Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Side 36
36 DV. FIMMTUDAGUR10. MARS1983.1 Guörún Guöjónsdóttir lést 3. mars. Hún fæddist 19. ágúst 1905 í Framnesi í Vestmannaeyjum, dóttir hjónanna Guöjóns Jónssonar og Nikólínu Guöna- dóttur. Eftirlifandi eiginmaöur hennar er Þóröur Guöbrandsson. Þeim varö 6 barna auöiö. Bálför Guðrúnar veröur gerö frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Árni Magnússon verkstjóri, Goða- byggö 7 Akureyri, andaöist 7. mars. Eiríkur Kr. Gíslason lést í hjúkrunar- deild Hrafnistu þann 9. mars sl. Björgvin Jónsson, Blönduhlíö 29, lést í Landspítalanum 9. mars. Hersilía Sveinsdóttir frá Mælifellsá verður jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. mars kl. 15. Baidrún Laufey Árnadóttir frá Hrísey veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. mars kl. 13.30. Guörún Pálsdóttir, Rauöholti 11 Sel- fossi, verður jarösungin frá Selfoss- kirkju laugardaginn 12. mars kl. 14. Helgi T.K. Þorvaldsson skósmíöa- meistari, Langageröi 54, veröur jarö- sunginn frá Bústaöakirkju föstudaginn ll.mars kl. 15. Messur Neskirkja Föstuguösþjónusta í kvöld kl. 20. Sr. Frank M. Halldórsson. Fundir Digranesprestakall Kirkjufélagiö heidur fund i safnaöarheimilinu viö Bjarnhólastíg fimmtudaginn 10. mars ki. 20.30. Séra Pétur Þ. Ingjaldsson veröur gestur fundarins. Kaffiveitingar. Fproyingafélagið í Reykjavík heldur kvöldvöku vis rast kjut og súpan og hangikjöti ieygarkvuldiö 12. mars kl. 21 í húsi Kjöts og fisks aö Seljabraut 54. Upplýsingar mált. 24825 og 73897. FR félagar muniö eftir spilakvöldinu í kvöld kl. 20.30 aö Síðumúla 2. Skemmtinefndin. Skaftfellingar Spilakvöld veröur í Skaftfellingabúð, Lauga- vegi 178, laugardaginn 12. mars og hefst kl. 21. Tríó Þorvaldar leikur fyrir dansi. Vinningar í Goðahappdrætti Nr. 561 Nr. 1741 Nr. 1824 Nr. 663 Nr. 175 Nr. 2179 Nr. 441 Nr. 1641 Nr. 363 Nr. 1173 Upplýsingar í síma 86366. Ráðstefna á vegum verkfræði- og raunvísindadeildar Háskóla Islands. Dagana 11.-12. mars 1983 verður haldin á vegum verkfræöi- og raun- vísindadeildar Háskóla Islands ráöstefna um menntun og rannsóknir í sjávarútvegi. Þátt- takendur á ráðstefnunni veröa um 70 talsins og er stefnt aö því að þeir veröi frá sem flest- um sviðum sjávarútvegs og er þeim sérstak- lega boðiö. Norðmenn hafa haft háskólakennsiu í sjávarútvegsfræðum síðan 1972 og rannsóknarstofnanir þeirra eru á meðal fremstu á þessu sviði. Til þess að gera grein fyrir hvernig þessum málum er háttaö í Noregi hefur ráöstefnan fengiö hingaö til lands tvo Norömenn, þá Arne M. Bredesen prófessor og dr. Torbjorn Digernes. Ráðstefnan hefst í Norræna húsinu föstu- daginn 11. mars kl. 09 með ávörpum Guðmundar K. Magnússonar háskólarektors og Steingríms Hermannssonar sjávarútvegs- ráöherra. Ferðalög Ferðafélag íslands Helgarferð 11.—13. mars. Föstudag 11. mars kl. 20 verður farin skíöa- og gönguferð í Borgarfjörð. Gist í Munaðarnesi. Farið á skíðum á Holtavörðuheiöi. Farmiöasala og allar upplýsingar á skrifstofunni. Dagsferðir sunnudaginn 13. mars: 1. kl. 10 Norðurhlíöar Esju — gönguferð. Verö kr. 150. 2. kl. 13 Hvalfjarðareyri — fjöruganga. Verö kr. 150. Fariö frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiöar viö bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fulloröinna. Aðalfundur Ferðafélags íslands veröur haldinn þriöjud.15. mars kl. 20.30, stundvíslega, á Hótel Heklu, Rauðarárstíg 18. Venjuleg aöalfundarstörf. Félagar þurfa aö sýna ársskírteini 1982 viö innganginn. Aö fundi loknum sýnir Björn Rúriksson myndir frá Islandi. Árshátíðir Breiðfirðingafélagið heldur sína árlegu árshátíö í félagsheimili Seltjamarness laugardaginn 12. mars kl. 19. Veislustjóri er Árni