Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVISIR
98. TBL. — 73. og 9. ARG. — MÁNUDAGUR 2. MAÍ 1983.
Dalaostur
ersérgrein
— heimsókn
íMjóikursamlagið,
Búöardal
— sjáblaðsíðu4
í
t
i
í
i
Skipbrotsmenn vifl komuna til landsins i nótt. Frá vinstri: Asgeir Jónsson
stýrimaður, Bjami Einarsson 1. vélstjóri, Guðmundur Einarsson 2. vélstjóri.
Jón Steinar Árnason skipstjóri og Hallgrímur Einarsson háseti og kokkur.
Þeir Guðmundur og Hallgrimur eru bræflur. DV-mynd GVA.
Mannbjörg er flutningaskipið Isberg sökk eftir árekstur.
ff
SKIPIÐ FOR ALLA
LEIÐINN ÍLEST’
—sagði skipstjórinn við komuna til fslands í nótt
Eiginkonur skipbrotsmanna fögnuflu þeim innilega.
Mannbjörg varð er nýjasta skip ís-
lenska kaupskipaflotans, Isberg IS,
sökk eftir árekstur um 70 sjómílur
austur af Grimsby síðdegis á laugar-
dag.
Atburðurinn átti sér stað um
klukkan 4 að íslenskum tíma. Þýskt
flutningaskip, Tilla, keyrði inn í Isberg
á miöju skipi bakborðsmegin. Isberg
fór á hliöina á nokkrum mínútum og
var sokkið eftir taepa klukkustund.
Skipverjamir fimm komust í björgun-
arbát og var bjargað upp í þýska
skipið, sem var tiltölulega lítið laskað.
Skipverjar voru fluttir til Grimsby og
komu síðan til landsin*; í nótt.
Skipstjóri á Isberg var Jón Steinar
Árnason. Að hans sögn var mikil þoka
yfir þegar atburðurinn átti sér stað og
skyggni aðeins um 300 metrar. Árekst-
urinn gerðist mjög snöggt, en skip-
stjóri Isbergs hafði þó séð hvað verða
vildi. „Við vorum byrjaðir að beygja
og reyna að forða okkur og síðan
stoppuðum viö og gáfum þokumerki.
Ég prófaði aö kalla til þeirra á ör-
bylg justöð en það gekk ekkert og næsta
skref var bara að foröa sér því skipið
var oltiö. Þaö lagöist á hliöina á 3 til 5
mínútum enda fór þýska skipið alla
leið inn í lest,” sagði skipstjórinn, er
DV ræddi við hann við heimkomuna í
nótt.
Isberg er 360 tonna frystiskip sem
var keypt frá Noregi og kom fyrst til
landsins fyrir tíu dögum. Það var
byggt árið 1972 og því 11 ára gamalt.
Eigandi þess var OK h/f á Isafirði.
Þetta var fyrsta ferð þess frá Islandi.
Skipið var á leiðinni frá Grimsby til
Cuxhaven með um 200 tonn af frystum
fiski er áreksturinn varð. Tilla, sem er
um 1000 tonna skip, var hins vegar á
leiðinni f rá Þýskalandi til Bretlands.
ÓEF
Víkingar
þrefaldir
meistarar
sjá íþróttasíður
m
Kafbátargera
frændumokkar
lífiöleitt
— sjá erl. f réttir
bls.8-9
EggertHaukdal
áttiafmæli
— hvað f ékk hann
íafmælisgjöf?
— sjá Sandkom,
blaðsíðu 39
Þessi mynd af ísberginu var tekin í Noregi áflur en þafl kom hingað til
lands. Þafl var keypt til landsins 8. april síðastliðinn.
Kynsjúkdómar— vaxandi böl
Kynsjúkdómar eru mikið og vax-
andi böl víða um heim. Eins og fram
kom í DV á laugardaginn hafa þeir
herjað talsvert á Islendinga og kost-
að þjóöarbúið miklar fjárhæðir ár
hvert, svo ekki sé talað um þjáningu
þolendanna.
Þó ýmiss konar fræðslustarfsemi
hafi verið í gangi um kynsjúkdóma
er ljóst að vanþekking almennings á
þeim er mikil. Enn verður að herða
baráttuna gegn kynsjúkdómum, með
auknum skilningi hverfa fordómar
og þá má búast við góðum árangri.
JBH
Fjallað er um tegundir kynsjúkdóma á blaðsíðum 20 og 21.