Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Blaðsíða 27
DV. MÁNUDAGUR2. MAl 1983. 27 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Fær Atli að leika á Tiger-skóm? Atlihefurekki skrífaðundir nýjansamning við Diisseldorf — Eg reikna fastlega meö að skrifa undir nýjan samning viö Fortuna Dusseldorf nú næstu daga. Þaö hafa staöiö yfir samningaviðræöur milli mín og forráðamanna félagsins og hafa náöst samningar í öllum helstu málum, sagöi Atli Eövaldsson, lands- liðsmaöur hjá Diisseldorf. Atli sagöi að það stæði nú á því, að hann vilji breyta til og leika á nýjum knattspyrnuskóm — gerðinni Tiger frá Japan, en aftur á móti er Diisseldorf með samning við Puma, en á þannig skóm leika allir leikmenn félagsins. Ég hef prófað að æfa á Tiger og mér hefur líkað vel við þá knattspymuskó og þess vegna hef ég mikinn áhuga á að leika á þeim í framtíðinni, sagði Atli. — Kemur þú heim í landsleikinn gegn Spánverjum 29. maí? Rudi Völler með þrennu — þegar Bremen vann Diisseldorf 5-2 Rudi Völler, hinn ungi landsliðsmið- herji V-Þjóðverja, sem leikur með Werden Bremen, var heldur betur á skotskónum í Diisseldorf, þar sem Bremen vann stórsigur 5—2. Þessi snjalli miðherji skoraöi þrjú mörk og voru þau glæsileg — fyrst skoraði hann • með þrumufleyg af 25 m færi, síðan eftir að hafa leikið á varnarleikmenn Dusseldorf og þriðja markið skoraði hann með skalla. Holger Fach skoraði bæði mörk Diisseldorf. 1 Bremen er nú með jafnmörg stig og Hamburger, sem lagði Stuttgart að velli 2—0 í Hamborg. Thomas von Hessen (21 árs) skoraði fyrst fyrir Hamburger á 58. mín. og síðan bætti Felix Magath marki við. Leikmenn Stuttgart voru bitlausir gegn sterku liði Hamburger. Bayern Miinchen er í þriðja sæti — vann stórsigur 4—0 yfir Hertha Berlín. Paul Breitner lék ekki með Bayern — tilkynnti fyrir helgina aö hann hefði lagt knattspymuskóna á hilluna eftir þrálát meiðsli sem hann hefur þurft aö glíma við á fæti. Dieter Höness skoraöi tvö af mörkum Bayem. Fjórir leikmenn voru fluttir á sjúkrahús þegar Bochum og Köln léku. Einn af þeim var Toni Schumacher, sem rotaðist eftir að hafa fengiö högg á höfuöiö. Það þurfti að sauma nokkur spor til að loka skurði sem hann fékk. Staða efstu liðanna í V-Þýskalandi er núþessi: Hamburgcr 29 16 11 2 66—28 43 Bremen 29 19 5 5 63—34 43 Bayern 29 16 9 4 67—23 41 Stuttgart 28 15 7 6 64—38 37 Köln 29 14 9 6 60—35 37 Kaiserslautcrn 29 12 12 5 49—35 36 Þess má geta að Diisseldorf er komiö langt frá hættusvæðinu á botninum. Félagið er með sex stiga forskot á það lið sem er í þriöja neðsta sætinu. -SOS. Roma nær öruggt Það getur nú fátt komið í veg fyrir að Roma tryggi sér ítalíumeistaratitil- inn. Félagið er nú með 40 stig en Juventus 36 og Inter Mílanó 34. Roberto Falcao og Bertolomei tryggðu Roma sigur 2—0 yfir Avellino. Juventus og Inter Milano gerðu jafn- tefli 3—3 í sögulegum leik þar sem sex leikmenn fengu að sjá gula spjaldið og Roberto Bettega hjá Juventus var rekinn af leikvelh. Altobelli skoraöi tvö mörk fyrir Mílanó og Hansi Miiller eitt. Frakkinn Platini skoraði tvö fyrir JuventusogBettega eitt. -SOS. Dundee Utd. 180 mín. f rá meistara- titli Skotlands Það er mikil stemmning í herbúðum