Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Side 17
DV. FIMMTUDAGUR10. MARS1983. 17 Lesendur Lesendur Ósanngirni í vaxta- reikningi orlofsf jár utan af landi? 5499-3366, launþegi úti á landi, spyr: Fyrirspum til Póstgíróstofunnar. Getur það veriö að orlofsfé sem greitt er, t.d. pósthúsi úti á landi, sé ekki vaxtareiknað frá þeim degi sem pósthúsið tekur á móti upphæöinni heldur þegar hún berst Póstgíró- stofunni í hendur? Ef þetta reynist rétt, því á fólk sem býr við stopular samgöngur viö Reykjavík ekki sama rétt til vaxta af sínu orlofsfé og þeir sem þar eru? Gunnar Valdimarsson, forstöðu- maður Póstgiróstofunnar, svarar: Það er rétt sem í bréfinu kemur fram að orlofsfé sem greitt er póst- húsum úti á landi er ekki vaxta- reiknað fyrr en Póstgíróstofan bókar upphæöina. Um þessar mundir standa yfir miklar breytingar á bókhalds- kerfi Póstgíróstofunnar. Það mun meðal annars leiða til þess að þetta verður lagfært. Þar að auki er unniö aö því aö beintengja pósthús úti á landi við tölvu Póstgíróstofunnar þannig að allar greiðslur bókfærast samdægurs. Þingmenn yfirlands- meðaltali að greind? 4371-6379 hringdi vegna Þingsjár- þáttar sem var á dagskrá sjónvarps- ins þriöjudaginn 1. mars síöastliðinn. Þar gaf Stefán Jónsson í skyn að þingmenn væru yfir landsmeðaltali að greind að því er manni sýndist. Meirihluti þessa greinda hóps á þingi er á þeirri skoðun að hér eigi að vera erlendur her. Öttast hann það ekki ef til þjóöaratkvæðagreiöslu kæmi aö þjóðin, vegna greindarskorts, myndi kjósa herinn út úr landinu? Stefán Jónsson alþingismaður. Edda Andrésdóttir. Þakkir fyrir Skonrokk 3639-8248 skrifar: Eg vildi gjarnan koma á framfæri innilegum þökkum minum til Eddu Andrésdóttur og Þorgeirs Ástvaldssonar fyrir góða Skonrokkþætti með von um að þau sjái sér fært að endursýna lagið Time með Culture Club, ennfremur væri gaman að sjá eitthvað með Yazoo. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Hjólið mitt er horfið Auður Haraldsdóttir, Stórholti 29, hringdi: Hjólið mitt hvarf frá heimili mínu aöfaranótt sunnudagsins 20. febrúar síðastliðins. Þetta er silfurgrátt Bianci kven- reiðhjól, 10 gíra. Þætti mér vænt um ef einhver gæti gefið upplýsingar um hjólið. Eg myndi þekkja það rétta. Týndi veski 5232-4688 hringdi: Ég týndi veskinu minu laugar- daginn 26. febrúar síðastliðinn í Sigtúni, annaðhvort úti eöa inni. Það er seðla veski, lítið og rauðbrúnt á lit. Mér þætti vænt um að finnandi mundi skila þvi. 1 því var fullt af myndum og einnig voru í því innleggs- nótur úr verslunum. Fötum stolið á LMF balli 4532-1290 hringdi: Á föstudaginn 4. mars var grásvartri kápu og nýjum svörtum leðurstígvél- um (nr. 38) ásamt gráu sjali, bláum trefli, bláum hönskum, nemenda- skírteini og lykli stolið úr Sigtúni á LMF balli sem var þar. Við biðjum alla sem hafa orðið varir við skyndilega búbót hjá börnum sínum að athuga það nánar. Við ætlum aö vona að fólk sjái sóma sinn í að skila okkur þessu til kvennanna í fatahengi Sigtúns. Gömlu timburhúsin, þau sem eru falleg og einhvers virði í dag, voru tilhöggvin eða tilsniðin og merkt saman og síðan byggð á Við bjóðum ykkur timburhús eft- ir þessari gömlu og margreyndu aðferð með aðstoð nýjustu tækni. staðnum. \/m*i AVh SÖLUAÐILI í RVÍK: FASTEIGNASALAN HÁTÚN NOATUNI 17 vogum - SIMI 21870 OG 20998. SÍMI 92-6670 OG 53125. TRAUSTIR HLEKKIR í SVEIGJANLEGRI KEÐJU Afgreiðslur okkar og umboðs- menn eru sem hlekkir í keðju. Samband við einn þeirra gefur möguleika á tengingu við alla hina og þar með geturðu notfært þér sveigjanlega þjónustu, bæði hér á landi og erlendis. Við bjóðum bílaleigubíla til lengri eða skemmri tíma og fjöldi afgreiðslustaða gerir viðskipta- vinum mögulegt að fá bíl afhentan á einum stað og skila honum á öðrum. Borgarnes: 93- 7618 Húsavík: 96-41260/41851 Blönduós: 95- 4136 Vopnafjörður: 97- 3145/ 3121 Sauðárkrókur: 95- 5223 Egilsstaðir: 97- 1550 Siglufjörður: 96-71489 Höfn Hornafirði: 97- 8303/ 8503 interRent Reykjavík: Skeifan9 91-86915/31615 Akureyri: Tryggvabraut 14 96-23515/21715

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.