Björnsson þjóöháttafræö- ingur. Heiöursgestir veröa hjónin Siguröur Markússon framkvæmdastjóri og Inga Árna* dóttir. Dagskrá hátíöarinnar: Ávarp for- manns, Eggerts Kristmundssonar, ræöa, Sig- urður Markússon. Söngur Karlakórs Reykja- víkur. Gamanmál, Dóra Valdimarsdóttir. Lúdó og Stefán leika fyrir dansi. Breiöfiröing- ar f jölmenniö. Árshátíð Útivistar Útivistarferðir, Lækjargötu 6, sími 14606, símsvari utan skrifstofutima. Árshátíö Oti- vistar verður haldin í Garðaholti 12. mars kl. 19.30. Takið nú fram spariskapið, látið ekkert aftra ykkur og munið eftir dansskónum, rútu-- ferð frá BSl kl. 18.30. Takið miða sem fyrst á skrifstofunni. Sunnudagur 13. mars kl. 13. Innsti dalur — heiti lækurinn (bað). Þeir sem hafa ekki komið á Hengilssvæðið ættu að nota tækifærið núna. Verð kr. 150. Brottför frá BSt, bensín- sölu, stoppað hjá barnaskólanum neðra Breiðholti og Shell bensínstöðinni Árbæjar- hverfi. Sjáumst. 85 ára er í dag, 10. mars, frú Þuríöur Magnúsdóttir frá Isafiröi. Hún bjó þar til ársins 1934, en mann sinn, Baldvin Sigurðsson frá Bolungarvík, missti hún áriö 1928. Síöar bjó hún á Selfossi með síðari eiginmanni sínum, Þorgils Tryggva Péturssyni. Þuríöur er nú vistmaður á Hrafnistu, en verður í dag, á afmælisdegi sínum, hjá syni sín- um, Magnúsi Baldvinssyni, og tengda- dóttur, í Ásenda 9 í Rvík. Áttræð varð sunnudaginn 13. febrúar frú Bjarney Helgadóttir frá Múla í Aðaldal, nú til heimilis að Ágarðsvegi 3 á Húsavík. Eiginmaöur Bjarneyjar var Kristinn Bjarnason, múrarameist- ari, sem lést fyrir mörgum árum. Þau eignuðust 5 böm og eru 4 þeirra á lífi. Rolf Johacsen stórkaupmaður er fimmtugur í dag. Hann er sonur Thulins Johansen og Þorgerðar Þór- hallsdóttur. Rolf nam við Samvinnu- skólann en hefur í mörg ár fengist við hvers konar innflutning. Hann er kvæntur Kristínu Ásgeirsdóttur og eiga þau 6 böm. Bruninn í Hlíðarf jalli: Efri lyftan af stað í gærkvöldi Skíðalyfturnar í Hlíðarfjalli viö Akureyri eru aftur komnar á fulla ferð eftir brunann sem varð í stjórn- stöðinni þar í síöustu viku. Hef ur ver- ið unnið að bráðabirgðaviðgerð síðan og komst efri lyftan af stað í gær- kvöldi. Neðri lyftunni var komið í gang strax daginn eftir brunann svo starf- semin í Hlíðarfjalli stöðvaðist aldrei alveg. Er búiö að panta nýja stjórn- stöð og er hún væntanleg til landsins einhvern næstu daga. Mjög góður skíðasnjór er í Hlíöar- fjalli og er búist við að þar veröi margt um manninn um helgina nú þegar lyfturnar em aftur komnar í gang. -klp- Skákmótið í Tallin: JÓN L SÍGUR Á Jón L. Árnason gerði jafntefli við ungverska, alþjóölega meistarann Szekely í 12. umferð skákmótsins í Tallin í gærkvöldi. Hafði Jón hvítt en Ungverjinn tefldi Najdorf afbrigði Sikileyjarvamar og hélt uppi svo þéttri vörn að Jón varö aö taka jafn- tefli eftir góða viðleitni. Biðskák Jóns viö Ehlvest úr 9. umferð lauk meðjafntefli. Eftir em 3 umferöir og mun Jón þá tefla við Abramovitsj frá Júgóslavíu, heimsmeistarann fyrrverandi, Petrosjan, og Kamer frá Eistlandi. Efstur er nú Vaganjan með 9 v., 2. Tal með 8,5 v., 3. Ehlvest, sem er Evrópumeistari unglinga, með 7,5 v., 4. Oll meö 7,0 v. OIl þessi er 16 ára gamall Eistlendingur og hefur frammistaöa hans vakið mikla at- hygli. Þykir sýnt aö þar sé fram komið mikið meistaraefni. Jón er í 9. sæti ásmt öðmm með 5 v. -BH Konsert á Borginni I kvöld, fimmtudagskvöld, verður konsert á veitingahúsinu Borg frá kl. 21—01. Þar koma fram hljómsveitirnar Hazk, Iss! og HAUGUR. Hazk hefur komið fram einu sinni áður, á rokkhátíð í M.S. Iss! er ný hljómsveit sem Einar öm fyrrum forsprakki Purrks Pilniks stofnaði. Loks er það HAUGUR. Meðlimir HAUGS eru Einar Pálsson (Jonee Jonec, Spilafifl) Helgi Pétursson, okkar