Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1983, Qupperneq 44
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 Tillaga á aðalfundi Kópavogsdeildar KRON: KRON segi sig úr SIS Á aðalfundi Kópavogsdeildar KRON á þriðjudagskvöld var borin fram tillaga um að félagið segði sig úr Sambandi íslénskra samvinnufé- laga. I tillögunni, sem borin var fram af Ottari Yngvasyni, var óskaö eftir því að stjóm KRON léti kanna hvort rétt væri að félagið segði sig úr SIS og stofnaði til sjálfstæðs samvinnusam- bands neytenda á Islandi. Segir enn- fremur aö hagsmunir hins almenna neytanda fari ekki saman við hags- muni ýmiss konar atvinnurekenda og framleiðenda, sem séu innan SIS og hafi atkvæðisrétt langt umfram höfðatölu. Öttar Yngvason sagði í samtali við DV að hann hefði lagt fram tillöguna af þeirri ástæðu að SIS væri atvinnu- rekendafélagsskapur, þar sem uppi- staðan væri bændur og væri í flestu tekið miö af hagsmunum þeirra. En hagsmunir framleiöenda og neyt- enda færu ekki saman í þessum fé- lagsskap. „Það hefur auk þess tíðk- ast um langt skeið að rýra tölu neyt- endasamvinnufélaganna á aöalfund- um SlS. KEA og KRON hafa bæði 16 fulltrúa á aðalfundi en samkvæmt höföatölu ætti KRON að hafa helm- ingifleiri fulltrúa,” sagði Öttar. Þessi stefnumarkandi tillaga var felld á aðaifundinum með tíu at- kvæðum gegn tveimur, en helmingur f undarmanna sat hjá. ÓEF EinarBen. Máliö dómtekið Meintar ólöglegar veiðar togskips- ins Einars Benediktssonar voru dómteknar í Vestmannaeyjum í gær- kvöldi. Þá lauk rannsókn máisins. Jón Ragnar Þorsteinsson héraös- dómari er dómsforseti og mun hann kveöa upp dóm næstu daga um það hvort Einar telst fremur bátur eða togari. DS Þríríhaldi Þrír menn eru nú í haldi hjá lög- reglunni í Reykjavík vegna gruns um aðild að innbrotum á undanförn- umdögum. Að sögn Rannsóknarlögreglu ríkisins hefur verið nokkuð um inn- brot að undanförnu. Mennirnir þrír sem eru í haldi verða yfirheyrðir frekarídag. -JGH LOKI Páll þingflokksformaður er ekki á því að koma kollegum sínum í hinum flokkunum til hjálpar. Útboð í nýbyggingu Seðlabankans opnuð: Lægsta tilboð 72,7% afáætlun — ber vitni um undirboð í verktakabransanum Lægsta tilboð í næsta áfanga ný- byggingar Seölabankans viö Arnar- hól var aðeins 72,7% af áætluöum kostnaði. Um er aö ræða uppsteypu og jarðhæð byggingarinnar. Kostn- aöurinn var áætlaður rúmar 36 milljónir króna en lægsta tilboðiö, sem var frá Byggðaverki hf., hljóð- aði upp á 26 milljónir og 200 þúsund. Hæsta tilboðið var frá Istak hf. aö upphæð 34,5 milljónir, tilboö Ár- mannsfells var 31,9 milljónir og til- boð Steintaks hf. var 31,7 milljónir. Tilboð þessi þykja bera vitni um þau undirboð sem nú gerast á verk- takamarkaðnum vegna verkefna- skorts. Einn viömælenda blaðsins sagði að byggingaverktaki sem færi undir 80% af áætluöum kostnaði væri að stefna sjálfum sér í gjaldþrot. I byggingaverkum væri það mikið af föstum kostnaöarliöum sem ekki væri hægt aö bjóða niður. Tilboö í jarðvinnu hafa einnig ver- ið óvenju lág í vetur vegna verkefna- skorts á því sviði. Dæmi eru um að tilboð hafi þar numið aðeins 60% af áætluðum kostnaði. Utboð í jarð- vinnu vegna gatnagerðar í Setbergs- hverfi í Hafnarfirði voru opnuð fyrir hálfum mánuði og var lægsta tilboðið frá Hagvirki hf. að upphæð 8,6 millj- ónir en áætlun bæjarverkfræðings hljóðaði upp á 13,8 milljónir. Stefnt er að því að byggingu Seðla- bankahússins verði lokið á árinu 1986 og hefur byggingartími þá verið framlengdur um tvö ár. ÓEF Þessir geðþekku félagar urðu á vegi Ijósmyndara DV i kjallara Gamla biós i gærkvöld en þá var verið að reka smiðshöggið á hina skrautlegu sýningu. DV-mynd: Bj. Bj. Óperan frumsýnir Míkadó Islenska óperan frumsýnir annað kvöld óperettiuia Míkadó eftir Giibert og Suilivan. Ragnheiður Vigfúsdóttir hefur þýtt verkið sem gerist í Japan og eraftagiævintýra. Leikstjóri erFrancesca Zambello og leikmynd og ljós eru í höndum Michael