Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Blaðsíða 26
26
DV. MÁNUDAGUR2. MAl 1983.
íþróttir
íþrótti
íþróttir
íþróttir
blasirnú við
Geysilega tvísýn fallbarátta f 1. deild. Sjö félög á hættusvæðinu
Frá Ólafi Orrasyni — fréttamanni DV í London:
— Það var ekki mikil skemmtun sem leikmenn Totten-
ham og Liverpool veittu hinum 45 þús. áhorfendum sem
lögðu leið sina á White Hart Lane í N-London. Það var fátt
um fína drætti og áttu leikmenn Liverpool ekkert svar við
rangstæðuleikaðferð Tottenham en reyndu að beita sama
bragði, þannig að áhorfendur fengu ekki að sjá skemmti-
lega knattspymu.
Glen Hoddle var yfirburöamaöur á
vellinum og átti hann mjög góöan leik.
Liverpool lék langt frá sínu besta en
Sammy Lee og Ronnie Whelan léku
ekki meö Mersey-félaginu.
■........'................. ' ......1
URSUT
Urslit uröu þessi í ensku knattspyrn-
unni á laugardaginn:
l.deild:
Aston Villa — Stoke 4—0
Coventry—WBA 0—1
Everton—West Ham 2—0
Man. City—Nott. For. 1—2
Norwich—Man. Utd. 1—1
Notts C. — Brighton 1—0
Southampton—Luton 2—2
Sunderiand — Birmingham 1—2
Swansea—Ipswich 1—1
Tottenham—Liverpooi 2—0
Watford—Arsenal 2—1
2. deiid:
Blackburn—Middlesb.
Cambridge-Newcastle
Carlisle—QPR
Chelsea—Rotherham
Derby—Burnley
Grimsby—Oldham
Leeds—Barnsley
Leichester-Bolton
Sheff.Wed.—Fulham
Wolves—C. Palace
Föstudagur:
Charlton—Shrewsbury
3. deild:
Bradford—Bournemouth
Brentford—Sheff.Utd.
Bristol R.—Huddersfield
Chesterfield—Cardiff
Doncaster—Portsmouth
Lincoln—Oxford
Newport—Wrexham
Orient—Exeter
Plymouth—Preston
Reading—Millwall
Wigan—Gillingham
Föstudagur:
4. deild:
Blackpool—Aldershot
Bury—Scunthorpe
Chester—Hull
Crewe—Wimbledon
Darlington—Northampton
Hereford—Tranmere
Mansfield—York
Rochdale—Torquay
Swindon—Stockport
Föstudagur:
Colchester—Bristol C.
Halifax—Hartlepool
Port Vale—Peterborough
1—1
1-0
1—0
1—1
2—0
0-2
0—0
0—0
2-1
1-0
0-1
2- 3
2—1
1-0
0—1
0-1
1—1
4- 0
5— 1
1-1
3— 3
202
4—1
1-0
0-0
0—2
2-0
1-0
2-2
2-2
2—0
3—1
1—1
2-1
Tottenham tryggöi sér sigur meö
tveimur mörkum Skotans Steve
Archibald á aðeins fimm mín. í seinni
hálfleiknum. Á 55. mín. átti Hoddle
snilldarsendingu til Archibald, sem
komst á auðan sjó og náöi aö vippa
knettinum yfir Bruce Grobbelaar,
markvörð Liverpool, og aftur var
Archibald á ferðinni á 60. mín — fékk
þá sendingu frá Gary Mabbutt og
skoraöi auðveldlega. Leikmenn
Tottenham fengu nokkur marktæki-
færi eftir þetta mark en þeir náöu ekki
aönýta þau.
Fallbarátta í
algleymingi
Þaö er geysilega hörö fallbarátta
framundan í 1. deildarkeppninni og
berjast nú sjö félög um fallið. Eru
Manchester City og Coventry í mikilli
hættu ásamt Brighton og Swansea.
• Coventry . . . tapaöi heima 0—1
fyrir WBA. Það var Mike Perry sem
tryggöi Albion sigur. Aðeins 9.400
áhorfendur sáu leikinn.
• Manchester City .... tapaöi 1—2
fyrir Nottingham Forest á Mine Road í
Manchester og er City í alvarlegri
stööu — á eftir aö leika aðeins tvo leiki.
Gegn Brighton úti í dag og síðan heima
gegn Luton. Aöeins 20 þús. áhorfendur
sáu leik liösins gegn Forest. Ian
Wallace og Peter Davenport skoruöu
fyrir Forest áöur en Graham Baker
náði aö minnka muninn eftir undirbún-
ing Kevin Bond, sem átti síðan skot í
slána á marki Forest.
