Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Síða 35
DV. FIMMTUDAGUR10. MARS1983. 35 Sandkom___________ Sandkorn _______________Sandkorn Velkomin, velkomin ... Nýjasta og vitlausasta auglýsing innheimtudeildar Ríkisútvarpsins hefur valdið mörgum hellabrotum. Eftir að hafa séð nefnda auglýs- ingu þrjú kvöld í röð ákvað húsmóðir ein í Reykjavik að fara nú að borga afnotagjöld- in, sem eru auðvitað gleðileg tiðindi. En, hún ætlar að fara í banka og f á upphæðina alla í tiköllum, fara síðan upp á innheimtudeild og standa þar á þröskuldinum, fleygja seðlunum upp í loftið og væla: „Velkomin, velkomin...” Útlendinga? Til hvers? Sinfóníuhljómsveitin ætlaði norður til Akureyrar með hljómleikauppfærsluna á Tosca en eitthvað mun hafa gengið ilia að ná samkomu- lagi um leigu fyrir íþrótta- höUina nýju, og fannst stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar hún fuUhá. Frá þessu sagði í Degi, því ágæta blaði KEA, og i greininni sagði m.a.: „ ... er flytja átti Tosca og Kristján Jóhannsson meðal flytjenda”. Sagt er að Akureyringur nokkur hafi lesið þessa frá- sögn og lýst gieði sinni yfir því að Kristján ætlaði að koma heim, en það væri alveg ástæðulaust að flytja ein- hverja söngvara norður með honum sem enginn þekkti, eins og þennan Tosca. Eftir útborgun Það er ekki ofsögum sagt af Hafnfirðingum. í Morgun- blaðinu var nýlega auglýst Hafnarfjörðuri Til sölu m.a. I Hæðarbyggö, Garöabæ H Glæsilegt, nýlegt 200 fm elnbýl-H ishús. Tvöfaldur bílskúr. Sléttahraun 2ja herb. endaíbúö á 1. hæö íH tjölbýlishúsi. Bilskúr fylgir. VeröH 900—1950 þús. Suöurgata 3ja herb. falleg íbúö á 1. hæö ífl fjölbýlishúsi. Verö kr.H 1100—1200 þús. Álfaskoiö tveggja herbergja U)úð við Sléttahraun ásamt með- fylgjandi bflskúr. Og verðiö á íbúðinni átti að vera 900 tU 1950 þúsund krónur. Ætli það eigi ekki að ráðast dálítið af útborguninni, hvert end- anlega verðið verður. Flugleiðir vara við ... Það hefur vakið athygli að Flugleiðir hafa birt heUsíðu- auglýsingar í Morgunblaðinu upp á síðkastið þar sem veist er að ýmsum fyrirtækjum. Þannig var nú fyrr í vik- unni bent á það, að sjálfsögðu með fyUstu hógværð og al- gerrar hlutlægni gætt, að í rauninni væri það stórfeUt hættuspU að taka sér far með bUaferjum, svo sem Eddu, nýja skipinu sem Eimskip og Hafskip reka í sameiningu. Og í gær birtist önnur aug- lýsing þar sem Flugleiðir vara við því hversu léleg varahlutaþjónusta Saab sé í Evrópu, þó sérstaklega hversu erfitt sé að fá efri kúplingsdælu í Saab 99 í Suður-Evrópu. Einhvern veginn finnst manni eftir lestur þessara auglýsinga að það sé ekkert öruggt nema Flugleiðir. Skrýtið, ekki satt? Tímaskekkja í Tímanum birtist miðviku- daginn níunda mars þessi auglýsing um fund fulltrúa- ráðs Framsóknarflokksins í Reykjavík. Á fundinum átti að skipa framboðslista Framsóknar í Reykjavik. En skv. auglýsingunni átti fund- urinn að fara fram kvöldið áður en hún birtist. Er það kannski hugsanlegt að Fram- sókn bjóði ekki fram í næstu kosningum? Umsjón: