Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Blaðsíða 13
DV. MANUDAGUR 2. MAl 1983. 13 „Mitterrand komst að því, sem hann átti að vita fyrir — að peningar verða ekki til úr engu. Það er ekki nema í biblíusögunum, að manna fellur af himnum ofan.” Thatcher og Reagan vegnaö? Hvemig hefur aöhaldsstefna þeirra í ríkisfjár- málum og peningamálum tekist? Veröbólgan er að hverfa í löndum þeirra. Dalurinn og pundið voru traustir gjaldmiölai, Bretar og Banda- ríkjamenn njóta viröingar á alþjóða- vettvangi, þeir þurfa ekki lengur að skammast sín fyrir leiötoga sína eins og á stjómardögum Carters og Callaghans. Og svo virðist sem Bretar og Bandaríkjamenn séu aö komast út úr kreppunni, atvinnulífið sé aö blómg- ast, en við það getur dregið úr atvinnu- leysinu. Það getur því verið, að vopnin séu að snúast í höndum þeirra, sem hafa verið háværastir gegn Thatcher og Reagan. Líklega getum við lært það af Mitterrand hvernig ekki eigi að stjórna, en af Thatcher og Reagan, hvernig eigi að stjórna. Skopleikurinn á Frakklandi — og einþáttungurinn uppi á Islandi — hefur því ekki verið tilgangslaus með öllu. Polo Alto, Kaliforníu í apríl 1983. Hannes H. Gissurarson. fS)> Kunnugt um miklar fjarvistir Ég hef sjálfur haft frumkvæði ,ð"því að fylgjast með malmu 3g það mun verða rætt í fræðstu- ráði alveg á næstunm og þa > víðara samhengi við malefni sknt stofunnar almennt, sagði Einar Kr Guðfmnsson, formaður fræðsluráðs Vestfjarða, í viðtah við Vestfirðing, en blaðið mnti hann eftir afstöðu fræðsluraðs til ástands mála hjá fræðslu- skrifstofunni. Eins og fram hefur komið hja Vestfirðingi, miðar rannsokn vegna meints fjármálamisferlts ekkert áfram, en að þvi er Einar Kristinn tjáði blaðinu, er það enn í höndum rannsoknar- lögreglu ríkisins og mun Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjorr > Menntamálaráðuneytinu, hafa óskað eftir því, að malinu yrði hraðað. . Vegna þess, að fræfustjon hefur lítt gegnt storfum tra áramótum og venð syðra spurði blaðið Einar Knstin, hyort fræðsluráð gæti látið slíkt atolu- Mér er kunnugt um miklar fjar'vistir fræðslustjóra, en hef enn ekki gert athugasemdir við þær. Þetta mun hins vegar verða tekið fyrir, þegar mahn verða rædd í heild a næsta Mál fræðslustjórans á Vestfjörðum: Málið fljódega tfl s-L sóknara - segir l'<S$í.rif“'or,>varðsson M lun‘°r"lí"é,l)' , . l'“' ...•tawftsa*.' fundi fræðsluráðssagðt Einar Kristtnn Guðftnnson, fo'rm. fræðsluráðs Vestfjarða. • „Það er kannski lýsandi dæmi að frá því að fræðsluskrifstofan var sett á laggirnar hefur fræðslustjóri ekki gert sér ómak við að heimsækja, og halda fund með kennurum við stærsta grunnskólann á Vestf jörðum sem er þó aðeins steinsnar frá skrifstofu embættisins.” og algerlega komist upp með að hundsa ákvæði reglugerðarinnar og kröfur endurskoöenda. Ekki virðist yfirmönnum fræðslustjóra hafa þótt ástæða til að knýja fram breytingar í þessum efnum. Miklar fjarvistir Embættisferill f ræðslustjórans hefur frá upphafi einkennst af miklum fjar- vistum. Einhver kynni að halda að hann verði miklum hluta tíma síns til að heimsækja hinar ýmsu skólastofnan- ir á Vestfjörðum, enda ferðakostnaöur gífurlegur. Svo hefur þó ekki verið og ferðalögin hafa flest verið suður. Það er kannski lýsandi dæmi að frá því fræðsluskrifstofan var sett á laggimar hefur fræðslustjóri ekki gert sér ómak við að heimsækja og halda fund með kennurum við stærsta grunnskóla á Vestfjörðum, sem er þó aðeins stein- snar frá skrifstofu embættisins. Nú í síðasta mánuöi vitnar formaður fræðsluráðs Vestf jarða, Einar Kristinn Guðfinnsson, í blaöinu Vestfirðingi, um það aö honum hafi verið kunnugt um miklar fjarvistir fræðslustjóra frá áramótum, en hafi enn ekki gert at- hugasemdir viö þær. Engin uppbygging embættisins