframast í
verkfræöi meö öörum þjóöum. Hann
var um árabil varaflugmálastjóri, en
kaus aö hverfa úr því starfi og taka aö
sér annað betur launaö. Hann hefur
sótt margar alþjóöaráöstefnur og
vafalaust staöið sig meö sóma. Annars
finnst mér ekki sæma eöa vera rétt aö
einn forstjóri hjá flugfélagi sé jafn-
framt formaður Flugráðs en þaö er
annaömál.
Pétur Einarsson hefur haft áhuga á
flugmálum frá blautu bamsbeini, og er
annar tveggja lögmanna hér á landi
sem hafa atvinnuflugmannspróf. Hann
rak um tíma flugskóla og hefur sérhæft
sig í flugrétti. Pétur greiddi nám sitt
sjálfur og haföi auk þess tíma til marg-
víslegra félagsmálastarfa, auk fram-
færslu fjölskyldu, húsbyggingar, allt
meö háskólanámi. Hann er maður
hreinn og beinn, kann og þorir aö taka
ákvarðanir og axla ábyrgö. Slíkt er oft
einkenni þeirra manna, sem hafa haf-
istaf sjálfum sér.
Hvort verkfræöingur er heppilegri
sem flugmálastjóri en lögfræöingur er
erfitt að segja um. Hvort tveggja er
æskilegt, en hinu er ekki aö neita aö
lögfræöimenntun snertir alla þætti
mannlegs lífs og er þannig æskilegri til
stjórnunar og ekki síður til þess aö
sækja alþjóðlega f undi.
Nú hefur þessu embætti veriö ráö-
stafað á góöan hátt aö mati undirritaðs
og vísast til oröa eins aöalmannsins í
Flugráði þar aö auki, alþingismanns,
sem opinberlega hefur sagt, aö Pétur
Einarsson hafi staöiö sig vel í starfi.
Þaö er sannfæring mín aö þar verður
engin breyting á, þótt starfstitill hans
hafi nú styst um f jóra bókstafi.
Hins vegar var megintilgangur þess-
ara skrifa undirritaðs aö mótmæla
þeim ómaklegu árásum, sem hinn ný-
skipaði flugmálastjóri og margir aörir
hafa orðið fyrir og er sú tegund blaða-
mennsku, sem ekki sæmir meö is-
lenskri þjóö, en virðist nú vera aðal
DV.
Meö þökk fyrir birtinguna.
Gunnlaugur Þóröarson
hrl.