Ólafur B. Guðnason Kvikmyndír Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Stjörnubíó: — Maðurinn með banvænu linsuna Hinn eini sanni sjón- varpsmaður, eða... Heiti: Maðurinn með banvænu linsuna (Wrong Is Right) Leikstjórn og handrit: Richard Brooks. Kvikmyndun: Fred J. Koenekamp. Tónlist: Artie Kane. Aðalleikendur: Sean Connery, George Grizzard, Robert Conrad, Katharine Ross, John Saxon, Leslie Nielsen og Hardy Kruger. Það er ekki fráleitt að láta sér detta í hug tvær vél þekktar myndir sem hugmynd að Manninum með banvænu linsuna. Eru þaö myndirnar Dr. Strangelove og Network, báðar mjög góðar myndir, þótt ólíkar séu og að vísu miklu betri en Maöurinn með banvænu linsuna. Við skyggnumst inn í heim banda- ríska sjónvarpsins þar sem fréttir eru fréttir ef nógu mikill óhugnaður er sýndur og einnig er litið inn í Hvíta húsið í Washington þar sem ákvaröanir eru teknar eingöngu í þágu þeirra sem stjórna í það skiptiö. Myndin segir frá Patrick Hale (Sean Connery) sem er vinsælasti fréttaskýrandi bandaríska sjón- varpsins, maöur sem ekki vílar fyrir sér aö leggja sig í alls konar hættu til aö afla frétta. Þessa stundina er hann staddur í ónafngreindu arabaríki þar sem hatur er mikiö í garö Bandaríkja- manna en olían er mikil og veröa Kanamir aö halda aö sér höndum. En ýmsir atburðir veröa til þess aö hætta á kjamorkustríöi vofir yfir og forseti Bandaríkjanna er neyddur til að fyrirskipa morö á arabahöföingj- anum og eftir þaö snýst myndin í gamni og alvöru um leit aö tveimur feröatöskum sem innihalda tvær kjarnorkusprengjur. Og hjóiin fara virkilega aö snúast þegar tilboð- unum rignir yfir vopnasalann. Það er oft spurning hvort á aö taka Manninum meö banvænu linsuna alvarlega eða hvort um gamanmynd sé að ræöa þar sem svörtum húmor er beitt heföi hún aö mínum dómi heppnast betur. Gallinn viö myndina er aö hún hefur hetju í gervi Sean Connery. Þaö er stundum sem manni dettur í hug James Bond þegar hann á í hlut, slík er yfirferöin á honum. Miklu betri eru senurnar í Hvíta húsinu þar sem greinilega er verið aö leika í gamanmynd. Koma þar fyrir margar kunnuglegar persónur. Hershöfðinginn, sem ekkert vill annaö en eyöa öllum aröbum af yfir- borði jaröar á fimm klukkutímum, blaöafulltrúinn, sem játar hvaöa vitleysu sem forsetinn segir, yfirmaöur CIA, sem ætlar ekki aö láta forsetann negla sig á einhverju sem hann hefur skipaö fyrir en neitar svo aö hafa sagt, og svo for- setinn sjálfur, sem mestalla myndina er í æfingagalla viö trimm- æfingar á hjóli og býöur mönnum upp á gulrótardjús. Heföi myndin öll veriö í þessum dúr heföi veriö hægt aö líkja henni viö Dr. Strangelove en því miður er jafnmiklum tíma eytt í aö lýsa baráttu sjónvarpsmannsins við aö ná fréttum og virðist hann alltaf vera á réttum staö og ekki þurfa kvik- myndatöku- eöa hljóðmann sér til aðstoðar, gerir þetta allt einn og fer léttmeöþað. Það er þessi hetjudýrkun sem ekki passar viö þessa mynd og fyrir bragöiö veröur hún nokkuð ruglings- leg. Þrátt fyrir þetta