• Birmingham.... tryggöi sér sigur
á elleftu stundu gegn Sunderland, sem
hafði yfir 1—0 meö marki Colin West
þegar 10 mín. voru til leiksloka. Þá
haföi Stan Cummings einnig átt skot í
stöng á marki Birmingham. Leikmenn
Birmingham gáfust ekki upp og Andy
Blair jafnaöi 1—1 úr vítaspyrnu. Rétt
fyrir leikslok tók svo Mark Dennis
aukaspyrnu og sendi knöttinn fyrir
mark Sunderland þar sem Mich Har-
ford, besti maður vallarins, var og
skallaði knöttin í netið.
• Brighton . . . tapaöi 0—1 fyrir
Notts County. Brian Kilcline skoraöi
markiö í 80. mín.
• Luton... tryggöi sér dýrmætt stig
á The Dell í Southampton. Þar börðust
leikmenn Luton hetjulega og voru
óheppnir að tryggja sér ekki sigur.
Paul Aylott skoraði fyrir Luton eftir
aöeins 6 mín. en þeir Mark Wright og
Verðlaunagripir
og verðfaunapeningar
ímik/uúrvafí
FRAMLEIÐI OG ÚTVEGA
FÉLAGSMERKI
PÓSTSENDUM
MacnúS E. Baldvinsson sf.
LAUCAVECI 0 - REYKJAVlK - SlMI 33004
Imeba
Dave Armstrong svöruöu fyrir Dýrl-
ingana 2—1. Á 30. mín. jafnaöi Júgó-
slavinn Eadomir Antic 2—2 fyrir Luton
meö þrumuskoti af 30 m færi og er þaö
ekki á hverjum degi sem Peter Shilton,
landsliösmarkvöröur Southampton,
fær mark á sig af svo löngu færi. Rétt á
eftir átti Richard Money þrumuskot af
svipuöu færi — knötturinn hafnaði þá í
stönginni á marki Southampton. Rétt
fyrir leikslok munaöi þó ekki miklu að
Southampton færi meö sigur af hólmi.
David Puckett átti þá skot í stöngina á
marki Luton.
• Swansea . . . tryggöi sér jafntefli
gegn Ipswich 1—1. Paul Mariner
skoraði fyrir Ipswich en Júgóslavinn
Anto Rajkovic jafnaöi fyrir Swansea 13
mín. fyrir leikslok.
Stórsigur
Aston Villa
Leikmenn Stoke sóttu ekki gull í
greipar leikmanna Aston Villa á Villa
Park í Birmingham. Gordon Cowans
átti snilldarleik meö Villa og skoraöi
fyrsta mark leiksins. Síöan bættu þeir
Kenny McNaught, Tony Morley og
Allan Evans mörkum viö.
• Brian McDermott skoraöi fyrir
Arsenal á 46. mín. en þeir John Barnes
og Luther Blissett svöruöu fyrir Wat-
ford. Blissett skoraöi sigurmarkið úr
vítaspyrnu.
• Graham Sharp skoraði bæði mörk
Everton, sem lagöi West Ham aö velli
2—0 fyrir framan 16.300 áhorfendur á
Goodison Park.
1. DEILD
Liverpool 39 24 9 6 85—33 81
Watford 39 21 4 14 69—51 67
Man. Utd. 37 17 13 7 49—29 64
Aston Villa 39 20 4 15 58—46 64
Nott. For. 30 18 8 13 56—48 62
Tottenham 38 17 9 12 57—46 60
Everton 39 16 9 14 59—46 57
Southampton 39 15 12 12 53—54 57
Stoke 39 16 8 15 52—57 56
WestHam 38 17 4 17 59—56 55
Ipswich 39 14 12 13 59—46 54
Arsenal 38 14 10 14 51—52 52
WBA 39 13 11 15 48—48 50
Norwich 39 13 11 15 48—54 50
Nott. C. 40 14 7 19 52—67 49
Coventry 39 12 9 18 43—54 45
Luton 38 11 12 15 63—76 45
Sunderland 39 11 12 16 44—58 45
Man. City 40 12 8 20 46-69 44
Birmingham 39 10 13 16 36—54 43
Brighton 39 9 12 18 36—64 39
Swansea 39 9 11 19 48—63 38
2. DEILD
QPR 38 24 6 8 70-31 78
Wolves 39 20 13 6 62—37 73
Fúlham 39 19 9 11 61-43 66
Leicester 39 19 8 12 68—41 65
Newcastle 39 16 12 11 66—50 60
Sheff. Wed. 39 15 14 10 56—43 59
Oldham 40 13 19 8 59—44 58
Shrewsbury 39 15 13 11 47—45 58
Leeds 39 13 18 8 47—42 57;
Barnsley 39 14 13 12 56—49 55
Blackburn 39 13 12 14 54—55 51
Cambridge 39 12 11 16 38—54 47
Carlisle 39 12 10 17 65—65 46
Derby 39 9 19 11 47—52 46
Middlesb. 39 10 14 15 44—66 44
Grimby 39 12 8 19 43—68 44
Bolton 39 11 10 18 41—56 43
Charlton 39 12 7 20 56-82 43
C. Palace 38 10 12 16 37—47 42
Chelsea 39 10 12 17 49—60 42
Rotherham 40 9 14 17 40—65 41
Burnley 37 10 6 21 51—62 36
• Manchester United var óheppiö aö
tryggja sér ekki sigur í Norwich, þar
sem varö jafntefli 1—1. Norman Withe-
side skoraöi fyrir United á 49. mín eftir
aö Cunningham haföi skallaö knöttinn
til hans eftir fyrirgjöf Frank Stapleton.