Dundee United, sem er nú aðeins 180 mín. frá fyrsta Skotlandsmeistaratitli félagsins. Forráðamenn Dundee Utd. gáfu 4 þús. áhangendum félagsins fria miða á leik Dundee Utd. gegn Morton á Cappielow Park í Morton, þar sem félagið vann öruggan sigur 4—0. Dodds skoraði tvö af mörkunum. Celtic er í öðru sæti og skoraöi markaskorarinn mikli, Charlie Nicholas, eitt marka Celtic, sem vann Kilmarnock 5—0 á útivelli. Nicholas var útnefndur knattspymumaður ársins í Skotlandi fyrir leikinn. Aberdeen á einnig möguleika á að hljóta meistaratitilinn. Félagið vann Dundee 2—0 og skoruðu þeir Gordon Strachan og John Hewitt mörkin. Motherwell vann góöan sigur 2—0 yfir Hibs og Rangers lagði St. Mirren aðvelli 4—0 Staðanernú DundeeUtd. Celtic Aberdeen Rangers St. Mirren Hibemian Dundee Motherwell Morton Kilmamock þessiíSkotlandi. 34 22 8 4 84-34 52 34 23 5 6 84 -34 51 33 2 3 4 6 66-24 50 33 12 12 9 47-34 36 34 9 12 13 43-50 30 33 7 14 12 34—44 28 33 8 11 14 38-48 27 34 11 4 19 38-68 26 34 6 8 20 30-70 20 34 3 10 21 27-85 16 -SOS. — Eins og málin standa nú, þá reikna ég ekki með því. Við erum að leika hér í V-Þýskalandi 28. maí, sagði Atli og hann bætti við að þótt Diissel- dorf veröi ekki í fallhættu breyti það litlu. — Hér er keppt um hvert stig og áhangendur liðsins eiga heimtingu á aö við teflum fram okkar sterkasta liði hverju sinni, sagði Atli. -SOS. Ajax meistari Ajax og Feyenoord gerðu jafntefli, 3—3, í Hollandi og getur ekkert nema kraftaverk nú komið í veg fyrir að Ajax verði meistari þegar tvær um- ferðir er eftir. Ajax er með 54 stig og markatöfluna 96—35 og Feyenoord er með 50 stig og markatöfluna 66—36. Pétur Ormslev. Pétur Ormslev lék vel — í sínum fyrsta leik með Diisseldorf í langan tíma Pétur Ormslev lék sinn fyrsta leik með Fortuna Dusseldorf í langau tíma, þegar félagið mætti Werden Bremen á iaugardaginn. Blöð í V-Þýskalandi segja að Pétur hafi staðið sig vel og fær hann bestu einkunn leikmanna Dússel- dorf í blöðum. Pétur skapaði sér þrjú góð marktækifæri en snilldarmark- varsla markvarðar Bremen kom í veg fyrir að hann skoraði. Allt bendir nú til að Pétur hafi tryggt sér fast sæti hjá Diisseldorf og að hann verði áfram hjá félaginu næsta vetur. Forráðamenn félagsins þora ekki að taka þá áhættu að láta Pétur fara og vitna í hve Asgeir Sigurvinsson hefur staðið sig vel meö Stuttgart eftir að hafa verið úti í kuldanum hjá Bayern Munchen. Þeir óttast aö Pétur geti sprungiö út hjá nýju félagi ef þeir láta hannfara. -sos. Til hvers að vera aðeins skugginn af sjálfum sér þegar annað er mögulegt? Þeir sem eiga erfitt með gang og ráða ekki við að fara upp og niður stiga þurfa ekki síður en aðrir að skjótast á milli hæða heima hjá sér, á vinnustaðnum eða í skólanum. Með stigalyftum, ýmist með áföstu sæti eða palli fyrir hjólastóla, verður það leikur einn og skiptir þá litlu hvort stiginn er þröngur, snúinn eða langur, lyftan kemst nánast alls staðar fyrir. Þannig má rjúfa ónauðsynlega einangrun og spara mikið erfiði. Stannah stigalyftur - sjálfsögð lausn alls staðar Við komum á staðinn, metum aðstæður og gerum föst tilboð HÉÐINN Seljavegi2 Sími 24260

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.