stórvægilega misræmi í handriti myndarinnar er hún sjaldan leiðinleg á aö horfa. Atburöarásin er mjög hröö og oft á tíöum spennandi. Það er bara þaö aö maður hefur alltaf á tilfinningunni aö myndin heföi getað oröiö miklu ’betri. j Leikstjórinn og handrits- höfundurinn Richard Brooks er gamalkunnur kappi en virðist' eitthvaö vera aö gefa sig ef miðað er við hans bestu myndir er flestar voru geröar á sjöunda áratugnum. Myndir eins og Cat on a Hot Tin Roof, Sweet Bird of Youth, Elmar Gantry og In Cold Blood munu 'sjálfsagt halda nafni hans á lofti meðal kvikmyndaáhugamanna en Maðurinn meö banvænu linsuna er nokkuð frá því besta sem hann hefur áöur gert og er í heild í besta lagi ágæt afþreying. -Hilmar Karlsson. Sean Connery — Maöurinn meö banvænu linsuna. Landburður þorsks í Færeyjum? „Alger misskilningur” — segirJón Jónsson „Þær fregnir aö landburöur af þorski hafi verið í Færeyjum eru alrangar og byggðar á misskiln- ingi,” sagöi Jón Jónsson, forstööu- maöur Hafrannsóknastofnunar, í viðtali við DV í gær. Orðrómur þessa efnis hefur veriö á kreiki aö undanförnu og var sagt aö hér væri á ferðinni ’76-árgangurinn. „Þaö birtust fréttir í færeyskum blöðum um sæmilegt ufsafiskirí og þaö hefur greinilega skolast eitt- hvað til. Þorskveiöar í Færeyjum hafa hins vegar ekki veriö neitt meiri en gerist og gengur á þessum árstíma, aö því er mér er sagt þaðan. Yngri fiskur, svo sem þessi um- ræddi árgangur, kemur yfirleitt ekki fyrr en seinna á vertíðinni og hér er alls ekki um hann aö ræöa. ” Hér er því sýnilega á ferö dæmið um fjöörina sem varö aö fimm hænum, eöa réttara sagt ufsana sem uröu aö heilum þorskárgangi. -PÁ Kattavinafélagið: Merktum köttum er aldrei lógað „Okkur hjá Kattavinafélaginu er ekki kunnugt um aö ómannúðlegt kattadráp viögangist í Kópavogi. Viö höfum góö samskipti viö heil- brigðisfulltrúa Kópavogs og vitum aö hann er mjög samviskusamur maður, svo og þeir menn sem annast aflífun villtra katta. Ef kattaeigendur eru hræddir um aö köttum þeirra veröi lógað í misgripum fyrir villta ketti skal þeim ráölagt að merkja þá. Merktum köttum er aldrei lógaö. Lendi slíkur köttur í búri er hon- um ævinlega sleppt.” Þannig hljóðar yfirlýsing sem Svan- hildur Löve, formaöur Kattavina- félags íslands, kom á framfæri viö DV í gær vegna frétta um ómannúðleg kattadráp í Kópavogi. JGH PANTANIR Sími 13010 HÁRGREIÐSLU- STOFAIM KLAPPARSTÍG 29 Nauðungaruppboð veröur á neðangreindum eignum Helluprents hf. fimmtudaginn 17. mars 1983 kl. 14 að kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl. og innhcimtu- manns ríkissjóðs að aðsetri Helluprents hf. við Suðurlandsveg, Hellu, og eignirnar eru: 4 prentvélar, tvær af gerðinni Heidelberg og tvær af gerðinni Ábast og skurðhnífur, tegund Ábast, setjaravél, tegund Monotype, og ljós- myndatæki frá Optima, tegund Duplomat, C9 Compugrapic Compu Editwriter 7700 töivusetjari, Recpoplan Duplomat plötukassi og Ádast Domina 714 offsetprentvél. Sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.