Þaö kom svo í hlut Mark Barham aö
jafna fyrir Norwich á 59. mín meö skoti
af 30 m færi.
Úlfarnir upp
Wolves tryggöi sér sæti í 1. deild
næsta keppnistímabil þegar félagið
vann sigur 1—0 yfir Crystal Palace.
Andy Gray skoraði markiö. QPR er
einnig búiö aö tryggja sér 1. deiidar-
sæti en Fulham og Leicester berjast
hart um þriöja sætiö. -ÓO/-SOS
Steve Foster — leikurinn gegn
Notts County hefur orðiö honum
mikii sálarkvöl.
Brighton
fyrir áfalli
Steve Foster leikur ekki með féiaginu gegn
Man. Utd.áWembley
Frá Ölafi Orrasyni — fréttamanni DV í
London.
— Steve Foster, landsliðsmiðvörður
Englands, vaknaði upp við martröð
þegar hann lék meö Brighton gegn
Notts County. Foster, sem er lykil-
maöur varnar Brighton, var bókaður
fyrir að mótmæla aukaspyrnu og er
því kominn með 30 refsistig og missir
af úrslitaleik bikarkeppninnar milli
Brighton og Manchester United á
Wembley, þar sem hann verður
dæmdur í tveggja leikja keppnisbann
þegar aganefnd ensku knattspyrnu-
sambandsins kemur saman.
Eftir aö Foster fékk áminninguna, í
fyrri hálfleiknum reyndi hann allt sem
hann gat til að veröa rekinn af leik-
velli. Hann fór í hörö samstuð og hvaö
eftir annað greip hann knöttinn. Dóm-
arinn lét það ekkert á sig fá og var ekki
á þeim buxunum aö reka Foster af
leikvelli. Ef hann hefði gert þaö heföi
Foster fariö sjálfkrafa í leikbann
þannig að hann heföi veriö búinn að
taka út leikbannið fyrir 21. maí, þegar
Brighton mætir fyrir Manchester
United.
Þaö er mikið áfall fyrir Brighton aö
Foster leikur ekki meö liöinu gegn
United því aö þessi snjalli miövöröur
hefur átt stærstan þátt í því aö tryggja
Brighton farseðilinná Wembley.
Eini möguleikinn til að Fostei geti
leikiö á Wembley er sá aö aganefnd
enska knattspyrnusambandsins mildi
dóminn — þar sem Foster hafði ekki
verið bókaður í 13 leikjum áður en
hann fékk nafn sitt í svörtu bókina í
leiknum gegn Notts County.
Þess má geta aö tveir leikmenn
Manehester United voru bókaöir í leik
gegn Norwich á laugardaginn, þeir
Gordon McQueen og Remi Moses, og
eiga þeir yfir höföi sér eins leiks
keppnisbann. Þeir verða búnir aö taka
þaö út fyrir úrslitaleikinn á Wembley.
-0O/-SOS.
Withe kinnbeins- !
og fingurbrotnaði1
Frá Ólafi Orrasyni — fréttamanni
DV í London. — Enski landsliðs-
maðurinn Peter Withe hjá Aston
Villa leikur ekki meiri knattspyrnu
á þessu keppnistímabili vegna
meiðsla sem hann hlaut i landsleik
Englendinga gegn Ungverjum.
Strax eftir landsleikinn var Withe
fluttur á sjúkrahús í London þar
sem hann var með heilahristíng.
Kinnbein hans var brotið og hann
var einnig fingurbrotinn. Þess má
geta að Withe meiddist áður en
hann skoraði mark sitt og lét
meiðslin ekki á sig fá — lék út aUan
leikinn. Það var ekki fyrr en inni í
búningsklefa að í ljós kom að Withe
var ekki með sjálfum sér.
Hann var þá fluttur í skyndi á
sjúkrahús þar sem gert var að
meiðslum hans.
-ÓO/-SOS