Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1983, Blaðsíða 45
DV. MÁNUDAGUR2. MAl 1983. Sviðsljósið Sviðsljósið 45 Sviðsljósið „NÚ EIGUM VIÐ LEIK” —- sögðu hressir krakkar í tilraunaleikhúsi Stúdentaleikhússins á sumardaginn fyrsta Með stórar og faltegar freknur er maður tilbúinn i hvað sem er. Hér sjást tvær upprennandi með góð tilþrif og njóta tH þess dyggrar aðstoðar Bangsimons. Eitilhressir krakkar bregða á leik i Tjarnarbiói á sumardaginn fyrsta. Og þeir voru ekki i vandræðum með að semja leikritin á staðnum. Heilu stykk- in drifin afstað án nokkurra vandræða. Sannarlega vel heppnuð skemmt- un hjá Stúdentaleikhúsinu. Stúdentaleikhúsið var meö tilraunaleikhús á svokölluðu opnu húsi á sumardaginn fyrsta í Tjarnarbíói. Heppnaðist tilraunin vel og tóku margir krakkar sig til og gerðust fyrirtaks leikarar. Skemmtunin hófst klukkan þrjú, þegar sýndar voru stuttar bíó- myndir fyrir krakkana. Síðan tóku þeir til við leikinn og byrjuðu að skemmta hver öörum. Krakkamir klæddu sig sjálfir í búninga og drifu af stað leikrit, sem vom samin af þeim á staðn- um. Koma þá í ljós að gamla mál- tækið: „Margur er knár þótt hann sé smár,” er enn í fullu gildi. Foreldrar, sem komu á þetta opna hús, voru mjög ánægðir með skemmtunina alveg eins og börnin sjálf sem kunnu sér ekki læti. Fyrirhugað er að hafa framhald á þessu tilraunaleikhúsi í Tjarnar- bíóiefbíóiðfæsttilafnota. -JGH „Einn hinn mesti öðlingsmaöur, sem ég hef kynnst á langri ævi, Guðgeir Jónsson, varð níræöur í gær, þann 25. apríl. Öll mín kynni af hon- um eru slík, að ég finn mig knúinn til að minnast hans nokkrum orðum og áma honum heilla á níræðisafmæli hans.” Þannig byrjar Hannibal Valdi- marsson afmælisgrein um Guðgeir Jónsson, fyrrverandi forseta Alþýðusambands íslands, í Morgun- blaðinuþann 26. apríl síðastliðinn. Við skulum grípa á nokkrum stöð- umígreinHannibals: „Svo gjörðist það 1942, að Guðgeir Jónsson er kjör- inn forseti Alþýöusambands Islands. Á þessum árum var kreppa í landi, atvinnuleysi herjaöi og mögnuð sundrung geisaði í röðum verka- manna. Þetta var tími harðra átaka.” „Hann er vissulega maöur hóf- semdar og jafnframt sanngimi og réttlætis.” „Þó að þetta greinarkom sé lítið annaö en upptalning staöreynda í lífi merks sainferðarmanns — enda mér nú, eins og skóldið frá Bólu sagði; „oröið stirt um stef og stílvopn laust í höndum” — þá átti þaö þó einnig að vera þakkarvottur fyrir ágæt kynni og eftirminnilegt samstarf á því sviði sem okkar leiðir mættust. ’ ’ Guðgeir hélt upp á niræöisafmæli sitt í veislusalnum í Domus Medica og þangaö komu margar kunnar kempur til aö hylla hann. Hann Bjamleifur Bjarnleifsson, ljósmynd- arinn okkar kunni, var einn þeirra og hyllti Guðgeir meö myndavélinni sinni. Eigum viö ekki aö líta á árangur- inn? -JGH Guðgeir ásamt konu sinni, Guðrúnu Sigurðardóttur. Svo skemmtilega vill tíl að Guðrún er á sama aldursári og eiginmaður hennar. Hún er fædd 25. september, eða á sama mánaðardegi og Guðgeir og verður þvi niræð i haust. Þeim hjónum hefur orðið sjö barna auðið. D V sendir Guðgeiri hinar bestu afmæliskveðjur. DV-myndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson. Lennon samdi lagið Revolution með Bitlunum. Hver veit nema ýmsir spæjarar hafi spilað þá plötu aftur og aftur til að kom- ast að hinu sanna um Lennon. Rúbblurokk John Lennon, fyrrverandi Bítill, sem var myrtur 1980, var míkill fjandmaöur Richards Noxons, fyrr- um Bandarikjaforseta i byrjun 8. áratugarins. Sagt cr að Nixon hafi verið svo hræddur við friðarboð- skap Lennons að hann hafi sent FBI til að njósna um hvort Lennon tæki við fé frá kommúnistum. En við rannsókn benti ckkcrt til þess. Það var nú það. -KA/starfskynning. „Dady, dady cool," mun hún Jóhanna Cook hafa sungið þeg- ar hún var með kaftein Cook, Richard Harris, nýlega. Harris sagði að hann liti á Jóhönnu sem stjúpdóttur sina. Veragóð viðpabba Hinn 52 ára gamli Kichard Harris sem leikur um þessar mundir í „Camelot” í Lundúnuin var klæddur aö hætti unglinga þeg- ar Ijósmyndarar rákust á hann ásamt 16 ára ljósmyndafyrirsætu, Joanne Cook að nafni. „Það er alls ekkert á milli okkar,” staðhæfði Harris. „Ég er of gamall fyrir hana og cg um- gengst hana sem stjúpdóttur.” Jó- hanna litla tjáði sig ekki um málið — en leit út fyrir að vera hæst- ánægð mcð „stjúppabba” sinn. -KA/starfskynning

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.