Að frátöldum athugasemdum viö fjármál fræðsluskrifstofunnar hefur fræðslustjóri sætt mikilli gagnrýni fyrir það hve slælega staðið hefur verið að uppbyggingu embættisins. Við emb- ættið starfar nú aðeins ein skrifstofu- stúlka, að frátöldum fræðslustjóra. Þar er enginn skólasálfræðingur, eng- inn sérkennslufulltrúi, né ráðgjafar- þjónusta af nokkm tagi. Fráfarandi formaöur Kennarasam- bands Vestfjarða, Jón Baldvin Hannesson, haföi þetta að segja um reynslu sína af embættinu, er hann var inntur álits eftir síðasta þing KSV: ,,Mín reynsla er einfaldlega sú að við höfum afskaplega lítið af þessari stofn- un að segja, þar sem þangað er ekki mikið að sækja, eins og staðan er í dag. Þessi stofnun er í rauninni afgreiðslu- stofnun, sem afgreiðir fjármála- og kvótahlið skólanna, sem snýr að menntamálaráðuneytinu og launa- deild, og að mínu viti ekki mikill mun- ur á því hvort þessi skrifstofa er á Isa- firði eða í Reykjavík eins og hún er rekin.” Við þetta má bæta að bæði kennara- sambandið og fjórðungsþing hafa ályktað um þetta atriði og lýst óánægju sinni með þaö að ekki hafi tekist að byggja þessa þjónustu upp. Samskiptin við kennara Ekki verður hér fullyrt að samskipti embættismannsins viðkennara á Vest- f jörðum hafi verið sérlega árangursrík eða ánægjuleg. Það segir sína sögu að fræðslustjóri taldi sér það verk þarf- ast, á fyrsta fundi nýkjörins fræðslu- ráðs í vetur, að meina fulltrúum Kenn- arasambands Vestfjarða aögang að fundinum sem haldinn var í húsakynn- um embættisins. Þurftu fulltrúar kenn- ara, sumir langt að komnir, að hírast utandyra í hálfa klukkustund, eða þangað til fræðsluráö taldi rétt að veita þeim inngöngu. Var þá fundurinn haf- inn og ákveðin dagskráratriði af- greidd, svo sem kosning stjómar. Þar hafði fræðslustjóri sitt fram, að nokkru leyti en þó ekki öllu. En langt ma kom- ast á hrokanum. Rétt er að geta í þessu sambandi að fulltrúar kennarasam- bandsins hafa sömu réttindi og fræðslustjóri á fundum fræðsluráðs: málfrelsi og tillögurétt. Hvað dvelur menntamála- ráðuneytið og fræðsluráð? Það hefur vakið furðu manna að á sama tíma og fræðslustjóri liggur und- ir grun um fjármálamisferli og mál hans send rannsóknarlögreglu til at- hugunar skuli menntamálaráðuneytiö telja þaö eðlilegan gang mála að við- komandi embættismaður haldi áfram starfa sínum, eins og ekkert hafi í skor- ist. Það hlýtur þó af ýmsum augljósum ástæðum að vera eölilegri gangur mála að viökomandi víki úr stöðu sinni meðan embættisfærslan er rannsökuð og taki þá við henni að nýju ef ekkert saknæmt hefur f ram komiö. Slíkt þykir að minnsta kosti siöaðra manna háttur hjá okkar nágrannaþjóðum. Einnig hefur það vakiö furðu manna að Fræösluráð Vestfjarða sem kjörið var í september sl. skuli ekkert hafa fjallað um mál þetta né haldiö fund þar um. Fræðsluráöið á, samkvæmt reglu- gerð, aö hafa umsjón með rekstri fræðsluskrifstofunnar, auk þess sem það fer með stjóm fræðslumála í fræðsluumdæminu í umboði mennta- málaráðuneytisins, svo og í umboði sveitarstjóma. Vestfirðingar em löngu orðnir þreyttir á lélegum rekstri f ræðsluskrif- stofunnar á Isafirði. Um það vitna um- mæli fjöldamargra sveitarstjórna- manna á Vestfjörðum. Miðað við þá stöðu skólamála sem uppi er á Vest- , fjörðum er tími til kominn að hefja uppbyggingu þessara mála og snúa stöðnun í framför. Eg læt lesendur um það hver fyrstu skrefin eiga að vera í þeim efnum en ég hlýt að eiga þá kröfu á hendur menntamálaráðuneytinu að þaö grípi til viðeigandi aðgerða í þessu máli og láti eitthvað frá sér fara um það hið allra fyrsta. Undirritaður krefst þess að ráðuneytið geri grein fyrir málinu og afstöðu sinni á opinber- umvettvangi. Hallur Páll Jónsson kennari ísafirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.