maður á Húsavík, Heimir og Bergsteinn, sem sá um bassa og trommur í Jonee Jonee. Hér er á ferðinni stórviðburður. Aldurstakmark 18 ár. Forsala miða í Stuðbúðinni. Mál og menning kynnir nýjung í skólaútgáfum Mái og menning hefur hafið útgáfu á hand- hægum bókmenntakverum handa skólafólki og áhugasömum almenningi. Hvert kver tek- ur eitt skáldverk til umfjöllunar, gefur upp- lýsingar um höfund þess, bakgrunn verksins og annað sem forvitni vekur í sambandi við tilurð þess eða gerð. Texti skáldverksins fylg- ir ekki með heldur er gert ráð fyrir að lesend- Frá Leikfélagi Hveragerðis A morgun, föstudaginn 11. mars nk., frum- sýnir Leikfélag Hveragerðis hinn sívinsæla gamanleik „Deleríum Búbónis” eftir þá bræður Jónas og Jón Múla Árnasyni í Hótel Hveragerði kl. 21.00. Leikstjóri er Ragnhildur Steingrímsdóttir, sem einnig gerði leikmynd. Alls taka um 20 manns þátt í sýningunni en hlutverk eru níu talsins. Með helstu hlutverk fara: Hjörtur Már Benediktsson, Kristín Jóhannesdóttir, Margrét Ásgeirsdóttir, Garðar Gíslason og Magnús Stefánsson. Þetta er í annað sinn sem L.H. sýnir Deleríum Búbónis, í fyrra skiptið leikárið 1966—1967 og var þá frumsýnt 24. nóv. 1966. Leikstjóri þá var Gísli Halldórsson. Til gamans má geta þess að í þessari sýningu er 2 félagar með sem einnig tóku þátt í hinni fyrri, Aðalbjörg M. Jóhannsdóttir, sem fer nú með hlutverk Siggu vinnukonu en fór áður með hlutverk frúarinnar, og svo undir- leikarinn, Theodór Kristjánsson, sem er nú með í annað skipti. L.H. vill hvetja alla til að sjá þessa sýningu, en áformað er að sýna næst sunnud. 13/3, þriðjud. 15/3 og fimmtud. 17/3, að venju verða svo dagsýningar fyrir böm og svo hin hefð- bundna sýning fyrir ellilífeyrisþega búsetta í Hveragerði. Einnig vill L.H. koma því á framfæri þvílíkt ófremdarástand ríkir í húsnæðismálum fyrir svona félagsstarfsemi þar sem Hótel Hvera- gerði er lokað og eingöngu með því að taka hótelið á leigu um tveggja mánaöa tímabil var gerlegt að koma þessari sýningu á f jalim- ar. Má segja að það sé í mikið ráðist af svo litlu félagi. Það er eindregin von Leikfélags Hveragerðis að úr þessum málum rætist sem fyrst. ur nálgist hann á bókasöfnum eöa í heimahús- um. Tvö kver eru komin út, annað með skáld- sögu Guðlaugs Arasonar, Pelastikk, en hitt með hinu mikla verki Halldórs Laxness, Sjálf- stætt fólk. Gunnlaugur Ástgeirsson skrifar kverið með Pelastikk og leggur áherslu á að skýra fyrir lesendum það í sögunni sem lýtur að sjó og fiskveiðum. Stór teikning er í opnu kversins af 70 tonna eikarbát með nákvæmum skýringum og auk þess eru þar teikningar af veiðarfær- um og veiðiaðferðum. Dr. Vésteinn Olason skrifar kverið meö Sjálfstæðu fólki og leggur áherslu á að veita lesendum nauðsynlegan fróðleik til að gera þá færari um að skilja og túlka verkið í sögulegu samhengi og benda á athugunarefni í textan- um. I formála segir höfundur m.a.: „Eg held að lestur skáldsagna eins og Sjálfstæðs fólks og fjölda annarra geti verið afar mikilvæg dýpkun að sögulegum skilningi skólanem- enda, en ef hann á að koma að fullum notum þarf hvort tveggja að koma til, bókmenntaleg túlkun, sem leiðbeinir mönnum að skilja rétti- lega þær samfélagsmyndir sem sagan bregð- ur upp, og sögulegar skýringar og gagnrýni." I báöum kverunum eru verkefni til leiðbein- ingar fyrir kennara og lesendur og ritaskrár. Kverin eru unnin að öllu leyti í Prentsmiðj- unniHólum. I undirbúningi eru bókmenntakver um verk Jakobinu Sigurðardóttur, Gunnars Gunnars- sonar, Svövu Jakobsdóttur og Halldórs Lax- ness. BELLA Geymdu allar stjörnuspárnar, svo að ég geti séð hvað hefur komið fyrir á meðan ég var í burtu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.