Deegan og Sarah Conly. Þau koma öll frá Bandaríkjunum. Garðar Cortes stjórnar tónlistinni. Með helstu hlutverk í sýningu Is- lensku óperunnar fara Júlíus Vífili Ingvarsson, Katrín Sigurðardótt- ir, Bessi Bjarnason, Kristinn Hallsson, Hrönn Hafliðadóttir, Soffía Bjarnleifs- dóttir og Steinþór Þráinsson. Auk þeirra er kór óperunnar þátttakandi í sýningunni. pá Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna: „Tökum ekki ábyrgð á öðrum kosningum” — „sem aðallega yrðu fyrir fallista í nýafstöðnum prófkjörum” „Þótt tillögur hinna þriggja flokk- anna um samkomudag Alþingis 18 dögum eftir kosningar sé í sjáifu sér marklaust kjaftæði sýna þó þessir tilburðir, í samhengi við afstöðu sömu flokka til stjórnarskrármáls- ins, að þeir stefna að öðrum kosning- um strax í sumar,” sagði Páll Pét- ursson, formaður þingfiokks Fram- sóknarflokksins, í samtali við DV í morgun. „Vald til þess að boða aukaþing er í höndum forsætisráðherra, en vilji flokkanna er sá hinn sami þar fyrir. Við höfum margsagt það og það stendur að í okkar hópi þykir það miklu mikilvægara að mynda nýja ríkisstjórn strax eftir kosningar, ef það verður þá hægt, til þess aö gera strax ráðstafanir í efnahagsmálum. Viö erum ráðnir í að taka ekki ábyrgð á öðrum kosningum strax í sumar, sem aðallega yrðu fyrir fall- ista í prófkjörum og aprílkosningun- um.” Þýðir þetta að þingflokkurinn hafi ákveðið afsögn ráðherra flokksins ef tillagan um samkomudag næsta þings 18 dögum eftir kosningar verður samþykkt? „Eg vil ekki úttala mig um það, ekki skýra frá því, en afstaðan er ljós í þingflokknum, ef tii kemur.” Það er haft eftir Steingrími Her- mannssyni, flokksformanni ykkar, að ykkur hafi lengi langað tii að losna úrþessaristjórn. „Eg get ekki tekið undir það, ég hef ekki unað mér sérstaklega ilia í stjómarsamstarfinu. Eg hefði þó viljað að stjómin væri betri og dug- meiri. Það var ekki ætlunin að horf- ast í augu við 70% verðbólgu en ég geri ráö fyrir að orö Steingríms byggist á því aö árangurinn hefur látiðásérstanda.” Tilefiii viötalsins er tillaga Sjálf- stæðisflokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks í báðum þingdeildum um að ályktað verði um samkomu- dag næsta þings eftir kosningar. HERB Spennubreytingar undir Suðurlandi „Hægfara spennubreytingar, hæg- fara hræringar, sem koma reyndar ekki fram á jarðskjáiftamælumheld- ur á ákveðnum tegundum af þenslu- mælum í borholum, bergþenslumæl- um, hafa komið fram tíu sinnum frá því í júní í sumar. Upptökin eru skammt frá Saurbæ í Holtum,” sagði Ragnar Stefánsson jaröskjálftafræð- ingur í samtali viö DV um hræringar undir Suöurlandi. „Þaö hvarflaði að okkur að þessar hræringar gætu hugsanlega verið valdar að vatnsleysi í borholunni að Laugalandi í Holtum, sem er skammt frá. Það varð talsverð hrær- ing sama daginn og seinni dælan bil- aði í borholunni. Jafnvel tímabundið vatnsleysi samfara breytingu á hita- stigi gæti hafa valdið bilun í dælu. En þetta er hrein ágiskun,” sagði Ragn- ar. „Það er ekki hægt að kalla þetta jarðskjálftakippi. Þetta er mjög hæg hreyfing, samt mikil. Menn hafa ver- ið að uppgötva það í seinni tíð að viss hreyfing jarðskorpunnar fer fram með hægari hættien jarðskjálftar.” — Er hægt að tengja þessar berg- þensluhræringar hugsanlegum Suðurlandsskjálfta? „Eg spái ekki Suðurlandsskjálfta. Maöur getur bara sagt að skjálfti komi þarna einhvem tímann. Það geturhvermaður sagt sér. Við vitum bara ekkert hvenær hann kemur. Þaö hefur enginn hugmynd um það. Við vitum bara að hann hefur orðið í gamla daga. Það hefur engin regla sýnt sig í því að finna einhvern tíma fyrir næsta skjálfta. Það hefur engin regla komið fram,” sagöi Ragnar Stefánsson. „Hins vegar má líta á þessa þenslumæla, sem við höfum sett nið- ur í borholur á Suðurlandi, sem til- raunastarfsemi, sem miðar að því aö geta sagt fyrir um jarðskjálfta í framtíðinni,” sagöiRagnar. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.