Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Page 21
DV. FIMMTUDAGUR10. MARS1983.
21 .
Fæðingarorlof 1982:76,5 mill jónir vegna 4.266 fæðinga
Tillaga um að jafna
rétt til fæðingarotiofs
Þrír þingmenn Framsóknarflokks-
ins hafa lagt til á Alþingi að réttur til
fæöingarorlofs veröi jafnaöur. Þeir
leggja til aö lífeyrisdeild Trygginga-
stofnunar ríkisins greiði hér eftir
þriggja mánaöa fæðingarorlof allra
foreldra, hvort sem þeir eru í laun-
uöum störfum á vinnumarkaöi eöa
ekki.
Samkvæmt gildandi lögum er þessi
réttur bundinn atvinnuþátttöku. Er
henni skipt í þrjá flokka og eftir því
kerfi eru greiddar fullar bætur, 2/3
og 1/3.1 lægsta flokki eru meöal ann-
ars heimavinnandi foreldrar.
Foreldrar þurfa aö leggja fram
læknisvottorö og vottorð um atvinnu-
þátttöku síðustu 12 mánuði í hverju
tilviki. Er því mikil skriffinnska
samfarakerfinu.
I greinargerö meö frumvarpi
framsóknarmannanna er skýrt frá
því aö 1982 hafi greiðslur vegna fæð-
ingarorlofs frá Tryggingastofnun-
inni numið 76,5 milljónum króna. Ur
sömu upplýsingum má lesa aö ef all-
ir foreldrar heföu fengið fullar
orlofsgreiðslur á því ári hefði það
hækkaö greiðslur trygginganna um
nærri 22 milljónir króna.
Flutningsmenn frumvarpsins eru
Alexander Stefánsson, Ölafur Þ.
Þórðarson og Stefán Valgeirsson.
HERB
Brynja Tomer viö tvö verk á sýningunni.
Listahátíð verslinga
I Verslunarskólanum var í síðustu
viku listahátíö. Var öll kvöld vikunnar
boðið upp á fjölbreytta dagskrá, svo
sem tónleika, kynningu á islenskum
kvikmyndum o.fl. o.fl. Þaö sem þó
vakti mesta athygli og hrifningu var
flutningur á söngleik sem saminn er af
2 nemendum skólans, þeim Brynju
Tomer og Einari Sigurðssyni ásamt 2
drengjum sem ekki stunda nám í
skólanum. Söngleikurinn, sem nefnist
„Illgresiö víöförla”, f jallar um hræsni,
vald og afleiðingar hvors tveggja fyrir
einstaklinginn. Undirtektir voru slíkar
að líklegt er að haldin veröi a jn.k. ein
opinber sýning á „nigresinu” síðar í
vetur, og hefur Hafnarbíó komiö til
tals sem sýningarstaður.
I tilefni listahátíöar var efnt til
myndasamkeppni og stendur nú yfir
sýning á innsendum myndum á kaffi-
húsinu Mokka. Samtals eru 40 myndir
á sýningunni eftir 9 höfunda og eru
sumar þeirra til sölu. Verð myndanna
er miöaö við aö um ólærða listamenn
er aö ræða. Sýningin er fersk vegna
hinnar miklu fjölbreytni, en á henni
eru ljósmyndir, teiknaðar myndir og
málaöar myndir í lit og í s vart-hvítu.
Fjölmiðlakönnunin:
Löður var vinsælast
—táningar og eldri konur í dreifbýli
áhugasömust um Dallas
Stærsti hópurinn sem liorfði á"
Lööur var á aldrinum 13 til 19 ára og
voru hlutfallslega fleiri í þéttbýli en
dreifbýli. Stærsti hópurinn sem horföi
á Dallas var á aldrinum 13 til 15 ára en
næst kom aldurshópurinn 50 ára og
eldri. Konur voru í meirihluta áhorf-
enda þessa þáttar og einnig var mun
meiri áhugi fyrir honum í dreifbýli en
þéttbýli.
Á ensku knattspymuna á laugardög-
um horfðu 22,16% þeirra sem spurðir
voru, eöa helmingi færri en horfðu á
auglýsingar aö loknum fréttum þann
dag. Áhugi fyrir ensku knattspymunni
virtist fara minnkandi meö auknum
aldri áhorfenda og vera mun meiri í
þéttbýli en dreifbýli.
Þá má geta þess aö helmingur að-
spuröra á aldrinum 50 ára og eldri
horföi á Stundina okkar. ÖEF
66,02%.;
Sunnudagshugvekjan er það efni
sem fæstir horfa á af sunnudagsdag-
skrá sjónvarpsins, aö því er fram kem-
ur í fjölmiölakönnun sambands auglýs-
ingastofa. Könnunin náöi til allra dag-
skrárliða vikuna 31. október til 6.
nóvember síöastliðinn.
Af þeim sem spurðir vom horf öu 25 %
á sunnudagshugvekjuna, en rúmlega
47% horföu á Stundina okkar sem var
næst á dagskránni. Þegar kom aö frétt-
um og veðurfregnum voru 70,96%
aöspurðra sestir viö sjónvarpið.
Vinsælasti þátturinn í sjónvarpinu
þessa vikuna var Löður sáluga sem
74,10% horfðu á, síðan komu fréttir á
sunnudegi, Tommi og Jenni komu i
þriðja sæti með 70,83%, Dallas í fjórða
meö 69,01% og síðan Félagsheimiliö
meö 67,66%. Þar á eftir kom þátturinn
Sjónvarp næstu viku meö
FRÁBÆRGÆÐI FRÁBÆRT VERÐ
Ótrúlegt tilboðsverð C-60 mín £7^.- 165.-
á SONY METALL kasettum. C-46 mín 2J&.- 145.-
SONY METALL færðu á kynningarverði hjá:
REYKJAVÍK Japís Brautarholti 2, Hljóðfærahús Reykjavlkur Laugavegi 96, Grammið
Hverfisgötu 50. Stuö Laugavegi 20, Sterió v/Tryggvagötu. HAFNARFJÖRÐUR Kaupfélag
Hafnarfjarðar Strandgötu. AKRANES Stúdióval Skólabraut 12, Bókaverslun Andrésar.
KEFLAVÍK Studeo HÚSAVÍK Bókaverslun Þórarins Stefánssonar ÍSAFJÖRÐUR Epliö.
BOLUNGARVÍK Verslun Einars Guðfinnssonar. SEYÐISFJÖRÐUR Kaupfélag Héraösbúa.
AKUREYRI Radiovinnustofan Kaupvangi. Tónabúðin.
BENIDORM
LONDON
AMSTERDAM
Páskaferð 30. mars — 2 vikur. Beint
dagflug í sólina á Benidorm. Verð frá
11.900,- Kynnið ykkur FM-greiðslu-
kjörin. Pantiðtimanlega.
Páskaferð 29. mars — 7 dagar. Góð
gisting á ýmsum stöðum í borginni.
Verð frá 8.787,- Innifalið flug — gist-
ing m/morgunverði. Auk páskaferð-
ar bjóðum við vikuferðir alla þriðju-
daga og helgarferðir alla fimmtu-
daga.
Páskaferð 29. mars — vikuferð. Góð
gisting. Verð frá 8.494,- Innifalið flug
— gisting m/morgunverði. Auk
páskaferðar bjóðum við vikuferðir
alla þriðjudaga og helgar- og viku-
ferðirallaföstudaga.
BJARNI D JÓNSSON AUGL TElKNlSTOFA